Öryrkjar og fátækt fólk

Tryggvi Gíslason segir að Flokkur fólksins hafi vakið athygli á „óhreinu börnunum hennar Evu“. Eftirtektarverðasta niðurstaða kosninganna sé sigur þess flokks.

Auglýsing

Nýaf­staðnar Alþing­is­kosn­ingar eru eft­ir­tekt­ar­verðar um margt. Eft­ir­tekt­ar­verð­asta nið­ur­staða kosn­ing­anna er að mínum dómi sigur Flokks fólks­ins þar sem ein­lægni og hrein­skilni Ingu Sæland olli straum­hvörf­um, en Þjóð­fund­ur­inn 2010 gerði orðin mann­rétt­indi, menntun og heið­ar­leiki að helstu kjör­orðum sín­um.  

Óhreinu börnin hennar Evu

Flokkur fólks­ins hefur m.a. vakið athygli á „óhreinu börn­unum hennar Evu”, öryrkjum og fátæku fólki, sem hefur ekki átt sér for­mæl­endur í öðrum flokk­um.  Sam­kvæmt rann­sókn­ar­skýrslu UNICEF á Íslandi frá því í fyrra, líða 9% íslenskra barna skort, og það eru um 600 börn og þar af eru um 1600 börn sem líða veru­legan skort og eru t.a.m. svöng í skól­anum og fá ekki að borða með hinum börn­unum af því að for­eldrar þeirra hafa ekki efni á að greiða fyrir skóla­mál­tíð­ir. Þetta eru börn sem geta ekki stundað íþrótt­ir, lært á hljóð­færi eða eign­ast ónotuð föt.  Þetta eru börnin sem mörg hver lifa við erf­iðar aðstæður heima og hafa ekki náð augum stjórn­valda sem ekki hafa séð ástæðu til að skera upp herör gegn þessum sorg­legu aðstæð­um.  Nú hef­ur fár­tækt fólk og öryrkjar eign­ast málsvara á Alþingi.

Inn­tak lýð­ræðis

Annað sem fagna má er breytt umræða og breytt við­horf.  Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri grænna bendir á að „stjórn­mál snú­ist ekki um meiri­hluta og minni­hluta,” heldur að sjón­ar­mið allra fái að heyr­ast.  Lengi hefur meiri­hlut­inn á Alþingi virt að vettugi skoð­anir minni­hlut­ans eins og einn full­trúi meiri­hlut­ans á síð­asta þingi sagði: „Við erum í meiri­hluta og við ráð­um.”  Þetta er í hæsta máta ólýð­ræð­is­legt að naumur meiri­hluti virði minni­hlut­ann að vettugi.  Lýð­ræði felur í sér að raddir allra heyr­ist. 

Auglýsing

Kom­inn er tími til að að ræða saman og finna skyn­sam­legar leiðir til að leysa hin stóru vanda­mál, finna sam­eig­in­lega leiðir til úrlausnir með því að tala sam­an.  Það er kom­inn tími til að við hrekjum orð Hall­dórs Lax­ness í Inn­an­sveit­ar­krónikuÞví hefur verið haldið fram að íslend­íngar beygi sig lítt fyrir skyn­sam­legum rök­um, fjár­munarökum varla held­ur, og þó enn síður fyrir rökum trú­ar­inn­ar, en leysi vand­ræði sín með því að stunda orð­hein­g­ils­hátt og deila um ­titt­linga­skít ­sem ekki kemur mál­inu við; en verði skelfíngu lostnir og setji hljóða hvenær sem komið er að kjarna máls­ins.

Sam­einuð stöndum við, sundrum föllum við

Sjálf­stæði­menn not­uðu á sínum tíma víg­orðið „Sam­ein­aðir sigrum við, sundraðir föllum við,”  sem nú ætti að heita: Sam­einuð stöndum við, sundrum föllum við, en í frels­is­söng Banda­ríkj­anna seg­ir: The Liberty song, eftir John Dick­in­son  [1732-1808], sem ortur var 1768 hefst á orð­un­um: Then join in handbrave Amer­icans allBy unit­ing we stand, by divi­ding we fall, orð sem eiga sér sögu allt til hins forna Róm­ar­veld­is. Þessi orð eiga nú brýnt erindi til allra íslenskra stjórn­mála­manna. 

Höf­undur er fyrr­ver­andi skóla­meist­ari Mennta­skól­ans á Akur­eyri.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sýn krefur Jón Ásgeir og Ingibjörgu, 365 miðla og Torg um meira en milljarð
Kaup Sýnar á 365 hafa dregið dilk á eftir sér. Deilur eru nú komin inn á borð dómstóla.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Sýn tapaði 1,7 milljörðum í fyrra
Rekstrarafkoma Sýnar versnaði mikið milli ára. Niðurfærsla á viðskiptavild litaði afkomu ársins í fyrra.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Samherji er grunaður um að hafa greitt mútur fyrir aðgang að ódýrari kvóta í Namibíu.
Skattrannsóknarstjóri fékk gögn um Samherja fyrir Kveiksþáttinn
Yfirvöld í Namibíu höfðu sent skattrannsóknarstjóra gögn um Samherja áður en viðskiptahættir fyrirtækisins í Namibíu voru opinberaðir í fjölmiðlum. Embættið fundaði með háttsettum aðilum í fjármála- og efnahagsráðuneytinu 18. nóvember 2019.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Þurfa að afhenda minnisblöð skattayfirvalda um Samherja
Fjármála- og efnagagsráðuneytið mátti ekki synja fréttamanni um aðgang að gögnum sem það fékk frá skattayfirvöldum vegna rannsóknar á Samherjamálinu.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Það sem sjávarútvegurinn þarf að gera til að byggja upp traust
Kjarninn 26. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Yfir helmingur landsmanna styður verkfallsaðgerðir Eflingar
Í nýrri könnun Maskínu kemur fram að 59 prósent Íslendinga segjast styðja Eflingu í yfirstandandi launadeilu við Reykjavíkurborg og 56 prósent eru hlynnt verkfallsaðgerðum.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Yfir fimm þúsund hryssur notaðar í blóðmerahald á síðasta ári
Hægt er að vinna hormón úr blóði hryssa á ákveðnu tímabili meðgöngu og vinna úr því frjósemislyf. Hestahald þar sem framkvæmd er blóðtaka úr hrossum til framleiðslu afurða var stundað á vegum 95 aðila árið 2019.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Samkeppniseftirlitið samþykkir kaup Nordic Visitor á Terra Nova
Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Nordic Visitor á ferðaskrifstofunni Terra Nova Sól. Kaupverðið er trúnaðarmál.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar