Nýjar reglur um persónuvernd – Tifandi tímasprengja

Dóra Sif Tynes hvetur stjórnvöld til þess að leita allra leiða til þess að leysa úr álitaefnum er varða EES samninginn hið fyrsta þannig að ekki skapist viðvarandi óvissa í rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja.

Auglýsing

Und­an­farið hefur mikið verið rætt um nýja reglu­gerð Evr­ópu­sam­bands­ins um per­sónu­vernd (GDPR). Vísað er til þess að lög­gjöfin taki gildi innan ESB í maí á næsta ári og því ekki seinna vænna fyrir íslensk fyr­ir­tæki og stofn­anir að hefja und­ir­bún­ing að inn­leið­ingu nýrra verk­ferla sem reglu­gerðin áskil­ur. 

Hins vegar hefur alveg skort á umfjöllun um hvaða áskor­anir reglu­gerðin hefur í för með sér að því er varðar EES sam­starf­ið. Auk þess að fela í sér breytta nálgun að því er varðar vinnslu per­sónu­upp­lýs­inga, sam­þykki þess sem upp­lýs­ingar veitir og verk­ferla innan fyr­ir­tækja og stofn­ana, felur þessi reglu­gerð í sér tölu­verða breyt­ingu á eft­ir­liti með vinnslu per­sónu­upp­lýs­inga. Þannig gerir reglu­gerðin t.d. ráð fyrir því að fyr­ir­tæki sem hafi starf­semi í fleiri en einu aðild­ar­ríki geti snúið sér til ein­vörð­ungu eins eft­ir­lits­að­ila, svo­nefnt „one-­stop-s­hop“ kerfi. Þá er með reglu­gerð­inni komið á fót Evr­ópsku per­sónu­vernd­ar­nefnd­inni (European Data Prot­ect­ion Board) sem sér­stökum lög­að­ila. Hér er því um  að ræða nýja evr­ópska eft­ir­lits­stofn­un. Aðild að stofn­un­inni eiga ­full­trú­ar ­eft­ir­lits­stofn­ana á sviði per­sónu­verndar úr öllum aðild­ar­ríkjum sam­bands­ins. Evr­ópska per­sónu­vernd­ar­nefndin mun hafa vald­heim­ildir til að taka bind­andi ákvarð­anir gagn­vart ein­staka eft­ir­lits­stofn­unum aðild­ar­ríkj­anna, til að mynda ef upp rís ágrein­ingur um hver fari með lög­sögu í til­teknu máli. 

Af þessu má ráða að það er alls ekki ein­falt að finna lausn til þess að taka megi Per­sónu­vernd­ar­reglu­gerð­ina upp í EES samn­ing­inn enda sam­rým­ist hið nýja eft­ir­lits­kerfi tæp­lega hinu svo­nefnda tveggja stoða kerfi sem samn­ing­ur­inn byggir á. Þá er ljóst að hingað til hefur ESB ekki sam­þykkt að veita full­trúum ríkja utan sam­bands­ins fulla aðild að sams konar eft­ir­lits­stofn­un­um. Því blasir við að ætli EFTA ríkin að taka reglu­gerð­ina upp í EES samn­ing­inn er lík­legt að þau verði að  ein­hverju marki að fram­selja ákvörð­un­ar­vald til Evr­ópsku per­sónu­vernd­ar­nefnd­ar­inn­ar.  Hér stöndum við því enn og aftur frammi fyrir stjórn­skip­an­legu álita­efni að því er varðar fram­þróun EES rétt­ar­ins. Enda er það svo að ekki bólar enn á drögum að ákvörðun um að taka beri gerð­ina inn í samn­ing­inn með­ við­hlít­and­i að­lög­un­ar­texta. 

Auglýsing

Reynslan sýnir að þegar mæla þarf fyrir um aðlög­un­ar­texta vegna upp­töku nýrrar gerðar í EES samn­ing­inn er máls­með­ferð­ar­tím­inn að minnsta kosti 6 til 9 mán­uð­ir, þ.e. eftir að EFTA ríkin og Fram­kvæmda­stjórn ESB hafa sam­mælst um aðlög­un­ar­texta. Það ætti því að vera nokkuð ljóst að því ferli verður ekki lokið þegar Per­sónu­vernd­ar­reglu­gerðin tekur gildi innan ESB næsta vor. 

Ósam­ræmi í lögum og reglum innan EES er svo sem ekki óþekkt og fer vax­andi. Fjár­mála­fyr­ir­tæki hér á landi þekkja nú þegar þau vand­kvæði sem lúta að því að upp­taka og inn­leið­ing gerða á sviði fjár­mála­starf­semi hefur dreg­ist mjög. Það er því rétt að mæla með því að íslensk fyr­ir­tæki sem þurfa að geta mót­tekið per­sónu­upp­lýs­ingar frá aðilum sem starfa innan ESB hugi sem fyrst að því hvernig hægt sé að mæta þeirri stöðu að Ísland muni standa utan hins sam­ræmda reglu­verks þegar það tekur gildi innan ESB í maí á næsta ári. Að sama skapi verður að hvetja stjórn­völd til þess að leita allra leiða til þess að leysa úr álita­efnum er varða EES samn­ing­inn hið fyrsta þannig að ekki skap­ist við­var­andi óvissa í rekstr­ar­um­hverfi íslenskra fyr­ir­tækja. 

Höf­undur er hér­aðs­dóms­lög­maður hjá ADVEL lög­mönnum. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Matthildur Björnsdóttir
Að vera útlendingur – Víðara hugtak en við höldum
Kjarninn 22. febrúar 2020
Sönnun þess að hægt er að skrifa um myndlist á lifandi og áhrifaríkan hátt
Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir skrifar um bókina Vetrargulrætur.
Kjarninn 22. febrúar 2020
Gylfi Sigurðsson er stærsta íslenska stjarnan í enska boltanum, sem Síminn keypti sýningarréttinn að í fyrra. Hann leikur með Everton.
Tekjur Símans af sjónvarpsþjónustu jukust um 818 milljónir í fyrra
Áhrif kaupanna á sýningarrétti enska boltans, og þeirra breytinga sem Síminn réðst í samhliða innleiðingu hans í sjónvarpsþjónustu sína, eru afar áberandi í uppgjöri félagsins fyrir síðasta ár.
Kjarninn 22. febrúar 2020
Algjörlega tilbúinn í hið pólitíska at sem fylgir því að stýra RÚV
Stefán Eiríksson segist að sjálfsögðu hafa sínar pólitísku skoðanir og lífsviðhorf, en sé ekki tengdur neinum stjórnmálaflokkum og með góða reynslu af því að takast á við stjórnmálamenn.
Kjarninn 22. febrúar 2020
Svandís Svavarsdóttir
Sjúklingar borga minna
Kjarninn 22. febrúar 2020
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Hörður segir Samtök iðnaðarins í áróðursherferð gegn orkufyrirtækjum
Forstjóri Landsvirkjunar spyr hvort meirihluta aðildarfélaga Samtaka iðnaðarins sé samþykkur því að íslenska þjóðin gefi 20-30 milljarða króna til nokkurra alþjóðlegra stórfyrirtækja með því að hætta að selja upprunaábyrgðir.
Kjarninn 22. febrúar 2020
Kórónaveiran breiðist út – Viðbúnaður aukinn í Bandaríkjunum
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO hefur lýst því yfir, að nauðsynlegt sé að auka viðbúnað til að hefta útbreiðslu kórónaveirunnar.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Magnús Halldórsson
Ekki gleyma listinni í stjórnmálabröltinu
Kjarninn 21. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar