Lífeyrissjóðirnir „okkar“

Halldór Gunnarsson svarar grein Þorsteins Víglundssonar um lífeyrissjóði.

Auglýsing

Fyrr­ver­andi fram­kvæmd­ar­stjóri atvinnu­rek­enda og vel­ferð­ar­ráð­herra, Þor­steinn Víglunds­son, skrifar í Kjarn­ann 6.11. s.l. grein undir fyr­ir­sögn­inni: „Látið líf­eyr­is­sjóð­ina okkar í frið­i”, sem virð­ist eiga að skýra við­horf hans í því máli og stöðu atvinnu­rek­enda, en þeir stjórna líf­eyr­is­sjóð­unum með full­trúum frá verka­lýðs­for­ystu lands­ins, sem hafa sagt að líf­eyr­is­sjóðs­greiðslur sé nokk­urs konar skyldu­trygg­ing­ar­gjald!

Þor­steinn segir orð­rétt í upp­hafi grein­ar­inn­ar: „Gegn­um­­streym­is­­kerfi, líkt og ein­­kennir líf­eyr­is­­kerfi flestra Evr­­ópu­­ríkja í dag, lendir óhjá­­kvæmi­­lega í vand­ræðum eftir því sem þjóðir eld­ast” Síðan segir hann orð­rétt nokkrum línum aft­ar: „Í það minnsta þrír flokkar af þeim átta sem eiga full­­trúa á þingi í dag hafa það á stefn­u­­skrá sinni að grípa inn í líf­eyr­is­­kerfið með einum hætti eða öðrum og jafn­­vel snúa frá söfn­un­­ar­­kerfi yfir í gegn­um­­streym­is­­kerfi að hluta, þvert á það sem flestar nágranna­­þjóða okkar eru að ger­a.” Það er rétt, að okkar kerfi eigi sér ekki fyr­ir­mynd meðal nágranna­þjóða.

Síðan kemur greinin með sam­fær­inga­mætti talna, sem eiga að rétt­læta að rík­is­sjóður hirði stóran hluta af líf­eyr­is­sparn­aði sem laun­þegar lands­ins hafa verið skyld­aðir með lögum að safna. Það er gert með því að greiðslur frá almanna­trygg­inga­kerf­inu eru skertar sem nemur því sem lág­launa­laun­þegi fær útgreitt úr sínum líf­eyr­is­sjóði . Þannig nýtur hann þess ekki að hafa á starfsævi sinni greitt í líf­eyr­is­sjóð, sem not­ast átti á efri árum.

Auglýsing

Lokakafli grein­ar­innar ber milli­fyr­ir­sögn­ina: „Mis­­vitrir stjórn­­­mála­­menn eyð­i­­leggi ekki skyn­­sam­­legt og vel rekið líf­eyr­is­­kerfi” og rétt­lætir Þor­steinn þar, að skatt­ur­inn sé geymdur hjá líf­eyr­is­sjóð­unum þar til kemur að útgreiðslu, þ.e.a.s. að í öllum töp­uðum fjár­fest­ingum tapi rík­is­sjóður og sveit­ar­fé­lög, og þegar ein­stak­lingar deyja tapi þessir aðilar skatt­inum sínum en líf­eyr­is­sjóð­irnir græði, því að ekki njóta erf­ingjar neins í þessu lög­þving­aða skatt­kerfi, sem átti upp­haf­lega að vera vernduð eign ein­stak­linga.

Einnig má spyrja um með­ferð­ina á útlend­ing­um: Hvernig er farið með útlend­inga, sem hafa unnið hér mörg und­an­farin ár? Hvað fá þeir greitt til baka af þessum líf­eyr­is­sjóðs­greiðslum og hvenær?

Og hvað um mögu­leika launa­fólks að leggja allt að 3,5% í til­greindan sér­eigna­sparn­að, sem lofað var, en mið­stjórn ASÍ hefur nú sam­þykkt að fari inn í sam­trygg­ing­ar­kerfi líf­eyr­is­sjóð­anna, - í líf­eyr­is­sjóð­inn þeirra!  

Skýrslan um fram­tíð­ar­sýn í líf­eyr­is­málum

Ég vil biðja þá aðila, sem skil­greina sig sjálfir sem eig­endur líf­eyr­is­sjóða, að lesa skýrslu vinnu­hóps fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins frá 2015 um fram­tíð­ar­sýn í líf­eyr­is­mál­um. Þar kemur fram að iðgjöld til sjóð­anna árið 2013 voru 109,4 millj­arð­ar, en útgreiðslur 59,5 millj­arð­ar. Hjá 15 sjóðum námu greiðslur til líf­eyr­is­þega að með­al­tali minna en kr. 100 þús. á mán­uði, hjá 7 sjóðum 100 til 200 þús kr og aðeins hjá 5 sjóðum nam greiðslan til líf­eyr­is­þega að með­al­tali meira en kr. 200 þús. á mán­uði. Í skýrsl­unni er greint frá því að frá 1969 hafi iðgjald numið 12% af dag­vinnu­laun­um, en frá árinu 1986 hafi iðgjaldið verið greitt af öllum laun­um. Frá 1. júlí á þessu ári hækk­aði iðgjalda­greiðslan í 14%, og á næsta ári hækkar hún í 15,5% og verður að við­bættum 6% sér­eign­ar­sparn­aði sam­tals 21,5%, þar af greiða atvinnu­rek­endur fyrir laun­þega á næsta ári 11,5% og 2% í sér­eigna­sparn­að. Skv. gild­andi lögum eru þessar inn­greiðslur til líf­eyr­is­sjóð­anna ekki skatt­lagðar fyrr en kemur að útgreiðslu úr líf­eyr­is­sjóð­un­um. Árið 2013 var skattur af inn­greiðslu um 40 millj­arð­ar, en sama ár voru skatt­tekjur af útgreiðslu um 23 millj­arð­ar, sam­kvæmt upp­lýs­ingum í skýrsl­unni.

Á þessu ári má áætla að rík­i­s­jóður og sveit­ar­fé­lög afhendi líf­eyr­is­sjóð­unum um 80 millj­arða skatt­greiðslu, en fái um 40 millj­arða við útgreiðslu úr sjóð­un­um. Um 40 millj­arðar væru því til nota fyrir sam­fé­lagið ef líf­eyr­is­kerf­inu yrði breytt. Sam­hliða þessum breyt­ingum mætti t.d. mynda einn sjóð með A-deild, sem allir greiddu í frá breyt­ingu, og skattur af inn­greiðsl­u­m ­færi þá til ríkis og sveit­ar­fé­laga. Með því gæf­ist nýr kost­ur, t.d. að helm­ingur inn­greiðslna yrði sér­eign við­kom­andi, sem hann gæti ráð­stafað til varð­veislu sjálfur og B- deild tæki við sam­trygg­ingu og ábyrgð þeirra sem hefðu greitt til sjóð­anna með inn­eign ríkis og sveit­ar­fé­laga í þeirri deild a.m.k. 1200 millj­örð­um. 

Rekstr­ar­kostn­aður líf­eyr­is­sjóða, tap þeirra og rík­i­s­jóðs og sveit­ar­fé­laga

Rekstr­ar­kostn­aður með fjár­fest­inga­kostn­aði er var­lega áætl­að­ur, sam­kvæmt úttekt Ragn­ars Þórs Ing­ólfs­sonar for­manns VR á árs­reikn­ingum líf­eyr­is­sjóða árs­ins 2016, um 17 millj­arð­ar. Þar af er um 940 millj­ónir í launa­kostnað æðstu stjórn­enda 14 stærstu sjóð­anna með 46 stjórn­endur og 96 stjórn­ar­menn, og ekki skrýtið að þeir geti talað um líf­eyr­is­sjóð­ina sína.

Í hrun­inu töp­uðu líf­eyr­is­sjóð­irnir fimm til sex hund­ruð millj­örð­um, þar af má áætla að rík­is­sjóður og sveit­ar­fé­lög hafi tapað um tvö hund­ruð millj­örðum af ógreiddum skatti. Ekki verður með réttu sagt að fjár­fest­ingar sjóð­anna á þessum tíma hafi verið skoð­aðar af óháðri rann­sókn­ar­nefnd, ekki fremur en fjár­fest­ing­arnar síð­an, sem sjóð­irnir hafa tapað á. Afleið­ingar þessa urðu þær, að flestir sjóð­anna þurftu að skerða veru­lega rétt­indi sjóð­fé­laga sinna. Einn líf­eyr­is­sjóður var þó þar und­an­skil­inn. Líf­eyr­is­sjóður starfs­manna rík­is­ins, sem er rík­is­tryggð­ur. Ríkið skuldar honum um fimm hund­ruð og sjö­tíu millj­arða króna, sem öll þjóðin þarf á end­anum að greiða, líka þeir líf­eyr­is­þegar sem urðu fyrir rétt­inda­skerð­ingu vegna veru í öðrum líf­eyr­is­sjóð­um.

Skerð­ing­arnar

Eftir hrun voru sett lög um að greiðslur til ein­stak­linga úr almanna­trygg­inga­kerf­inu skyldu skerð­ast að fullu, krónu á móti krónu, að því marki, sem þeir fengju greitt úr líf­eyr­is­sjóði. Þetta olli því m.a., að þeir sem nutu lágra líf­eyr­is­sjóðs­greiðslna, t.d., allt lág­launa­fólk og öryrkjar, fengu í raun ekk­ert úr sínum líf­eyr­is­sjóðum miðað við lág­marks­bætur frá almanna­trygg­inga­kerf­inu. Að auki var gefin heim­ild fyrir starfs­menn Trygg­inga­stofn­unar að fara í fram­töl þeirra sem nutu bóta frá almanna­trygg­ing­um, til þess að skoða allar aðrar greiðslur til ein­stak­lings til skerð­ing­ar, sem væri þá hægt að bak­færa ári síðar á móti greiðsl­um.

Þannig er þetta kerfi fárra atvinnu­rek­enda og for­ystu­manna verka­lýðs­fé­laga sprung­ið. Það byggir á allt að 100 laga­heim­ildum Alþingis frá 1969, með eigna­upp­töku og skerð­ing­um, ásamt ótrú­legum rekstr­ar- og fjár­fest­inga­kostn­aði, sem kallar á áfram­hald­andi hækkun greiðslna inn í kerf­ið. Þetta verða nýkjörnir alþing­is­menn, sem ekki eru tengdir þessu spill­ing­ar­kerfi, að skoða og rann­saka í þágu þeirra sem raun­veru­lega eiga það og ættu því að stjórna því og gera til­lögur um úrbæt­ur. Það eru laun­þegar sem hafa lagt fjár­muni sína í sjóð­ina með lög­þving­uðum hætti. Sú lög­þvingun orkar tví­mælis og þyrfti að fá úr því skorið hvort það stand­ist ­eign­ar­rétt­ar­á­kvæð­i ­stjórn­ar­skrár, eða þau ákvæði þar, að engan sé hægt að skylda til aðildar að félagi, sem líf­eyr­is­sjóðs­að­ild vissu­lega er.

Höf­undur er stjórn­ar­maður í Flokki fólks­ins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar