Hvað eiga hjón og samstarfsfélagar sameiginlegt?

Auglýsing

Nýlega fór Stan­ford háskóli í Banda­ríkj­unum að bjóða uppá við­skipta­á­fanga þar sem les­efnið var  bók sem fjallar um nið­ur­stöður rann­sókna á því hvernig hjóna­bönd virka. Aðal­á­herslan í þessum áfanga var á að nem­endur lærðu góðar sam­skipta­leiðir til að láta fyr­ir­tæki blómstra. Eðli­lega má velta fyrir sér hvaða erindi bók um árang­urs­rík hjóna­bönd eigi í við­skipta­námi? Svarið er að hjóna­bönd og gott sam­starf þrífst á sömu sam­skipta­regl­un­um. Pró­fessor við við­skipta­deild Harvard háskóla heldur því fram að 65% fyr­ir­tækja fari í þrot vegna ágrein­ings eig­end­anna. Þörfin fyrir bætt sam­skipti á því jafnt við í vinn­unni og heima.

Hvernig við stofnum til hjóna­banda er oft keim­líkt því hvernig við stofnum fyr­ir­tæki. Við hefjum sam­band eða sam­starf með fólki sem við þekkjum lítið sem ekk­ert fyr­ir. Í upp­hafi erum við með­vituð um kosti þeirra sem við erum að byrja með og eigum það til að horfa fram­hjá göll­un­um. Það að við þekkj­umst lítið í upp­hafi og erum óhóf­lega bjart­sýn er þó sjaldn­ast valdur þess að sam­bönd eða fyr­ir­tæki flosna upp. Vand­inn er að það gleym­ist eða því er með­vitað sleppt að ræða hvernig skuli tek­ist á við ágrein­ing. Fólki í við­skiptum líkt og ást­ar­sam­böndum skortir oft færni og þekk­ingu á árang­urs­ríkum leiðum til að leysa ágrein­ing.

Hjóna­bönd eru flókin en sam­starf er jafn­vel enn flókn­ara. Ólíkt því sem ger­ist í hjóna­bandi þá þurfa sam­starfs­menn að vinna saman til að heilla fjár­festa, halda utan um mannauð­inn (sem er full­orðið fólk en ekki börn eig­end­anna), koma sér saman um mark­aðs­málin og ræða eða kynna sam­bandið opin­ber­lega. Það skiptir öllu máli að sam­starfið sé gott, því betra sam­starf því meiri líkur á að fyr­ir­tækið lifi af óhjá­kvæmi­legar breyt­ingar og erf­iða tíma.

Auglýsing

Það sem nám­skeið eða bækur um hvernig við látum hjóna­bönd ganga upp geta kennt okkur má því ber­sýni­lega nota bæði heima og í vinn­unni. Rann­sóknir á hjóna­böndum hafa kennt okkur að ákveðnar aðferðir virka vel til að láta hjóna­bönd dafna. Þessar aðferðir má líka nýta í við­skipt­u­m.  

Tölum um erf­iðu málin

Líkt og nýir elskendur þá kýs sam­starfs­fólk í nýju fyr­ir­tæki oftar en ekki að forð­ast óþægi­legar sam­ræður og koma sér undan ágrein­ingi. En vand­inn er að erfið mál eiga það til að vaxa ef þau eru látin óáreitt. Það er því mik­il­vægt í upp­hafi að taka stöð­una reglu­lega á sam­starf­inu sam­hliða praktískum atriðum eins og rekstr­in­um. For­varnir skila meiri árangri en að reyna laga eftir á.

And­stæður laða

Í flestum fyr­ir­tækjum (líkt og í nánum sam­bönd­um) er ein­hver sem þrýstir á það að stækka og breyta á meðan hinir hall­ast að því að vera var­kár­ari. Öll sam­bönd sem eru lif­andi og skemmti­leg þurfa þessar and­stæður öryggis og breyt­inga. Sá sem vill fara hratt kemur hug­myndum sínum á fram­færi í öryggi þess að sá var­kári komi hug­mynd­unum niður á jörð­ina. Enda­laus stöð­ug­leiki er leið­in­legur en of miklar breyt­ingar þreyta okk­ur.

Þegar sam­starfs­fólk hættir að sjá and­stæð­urnar sem kosti súrnar sam­starf­ið. Undir álagi riðl­ast jafn­vægið á milli stöð­ug­leika og breyt­inga og úr verður rifr­ildi. Þegar sam­starfs­fólk hættir að sjá hvernig and­stæð­urnar hjálpa fyr­ir­tæk­inu fer það að hnýta í hvort ann­að.

Leysið ágrein­ing eins og full­orðið fólk

Það að vera ósam­mála öðrum er eðli­legt og ágrein­ingur er ekki alltaf vanda­mál. Það hvernig við tökum á ágrein­ingi getur hins vegar orðið að vanda­máli. Ef við hunsum ágrein­ings­mál er næsta víst að þau verða að vanda­máli, sem oft breyt­ist í kala sem kemur út í ásök­un­um. Þá er hætta á að horft sé á sam­starfið allt í gegnum nei­kvæð gler­augu. Fólk fer að gera ráð fyrir ásetn­ingi og myndar orsaka­sam­hengi þar sem það á ekki við. Nei­kvæðu gler­augun láta okkur sjá hlut­ina í skökku ljósi t.d. þegar vel gengur er það heppni, en þegar illa gengur er það vegna van­hæfni sam­starfs­mann­anna.

Til þess að við­halda góðu sam­bandi þurfum við að sýna virð­ingu, kunna að hlusta og að taka ábyrgð á því hvaða þátt við eigum í sam­starf­inu.

Góð sam­bönd, góðir sam­starfs­fé­lagar og góð við­skipta­sam­bönd takast á við sömu hindr­anir og þau sam­bönd sem slitna eða jafn­vel springa. Góðu sam­böndin snú­ast ekki um heppni eða rétta tíma­setn­ingu. Fólk sem er í far­sælum sam­bönd­um, heima eða í vinnu, hefur lært og nýtir sér leiðir til að takast á við hindr­anir á annan hátt en fólk í sam­böndum sem enda í skiln­aði eða eru leyst upp. Góð sam­skipti auka lífs­gæði allra.

Áslaug Krist­jáns­dóttir er hjúkr­un­ar- og kyn­fræð­ingur og starfar sem kyn­lífs­ráð­gjafi á Domus Mentis geð­heilsu­stöð. Sjá nánar á aslaug­krist­jans.is og dmg.­is.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar