Reglur og dómgreind

Prófessor í heimspeki segir að hegðun okkar geti verið ámælisverð þrátt fyrir að hún feli ekki í sér brot á reglum og að í því tilliti hafi opinberar persónur ákveðna sérstöðu. Einstaklingar þurfi að nota eigið hyggjuvit til að meta breytni sína.

Auglýsing

„Reglur og fyr­ir­mæli, þessi vél­rænu verk­færi til skyn­sam­legrar notk­unar eða öllu heldur mis­notk­unar þeirra hæfi­leika sem mað­ur­inn fékk í vöggu­gjöf, eru fót­fjötrar ævar­andi ósjálf­ræð­is.“ 

Þetta skrif­aði þýski heim­spek­ing­ur­inn Immanuel Kant í svari við spurn­ing­unni „Hvað er upp­lýs­ing?“ árið 1784. Sá mann­legi hæfi­leiki sem Kant vísar til er sjálft brjóst­vitið og svar hans við spurn­ing­unni var í hnot­skurn „hafðu hug­rekki til að nota eigið hyggju­vit“. Þessi brýn­ing Kants er áleitin þessa dag­ana þegar við ræðum tveggja metra regl­una. Hvers konar regla er hún eig­in­lega og hvernig teng­ist hún dóm­greind borg­ar­anna? 

Í kjöl­far þess að myndir birt­ust af ferða­mála­ráð­herra í þéttum vin­kvenna­hópi hefur athygl­is­verður grein­ar­munur komið fram í umræð­unni. Tveggja metra reglan (eða eins metra reglan í vissum til­vik­um) felur ann­ars vegar í sér afdrátt­ar­laus fyr­ir­mæli til stjórn­enda fyr­ir­tækja og stofn­ana og hins vegar hvatn­ingu til almennra borg­ara. Í báðum til­vikum krefst útfærslan dóm­greindar og útsjón­ar­semi en með ólíkum hætti. Í fyrra til­vik­inu er stjórn­endum látið það eftir að útfæra nákvæm­lega hvernig þessi fjar­lægð milli starfs­fólks, við­skipta­vina eða nem­enda, eftir atvik­um, er gerð mögu­leg í til­teknu rými. Í síð­ara til­vik­inu er höfðað til hyggju­vits ein­stak­linga um það hvernig við högum umgengni okkar við annað fólk við marg­breyti­legar aðstæð­ur. Í báðum til­vikum er útfærslan próf­steinn á það hvernig við öxlum þá borg­ara­legu ábyrgð að vera öll almanna­varn­ir.

Auglýsing

En mun­ur­inn á ábyrgð stjórn­enda og almenn­ings birt­ist líka skýrt í því hvernig stjórn­völd fylgja regl­unni eft­ir. Lög­regla sinnir eft­ir­liti með rekstr­ar­að­ilum og gerir athuga­semdir ef fyr­ir­mælum er ekki fram­fylgt með full­nægj­andi hætti, en slíkt eft­ir­lit með fram­ferði ein­stak­linga sam­rým­ist ekki hug­myndum okkar um frjáls­lynt sam­fé­lag. Við getum þurft að þola athuga­semdir sam­borg­ara okkar ef við hættum okkur of nærri þeim, en ekki afskipti lög­reglu. Og hegðun okkar getur verið ámæl­is­verð þótt hún feli ekki í sér brot á regl­um.

Í þessu til­liti hafa opin­berar per­sónur ákveðna sér­stöðu. Þau sem gegna trún­að­ar­störfum fyrir sam­fé­lagið hafa skyldur sem ráð­ast af hlut­verki þeirra sem almanna­þjón­ar. Fram­ferði þeirra er því jafnan metið eftir því hvort það beri vott um skiln­ing á þessu hlut­verki eða ekki. Það er ekki alltaf gagn­legt að setja þetta fram í formi þess hvort reglur séu brotnar eða ekki. Því hefur verið haldið fram að ferða­mála­ráð­herra hafi hvorki brotið tveggja metra regl­una né siða­reglur ráð­herra, en það breytir því ekki að hún sýndi mikið dóm­greind­ar­leysi með umræddu fram­ferði sínu.

Veiran setur okkur í marg­vís­legan vanda sem varðar m.a. það hvernig við umgöng­umst hvert ann­að. Það er flók­inn sam­skipta­veru­leiki sem aldrei verður njörv­aður nákvæm­lega niður í opin­beru reglu­verki. Það er skilj­an­legt að rekstr­ar­að­ilar kalli eftir skýrum fyr­ir­mælum um það hvernig þeir geti hagað starf­semi sinni og jafn­framt er æski­legt að almenn­ingur fái gagn­legar leið­bein­ingar um áhrifa­ríkar sótt­varn­ir. En ein­stak­lingar þurfa eftir sem áður að nota eigið hyggju­vit til að meta breytni sína í ljósi slíkra við­miða, útfrá aðstæð­um, hlut­verkum og af til­lit­semi við náung­ann. Þannig fer það ­sam­anað hlýða Víði og fylgja sinni eigin dóm­greind. 

Höf­undur er pró­fessor í heim­speki við Háskóla Íslands. 

Grein Kants, „Svar við spurn­ing­unni: Hvað er upp­lýs­ing?“, þýð­ing Elnu K. Jóns­dóttur og Önnu Þor­steins­dótt­ur, birt­ist í Skírni (haust 1993), 379–389.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bensíndropinn er dýr um þessar mundir.
Bensínverð ekki verið hærra frá því í nóvember 2019
Hlutur olíufélaganna í hverjum seldum bensínlítra hefur ekki verið minni frá því í janúar 2020. Viðmiðunarverð á bensíni hefur þrátt fyrir það ekki verið hærra í 15 mánuði og hefur hækkað um 14 prósent frá því í maí.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Barokkbandið Brák safnar fyrir útgáfu plötu sem skilur eftir sig menningarleg verðmæti
Ný hljómplata Barokkbandsins Brákar nefnist Tvær hliðar/ Two Sides og verður tvöföld. Hljómsveitin safnar nú fyrir upptökum og útgáfu hennar á Karolina Fund og áætlar að platan komi út í lok árs 2021.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Freyr Eyjólfsson
Hring eftir hring
Kjarninn 28. febrúar 2021
Halla Bergþóra Björnsdóttir.
Lögreglustjóri vill ekki tjá sig um símtöl Áslaugar Örnu til sín
Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir ástæðu þess að hún vilji ekki tjá sig um símtöl dómsmálaráðherra eftir að Ásmundarsalsmálið kom upp vera þá að málið sé komið til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Kjarninn 28. febrúar 2021
„Mér leið alveg ömurlega yfir að hafa smitast“
Víðir Reynisson hefur lært „ótrúlega margt“ um mannleg samskipti frá upphafi faraldursins og hefði viljað gera sumt öðruvísi, m.a. Facebook-færsluna sem hann skrifaði um aðdraganda þess að hann smitaðist sjálfur af COVID-19.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Mynd tengd ráninu sem var framið í Dansk Værdihåndtering árið 2008.
Ákært fyrir áform
Fyrir nokkrum dögum hófust í Danmörku réttarhöld yfir fimm mönnum. Þótt réttarhöld séu daglegt brauð eru þessi óvenjuleg því afbrotið sem ákært er fyrir hefur ekki verið framið.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Ný fjarskiptalög gætu kostað Sýn 325 milljónir króna
Í ársreikningi Sýnar er fjallað um lagasetningu sem er í pípunum, og er bæði íþyngjandi og ívilnandi fyrir fyrirtækið. Annars vegar er um að ræða frumvarp til nýrra fjarskiptalaga og hins vegar frumvarp um styrkveitingar til einkarekinna fjölmiðla.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Twitter búið að opna útibú í Reykjavík
Í lok síðasta mánaðar var útibú fyrir Twitter skráð í fyrirtækjaskrá. Stofnandi Ueno, sem seldi fyrirtækið nýverið til samfélagsmiðlarisans, vann fyrsta daginn sinn fyrir Twitter hérlendis í dag.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar