Nýjar reglur um persónuvernd – Tifandi tímasprengja

Dóra Sif Tynes hvetur stjórnvöld til þess að leita allra leiða til þess að leysa úr álitaefnum er varða EES samninginn hið fyrsta þannig að ekki skapist viðvarandi óvissa í rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja.

Auglýsing

Und­an­farið hefur mikið verið rætt um nýja reglu­gerð Evr­ópu­sam­bands­ins um per­sónu­vernd (GDPR). Vísað er til þess að lög­gjöfin taki gildi innan ESB í maí á næsta ári og því ekki seinna vænna fyrir íslensk fyr­ir­tæki og stofn­anir að hefja und­ir­bún­ing að inn­leið­ingu nýrra verk­ferla sem reglu­gerðin áskil­ur. 

Hins vegar hefur alveg skort á umfjöllun um hvaða áskor­anir reglu­gerðin hefur í för með sér að því er varðar EES sam­starf­ið. Auk þess að fela í sér breytta nálgun að því er varðar vinnslu per­sónu­upp­lýs­inga, sam­þykki þess sem upp­lýs­ingar veitir og verk­ferla innan fyr­ir­tækja og stofn­ana, felur þessi reglu­gerð í sér tölu­verða breyt­ingu á eft­ir­liti með vinnslu per­sónu­upp­lýs­inga. Þannig gerir reglu­gerðin t.d. ráð fyrir því að fyr­ir­tæki sem hafi starf­semi í fleiri en einu aðild­ar­ríki geti snúið sér til ein­vörð­ungu eins eft­ir­lits­að­ila, svo­nefnt „one-­stop-s­hop“ kerfi. Þá er með reglu­gerð­inni komið á fót Evr­ópsku per­sónu­vernd­ar­nefnd­inni (European Data Prot­ect­ion Board) sem sér­stökum lög­að­ila. Hér er því um  að ræða nýja evr­ópska eft­ir­lits­stofn­un. Aðild að stofn­un­inni eiga ­full­trú­ar ­eft­ir­lits­stofn­ana á sviði per­sónu­verndar úr öllum aðild­ar­ríkjum sam­bands­ins. Evr­ópska per­sónu­vernd­ar­nefndin mun hafa vald­heim­ildir til að taka bind­andi ákvarð­anir gagn­vart ein­staka eft­ir­lits­stofn­unum aðild­ar­ríkj­anna, til að mynda ef upp rís ágrein­ingur um hver fari með lög­sögu í til­teknu máli. 

Af þessu má ráða að það er alls ekki ein­falt að finna lausn til þess að taka megi Per­sónu­vernd­ar­reglu­gerð­ina upp í EES samn­ing­inn enda sam­rým­ist hið nýja eft­ir­lits­kerfi tæp­lega hinu svo­nefnda tveggja stoða kerfi sem samn­ing­ur­inn byggir á. Þá er ljóst að hingað til hefur ESB ekki sam­þykkt að veita full­trúum ríkja utan sam­bands­ins fulla aðild að sams konar eft­ir­lits­stofn­un­um. Því blasir við að ætli EFTA ríkin að taka reglu­gerð­ina upp í EES samn­ing­inn er lík­legt að þau verði að  ein­hverju marki að fram­selja ákvörð­un­ar­vald til Evr­ópsku per­sónu­vernd­ar­nefnd­ar­inn­ar.  Hér stöndum við því enn og aftur frammi fyrir stjórn­skip­an­legu álita­efni að því er varðar fram­þróun EES rétt­ar­ins. Enda er það svo að ekki bólar enn á drögum að ákvörðun um að taka beri gerð­ina inn í samn­ing­inn með­ við­hlít­and­i að­lög­un­ar­texta. 

Auglýsing

Reynslan sýnir að þegar mæla þarf fyrir um aðlög­un­ar­texta vegna upp­töku nýrrar gerðar í EES samn­ing­inn er máls­með­ferð­ar­tím­inn að minnsta kosti 6 til 9 mán­uð­ir, þ.e. eftir að EFTA ríkin og Fram­kvæmda­stjórn ESB hafa sam­mælst um aðlög­un­ar­texta. Það ætti því að vera nokkuð ljóst að því ferli verður ekki lokið þegar Per­sónu­vernd­ar­reglu­gerðin tekur gildi innan ESB næsta vor. 

Ósam­ræmi í lögum og reglum innan EES er svo sem ekki óþekkt og fer vax­andi. Fjár­mála­fyr­ir­tæki hér á landi þekkja nú þegar þau vand­kvæði sem lúta að því að upp­taka og inn­leið­ing gerða á sviði fjár­mála­starf­semi hefur dreg­ist mjög. Það er því rétt að mæla með því að íslensk fyr­ir­tæki sem þurfa að geta mót­tekið per­sónu­upp­lýs­ingar frá aðilum sem starfa innan ESB hugi sem fyrst að því hvernig hægt sé að mæta þeirri stöðu að Ísland muni standa utan hins sam­ræmda reglu­verks þegar það tekur gildi innan ESB í maí á næsta ári. Að sama skapi verður að hvetja stjórn­völd til þess að leita allra leiða til þess að leysa úr álita­efnum er varða EES samn­ing­inn hið fyrsta þannig að ekki skap­ist við­var­andi óvissa í rekstr­ar­um­hverfi íslenskra fyr­ir­tækja. 

Höf­undur er hér­aðs­dóms­lög­maður hjá ADVEL lög­mönnum. 

Katrín kynnti innleiðingu á heimsmarkmiðum
Forsætisráðherra talaði fyrir mikilvægi aukinnar alþjóðlegrar samvinnu við innleiðingu á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 16. júlí 2019
Forstjóri Nova: Óþarfi að greiða tvo milljarða á ári fyrir leigu á myndlyklum
Forstjóri Nova segir að framtíð sjónvarpsins sé á netinu.
Kjarninn 16. júlí 2019
Jeppi prófaður á Íslandi fyrir ferð til Mars árið 2020
Prófun á Mars-Jeppa fer fram í nágrenni Langjökuls. Fjölmargir vísindamenn koma að verkefninu, þar á meðal nemendur frá Háskóla Reykjavíkur og starfsfólk Arctic Trucks.
Kjarninn 16. júlí 2019
Innleiðingarhalli EES-gerða innan við eitt prósent þriðja árið í röð
Innleiðingarhalli EES-gerða á Íslandi stendur í 0,7 prósentum. Hallinn náði hámarki árið 2013 þegar hann nam 3,2 prósentum.
Kjarninn 16. júlí 2019
Katrín Baldursdóttir
Flokksskírteini leið til frama
Kjarninn 16. júlí 2019
Lífeyrisjóður verzlunarmanna lækkar óverðtryggða vexti
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur lækkað fasta vexti á óverðtryggðum lánum úr 6,12 prósentum í 5,14 prósent. Í kjölfar breytingarinnar eru þetta lægstu föstu vextir óverðtryggðra lána sem í boði eru.
Kjarninn 16. júlí 2019
Íslenska ríkið braut gegn Styrmi og Júlíusi
Mannréttindadómstóll Evrópu telur íslenska ríkið hafa brotið gegn Styrmi Þór Bragasyni, fyrrum forstjóra MP banka, og Júlíusi Sigurþórssyni, fyrrum framkvæmdastjóra vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar.
Kjarninn 16. júlí 2019
Duterte íhugar að slíta stjórnmálasambandi við Ísland
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland í kjölfar ályktunar Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 16. júlí 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar