Íslendingar hafa beðið nógu lengi - Áskorun

Hjörtur Hjartarson segir að með lögfestingu hinnar nýju og endurskoðuðu stjórnarskrár lýðveldisins mun Alþingi leggjast á sveif með lýðræðisöflunum og senda umheiminum ótvíræð og dýrmæt skilaboð.

Auglýsing

Fáir munu trúa því að íslensk stjórn­mál geti risið svo hátt sem hér er gert ráð fyr­ir, en flestum þykja þessi áskorun óraun­hæf og barna­leg. Engu að síður er hér skorað á stjórn­mála­flokka, sem hafa til þess dug og þor, að gefa út sam­eig­in­lega yfir­lýs­ingu um nýja stjórn­ar­skrá fyrir kjör­dag, 28. Októ­ber næst­kom­andi. Yfir 70% lands­manna myndu fagna því ein­læg­lega, sam­kvæmt nýlegri könn­un. Yfir­lýs­ingin gæti til dæmis litið svona út:

YFIR­LÝS­ING

Alþingi ber að virða afdrátt­ar­laust efn­is­lega nið­ur­stöðu þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu sem þingið boð­aði til um til­lögu að nýrri og end­ur­skoð­aðri stjórn­ar­skrá þann 20. októ­ber 2012.  Óhóf­leg töf hefur orðið á því að lög­festa lýð­ræð­is­lega fram kom­inn vilja kjós­enda í þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unni.

Hægt væri að gera grein fyrir hinni sam­eig­in­legu yfir­lýs­ingu á eft­ir­far­andi hátt, til dæm­is:

Auglýsing

Lýð­ræði er horn­steinn íslensks sam­fé­lags. Í lýð­ræð­is­ríki er full­veldið hjá fólk­inu. Þaðan er allt rík­is­vald sprott­ið. Þjóðin er stjórn­ar­skrár­gjaf­inn. Öllum má því ljóst vera að til­laga að nýrri og end­ur­skoð­aðri stjórn­ar­skrá, samin af almennum borg­urum og sam­þykkt af 2/3 hlutum kjós­enda í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu, verður lög­fest. Jafn­framt, að sá dráttur sem orðið hefur á að Alþingi stað­festi lýð­ræð­is­lega fram kom­inn vilja kjós­enda er orð­inn óhóf­leg­ur. Á næsta ári, þann 1. des­em­ber 2018, fagna Íslend­ingar 100 ára afmæli full­veldis lands­ins. Eigi síðar en þann dag ætti Alþingi að hafa stað­fest hina nýju stjórn­ar­skrá fólks­ins, nýja og end­ur­skoð­aða stjórn­ar­skrá lýð­veld­is­ins Íslands.

End­ur­skoðun stjórn­ar­skrár lýð­veld­is­ins hófst í kjöl­far hruns fjár­mála­kerfis lands­ins, áfalls er einnig fól í sér póli­tískt og sið­ferði­legt hrun sem á sér engin for­dæmi. Ekki aðeins fjár­mála­kerfið heldur allt sam­fé­lagið var í sár­um. Með skýrslu rann­sókn­ar­nefndar Alþingis um banka­hrunið urðu ljósir stór­hættu­legir veik­leikar stjórn­kerf­is­ins. Í því ljósi ályktaði Alþingi einum rómi 28. sept­em­ber 2010, með öllum 63 atkvæðum greidd­um, um nauð­syn end­ur­skoð­unar stjórn­ar­skrár lýð­veld­is­ins frá 1944. Stjórn­laga­ráð var kjörið af þjóð­inni þann 27. nóv­em­ber 2010 og skipað af Alþingi þann 24. mars 2011 og skil­aði þing­inu ein­róma sam­þykktri til­lögu að nýrri stjórn­ar­skrá 29. júlí sama ár. Til­lagan var lögð í dóm kjós­enda í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu sem Alþingi boð­aði til þann 20. októ­ber 2012 og hlaut yfir­gnæf­andi stuðn­ing, eða 2/3 hluta atkvæða. Helstu nýmælin í til­lög­unni, sem spurt var um sér­staklega, hlutu einnig yfir­gnæf­andi stuðn­ing, að und­an­skildu ákvæði um Þjóð­kirkj­una. Frum­varp að nýrri og end­ur­skoð­aðri stjórn­ar­skrá lá síðan fyr­ir, full­búið af hálfu Alþingis og í sam­ræmi við vilja kjós­enda, undir lok þings­ins árið 2013, en var ekki tekið til atkvæða­greiðslu.

Hið nýstár­lega ferli við end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár­innar og nið­ur­staða þess vekur athygli víða um heim, og áhuga sem ekk­ert lát er á, jafnt meðal almennra borg­ara, gras­rót­ar­hópa, fræði­manna og stjórn­ar­skrár­höf­unda. Litið er til Íslands sem skín­andi for­dæmis um hvernig hægt er að semja og end­ur­skoða stjórn­ar­skrá í opnu ferli með víð­tækri þátt­töku almenn­ings. Hélène Landemore, pró­fessor við Yale-há­skóla, segir um þetta: „…(i) ferlið leyfði almenna þátt­töku, (ii) full­trúa­fyr­ir­komu­lag í ferl­inu var í sam­ræmi við hvernig búseta, kynja­hlut­föll og við­horf í sam­fé­lag­inu dreifast… og (iii) ferlið var gagn­sætt að mestu leyt­i.“ Í skýrslu alþjóð­legs rann­sókn­arteym­is, sem stundar sam­an­burð­ar­rann­sóknir á stjórn­ar­skrám heims­ins (e. The Comparative Constitutions Project), er nið­ur­staða pró­fess­or­anna Zachary Elk­ins við háskól­ann í Texas, Tom Gins­burg við háskól­ann í Chicago og James Melton við Uni­versity Col­lege í London þessi:

„End­ur­skoð­un­ar­ferli stjórn­ar­skrár Íslands hefur ein­kennst af ákaf­lega mik­illi nýbreytni og víð­tækri þátt­töku. Þótt frum­varpið standi traustum fótum í stjórn­skip­un­ar­hefð Íslands eins og hún birt­ist í stjórn­ar­skránni frá árinu 1944 end­ur­speglar það einnig umtals­vert fram­lag almenn­ings til verks­ins og myndi marka mik­il­vægt tákn­rænt upp­gjör við liðna tíð. Frum­varpið er einnig í fremstu röð hvað varðar að tryggja aðild almenn­ings að ákvörð­unum stjórn­valda. Við teljum að sá þáttur hafi stuðlað að lang­lífi stjórn­skip­un­ar­laga í öðrum lönd­um.“

Sjálft stjórn­ar­skrár­ferlið og til­lagan að hinni nýju stjórn­ar­skrá eru þegar orðnar að fyr­ir­myndum ann­ars staðar í heim­in­um. Það er Alþingi Íslend­inga til álits­hnekkis, bæði inn­á­við og útá­við, að draga lengur en orðið er að lög­festa hina nýju og end­ur­skoð­uðu stjórn­ar­skrá.

Æ fleiri gera sér grein fyrir ófremd­ar­á­stand­inu og fá ekki orða bund­ist. Á ráð­stefnu laga­deildar Berkel­ey-há­skóla og Stjórn­ar­skrár­fé­lags Kali­forníu undir heit­inu „A Con­gress on Icelands Democracy“, sem haldin var þann 6. júní 2017, flutti Vig­dís Finn­boga­dótt­ir, fyrr­ver­andi for­seti Íslands, ávarp og sagði m.a.:

„Árið 2008 steig Alþingi veru­lega merki­legt skref sem átti að verða til þess að draum­ur­inn um nýja stjórn­ar­skrá rætt­ist loks­ins. Þá hófst víð­feðm­asta og lýð­ræð­is­leg­asta starf að stjórn­ar­skrár­ritun sem sagan kann frá að greina, og hefur vita­skuld vakið athygli um víða ver­öld. Stjórn­laga­ráð var kjörið með lýð­ræð­is­legum hætti svo þar fengju raddir ólíkra afla í íslensku sam­fé­lagi hvert sína rödd, og hin nýja stjórn­ar­skrá var síðan sam­þykkt einum rómi. Þar að auki sýndi þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla síðan fram á að íslenskir kjós­endur vildu að hin nýja stjórn­ar­skrá yrði tekin upp. En það hefur þó ekki verið gert enn. Að mínum dómi hefur íslenska þjóðin beðið nógu leng­i.“

Ekki er að ófyr­ir­synju að for­set­inn fyrr­ver­andi, Vig­dís Finn­boga­dótt­ir, talar um draum sem loks­ins á að ræt­ast og að íslenska þjóðin hafi beðið nógu lengi. Guðni Th. Jó­hann­es­son, núver­andi for­seti Íslands, hefur rakið skil­merki­lega heit­streng­ingar og lof­orð stjórn­mála­manna frá 1944 um að tekið yrði til við að semja nýja stjórn­ar­skrá strax að lok­inni lýð­veld­is­stofnun og sam­þykkt bráða­birgða­stjórn­ar­skrár­inn­ar. Í fræði­grein um mál­ið, „Tjaldað til einnar næt­ur: Upp­runi bráða­birgða­stjórn­ar­skrár­inn­ar“, er nið­ur­staða Guðna Th. Jóhann­es­sonar þessi:

„Í skrifum um lýð­veld­is­stjórn­ar­skrána er stundum gert of lítið úr þeirri grund­vall­ar­stað­reynd að henni var aldrei ætlað að standa lengi í óbreyttri mynd. Mála­miðl­anir til bráða­birgða verða þannig að fyr­ir­mynd­ar­lausnum til fram­tíð­ar. Vera má að póli­tísk við­horf ráði ein­hverju um þetta. Sagan af aðdrag­anda lýð­veld­is­stjórn­ar­skrár­innar sýnir hins vegar svo ekki verður um villst að til urðu mála­miðl­anir sem áttu að vera tíma­bundn­ar. Þetta gildir ekki síst um ákvæði um skipt­ingu valds milli ráða­manna sem segja eitt en þýða annað í raun. Stjórn­ar­skrár eiga að vera skýrar en þannig er bráða­birgða­smíðin frá 1944 ekki, enda hefur hún engum orðið fyr­ir­mynd og engin áhrif haft ann­ars staðar í heim­in­um.

Í aðdrag­anda lýð­veld­is­stofn­unar vildu ráða­menn á Alþingi rétti­lega stefna að ein­ingu þjóð­ar­inn­ar. Þeir vissu að sam­staðan næð­ist ekki ef stjórn­mála­flokk­arnir tækjust á um nýja stjórn­ar­skrá. Því var ákveðið að lög­festa lítt breytta stjórn­ar­skrá til bráða­birgða en end­ur­skoða hana svo við fyrsta tæki­færi. Lýð­veldið sem Íslend­ingar stofn­uðu skyldi vara um aldur og ævi en stjórn­ar­skráin ekki, enda mátt­i enn þá ­sjá að hún hafði að miklum hluta verið samin í danska kans­ellí­inu eins og Jón for­seti komst að orði á sínum tíma. Því má segja – með stjórn­ar­skrána í huga – að 17. júní 1944 hafi Íslend­ingar tjaldað til einnar nætur á Þing­völl­um, í gömlu dönsku tjald­i.“

Guðni nefnir að póli­tísk við­horf kunni að hafa ráðið ein­hverju um að lands­menn búa enn við bráða­birgða­stjórn­ar­skrá, en lof­orð og heit­streng­ingar frá 1944 féllu að minnsta kosti í gleymsku og dá hjá stjórn­mála­mönnum og stjórn­mála­flokkum lands­ins. Eiríkur Tóm­as­son, þáver­andi pró­fessor í stjórn­laga­fræðum og nú hæsta­rétt­ar­dóm­ari, hafði orð um hið sama í byrjun stjórn­ar­skrár­ferl­is­ins árið 2010, það er ástæð­una fyrir því að lof­orðið frá 1944 um nýja stjórn­ar­skrá var aldrei efnt:

„Valdið hefur safn­ast á hendur rík­is­stjórn­ar­innar eða ráð­herranna, og fyrst og fremst odd­vita stjórn­ar­flokk­anna ... Stjórn­mála­flokk­arnir byggja völd sín á þessum miklu völd­um. ... Stjórn­mála­menn hafa ein­hverra hluta vegna, ég held af ásettu ráði, ekki viljað breyta þessu.“

Úr því sem komið er má einu gilda hvort þetta sé rétt til getið hjá Eiríki Tómassyni eða núver­andi for­seta Íslands, Guðna Th. Jóhann­essyni. Örlögin hög­uðu því þannig að ný stjórn­ar­skrá fædd­ist í kjöl­far Hruns­ins. Krafta­verkið gerð­ist. Almennir borg­arar á Íslandi sömdu sér eigin stjórn­ar­skrá og efndu lof­orðið frá 1944. Þannig verða nýjar stjórn­ar­skrár nær alltaf til, við sam­fé­lags­leg áföll og umrót. Það er sögu­leg stað­reynd, þótt ánægju­legra hefði verið að ekki hefði þurft slíkar ham­farir til að ýta við mál­in­u. Jon Elster, einna fremstur meðal fræði­manna við rann­sóknir á til­urð stjórn­ar­skráa segir um þetta: „Gagn­stætt hefð­bund­inni skoð­un, þá eru stjórn­ar­skrár sjaldn­ast skrif­aðar á frið­sömum og yfir­veg­uðum tím­um. Held­ur, vegna þess að stjórn­ar­skrár eru fremur skrif­aðar á tímum sam­fé­lags­legs óróa, fylgja tíma­mótum stjórn­kerf­is­breyt­inga heitar til­finn­ingar og iðu­lega ofbeld­i.“

Frið­sam­legt svar almenn­ings á Íslandi við Hrun­inu, að semja sér nýja stjórn­ar­skrá og sam­þykkja hana í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu, felur ekki aðeins í sér lífs­nauð­syn­legar og löngu tíma­bærar umbætur á stjórn­kerfi lands­ins. Stjórn­ar­skrár­ferlið og hin nýja stjórn­ar­skrá eru höf­uð­þáttur í því að gera upp við áfall­ið, sætt­ast við það og snúa sér að því að byggja upp betra sam­fé­lag. Í því ljósi ber að umgang­ast til­lögur að nýrri stjórn­ar­skrá sem 2/3 hlutar kjós­enda sam­þykktu í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu, og hafa í huga eft­ir­far­andi varn­að­ar­orð Jon Elsters um gerð stjórn­ar­skráa: „Þannig séð, er almennt óráð­legt að fela föstu lög­gjaf­ar­þingi lyk­il­hlut­verk við gerð stjórn­ar­skrár, hvort sem er við gerð frum­varps eða stað­fest­ingu þess, vegna aug­ljósar hættu á stofn­ana­legri sjálfs­þjónk­un.“ 

Skiln­ingur á þessu var fyrir hendi á Alþingi fyrst eftir þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­una 20. októ­ber 2012. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd þings­ins, sem lagði gríð­ar­mikla vinnu í verk­ið, leyfði aðeins orða­lags­breyt­ing­ar, tækni­legar breyt­ing­ar, á þeim til­lögum sem kjós­endur höfðu sam­þykkt, en ekki efn­is­legar breyt­ing­ar. Það var rök­rétt, sann­gjarnt og lýð­ræð­is­legt. Því ef Alþingi mætti raska sam­þykktum grund­velli og gera efn­is­legar breyt­ingar á sam­þykktum til­lög­um, væri allt komið á flot. Þá væri í smíðum stjórn­ar­skrá stjórn­mála­flokk­anna en ekki sú stjórn­ar­skrá sem almennir borg­arar lögðu grunn að og kjós­endur lýstu stuðn­ingi við í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu. Það væri órök­rétt, ósann­gjarnt og and­lýð­ræð­is­legt.Ragnar Aðal­steins­son lög­maður hefur varpað skýru ljósi á verk­efnið sem Alþingi stendur frammi fyrir að loknum kosn­ing­um:

„Ákvæði Stjórn­laga­ráðs var samið af óháðum og sjálf­stæðum full­trú­um, sem þjóðin hafði til þess kjörið, og Alþingi svo skipað eftir ógild­ingu Hæsta­réttar á grund­velli forms­at­riða. Ráðið vann verk­efnið fyrir opnum tjöldum og tók sjón­ar­miðum almenn­ings opnum örmum og gaum­gæfði þau. Ráðs­menn komust að sam­eig­in­legum nið­ur­stöðum um efni og orða­lag nýrrar stjórn­ar­skrár fyrir land­ið. Stjórn­ar­skrár­frum­varpið var þannig samið á lýð­ræð­is­legan hátt.

Þeim, sem hafa hug á að end­ur­semja og breyta til­lögum ráðs­ins, er vandi á hönd­um, því færa má að því rök að þeir, sem það reyna, verði að færa á það ótví­ræðar sönnur að breyt­ing­ar­til­lögur þeirra séu betur til þess fallnar að treysta almanna­hag en til­lögur ráðs­ins.“

Efn­is­legar breyt­ingar á til­lögum að nýrri stjórn­ar­skrá, sem kjós­endur sam­þykktu í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu, geta því aðeins orðið þær sem engar deilur vekja og öllum er aug­ljóst að séu til bóta. Í ljósi þess að vand­lega unnið frum­varp lá áður fyr­ir, full­búið af hálfu Alþingis og í sam­ræmi við vilja kjós­enda, er ólík­legt að til slíkra breyt­inga komi. End­ur­skoðun á hinni nýju stjórn­ar­skrá getur haf­ist um leið og hún hefur tekið gildi, þyki ástæða til.

Ráð­gef­andi þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla um útgöngu Breta úr Evr­ópu­sam­band­in­u, Brexit, fór fram 23. júní 2016. Nið­ur­staðan var að 52%  greiddu atkvæði með útgöngu. Tæpum níu mán­uðum síðar hafði breska þingið afgreitt málið og stað­fest vilja kjós­enda. Þótt þjóð­ar­at­kvæða­greiðslan um Brexit væri ráð­gef­andi kom aldrei til greina annað en að þingið virti úrslit­in. Forms­at­riði víkja ekki til hliðar lýð­ræð­is­legum grund­vall­ar­regl­um. Og síst af öllu þegar um er að tefla grund­völl sam­fé­lags­ins, sjálfan sam­fé­lags­sátt­mál­ann.

Þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla um til­lögu að nýrri og end­ur­skoð­aðri stjórn­ar­skrá lýð­veld­is­ins Íslands fór fram 20. októ­ber 2012. 67% sam­þykktu til­lög­una og greiddu atkvæði með nýju stjórn­ar­skránni.  Nú fimm árum síðar hefur Alþingi enn ekki stað­fest vilja kjós­enda. Við þetta verður ekki unað leng­ur. Hat­rammar deilur um stjórn­ar­skrár­breyt­ingar milli stjórn­mála­flokka eru vel þekkt­ar á Alþingi. Sjálf­gefið er að leggja þær til hliðar þegar þjóðin hefur kveðið upp úrskurð sinn. Ósætti sem kann að ríkja meðal stjórn­mála­flokka á þingi á ekki og má ekki standa í vegi fyrir víð­tækri sátt meðal almenn­ings og vilja kjós­enda í þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unni 2012. Þá lýð­ræð­is­legu sátt­ar­gjörð og nið­ur­stöðu ber öllum stjórn­mála­flokkum að virða.

Lýð­ræði á undir högg að sækja víða um heim, meðal ann­ars í Evr­ópu­ríkj­um. Stjórn­ar­skrár­ferlið og hin nýja stjórn­ar­skrá sem almennir borg­arar á Íslandi sömdu sér hafa kveikt vonir í brjóstum margra um að snúa megi tafl­inu við, að hægt verði að stöðva óheilla­þró­un­ina og sækja fram í stað þess að vera ein­göngu í vörn. Með lög­fest­ingu hinnar nýju og end­ur­skoð­uðu stjórn­ar­skrár lýð­veld­is­ins mun Alþingi leggj­ast á sveif með lýð­ræð­is­öfl­unum og senda umheim­inum ótví­ræð og dýr­mæt skila­boð. 

Sjá þarf til þess að 100 ára full­veld­is­af­mæli Íslands þann 1. des­em­ber 2018 verði fagnað með nýrri stjórn­ar­skrá fólks­ins, stjórn­ar­skrá hinnar full­valda íslensku þjóð­ar. 

Höf­undur er stjórn­ar­maður í Stjórn­ar­skrár­fé­lag­inu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar