Öryrkjar og fátækt fólk

Tryggvi Gíslason segir að Flokkur fólksins hafi vakið athygli á „óhreinu börnunum hennar Evu“. Eftirtektarverðasta niðurstaða kosninganna sé sigur þess flokks.

Auglýsing

Nýaf­staðnar Alþing­is­kosn­ingar eru eft­ir­tekt­ar­verðar um margt. Eft­ir­tekt­ar­verð­asta nið­ur­staða kosn­ing­anna er að mínum dómi sigur Flokks fólks­ins þar sem ein­lægni og hrein­skilni Ingu Sæland olli straum­hvörf­um, en Þjóð­fund­ur­inn 2010 gerði orðin mann­rétt­indi, menntun og heið­ar­leiki að helstu kjör­orðum sín­um.  

Óhreinu börnin hennar Evu

Flokkur fólks­ins hefur m.a. vakið athygli á „óhreinu börn­unum hennar Evu”, öryrkjum og fátæku fólki, sem hefur ekki átt sér for­mæl­endur í öðrum flokk­um.  Sam­kvæmt rann­sókn­ar­skýrslu UNICEF á Íslandi frá því í fyrra, líða 9% íslenskra barna skort, og það eru um 600 börn og þar af eru um 1600 börn sem líða veru­legan skort og eru t.a.m. svöng í skól­anum og fá ekki að borða með hinum börn­unum af því að for­eldrar þeirra hafa ekki efni á að greiða fyrir skóla­mál­tíð­ir. Þetta eru börn sem geta ekki stundað íþrótt­ir, lært á hljóð­færi eða eign­ast ónotuð föt.  Þetta eru börnin sem mörg hver lifa við erf­iðar aðstæður heima og hafa ekki náð augum stjórn­valda sem ekki hafa séð ástæðu til að skera upp herör gegn þessum sorg­legu aðstæð­um.  Nú hef­ur fár­tækt fólk og öryrkjar eign­ast málsvara á Alþingi.

Inn­tak lýð­ræðis

Annað sem fagna má er breytt umræða og breytt við­horf.  Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri grænna bendir á að „stjórn­mál snú­ist ekki um meiri­hluta og minni­hluta,” heldur að sjón­ar­mið allra fái að heyr­ast.  Lengi hefur meiri­hlut­inn á Alþingi virt að vettugi skoð­anir minni­hlut­ans eins og einn full­trúi meiri­hlut­ans á síð­asta þingi sagði: „Við erum í meiri­hluta og við ráð­um.”  Þetta er í hæsta máta ólýð­ræð­is­legt að naumur meiri­hluti virði minni­hlut­ann að vettugi.  Lýð­ræði felur í sér að raddir allra heyr­ist. 

Auglýsing

Kom­inn er tími til að að ræða saman og finna skyn­sam­legar leiðir til að leysa hin stóru vanda­mál, finna sam­eig­in­lega leiðir til úrlausnir með því að tala sam­an.  Það er kom­inn tími til að við hrekjum orð Hall­dórs Lax­ness í Inn­an­sveit­ar­krónikuÞví hefur verið haldið fram að íslend­íngar beygi sig lítt fyrir skyn­sam­legum rök­um, fjár­munarökum varla held­ur, og þó enn síður fyrir rökum trú­ar­inn­ar, en leysi vand­ræði sín með því að stunda orð­hein­g­ils­hátt og deila um ­titt­linga­skít ­sem ekki kemur mál­inu við; en verði skelfíngu lostnir og setji hljóða hvenær sem komið er að kjarna máls­ins.

Sam­einuð stöndum við, sundrum föllum við

Sjálf­stæði­menn not­uðu á sínum tíma víg­orðið „Sam­ein­aðir sigrum við, sundraðir föllum við,”  sem nú ætti að heita: Sam­einuð stöndum við, sundrum föllum við, en í frels­is­söng Banda­ríkj­anna seg­ir: The Liberty song, eftir John Dick­in­son  [1732-1808], sem ortur var 1768 hefst á orð­un­um: Then join in handbrave Amer­icans allBy unit­ing we stand, by divi­ding we fall, orð sem eiga sér sögu allt til hins forna Róm­ar­veld­is. Þessi orð eiga nú brýnt erindi til allra íslenskra stjórn­mála­manna. 

Höf­undur er fyrr­ver­andi skóla­meist­ari Mennta­skól­ans á Akur­eyri.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Haraldsson
Landspítali háskólasjúkrahús?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Noregur er einn stærsti raforkuframleiðandi í heimi.
Noregur gæti neyðst til að takmarka útflutning á rafmagni
Stjórnvöld í Noregi segja til greina koma að draga úr áformuðum útflutningi á rafmagni til meginlands Evrópu. Orkuskortur blasir við vegna þess að uppistöðulón hafa ekki fyllst. Óvenjulegum þurrkum er um að kenna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti.
Fordæmalaus húsleit í Mar-a-Lago
Bandarískir alríkislögreglumenn framkvæmdu í gær húsleit á heimili Donalds Trump í Flórída og höfðu þaðan með sér einhver gögn. Aldrei fyrr hefur verið farið í löggæsluaðgerð af þessu tagi gegn fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar