Hvar er barnið þitt á daginn?

Auglýsing

Flestir for­eldrar ungra barna á Íslandi kjósa að leik­skóla­dagur barn­anna þeirra sé 8 tímar eða lengur (sam­kvæmt tölum frá Hag­stofu Íslands). Og ég held að allir for­eldrar vilji það besta fyrir börnin sín, það voru for­eldrar fyrri tíma líka með í huga þegar þau sendu ung börn sín í sveit á sumrin – nú vitum við að sveita­dvölin fór ekki alltaf vel með þau börn.

Stjórn­mála­fólk þarf eðli­lega að for­gangs­raða þegar fjár­magni er deilt út, en þar tel ég að börn hafi of oft lent svo neð­ar­lega í for­gangs­röð­inni að gengið hafi verið á rétt þeirra. Þar má benda á að í hrun­inu varð mik­ill nið­ur­skurður á rekstri leik­skóla og þegar vel fór að ára þá voru leik­skól­arnir svo illa farnir af við­halds­leysi að fjár­magnið fór að mestu í að lag­færa bygg­ing­arnar - en ekki annan aðbúnað líkt og að auka rými barn­anna. Sumir leik­skólar veita börnum gott rými en alltof margir hafa lítið rými og lélega hljóð­vist.

Ímynd­aðu þér að þið séuð 10 í fjöl­skyld­unni og búið í 70 fer­metra íbúð og allir heima á dag­inn. Þannig rými búa flest leik­skóla­börn á Íslandi við í 8-9 tíma á dag. Hvar er barnið þitt á dag­inn? Er það í leik­skóla með góðu rými? Spurðu leik­skóla­stjór­ann og stjórn­mála­fólk að því, barnið þitt á það skil­ið.

Auglýsing

Leik­skóla­ganga í góðum leik­skóla er mik­il­vægur þáttur í skóla­göngu barns­ins þíns, en það er ekki gefið að allir leik­skólar séu góð­ir. Eru leik­skóla­kenn­arar með barn­inu þínu á dag­inn? Spurðu, leik­skóla­stjór­ann og stjórn­mála­fólk. Barnið þitt á skilið að fá góða menntun frá upp­hafi skóla­göngu. Sumir leik­skólar eru vel mann­aðir leik­skóla­kenn­urum en allt of margir eru það ekki.

Ímynd­aðu þér að þú sért kom­inn á hár­greiðslu­stofu til að láta klippa þig og þér er annt um hárið þitt. Ein­stak­ling­ur­inn sem á að klippa þig, hefur reynslu af að gegna ýmsum störfum en ekki að klippa hár og hefur ekki lært það fag. Þegar þú gerir athuga­semd við mennt­un­ar­leysi ein­stak­lings­ins, þá er þér bent á að við­kom­andi sé góð mann­eskja! – Þú hugsar ef til vill “Ok, það er nauð­syn­legt, þá klippir hún mig ekki í eyrað” en er það nægj­an­legt til að þú leyfir þeim óreynda og ómennt­aða að klippa hárið á þér? Gerðu kröfur fyrir hönd barns­ins þíns á rétti þess sem sam­fé­lags­þegns - það á það skil­ið.

Ég hvet stjórn­mála­fólk til að setja aðbúnað barna í for­gang; skoða hvar skó­inn kreppir að, í aðbún­aði leik­skóla­barna, og gera betrumbætur ef þörf er á. Hverju sam­fé­lagi ber að líta á börn sem full­gilda þjóð­fé­lags­þegna og þau eiga rétt á góðri skóla­göngu.

#höf­um­hátt­fyr­ir­börnin

Höf­undur er doktor í leik­skóla­fræðum og starfar í leik­skól­anum Aðal­þingi í Kópa­vogi.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eiríkur Tómasson
Hvers vegna nýja stjórnarskrá?
Kjarninn 29. október 2020
Fjöldi fyrirtækja fór á hlutabótaleið í kjölfar lokana vegna veirufaraldursins í vor.
201 framúrskarandi fyrirtæki á hlutabótaleið
Fyrirtæki sem Creditinfo hefur skilgreint sem framúrskarandi voru líklegri til að hafa farið á hlutabótaleiðina en önnur virk fyrirtæki hér á landi, en tæpur fjórðungur þeirra nýttu sér úrræðið í vor.
Kjarninn 29. október 2020
Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka
Arion banki með of mikið eigið fé
Nýliðinn ársfjórðungur var góður fyrir Arion banka, samkvæmt nýútgefnu ársfjórðungsuppgjöri hans. Bankastjórinn segir bankann vera með of mikið eigið fé.
Kjarninn 28. október 2020
Tilgangur minnisblaðsins „að ýja að því að það séu öryrkjarnir sem frekastir eru á fleti“
Öryrkjabandalag Íslands segir fjármálaráðherra fara með villandi tölur í minnisblaði sínu.
Kjarninn 28. október 2020
Árni Stefán Árnason
Dýravernd – hallærisleg vanþekking lögmanns – talað gegn stjórnarskrá
Kjarninn 28. október 2020
Frá mótmælum á Austurvelli í fyrra.
Meirihluti vill tillögur Stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá
Meirihluti er hlynntur því að tillögur Stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Maskínu. Um það bil 2/3 kjósenda VG segjast hlynnt því, en minnihluti kjósenda hinna ríkisstjórnarflokkanna.
Kjarninn 28. október 2020
Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Sjónvarpstekjur Símans hafa aukist um nær allan hagnað félagsins á árinu 2020
Færri ferðamenn skila minni tekjum af reikiþjónustu. Tekjur vegna sjónvarpsþjónustu hafa hins vegar vaxið um 14 prósent milli ára og starfsmönnum fækkað um 50 frá áramótum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýju uppgjöri Símans.
Kjarninn 28. október 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni segir kökumyndband Öryrkjabandalagsins vera misheppnað
Fjármála- og efnahagsráðherra segir það rangt að öryrkjar fái sífellt minni sneið af efnahagskökunni sem íslenskt samfélag baki. ÖBÍ segir ríkisstjórnina hafa ákveðið að auka fátækt sinna skjólstæðinga.
Kjarninn 28. október 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar