Einn, tveir og þrír!

„Höfum hátt og rjúfum þessa fáránlegu samfélagssátt um að þessir hlutir séu í lagi. Þeir eru nefnilega ekki í lagi,“ skrifar Sigrún Edda Sigurjónsdóttir í aðsendri grein.

Auglýsing

Stundum kemur fram á sjón­ar­sviðið mann­eskja, mann­eskja sem markar spor. Hún er áber­andi í umræð­unni. Eftir því sem þú kynnir þér betur fyrir hvað hún stendur og hvað hún hefur að segja, þá heillar hún þig meira og meira. Vegna vits­muna sinna. Í þér vaknar bar­áttu­andi og eld­móður gerir vart við sig. Vegna þess að inni­hald þess sem hún hefur að segja hefur gríð­ar­lega sterk og mik­il­væg skila­boð. Til mín. Til þín. Til okkar allra.

Þór­dís Elva Þor­valds­dóttir hefur átt stóran og mik­il­vægan þátt, lengi vel, í umræð­unni um ofbeldi - kyn­ferð­is­of­beldi. Nú á dög­unum samdi hún ljóðið Fjall­konan 2017. Að lesa ljóðið gaf mér gæsa­húð, marg­sinn­is. Að horfa á hana flytja það á mynd­bandi, þar sem leik­ræn tján­ing og til­finn­ingar fóru í að segja orðin – VÁ! Mér fannst hún tala til mín. Ég hef horft á mynd­bandið oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Og ég veit að ég mun horfa aft­ur. Ég vona að þú, sem lest þessa grein, horfir á mynd­bandið líka og heyr­ir, þá meina ég VIRKI­LEGA heyrir skila­boðin sem þau hafa að geyma.

Við, sem sam­fé­lag, virð­umst orðin samdauna svo ósköp mörg­um, skringi­legum hlut­um, þegar kemur að sam­skiptum kynj­anna. Hegðun sem flestir virð­ast hættir að kippa sér upp við. Súru og óþol­andi atferli sem er svo algjör­lega frá­leitt að við sættum okkur við að telj­ist á pari við eitt­hvað eðli­legt. Svo ég vitni í orð Þór­dísar Elvu og bæti um leið við: Höfum hátt og rjúfum þessa fárán­legu sam­fé­lags­sátt um að þessir hlutir séu í lagi. Þeir eru nefni­lega ekki í lagi.

Auglýsing

Ég vil til­einka Þór­dísi Elvu ljóðið sem ég samdi, stút­full inn­blást­urs vegna hennar áhrifa. Einnig vil ég til­einka það öllum þeim konum sem hafa ein­hvern tím­ann orðið fyrir kyn­ferð­is­legri áreitni, hversu stórri eða smárri sem hún kann að hafa ver­ið. Um leið vona ég að fleiri ákveði að taka þátt og vera með í að standa upp fyrir jafn­rétti. Við búum yfir afli - við eigum rödd­ina okk­ar. Höfum þor! Höfum hátt og höfum svo aðeins hærra. Í sam­ein­ingu. Látum raddir okkar heyrast!!!

Til þín sem gerir lítið úr konum

Meiri skiln­ing, meiri kær­leik Hvar er umhyggjan fyrir náunga þín­um? Týnd í þínum eigin hroka­lín­um?

Hvernig getur karl­maður tjáð sig um reynslu­heim hins kyns­ins? Hefur hann upp­lifað tím­ana tvenna? Þetta er enn í gangi, þegar og þá, með og án vín­s­ins, þetta sér­kenni­lega norm að tala niður til kvenna.

Minna af hrút­skýr­ingum um það sem þér fannst hann segja Eigum við hin hvað, bara að þegja? Ef upp­lifun okkar og mein­ingin þín er ekki sú sama af orð­unum sem þú seg­ir, þá er rétt­læt­ingin þín hver? „Hún er sam­þykk á meðan hún þeg­ir“? Er þá í lagi að hver og einn hegði sér eins og hann vill? Skít­sama um til­finn­ingar og mörk? Nei veistu, ég verð af þessu fok­ill! Þetta eru nefni­lega ekk­ert annað en SPÖRK! Spörk í til­finn­ingar og mörk.

Þú segir að mein­ingin að baki sé góð og við erum vön að taka það gott og gilt, við, sem þjóð. En veistu! Þú virðir ekki konur og það er löngu orðið ljóst. Þér finnst þær krútt­legar og sæt­ar, og hey – fíla ekki allir brjóst? En vits­muna­lega fá þær ekki þína virð­ingu. Því fyrir þér eru þær fyrir neðan þína virð­ingu.

Fer ég með rangt mál? Æj, úpps, er ég að særa þína sál? Getur þú sann­fært mig um að ég sé með vit­leysu að fara? Þett‘er allt í góðu, ég mana þig, gerðu það bara. Hrút­skýrðu fyrir mér enn einu sinni hvað ég á ekki rétt á til­finn­ing­unum sem búa innan í sálu minni. Reyndu það bara og fús mun ég fara. Hætta að vera óþægi­leg, því það er svo fjandi illa séð. Hætta að standa með mér og standa á mínu Þér finnst það þægi­legra er það ekki, ef ég þegi bara pínu?

En ég ætla ekki að þegja. Ég hef fullt af skoð­un­um. Veistu hvað – ég er ákveðin líka! Æj alveg rétt, það er ekki til neitt sem heitir ‘ákveðin kona‘. „Hún hlýtur að vera ein­hver and­skot­ans pík­a“. „Alltaf í þess­ari ein­hver hel­vítis læti, ..mætti halda að kjéllan væri með ein­hvers konar blæt­i!“ Hún er auð­vitað ‘frekja‘ er það ekki, - eins og það yfir­fær­ist á okkar ylhýra mál. Þú þyk­ist svo mikið vita hvað á sér stað í minni sál. Þú ákveður hvernig mér beri að líða. En hinkr­aðu augna­blik, er sjéns fyrir þig aðeins að bíða? Prófa þú kannski að líta í sálu þína áður en þú gefur þér bessa­leyfi til þess að rit­skoða mína!

Komdu með hrút­skýr­ingu aðra en að þetta hafi bara verið grín. Og ekki túlka orð mín sem ein­hverja ‘nýfundna‘ sýn. Þú hélst ein­fald­lega að þú værir stikk­frí og kvartar nú undan því. En sam­staðan er skýr. Í burtu með þessi úreltu við­horf. EINN TVEIR OG ÞRÍ­R!!!

#einnt­veirog­þrír #höf­um­hátt #höf­um­hærra #égergosið

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar