Reglur og dómgreind

Prófessor í heimspeki segir að hegðun okkar geti verið ámælisverð þrátt fyrir að hún feli ekki í sér brot á reglum og að í því tilliti hafi opinberar persónur ákveðna sérstöðu. Einstaklingar þurfi að nota eigið hyggjuvit til að meta breytni sína.

Auglýsing

„Reglur og fyr­ir­mæli, þessi vél­rænu verk­færi til skyn­sam­legrar notk­unar eða öllu heldur mis­notk­unar þeirra hæfi­leika sem mað­ur­inn fékk í vöggu­gjöf, eru fót­fjötrar ævar­andi ósjálf­ræð­is.“ 

Þetta skrif­aði þýski heim­spek­ing­ur­inn Immanuel Kant í svari við spurn­ing­unni „Hvað er upp­lýs­ing?“ árið 1784. Sá mann­legi hæfi­leiki sem Kant vísar til er sjálft brjóst­vitið og svar hans við spurn­ing­unni var í hnot­skurn „hafðu hug­rekki til að nota eigið hyggju­vit“. Þessi brýn­ing Kants er áleitin þessa dag­ana þegar við ræðum tveggja metra regl­una. Hvers konar regla er hún eig­in­lega og hvernig teng­ist hún dóm­greind borg­ar­anna? 

Í kjöl­far þess að myndir birt­ust af ferða­mála­ráð­herra í þéttum vin­kvenna­hópi hefur athygl­is­verður grein­ar­munur komið fram í umræð­unni. Tveggja metra reglan (eða eins metra reglan í vissum til­vik­um) felur ann­ars vegar í sér afdrátt­ar­laus fyr­ir­mæli til stjórn­enda fyr­ir­tækja og stofn­ana og hins vegar hvatn­ingu til almennra borg­ara. Í báðum til­vikum krefst útfærslan dóm­greindar og útsjón­ar­semi en með ólíkum hætti. Í fyrra til­vik­inu er stjórn­endum látið það eftir að útfæra nákvæm­lega hvernig þessi fjar­lægð milli starfs­fólks, við­skipta­vina eða nem­enda, eftir atvik­um, er gerð mögu­leg í til­teknu rými. Í síð­ara til­vik­inu er höfðað til hyggju­vits ein­stak­linga um það hvernig við högum umgengni okkar við annað fólk við marg­breyti­legar aðstæð­ur. Í báðum til­vikum er útfærslan próf­steinn á það hvernig við öxlum þá borg­ara­legu ábyrgð að vera öll almanna­varn­ir.

Auglýsing

En mun­ur­inn á ábyrgð stjórn­enda og almenn­ings birt­ist líka skýrt í því hvernig stjórn­völd fylgja regl­unni eft­ir. Lög­regla sinnir eft­ir­liti með rekstr­ar­að­ilum og gerir athuga­semdir ef fyr­ir­mælum er ekki fram­fylgt með full­nægj­andi hætti, en slíkt eft­ir­lit með fram­ferði ein­stak­linga sam­rým­ist ekki hug­myndum okkar um frjáls­lynt sam­fé­lag. Við getum þurft að þola athuga­semdir sam­borg­ara okkar ef við hættum okkur of nærri þeim, en ekki afskipti lög­reglu. Og hegðun okkar getur verið ámæl­is­verð þótt hún feli ekki í sér brot á regl­um.

Í þessu til­liti hafa opin­berar per­sónur ákveðna sér­stöðu. Þau sem gegna trún­að­ar­störfum fyrir sam­fé­lagið hafa skyldur sem ráð­ast af hlut­verki þeirra sem almanna­þjón­ar. Fram­ferði þeirra er því jafnan metið eftir því hvort það beri vott um skiln­ing á þessu hlut­verki eða ekki. Það er ekki alltaf gagn­legt að setja þetta fram í formi þess hvort reglur séu brotnar eða ekki. Því hefur verið haldið fram að ferða­mála­ráð­herra hafi hvorki brotið tveggja metra regl­una né siða­reglur ráð­herra, en það breytir því ekki að hún sýndi mikið dóm­greind­ar­leysi með umræddu fram­ferði sínu.

Veiran setur okkur í marg­vís­legan vanda sem varðar m.a. það hvernig við umgöng­umst hvert ann­að. Það er flók­inn sam­skipta­veru­leiki sem aldrei verður njörv­aður nákvæm­lega niður í opin­beru reglu­verki. Það er skilj­an­legt að rekstr­ar­að­ilar kalli eftir skýrum fyr­ir­mælum um það hvernig þeir geti hagað starf­semi sinni og jafn­framt er æski­legt að almenn­ingur fái gagn­legar leið­bein­ingar um áhrifa­ríkar sótt­varn­ir. En ein­stak­lingar þurfa eftir sem áður að nota eigið hyggju­vit til að meta breytni sína í ljósi slíkra við­miða, útfrá aðstæð­um, hlut­verkum og af til­lit­semi við náung­ann. Þannig fer það ­sam­anað hlýða Víði og fylgja sinni eigin dóm­greind. 

Höf­undur er pró­fessor í heim­speki við Háskóla Íslands. 

Grein Kants, „Svar við spurn­ing­unni: Hvað er upp­lýs­ing?“, þýð­ing Elnu K. Jóns­dóttur og Önnu Þor­steins­dótt­ur, birt­ist í Skírni (haust 1993), 379–389.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni segir rangt að hann „vilji Sósíalistaflokkinn feigan“
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Gunnar Smári Egilsson snúi út úr orðum sínum um styrki til stjórnmálaflokka. Honum þyki 120 milljóna styrkur á kjörtímabilinu til flokks sem fékk enga þingmenn kjörna einfaldlega of há fjárhæð.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Finnur Birgisson
Saga tekjutengingar ellilífeyris almannatrygginga frá 1946
Kjarninn 16. ágúst 2022
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Segir Bjarna vilja ýkja völd Sjálfstæðisflokks umfram fylgi og draga úr áhrifum annarra
Bjarni Benediktsson hefur sagt að hann vilji draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka. Gunnar Smári Egilsson segir ástæðuna þá að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ekki jafn mikið á greiðslu frá ríkinu að halda og áður.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Hér má sjá Drífu Snædal, fyrrverandi forseta ASÍ, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar þegar betur áraði i samskiptum þeirra á milli.
Segir ASÍ hafa beinlínis unnið gegn nýjum öflum innan verkalýðshreyfingarinnar
Formaður Eflingar segir fram­kvæmda­stjóra SA ekki missa svefn yfir útbreiddum svikum atvinnu­rek­enda á þeim kjara­samn­ingum sem hann gerir fyrir þeirra hönd. Í greinaflokki, sem byrjaði að birtast í morgun, ætlar hún að rekja sögu ágreinings innan ASÍ.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Horft niður í Hvalfjörð frá Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Á fjallinu stendur til að byggja vindorkuver.
Íslenskir sérhagsmunaaðilar með „erlenda orkurisa í farteskinu“
Þótt ekkert vindorkuver sé risið hafa áform um fjölmörg slík þegar valdið sundrungu og deilum innan samfélaga út um landið, segir Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd. Hann segir vindorkufyrirtæki beita miklum þrýstingi og jafnvel blekkingum.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Auglýsing frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Hvað gerir danskur kaupmaður sem finnst hann ekki hafa nóg fyrir stafni? Hjá Arne Bybjerg kaupmanni í danska bænum Kalundborg var svarið einfalt: að framleiða hárrúllur. Hann gaf þeim nafnið Carmen.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar