Nýjar reglur um persónuvernd – Tifandi tímasprengja

Dóra Sif Tynes hvetur stjórnvöld til þess að leita allra leiða til þess að leysa úr álitaefnum er varða EES samninginn hið fyrsta þannig að ekki skapist viðvarandi óvissa í rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja.

Auglýsing

Und­an­farið hefur mikið verið rætt um nýja reglu­gerð Evr­ópu­sam­bands­ins um per­sónu­vernd (GDPR). Vísað er til þess að lög­gjöfin taki gildi innan ESB í maí á næsta ári og því ekki seinna vænna fyrir íslensk fyr­ir­tæki og stofn­anir að hefja und­ir­bún­ing að inn­leið­ingu nýrra verk­ferla sem reglu­gerðin áskil­ur. 

Hins vegar hefur alveg skort á umfjöllun um hvaða áskor­anir reglu­gerðin hefur í för með sér að því er varðar EES sam­starf­ið. Auk þess að fela í sér breytta nálgun að því er varðar vinnslu per­sónu­upp­lýs­inga, sam­þykki þess sem upp­lýs­ingar veitir og verk­ferla innan fyr­ir­tækja og stofn­ana, felur þessi reglu­gerð í sér tölu­verða breyt­ingu á eft­ir­liti með vinnslu per­sónu­upp­lýs­inga. Þannig gerir reglu­gerðin t.d. ráð fyrir því að fyr­ir­tæki sem hafi starf­semi í fleiri en einu aðild­ar­ríki geti snúið sér til ein­vörð­ungu eins eft­ir­lits­að­ila, svo­nefnt „one-­stop-s­hop“ kerfi. Þá er með reglu­gerð­inni komið á fót Evr­ópsku per­sónu­vernd­ar­nefnd­inni (European Data Prot­ect­ion Board) sem sér­stökum lög­að­ila. Hér er því um  að ræða nýja evr­ópska eft­ir­lits­stofn­un. Aðild að stofn­un­inni eiga ­full­trú­ar ­eft­ir­lits­stofn­ana á sviði per­sónu­verndar úr öllum aðild­ar­ríkjum sam­bands­ins. Evr­ópska per­sónu­vernd­ar­nefndin mun hafa vald­heim­ildir til að taka bind­andi ákvarð­anir gagn­vart ein­staka eft­ir­lits­stofn­unum aðild­ar­ríkj­anna, til að mynda ef upp rís ágrein­ingur um hver fari með lög­sögu í til­teknu máli. 

Af þessu má ráða að það er alls ekki ein­falt að finna lausn til þess að taka megi Per­sónu­vernd­ar­reglu­gerð­ina upp í EES samn­ing­inn enda sam­rým­ist hið nýja eft­ir­lits­kerfi tæp­lega hinu svo­nefnda tveggja stoða kerfi sem samn­ing­ur­inn byggir á. Þá er ljóst að hingað til hefur ESB ekki sam­þykkt að veita full­trúum ríkja utan sam­bands­ins fulla aðild að sams konar eft­ir­lits­stofn­un­um. Því blasir við að ætli EFTA ríkin að taka reglu­gerð­ina upp í EES samn­ing­inn er lík­legt að þau verði að  ein­hverju marki að fram­selja ákvörð­un­ar­vald til Evr­ópsku per­sónu­vernd­ar­nefnd­ar­inn­ar.  Hér stöndum við því enn og aftur frammi fyrir stjórn­skip­an­legu álita­efni að því er varðar fram­þróun EES rétt­ar­ins. Enda er það svo að ekki bólar enn á drögum að ákvörðun um að taka beri gerð­ina inn í samn­ing­inn með­ við­hlít­and­i að­lög­un­ar­texta. 

Auglýsing

Reynslan sýnir að þegar mæla þarf fyrir um aðlög­un­ar­texta vegna upp­töku nýrrar gerðar í EES samn­ing­inn er máls­með­ferð­ar­tím­inn að minnsta kosti 6 til 9 mán­uð­ir, þ.e. eftir að EFTA ríkin og Fram­kvæmda­stjórn ESB hafa sam­mælst um aðlög­un­ar­texta. Það ætti því að vera nokkuð ljóst að því ferli verður ekki lokið þegar Per­sónu­vernd­ar­reglu­gerðin tekur gildi innan ESB næsta vor. 

Ósam­ræmi í lögum og reglum innan EES er svo sem ekki óþekkt og fer vax­andi. Fjár­mála­fyr­ir­tæki hér á landi þekkja nú þegar þau vand­kvæði sem lúta að því að upp­taka og inn­leið­ing gerða á sviði fjár­mála­starf­semi hefur dreg­ist mjög. Það er því rétt að mæla með því að íslensk fyr­ir­tæki sem þurfa að geta mót­tekið per­sónu­upp­lýs­ingar frá aðilum sem starfa innan ESB hugi sem fyrst að því hvernig hægt sé að mæta þeirri stöðu að Ísland muni standa utan hins sam­ræmda reglu­verks þegar það tekur gildi innan ESB í maí á næsta ári. Að sama skapi verður að hvetja stjórn­völd til þess að leita allra leiða til þess að leysa úr álita­efnum er varða EES samn­ing­inn hið fyrsta þannig að ekki skap­ist við­var­andi óvissa í rekstr­ar­um­hverfi íslenskra fyr­ir­tækja. 

Höf­undur er hér­aðs­dóms­lög­maður hjá ADVEL lög­mönnum. 

Fyrir einu ári síðan: „Við eigum Ísland, það eina sem við eigum eftir að gera er að taka það“
Lífeyrissjóðir landsins eiga stóran hluta af íslensku atvinnulífi. Hávær krafa hefur lengi verið um að þeir verði virkari eigendur og nýti sér þau völd sem í því felast til að beita sér fyrir lífsgæðum sjóðsfélaga í nútíð ekki síður en í framtíð.
Kjarninn 21. september 2019
Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærðar græjur, Sambandið og Apple Arcade
Kjarninn 21. september 2019
Birgir Birgisson
Reið hjól
Kjarninn 21. september 2019
Þjálfa þarf peningahund til að berjast gegn peningaþvætti
Embætti tollstjóra skortir bæði þekkingu og úrræði til að geta almennilega haft eftirlit með smygli á reiðufé til Íslands. Á meðal þeirra úrræða sem lagt er til að ráðist verði í er að þjálfa peningahund.
Kjarninn 21. september 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að iðka mannréttindi
Kjarninn 21. september 2019
Athuga hvar eftirlitsaðilar gera ónauðsynlegar kröfur til matvæla
Umhverfisráðherra hefur hrundið af stað aðgerðum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Meðal annars verður gerð athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega ónauðsynlegur kröfur til matvælaöryggis sem ýtt gætu undir matarsóun.
Kjarninn 21. september 2019
Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar