Öryrkjar og fátækt fólk

Tryggvi Gíslason segir að Flokkur fólksins hafi vakið athygli á „óhreinu börnunum hennar Evu“. Eftirtektarverðasta niðurstaða kosninganna sé sigur þess flokks.

Auglýsing

Nýaf­staðnar Alþing­is­kosn­ingar eru eft­ir­tekt­ar­verðar um margt. Eft­ir­tekt­ar­verð­asta nið­ur­staða kosn­ing­anna er að mínum dómi sigur Flokks fólks­ins þar sem ein­lægni og hrein­skilni Ingu Sæland olli straum­hvörf­um, en Þjóð­fund­ur­inn 2010 gerði orðin mann­rétt­indi, menntun og heið­ar­leiki að helstu kjör­orðum sín­um.  

Óhreinu börnin hennar Evu

Flokkur fólks­ins hefur m.a. vakið athygli á „óhreinu börn­unum hennar Evu”, öryrkjum og fátæku fólki, sem hefur ekki átt sér for­mæl­endur í öðrum flokk­um.  Sam­kvæmt rann­sókn­ar­skýrslu UNICEF á Íslandi frá því í fyrra, líða 9% íslenskra barna skort, og það eru um 600 börn og þar af eru um 1600 börn sem líða veru­legan skort og eru t.a.m. svöng í skól­anum og fá ekki að borða með hinum börn­unum af því að for­eldrar þeirra hafa ekki efni á að greiða fyrir skóla­mál­tíð­ir. Þetta eru börn sem geta ekki stundað íþrótt­ir, lært á hljóð­færi eða eign­ast ónotuð föt.  Þetta eru börnin sem mörg hver lifa við erf­iðar aðstæður heima og hafa ekki náð augum stjórn­valda sem ekki hafa séð ástæðu til að skera upp herör gegn þessum sorg­legu aðstæð­um.  Nú hef­ur fár­tækt fólk og öryrkjar eign­ast málsvara á Alþingi.

Inn­tak lýð­ræðis

Annað sem fagna má er breytt umræða og breytt við­horf.  Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri grænna bendir á að „stjórn­mál snú­ist ekki um meiri­hluta og minni­hluta,” heldur að sjón­ar­mið allra fái að heyr­ast.  Lengi hefur meiri­hlut­inn á Alþingi virt að vettugi skoð­anir minni­hlut­ans eins og einn full­trúi meiri­hlut­ans á síð­asta þingi sagði: „Við erum í meiri­hluta og við ráð­um.”  Þetta er í hæsta máta ólýð­ræð­is­legt að naumur meiri­hluti virði minni­hlut­ann að vettugi.  Lýð­ræði felur í sér að raddir allra heyr­ist. 

Auglýsing

Kom­inn er tími til að að ræða saman og finna skyn­sam­legar leiðir til að leysa hin stóru vanda­mál, finna sam­eig­in­lega leiðir til úrlausnir með því að tala sam­an.  Það er kom­inn tími til að við hrekjum orð Hall­dórs Lax­ness í Inn­an­sveit­ar­krónikuÞví hefur verið haldið fram að íslend­íngar beygi sig lítt fyrir skyn­sam­legum rök­um, fjár­munarökum varla held­ur, og þó enn síður fyrir rökum trú­ar­inn­ar, en leysi vand­ræði sín með því að stunda orð­hein­g­ils­hátt og deila um ­titt­linga­skít ­sem ekki kemur mál­inu við; en verði skelfíngu lostnir og setji hljóða hvenær sem komið er að kjarna máls­ins.

Sam­einuð stöndum við, sundrum föllum við

Sjálf­stæði­menn not­uðu á sínum tíma víg­orðið „Sam­ein­aðir sigrum við, sundraðir föllum við,”  sem nú ætti að heita: Sam­einuð stöndum við, sundrum föllum við, en í frels­is­söng Banda­ríkj­anna seg­ir: The Liberty song, eftir John Dick­in­son  [1732-1808], sem ortur var 1768 hefst á orð­un­um: Then join in handbrave Amer­icans allBy unit­ing we stand, by divi­ding we fall, orð sem eiga sér sögu allt til hins forna Róm­ar­veld­is. Þessi orð eiga nú brýnt erindi til allra íslenskra stjórn­mála­manna. 

Höf­undur er fyrr­ver­andi skóla­meist­ari Mennta­skól­ans á Akur­eyri.

Fyrir einu ári síðan: „Við eigum Ísland, það eina sem við eigum eftir að gera er að taka það“
Lífeyrissjóðir landsins eiga stóran hluta af íslensku atvinnulífi. Hávær krafa hefur lengi verið um að þeir verði virkari eigendur og nýti sér þau völd sem í því felast til að beita sér fyrir lífsgæðum sjóðsfélaga í nútíð ekki síður en í framtíð.
Kjarninn 21. september 2019
Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærðar græjur, Sambandið og Apple Arcade
Kjarninn 21. september 2019
Birgir Birgisson
Reið hjól
Kjarninn 21. september 2019
Þjálfa þarf peningahund til að berjast gegn peningaþvætti
Embætti tollstjóra skortir bæði þekkingu og úrræði til að geta almennilega haft eftirlit með smygli á reiðufé til Íslands. Á meðal þeirra úrræða sem lagt er til að ráðist verði í er að þjálfa peningahund.
Kjarninn 21. september 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að iðka mannréttindi
Kjarninn 21. september 2019
Athuga hvar eftirlitsaðilar gera ónauðsynlegar kröfur til matvæla
Umhverfisráðherra hefur hrundið af stað aðgerðum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Meðal annars verður gerð athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega ónauðsynlegur kröfur til matvælaöryggis sem ýtt gætu undir matarsóun.
Kjarninn 21. september 2019
Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar