Kalt stríð heltekur heimsbyggðina á ný

Spennan í Austur-Evrópu er undir niðri nátengd hinu nýja kalda stríði milli Rússlands og Bandaríkjanna.

Auglýsing

Spenna á milli Banda­ríkj­anna og Rúss­lands hefur ekki verið eins mikil síðan í Kalda stríð­inu svo­nefnda hér á árum áður. Kalda stríðið ein­kennd­ist af fjand­skap í sam­skiptum stór­veld­anna Banda­ríkj­anna og Sov­ét­ríkj­anna sál­ugu. Beint stríð milli þess­ara aðila kom aldrei til því allri heims­byggð­inni stóð ógn af kjarn­orku­vopnum þeirra. Þess í stað urðu átök á Kóreu­skaga,víða um Afr­íku, í Víetnam og Afganistan í svoköll­uðum umboðs­stríðum stór­veld­anna. Báðar þjóðir komu fyrir kjarn­orku­vopnum við landa­mæri hvers ann­ars og hót­uðu að nota þau. 

Nú hefur sagan end­ur­tekið sig. Ný umboðs­stríð á milli Rúss­lands og Banda­ríkj­anna eru í gangi í dag, óbein stríð á milli heims­velda í gegnum yfir­völd eða upp­reisn­ar­hópa. ­Þrátt fyrir að vera sátt­mála um að eyða kjarn­orku­vopnum ógna þau enn heims­byggð­inni. Nýja kalda stríðið hófst árið 2014 þegar Rúss­land hertók Kríms­skaga í Úkra­ínu.

Ögrandi til­burðir

Gamla kalda stríð­inu lauk þegar Sov­ét­ríkin leyst­ust upp árið 1991. Sam­skipti Banda­ríkj­anna og Rúss­lands hafa síðan þá verið lit­aðar af ágrein­ingi. Rúss­neskum yfir­völdum er ögrað af útbreiðslu Atlands­hafs­banda­lags­ins til austur evr­ópu og því að Banda­ríkin hafi komið fyrir eldlflauga­vörnum í Pól­landi. Sam­skipti þjóð­anna hafa sér­stak­lega verið beitt nú þega Rúss­land hertók Kríms­skaga í Úkra­ínu.

Auglýsing

Lof­orð Don­alds Trump um bætt sam­skipti virð­ast ekki hafa ræst. Ýmsir atburðir renna stoðum undir þetta. Þar má nefna að Rúss­neskar her­þotur hafa sést fljúga lágt yfir banda­rísk her­skip og sýna með því ögrandi til­burði í garð banda­ríkj­anna við þar­lendar her­þot­ur.

Her­æf­ingar fara fram báðum megin við landa­mæri Rúss­lands­. Ann­ars veg­ar hjá Rúss­neska hernum og hins veg­ar hjá Atlands­hafs­banda­lag­inu (NATO).  ­Banda­ríkin og Rúss­land búa yfir meiri­hluta kjarn­orku­vopna heims­ins og þess vegna eru sam­skipti ríkj­anna áhyggju­efni fyrir alla heims­byggð­ina.  

Donald Trump hefur mikið tala um betra samband við Rússland, en það hefur reynst vera orðin tóm, eins og svo margt annað.

Kalda stríðið

Eftir síð­ari heims­styrj­öld­ina var mikil spenna á milli Banda­ríkj­anna og Sov­ét­ríkj­anna. Heims­veldin tvö höfðu verið banda­menn gegn Þýska­landi í heims­styrj­öld­inn­i ­síð­ari. Fjand­skapur í sam­skiptum milli ríkj­anna magn­að­ist af ýmsum orsök­um. Stríðið var kallað „kalt“ af því að heims­veldin fóru aldrei í bein stríðs­á­tök hvert við ann­að. Heims­veldin tók­ust þó á í svoköll­uðum umboðs­stríðum (e. proxy wars) í Afr­íku, Asíu og Rómönsku Amer­íku. Sov­ét­ríkin stóðu fyrir komm­ún­isma og mið­stýrðum hag­kerfum en Banda­ríkin fyrir kap­ít­al­isma og frjálsum mark­aði. Báðar þjóðir studdu hópa sem bjuggu yfir hug­mynda­fræði sem hent­aði þeim hverju sinni í þessum heims­horn­um.

Banda­ríkja­menn og Sov­ét­menn þró­uðu ger­eyð­ing­ar­vopn og komu þeim fyrir nálægt landa­mærum hvers ann­ars. Það sem hindr­aði báðar þjóðir frá því að fram­kvæma kjarn­orku­vopna­árás var ógn gagn­kvæmrar eyði­legg­ingar ef ,,heitt“ stríð færi af stað. Ef Banda­ríkin vörp­uðu kjarn­orku­sprengju á Sov­ét­ríkin gætu Sov­ét­ríkin svarað með sinni eigin árás. Afleið­ingin yrði að báðar þjóð­irnar (og lík­lega allt mann­kyn­ið) myndi eyð­ast. Í nokkur skipti mun­aði veru­lega litlu að kjarn­orku­stríð hæf­ist svo sem þeg­ar Sov­ét­rík­in komu fyrir kjarn­orku­oddum á Kúbu.

Gamla kalda stríð­inu lauk á frið­sam­legan hátt. For­seti Sov­ét­ríkj­anna sagði af sér sjálf­vilj­ugur og lýsti ríkj­unum undir Sov­ét­ríkj­unum sem sjálf­stæðum ríkj­um. Aðgerð­ir Vla­dimir Put­in líta út fyrir að vera til­raun til þess að koma gömlu Sov­ét­ríkj­unum aftur til valda.

Atlands­hafs­banda­lagið

Atlands­hafs­banda­lagið var stofnað sem hern­að­ar­banda­lag Banda­ríkj­anna og Evr­ópu­þjóða gegn Sov­ét­ríkj­unum í kalda stríð­inu. Í dag þjónar banda­lagið sama til­gangi gegn Rúss­land­i.  ­Sam­tals 29 þjóðir í Norður Amer­íku og Evr­ópu eru í Atlands­hafs­banda­lag­inu og er Ísland þar á með­al. Sam­kvæmt lögum Atlands­hafs­banda­lags­ins er árás á eina þjóð í banda­lag­inu jafn­gild árás á þær all­ar. Þetta þýðir að ef Rúss­land myndi gera inn­rás í eina þjóð sem til­heyrir Banda­lag­inu gæti það komið af stað þriðju heims­styrj­öld­inn­i. 

Umboðs­stríð á ný

Sov­ét­ríkin og Banda­ríkin fóru í umboðs­stríð víða um heim í kalda stríð­inu. Víetnam stríðið var umboðs­stríð, Sov­ét­ríkin studdu yfir­völd Norður Víetnam en Banda­ríkin yfir­völd Saigon í Suður Víetnam.

Norður Víetnam var komm­ún­ista­ríki en yfir­völd Saigon vor­u kap­ít­alist­ar. Norður Víetnam naut því stuðn­ings Sov­ét­ríkj­anna en Saigon ­fékk stuðn­ing frá Banda­ríkj­un­um. Þegar Rúss­land réðst inn í Afganistan árið 1979 studdi Banda­ríska leyni­þjón­ust­an Mu­ja­hideen ­upp­reisn­ar­menn­ina með þjálfun og vopnum (Mu­ja­hideen voru íslamskir ofsa­trú­ar­menn og þró­uð­ust yfir Talí­banið og Al-kaída).  Í dag eru tvö umboðs­stríð í gangi á milli Banda­ríkj­anna og Rúss­lands ann­ars vegar í Úkra­ín­u hins veg­ar í Sýr­landi.

Rússar ráð­ast inn í Úkra­ínu

Árið 2014 hertóku Rúss­nesk yfir­völd Kríms­skaga í Úkra­ínu. Óein­kenn­is­klæddir Rúss­neskir her­menn gengu til liðs við upp­reisn­ar­hópa í Úkra­ínu sem voru hlið­hollir Rúss­landi.

Kosið var um hvort svæðið ætti að verða hluti af Rúss­landi eða sam­ein­ast Úkra­ínu á ný. Úrslit kosn­inga sýndu að almenn­ingur vildi til­heyra Rúss­landi. Flestir þjóð­ar­leið­togar við­ur­kenna ekki kosn­ing­ar­nið­ur­stöð­urnar þar sem Kríms­skag­i var undir her­töku Rúss­lands. 

Vla­dimir Put­in, for­seti Rúss­lands skrif­aði und­ir­ ­sam­ein­ing­ar­sátt­mála við sjálf­lýsta Lýð­veld­i Kríms­skaga.

Aðgerð­irnar drógu að sér for­dæm­ingu frá flestum heims­leið­tog­um. Barack Obama, þáver­andi for­seti Banda­ríkj­anna beitti refsi­að­gerðum gegn Rúss­landi ásamt mörgum öðrum þjóð­ar­leið­tog­um. 

Það er ennþá stríð í Úkra­ínu. Banda­rískir her­menn eru að þjálfa Úkra­ínska her­inn sem eru að berj­ast við upp­reisn­ar­menn studda af Rúss­neskum yfir­völd­um. Úkra­ínski her­inn er að berj­ast við upp­reisn­ar­menn studda af Rúss­neskum yfir­völd­um. Rúss­neskir her­menn eru líka í Úkra­ínu að berj­ast við hlið upp­reisn­ar­mann­ana. Rúss­nesk yfir­völd neita að þeir séu þar.

Sýr­land    

Borg­ara­stríðið í Sýr­landi og upp­lausnin þar er að breyt­ast í umboðs­stríð í valda­tafli Rússa við vest­ur­veld­in.

Banda­rísk yfir­völd styðja upp­reisn­ar­menn gegn stjórn Bashar Al-assad, for­seta Sýr­lands en Rússar styðja núver­andi stjórn í Sýr­landi með hern­að­ar­mætti sýn­um. Banda­rísk yfir­völd veita Sýr­lenskum upp­reisn­ar­mönnum vopn og þjálf­un.

Upp­reisn­ar­hópar sem fá stuðn­ing frá Banda­ríkj­unum eru skot­mörk Rúss­neskra sprengju­véla.

Stefna Banda­ríkj­anna hefur verið að fram­kvæma loft­árásir gegn hryðju­verka­hópum í Sýr­landi, aðal­lega Íslamska rík­inu, og að halda Banda­ríkja­her frá átökum á milli upp­reisn­ar­manna og Sýr­lenska stjórn­ar­hers­ins.

Í sept­em­ber síð­ast­liðnum var gert vopna­hlé í Sýr­landi. Vopna­hléið átti að enda átökin í Sýr­landi og sam­eina Rúss­land og Banda­ríkin gegn hryðju­verka­hóp­um. Undir vopna­hléssamn­ingnum myndu Banda­ríkin og Rúss­land fram­kvæma sam­eig­in­legar loft­árásir gegn Íslamska rík­inu og Ja­bhat Fata­h Al-s­ham.

Tveimur dögum áður en sam­starf þjóð­anna átti að hefj­ast réðst Banda­ríski her­inn á Sýr­lenska her­inn með loft­árás­um. Á sjötta tug ­sýr­lenskra her­manna voru drepnir í árásinni. Banda­ríkja­menn héldu að her­menn­irnir væru liðs­menn Íslamska rík­is­ins, í raun­inni höfðu þeir verið á leið­inni að berj­ast við Íslamska rík­ið. Vopna­hléið stóð aðeins í nokkra daga og ekk­ert varð úr sam­starf­inu.

Það hefur verið hart barist í Sýrlandi, með skelfilegum afleiðingum fyrir milljónir manna. Áður en borgarastyrjöldin í Sýrlandi braust út voru íbúa 22 milljónir, en talið er að 12 milljónir af þeim séu nú á flótta, bæði innan lands og utan.

Banda­ríski her­inn hefur í tvígang ráð­ist vilj­andi á sýr­lenska her­inn síðan Don­ald Trump tók við emb­ætti for­seta. Í fyrra skipt­ið ­sprengd­u þeir upp flug­völl sem not­aður var af Sýr­lenska hern­um. Skýr­ing Banda­ríkja­for­seta var að flug­völl­ur­inn hefði verið mið­stöð fyrir efna­vopna­árás. Það er þó mjög umdeilt. 

Rúss­nesk yfir­völd fengu við­vörun frá Banda­ríkj­unum við árásinni til þess að koma her­mönnum sýnum í burtu.

Sunnu­dag­inn 4 júní skaut Banda­ríski her­inn niður her­þotu Sýr­lenska stjórn­ar­hers­ins. Þotan ætl­aði að ráð­ast á upp­reisn­ar­menn studda af Banda­rískum yfir­völd­um, sam­kvæmt varn­ar­mála­ráðu­neyt­inu. Þegar þotan byrj­aði að láta sprengjur falla var hún skotin niður af Banda­rískum her­þot­um. Eftir þann atburð lýstu Rúss­nesk yfir­völd því yfir að Banda­rískar her­þotur sem fljúga yfir­ Efrat ána myndu vera „hugs­an­leg skot­mörk“.

Rúss­nesk yfir­völd hót­uðu einnig að loka sam­skipta­línu milli tveggja þjóð­anna sem hefur þann til­gang að koma í veg fyrir árekstra her­þota í loft­inu yfir Sýr­landi.

Her­þotur og her­æf­ingar ögra

Rúss­neskar vélar fljúga nálægt her­þotum og flug­skipum Banda­ríkj­anna og NATO. Rússar hafa sýnt þessa ögrandi til­burði oft á síð­ustu árum. Í einu nýlegu atviki flugu tvær Rúss­neskar her­þotur lágt yfir Banda­ríska her­skip­inu USS Don­ald Cook í Eystra­salts­haf­inu. Þot­urnar komu innan við 9 metra frá skip­inu. Þot­urnar flugu oft fram­hjá ­skip­inu líkt og um árás væri að ræða.

Í júlí 2017 reynd­u Nato flug­vél að stöðva Rúss­neska flug­vél yfir eystra­salts­haf­inu. Varn­ar­mála­ráð­herra Rúss­lands var um borð í vél­inni. Rúss­nesk her­þota mætti Atlands­hafs­banda­lags ­vél­inni. Rúss­neska vélin sveifl­aði vængj­unum til þess að sýna að hún væri vopn­uð. Aðeins tveimur dögum áður hafði rúss­nesk þota flogið hálf­um ­metra ­yfir banda­ríska njósn­a­vél yfir Eystra­salts­haf­inu.

Liðsmaður hers Úkraínu á varðbergi.

Tyrk­land og Rúss­land

Eitt af atvik­unum sem hafa leitt til mestrar spennu var þegar Tyrk­land skaut niður Rúss­neska flug­vél árið 2015. Rúss­neska flug­vélin flaug frá Sýr­landi yfir í Tyrk­neska loft­helgi. Tyrk­nesk yfir­völd skip­uðu þot­unni að snúa við en hún svar­aði ekki. Tvær Tyrk­neskar her­þotur vor­u ­send­ar í loftið og önnur þeirra skaut niður Rúss­nesku þot­una. Tveir flug­menn voru um borð annar þeirra lét líf­ið. Atvikið leiddi til mik­illar spennu á milli Rúss­lands og Tyrk­lands, sem er hluti af Atlands­hafs­banda­lag­inu.

Vla­dimir Put­in á­sak­aði Tyrk­land um að vera „vit­orðs­menn hryðju­verka­manna“ og var­aði við „al­var­legum afleið­ing­um“. For­seti Tyrk­lands, Recep Ta­yyip Er­dogan ­sagði að Tyrk­land hefði rétt á að verja sig.

Erdogan hefur síðan beðist af­sök­un­ar ­fyrir að þotan hafi verið skotin nið­ur.

Spenna við landa­mæri Rúss­lands

Gríð­ar­leg spenna ríkir við landa­mæri eystra­salts­ríkj­anna og Rúss­lands. Þús­und­ir­ Nato her­manna eru stað­settir í Eyst­land­i, Latvíu, Lit­háen og Pól­landi og eru við­búnir inn­rás frá Rúss­landi.

Bæð­i NATO og Rúss­land halda stórar hern­að­ar­æf­ingar reglu­lega hver sýnum megin við landa­mæri Rúss­lands. Æfing­arnar eru til þess gerðar að sýna mátt beggja liða.

Í fyrra hélt Nato ­stærstu her­æf­ingu sem hefur átt sér stað síðan í Kalda stríð­inu í Pól­landi. Æfing­in líkti eftir inn­rás í Pól­land með 3100 her­mönnum og þús­undum far­ar­tækja. Pól­land og Lit­háen eru ekki við meg­in­land Rúss­lands heldur við Kal­ingrad. Rúss­neskar her­æf­ingar hafa einnig átt sér stað í Kal­ingrad. Rúss­nesk yfir­völd hafa hótað að koma fyrir kjarn­orku­vopnum þar og nú hafa þeir ákveðið að gera það.

Við lok tíma­bils Barack Obama til­kynnti stjórn hans að þau myndu senda öflug vopn, vopnuð far­ar­tæki og her­búnað til aust­ur ­Evr­ópu. Rússar brugð­ust við með óvæntri hern­að­ar­æf­ingu í suður Rúss­landi í febr­ú­ar. 

Engin breyt­ing und­ir­ Trump

Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna lof­aði að hann myndi bæta sam­skipti Banda­ríkj­anna við Rúss­land. Hann hefur kall­að NATO „úrelt“ sam­tök og kvartað yfir því að Banda­ríkin eyði of miklum pen­ingum í banda­lag­ið.

Trump hefur svikið lof­orð sitt og farið að for­dæmi fyr­ir­renn­ara sýns. Fyrir stuttu beitti for­set­inn fleiri refsi­að­gerðum gegn Moskvu. For­seti Úkra­ínu kom í heim­sókn í hvíta húsið á sama degi og nýju refsi­að­gerð­unum var beitt. Banda­rískir her­menn eru enn­þá ­send­ir til landamæra Rúss­lands og hern­að­ar­æf­ing­ar NATO standa enn yfir með­ þátt­töku ­Banda­ríkj­anna.

Hver myndi vinna stríðið ?

Það sem veldur kannski mestum áhyggjum af nýja kalda stríð­inu er sú ógn sem heim­inum steðjar af kjarn­orku­vopn­um. Banda­ríkin búa yfir 7200 kjarn­orku­oddum en Rúss­land 7500.

Þegar leik­stjór­inn Oli­ver ­Sto­ne ­spurð­i Vla­dimir Put­in í við­tali hvort að Banda­ríkin myndu sigra í stríði gegn Rúss­landi svar­aði hann „ég held að engin myndi sigra í slíkum átök­um“.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ný útlán banka til fyrirtækja umfram uppgreiðslur voru um átta milljarðar í fyrra
Ný útlán til atvinnufyrirtækja landsins á nýliðnu ári voru innan við tíu prósent þess sem þau voru árið 2019 og 1/27 af því sem þau voru árið 2018.
Kjarninn 24. janúar 2021
Býst við að 19 þúsund manns flytji hingað á næstu fimm árum
Mannfjöldaspá Hagstofu gerir ráð fyrir að fjöldi aðfluttra umfram brottfluttra á næstu fimm árum muni samsvara íbúafjölda Akureyrar.
Kjarninn 24. janúar 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.
Áfram gakk – En eru allir í takt?
Fulltrúar atvinnulífsins taka vel í skýra stefnumörkun utanríkisráðherra í átt að eflingu utanríkisviðskipta. Þó er kallað eftir heildstæðari mennta- og atvinnustefnu sem væri grundvöllur fjölbreyttara atvinnulífs og öflugri útflutningsgreina.
Kjarninn 24. janúar 2021
Pylsuvagn á Ráðhústorginu árið 1954.
Hundrað ára afmæli Cafe Fodkold
Árið 1921 hafði orðið skyndibiti ekki verið fundið upp. Réttur sem íbúum Kaupmannahafnar stóð þá, í fyrsta sinn, til boða að seðja hungrið með, utandyra standandi upp á endann, varð síðar eins konar þjóðareinkenni Dana. Og heitir pylsa.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Birtingarmynd af eindæma skilningsleysi stjórnvalda“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að félags- og barnamálaráðherra hafi tekist að hækka flækjustigið svo mikið varðandi sérstakan styrk til íþrótta- og tómstundastarfs barna frá tekjulágum heimilum að foreldrar geti ekki nýtt sér styrkinn.
Kjarninn 23. janúar 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Fimm hundruð milljarða spurningin – Í næstu kosningum
Kjarninn 23. janúar 2021
Freyja Haraldsdóttir
Baráttunni ekki lokið á meðan fólk gleymist og situr eftir
Freyja Haraldsdóttir segist vera þakklát fyrir að vera bólusett og að heilbrigðisyfirvöld hafi sett hópinn sem hún tilheyrir í forgang. Hún bendir þó á að fatlað fólk með aðstoð heima hafi gleymst í bólusetningarferlinu.
Kjarninn 23. janúar 2021
Húsnæðismarkaðurinn hefur verið á fleygiferð undanfarna mánuði. Ódýrt lánsfjármagn er þar helstu drifkrafturinn.
Bankar lána metupphæðir til húsnæðiskaupa og heimilin yfirgefa verðtrygginguna
Viðskiptabankarnir lánuðu 306 milljarða króna í ný húsnæðislán umfram upp- og umframgreiðslur í fyrra. Fordæmalaus vöxtur var í töku óverðtryggðra lána og heimili landsins greiddu upp meira af verðtryggðum lánum en þau tóku.
Kjarninn 23. janúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar