Fótbolti og pólitík

Einar Brynjólfsson og Einar Árni Friðgeirsson vilja gefa spillingu, sérhagsmunagæslu og pólitískum inngripum rauða spjaldið.

rautt spjald
Auglýsing

Það hefur verið skammt stórra högga á milli í íslenskri knatt­spyrnu und­an­farnar vik­ur. Kvenna­lands­liðið okkar hefur sýnt og sannað að það er inni­stæða fyrir þátt­töku þess í stór­mót­um, nú síð­ast með glæsi­legum sigri á sig­ur­sælasta lands­liði knatt­spyrnu­sög­unn­ar, því þýska, og með jafn­tefli við það tékk­neska. Rétt rúm­lega 340.000 manna eyland við heim­skauts­baug er á leið­inni með karla­lands­lið sitt á einn stærsta íþrótta­við­burð jarð­ar, HM í Rúss­landi næsta sum­ar, og sló tug­millj­óna­þjóðum með ríka knatt­spyrnu­hefð og marg­falt meiri burði til að halda úti öfl­ugu lands­liði ref fyrir rass. Hvernig getur þetta ger­st?  

Auð­velt er að grípa til þess að klappa þjóð­arsál­inni bara dug­lega á bak­ið, því við séum nú bara svona frá­bær.  Íslenska geð­veik­in, vík­inga­eðlið, sagan, menn­ingin og allur sá pakki.  Slíkar útskýr­ingar hrökkva þó skammt þar sem við vorum nákvæm­lega jafn geð­veik og nákvæm­lega jafn miklir vík­ingar í eðli okkar þegar við vorum ömur­leg í fót­bolta. Skýr­ing­anna verður að leita ann­ars stað­ar. 

Til­vilj­un, eða hvað?

Sann­leik­ur­inn er sá að þessi frá­bæri árangur er alls engin til­vilj­un, heldur afleið­ing ferlis sem hófst fyrir alvöru árið 2002, með með­vit­aðri stefnu­breyt­ingu innan KSÍ. Þjálf­ara­menntun var efld og alþjóð­lega vott­uð. Þjálfun yngri flokka fór úr því að vera unnin af lítt mennt­uðum áhuga­mönn­um, oft á tíðum for­eldrum eða öðrum aðstand­endum barn­anna í sjálf­boða­vinnu, yfir í að vera unnin af vel mennt­uðum knatt­spyrnu­þjálf­urum sem fengu greitt fyr­ir sína vinnu.

Einar Brynjólfsson.Veg­legum fjár­hæðum var veitt í upp­bygg­ingu inn­við­anna sem þarf til að iðka knatt­spyrnu allt árið um kring á 66. gráðu norð­ur. Fjöl­mörg knatt­spyrnu­hús, gervi­gras­vellir og meira en 130 minni sparkvellir voru reistir um land allt þar sem börn gátu leikið sér að vild.

Árangur KSÍ á sínu sviði á heims­vísu er eitt­hvað sem aðrar mennta­stofn­an­ir, hvort heldur sem er á grunn-, fram­halds- eða háskóla­stigi geta ekki einu sinni byrjað að láta sig dreyma um. Við erum ekki í heimsklassa í raun­vís­ind­um, lækn­is­fræði, félags­vís­ind­um, iðn- og tækni­fræði, list­námi, land­bún­að­ar­vís­indum né neinu öðru. Erlendar mennta­stofn­anir á þeim sviðum eru ekki á leið­inni í neinar píla­gríms­ferðir til Íslands til að yfir­heyra skóla­stjóra lands­ins um hvernig þeir geti breytt sínum skólum til að vera meira eins og við.  

En í okkar huga er þó stærsti kost­ur­inn við þetta knatt­spyrnu ævin­týri ekki árang­ur­inn sem slík­ur, knatt­spyrnu­legur eða þjóð­hag­fræði­leg­ur, heldur sú ein­falda stað­reynd að KSÍ hefur vísað þjóð­fé­lag­inu okkar veg­inn og sýnt okkur hverju er hægt að áorka þegar hlut­irnir eru gerðir vel, því aðferða­fræð­ina sem KSÍ hefur fylgt er hæg­lega hægt að yfir­færa á nokkurn veg­inn allt sem sam­fé­lag tekur sér fyrir hend­ur. 

Setjum okkur mark­mið

Einar Árni FriðgeirssonHvað ef við ein­settum okkur að innan ein­hvers ákveð­ins tímara­mma muni Íslend­ing­ur, eða mann­eskja menntuð á Íslandi verða til­nefnd til Nóbels­verð­launa? Eða hljóta Fields-orð­una, æðstu við­ur­kenn­ingu stærð­fræð­inn­ar? Eða sam­bæri­leg verð­laun í öðrum geirum? Hversu langt getum við náð ef vilj­inn er fyrir hendi, og hversu æðis­legt væri það ef við myndum ná jafn­góðum árangri í ein­hverju sem sann­ar­lega skiptir máli? Fyrir marga er knatt­spyrna líf­ið, en í víð­ara sam­hengi hlut­anna er hún nú samt ekk­ert annað en leikur spil­aður fólki til dægra­stytt­ing­ar.

Tökum eitt dæmi frá meg­in­landi Evr­ópu. Á svip­uðum tíma og KSÍ lagði af stað í sína veg­ferð setti Hol­land sér það mark­mið að fram­leiða tvö­falt meira af mat­vælum með helm­ingi minna álagi á nátt­úru­auð­lind­ir. Og viti menn, með sam­stilltu átaki rík­is, sveit­ar­fé­laga, einka­geirans og mennta­stofn­ana hefur þetta pínu­litla land slegið öll met í mat­væla­fram­leiðslu per hekt­ara af rækt­ar­landi og á sama tíma snar­minnkað notkun á vatni, áburði, sýkla­lyfj­um, skor­dýra­eitri og eig­in­lega öllu sem þarf til að fram­leiða mat­væli. Hol­lenskt hug­vit og tækni í land­bún­aði er nú flutt út til meira en 140 landa, og fólk flykk­ist til lands­ins til að nema við hol­lenska land­bún­að­ar­há­skóla.  

Í þessu verk­efni er þunga­miðjan sú sama og í stefnu KSÍ - fjár­fest­ing í mennt­un, mannauði og innvið­um.

Spill­ing, sér­hags­muna­gæsla og póli­tísk inn­grip

Áhan­gendur króat­ísku og tyrk­nesku lands­lið­anna, sem fóru ham­förum á sam­fé­lags­miðl­um, voru á einu máli um hvers vegna liðin þeirra hefðu ekki staðið sig sem skyldi í und­ankeppn­inni: spill­ing, sér­hags­muna­gæsla og póli­tísk inn­grip.

Auglýsing
Tyrkirnir kvört­uðu sáran undan því að liðið þeirra væri væng­brotið sökum þess að leik­menn sem ekki styddu Erdogan for­seta nægi­lega hávært opin­ber­lega hefðu verið settir út í kuld­ann, og Króat­arnir bölv­uðu knatt­spyrnu­sam­band­inu sínu í sand og ösku og töl­uðu ítrekað um spill­ingu innan knatt­spyrnu­sam­bands síns þar sem sér­hags­munir umboðs­manna, fjár­sterkra félags­liða og leik­mann­anna sjálfa væru tekin fram yfir hags­muni lands­liðs­ins og þar af leið­andi eyði­lagt liðs­heild­ina.  Í báðum til­fellum var morg­un­ljóst að þeim sem falið hafði verið það starf að berja saman besta mögu­lega lands­liðið fyr­ir sína þjóð höfðu ákveðið með­vitað að van­rækja það verk og í stað þess ákveðið að sinna ein­hverju allt öðru í stað­inn, sem þeir höfðu nákvæm­lega ekk­ert umboð til.    

Á Íslandi er allt gott

Hljómar þetta ekki óþægi­lega kunn­ug­lega þegar við hugsum um flest okkar kerfi hér á landi? Hvers vegna er öll stefnu­mörkun til fram­tíðar í skötu­líki. Hvers vegna hafa stjórn­völd ekki sett sér nein mark­mið fyrir fram­tíð­ina, og þá að sjálf­sögðu með sam­tali við þjóð­ina. Hvers vegna fel­ast aðgerðir stjórn­valda fyrst og fremst í því að bregð­ast við orðnum hlut?

Getur hugs­ast að hér séu að hluta til svip­aðar aðstæður og í ofan­greindum lönd­um? Rifjum upp nokkur mál sem benda til þess: Ógagn­sætt fjár­mála­vafstur Bjarna Bene­dikts­sonar og sein skýrslu­skil; skipan vina og vanda­manna í Lands­dóm; svokölluð leið­rétt­ing hús­næð­is­lána til þeirra sem þurftu ekki á henni að halda; ár­ang­urs­laus vinna sátta­nefndar um sjáv­ar­út­veg vegna þess að hags­muna­að­ilar hafa ákveðin stjórn­mála­öfl í vas­an­um, m.a. með veg­legum styrkj­um; til­burðir dóms­mála­ráð­herra við að reyna að koma í veg fyrir að nokkrar ungar stúlkur gætu fengið að vita hverjir hefðu skrifað upp á að mað­ur­inn sem mis­not­aði þær væri nú þegar öllu væri á botn­inn hvolft bara ágætis náungi. Með öðrum orð­um: spill­ing, sér­hags­muna­gæsla og póli­tísk inn­grip.

Er ekki kom­inn tími á rauða spjald­ið?

Höf­undar skipa 1. og 9. sæti á lista Pírata í Norð­aust­ur­kjör­dæmi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar