Hvað skildi rússneska byltingin eftir sig?

Rússneska byltingin fyrir hundrað árum er stórmerkilegur viðburður sem hafði sögulega mikil áhrif.

Auglýsing

Um þessar mundir er öld liðin frá einni mark­verð­ustu bylt­ingu sem gerð hefur ver­ið, en þetta er rúss­neska Októ­ber-­bylt­ing Bol­sjé­víka. Þær hafa verið nokkrar bylt­ing­arnar í við­bót í gegnum heims­sög­una sem skipt hafa máli, til dæmis sú amer­íska 1776-77, sú franska árið 1789 , sú kúbverska árið 1959 og sú íranska árið 1979.

Útflutn­ings­vara

Í augum komm­ún­ista og Bol­sjé­víka, hins litla flokks Vla­dimírs Leníns (voru aðeins um 23.000 í byrjun 20. ald­ar) var bylt­ingin ætluð til útflutn­ings og þetta sjón­ar­mið kemur einnig fram í skrifum Karls Marx. Bylt­ingin átti alltaf að ger­ast í sam­fé­lagi, sem var þróað og kap­ít­al­ískt og hún átti að eiga sér stað þegar kap­ít­aism­inn hafði gengið sér til húð­ar, hrunið innan frá.

Því kom það mönnum á óvart að hún skyldi eiga sér stað í hinu van­þró­aða Rúss­landi, sem nokkrum árum áður hafði t.d. beðið nið­ur­lægj­andi ósigur í stríði gegn Japan um völd og áhrif í Asíu. Reyndar er einnig talað um ,,bylt­ing­una 1905“ en hún hverfur svo­lítið í skugg­ann af ,,1917-­bylt­ing­unni“ – sem er að mörgu leyti skilj­an­legt.

Auglýsing

Segja má að hinn rauði þráður í gegnum sögu Rúss­lands sem spurn­ingin um vald og dreif­ingu gæða. Burða­rás­inn í sögu Rúss­lands hefur ávallt verið ,,bónd­inn“ og hinn breiði almenn­ingur hvers dag­legt líf gekk út að yrkja jörð­ina og hafa í sig og á. Þetta var hinn stóri massi, sem oft­ast lifði við skort og gríð­ar­lega fátækt, ólæsi og slæmar félags­legar aðstæð­ur.

Fyrir ofan hinn venju­lega bónda voru svo rík­ari sjálfs­eigna­bændur (kúlakk­ar) og fyrir ofan þá mennta­menn og aðall. Efstur í pýramíd­anum var sjálfur Tsar­inn, keis­ar­inn (en orðið er dregið af hinu róm­verska „Caes­er“).  

Landi stýrt af hörku

Þessu landi var stýrt með hörku og fram að bylt­ingu höfðu í raun allar til­raunir til umbóta og auk­ins frels­is, frjáls­ræðis og frjáls­lynd­is, farið út um þúfur eða mis­heppn­ast með einum eða öðrum hætti. Í land­inu bjó í raun ófrjáls þjóð, sem hafði ekk­ert að segja til um fram­tíð sína og aðstæð­ur. Eng­inn hlust­aði, en kröf­urnar fóru vax­andi.

Fyrstu neistar bylt­ingar og hugs­un­ar­háttar bylt­ingar plönt­uðu sér í rík­inu um 1880 eða um það bil. Smám saman sækja bylt­ing­ar­menn í sig veðrið, þeim tekst til dæmis að ráða sjálfan keisar­ann af dög­um, Alex­ander II, árið 1881.

Um 1890 fara rúss­neskir marx­istar að láta til sín taka og um svipað leiti hefst nokkuð öflug iðn­væð­ing og verka­manna­stéttin stækk­ar. Einnig verður það ríkj­andi skoðun meðal þjóð­ar­innar að nú sé kom­inn tími breyt­inga.

En þær láta bíða eftir sér og það er í raun ekki fyrr en í blússandi stríði fyrri heims­styrj­aldar að það skap­ast þær aðstæður sem leiða til valda­töku komm­ún­ista. Það er svöng (brauð­skort­ur) og stríðs­þreytt þjóð sem í febr­úar 1917 fær nóg af ráða­leysi og spill­ingu keis­ara­stjórn­ar­innar og rís upp. Keis­ar­inn, Nikuás II afsalar sér völd­um, fjöl­skyldan er hand­tek­innog síðar myrt með köldu blóði seinna um sum­ar­ið. Á er sett bráða­birgða­stjórn,  Ker­en­sky-­stjórn­in, en hún ræður ekki við neitt.

Ólga og stjórn­leysi

Gríð­ar­leg ólga var í land­inu og um sum­arið 1917 reyndu bol­sjé­víkar að ræna völd­um, en mis­heppn­að­ist. Gefin var út hand­töku­skipan gegn Lenín, sem flúði til Finn­lands og kom ekki aftur fyrr en rétt fyrir októ­ber­bylt­ing­una.

Í sum­ar­lok kom til harðra deilna á milli Ker­en­sky og Kornilovs, yfir­hers­höfð­ingja, sem syndi mikla veik­leika í stjórn­inni. Um svipað leiti unnu bolsjevíkar einnig mikið fylgi í kosn­ingum til svo­kall­aðra ,,ráða“ (Sov­ét) sem sett höfðu verið á fót og styrktu því stöðu sína. Á leyni­fundi nótt­ina milli 23-24.októ­ber ákváðu leið­togar bol­sjé­víka því að láta aftur til skarar skríða og um 48 stundum seinna var bylt­ingin (eða valdarán­ið) yfir­staðin og öllum hern­að­ar­lega mik­il­vægum stöðum í Pét­urs­borg hafði verið náð. Nánst engu blóði var úthellt eða byssu­kúlu skot­ið.

Upp úr þessu fædd­ust síðan Sov­ét­ríkin með form­legum hætti árið 1922, sem síðan voru leyst upp með form­legum hætti á anna dag jóla árið 1991.

Lenín og félagar nýttu sér upp­lausn­ina í Rúss­landi til að ná völdum og upp­lausnin hélt áfram. En land­inu þurfti hins­vegar að stjórna: ,,Lenín hafði enga stjórn­un­ar­reynslu, nema af eig­in­konu sinn­i,“ segir rúss­neski sagn­fræð­ing­ur­inn Dmitri Vol­koga­nov í bók sinni ,,Lenin – Life and Legacy.“ Þar lýsir hann Lenín sem grimmum manni, sem var í raun til­bú­inn til þess að fórna nán­ast öllu og úthella blóði fyrir bylt­ing­una, sem átti í raun aðeins að vera fyrsti neist­inn í því að gera ,,jörð­ina rauða“ eins og Vol­koga­nov kemst að orði í bók sinni. Það var því reynslu­lít­ill hópur manna sem tókst á við það verk­efni að stjórna 150 millj­óna þjóð.

Borg­ara­stríð

Og allt stóð þetta mjög tæpt, litlu mun­aði að bolsjevíkar misstu allt úr hönd­unum í grimmi­legu borg­ara­stríði sem braust strax út eftir valda­tök­una og stóð nán­ast til árs­loka 1922. Þar reyndu t.d. Frakkar og Bretar (og fleiri þjóð­ir) að velta stjórn bolsjevíka. Í því lét­ust á bil­inu 6-8 millj­ónir manna, ýmist í hern­aði, eða sulti og öðrum hörm­ungum sem því fylgdu.

Eftir dauða Leníns árið 1924 tók svo hinn grimmi Jósef Stalín við og undir hans stjórn voru framin ólýs­an­leg grimmd­ar­verk; aftökur án dóms og laga, hreins­anir og gúlag (vinnu og þrælk­un­ar­búð­ir). En hann náði gríð­ar­legum árangri í iðn og tækni­væð­ingu og nú kunnu allir að lesa í Sovet­ríkj­un­um.

,,Jói frændi“ eins og Banda­menn köll­uðu Stalín í seinna stríði (þar sem Rússar misstu um 20 millónir manna) fékk svo heila­blóð­fall (eins og Lenín) árið 1953 og  við tók Úkra­ínu­mað­ur­inn Nikita Krúst­sjov, en það er önnur saga.

En hvað skildi rúss­neska bylt­ingin efti sig? Hún sýndi vald­höfum í Evr­ópu að kúg­aður verka­lýður gat risið upp og knúið fram breyt­ing­ar. Verka­lýðs­mál breytt­ust mik­ið. Og í kjöl­far hennar urðu heims og risa­veldið Sov­ét­ríkin til og sköp­uðu sér gríð­ar­legt áhrifa­svæði (Aust­ur-blokk­in) í kringum sig. Rúss­neska bylt­ingin var öðrum bylt­ing­ar­hreyf­ingum (Ví­etnam, Kúba, Nik­aragúa, ýmis lönd Afr­íku) inn­blástur í því sem síðar kall­að­ist ,,Kalda stríð­ið“ og hófst í raun strax eftir loks seinni heims­styrj­ald­ar. Því lauk með falli Berlín­ar­múrs­ins (1989) og sjálfra Sov­ét­ríkj­anna árið 1991. Ástæður þess eru að mörgu leiti svip­aðar og fall Róma­veldis á sínum tíma; blanda af innri veik­leikum og ytri aðstæð­um.

Hvað stendur eft­ir?

Í dag eru fáar alvöru komm­ún­ista­stjórnir eft­ir. Í Hvíta-Rúss­land í Evr­ópu ríkir eins­ræð­is­stjórn og þar starfar enn leyni­þjón­usta sem heitir KGB (ein og í gamla Sov­ét­in­u). Kína er  sér­kenni­leg blanda af ,,al­ræð­is-kap­ít­al­isma“ en að sjálf­sögðu land þar sem aðeins er einn flokkur er leyfður og öll and­staða kveðin í kút­inn. Þá eru Víetnam og Laos í SA-Asíu á svip­uðu róli og sama má segja um Kúbu og eins­ræð­is­stjórn­ina þar. Venes­ú­ela er svo að lið­ast í sundur vegna óstjórnar sós­í­alist­ans Nicolas Maduro.

Norð­ur­-Kórea er alger­lega sér á parti, þar sem Kim Jong Un heldur öllu í járn­greipum í sínu stór­brotna ,,per­són­u-költi“ og brjál­uðu ofsóknaræði. Sama má í raun segja um Rúss­land Pútíns, sem að form­inu til er ekki komm­ún­iskt ríki en allir stjórn­ar­hættir minna á Rúss­land keisar­anna, þar sem valdið flæðir lóð­rétt. Og þó svo að ,,,frelsi“ ríki þar að nafn­inu til, þá er til dæmis öllum helstu fjöl­miðlum stýrt af rík­inu og harka­lega tekið á stjórn­ar­and­stöðu, menn jafn­vel myrt­ir, bæði stjórn­mála og blaða­menn.

Höf­undur er með Masters­próf frá Aust­ur-­Evr­ópu­deild Upp­sala­há­skóla árið 1997 og verður með nám­skeiðið ,,Rúss­land Pútíns“ hjá End­ur­menntun HÍ í mars 2018.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar