Verðtryggingin – nauðvörn lífeyrisþegans

Um hvað snýst verðtryggingin?

Auglýsing

Verð­trygg­ing fjár­skuld­bind­inga hefur löngum verið vin­sælt deilu­efni og ekki síst þegar kosn­ingar standa fyrir dyr­um.  Þannig lof­uðu a.m.k. fjórir stjórn­mála­flokkar í aðdrag­anda nýlegra kosn­inga að afnema verð­trygg­ingu for­taks­laust og að því er virt­ist án nokk­urs til­lits til víð­tækra afleið­inga slíkrar aðgerðar á fjár­hags­lega afkoma stórs hluta kjós­enda.  Það er nefni­lega athygl­is­vert að í allri þeirri miklu umræðu sem verið hefur und­an­farin ár um verð­trygg­ingu eru nær ein­göngu skoðuð áhrif hennar á lán og lán­tak­endur en fáum virð­ist hafa dottið í hug að skoða hina hlið máls­ins, hver eru áhrif hennar (og þá afnáms henn­ar) á eig­endur spari­fjárs­ins,  þá sem ekki hafa eytt öllu sínu aflafé heldur lagt til hliðar (oft með vald­boði) hluta tekna sinna til elli­ár­anna.   

Árið 1998 tók Bjarni Bragi Jóns­son, einn virt­asti  hag­fræð­ingur lands­ins á síð­ustu öld og starfs­maður Seðla­banka Íslands um langt skeið,  saman grein­ar­gerð um verð­trygg­ingu láns­fjár­magns og vaxta­stefnu á Íslandi.  Þar er gerð grein fyrir sögu­legri þróun láns­fjár­mark­að­ar­ins  allt frá lokun síð­ari  heims­styrj­aldar og áhrifum verð­lags­þró­unar á fram­boð láns­fjár.  Þar segir Bjarni Bragi m.a:

Þró­unin í átt að almennri verð­trygg­ingu var í stuttu máli vegna stór­kost­legra og síend­ur­tek­inna verð­bólgu­skota á Íslandi.  Verð­bólga áranna 1950‐1952 var að með­al­tali 22,4% og milli áranna 1962‐1972 var með­al­talið 12%.  Í fram­haldi af því brustu allar stíflur og var með­al­verð­bólga 1973‐1983 46,5% .....  Þetta gerði það að verkum að spari­fjár­stofn þjóð­ar­inn­ar, sem veitti aðeins óverð­tryggða vexti, brann að stórum hluta upp. ...... Raun­vextir lána­kerf­is­ins voru veru­lega nei­kvæð­ir, oft á bil­inu 10‐20%. Sam­felld rýrnun lána­stofns­ins árin 1972‐1983 nam á bil­inu 4‐10% af lands­fram­leiðslu eða sem sam­tals svarar henni hálfri........Þessi þróun leiddi til þess að staða inn­lána og seðla hrap­aði úr 40% af lands­fram­leiðslu árs­ins 1971 í rúm 20% 1980. Svipuð þróun var á öðrum kerf­is­bundnum sparn­aði. Inn­lent láns­fjár­magn í heild var 72% af vergri lands­fram­leiðslu árið 1969 en var komið niður í 45% af lands­fram­leiðslu árið 1979.  Það var, með öðrum orð­um, sífellt minni inn­lendur sparn­aður fyrir hendi til útlána.  Fjár­magns­þörf var í vax­andi mæli mætt með erlendum lán­tökum og því erlendri skulda­söfn­un.“

Auglýsing

Í  nið­ur­stöðukafla grein­ar­gerð­ar­innar segir Bjarni Bragi m.a.: „...al­menn rök stóðu til þess, að verð­trygg­ing mundi varð­veita fjár­stofn­inn sjálf­krafa og raun­á­vöxtun efla hann að auki með því að hvetja til nýs sparn­að­ar­.....“

Höf­uð­mark­mið upp­töku verð­trygg­ingar var því að auka sparnað og um leið fram­boð láns­fjár í þjóð­fé­lag­inu – ekki til að gera ungu fólki erf­ið­ara fyrir að kaupa sína fyrstu íbúð eins og oft má skilja á umræð­unni í dag.   

En hver yrðu áhrif afnáms verð­trygg­ingar á kjör líf­eyr­is­þega í almennu líf­eyr­is­sjóð­un­um, þ.e. ann­arra en sjóð­fé­laga í líf­eyr­is­sjóðum starfs­manna rík­is­ins?  Tökum hér til­búið  dæmi af sjóð­fé­laga sem hóf töku líf­eyris hjá ein­hverjum af almennu sjóðnum í jan­úar árið 2010 og  líf­eyr­is­greiðslan þennan fyrsta mánuð nam 200.000 kr.  Þá var vísi­tala til verð­trygg­ingar 356.2 stig.  Á næstu árum hækk­aði líf­eyr­is­greiðslan skv. vísi­töl­unni og í jan­úar 2017 var hún orðin 246.154 kr. en vísi­talan var þá komin í 438.4 stig og hafði hækkað um 23.1 % frá jan­úar 2010.  

Líf­eyr­is­greiðslan hækk­aði sem sé um rúm­lega 46 þús. kr., þökk sé verð­trygg­ing­unni eða í sama hlut­falli og almennt verð­lag í land­inu.   Hins vegar fól þessi hækkun í sér enga aukn­ingu kaup­máttar sem almennir laun­þegar nutu á tíma­bil­inu.  Án verð­trygg­ingar hefði líf­eyr­is­greiðslan verið óbreytt, 200.000 kr. og fyrir þá upp­hæð hefði feng­ist um  19% minna vöru- og þjón­ustu­magn en í jan. 2010, þ.e. kaup­mátt­ur­inn hefði rýrnað um tæp­lega fimmt­ung. **)   Á sama tíma hafði kaup­máttur almennra laun­þega hins vegar auk­ist um 31.9% ***) og líf­eyr­is­sjóðs­fé­lag­inn hefði því verið um 38% lakar settur hvað kaup­mátt snerti en vinn­andi félagi hans.  Er þetta sú fram­tíð sem þeir verka­lýðs­leið­togar sem hæst tala um afnám verð­trygg­ingar vilja búa þeim félögum sínum sem eru komnir á líf­eyr­is­ald­ur?  Þökk sé verð­trygg­ing­unni er líf­eyr­is­þeg­inn í þessu dæmi þó ekki nema 24% lakar settur en sá sem enn vinn­ur.  Þessi munur á þó eftir að aukast eftir því sem tím­inn líð­ur,  þar sem líf­eyr­is­greiðslan hækkar ekki eftir því sem kaup­mætti  laun­þega fleygir fram – enda óhægt að koma slíkri trygg­ingu við.   

Verð­trygg­ing fjár­skuld­bind­inga  var tekin upp þegar hvat­inn til  pen­inga­legs sparn­aðar í þjóð­fé­lag­inu var nán­ast alger­lega horf­inn vegna langvar­andi verð­bólgu og með­fylgj­andi rýrn­unar spari­fjár.  Þeir sem á annað borð voru aflögu­færir reyndu að festa sparnað sinn í stein­steypu en fram­boð láns­fjár var mjög af skornum skammti.  Meg­in­til­gangur verð­trygg­ing­ar­innar var að tryggja fram­boð spari­fjár, ekki að leggja drápsklyfjar á lán­tak­end­ur.   Sann­leik­ur­inn er sá, að þegar til lengdar lætur hefur kaup­máttur launa almennt hækk­að, sem þýðir að launin hækka meira en almennt verð­lag og greiðslu­byrði verð­tryggðu lán­anna verður því létt­bær­ari.   Þess­ari stað­reynd er lítt haldið á lofti af þeim sem mest gagn­rýna verð­tryggðu lánin enda hentar það ekki mál­flutn­ingi þeirra.  Verka­lýðs­leið­togar mættu þó halda þess­ari stað­reynd á lofti því hún sýnir að bar­átta þeirra fyrir bættum kjörum laun­þega er að bera ágætan árang­ur.  

Nið­ur­staða þess­arra hug­leið­inga eru því sú, að afnám verð­trygg­ingar mundi leiða til stór­felldrar skerð­ingar á lífs­kjörum líf­eyr­is­þega almennu líf­eyr­is­sjóð­anna sem er engan veg­inn ásætt­an­leg.

___________________________________

*) Í grein þess­ari er ein­göngu fjallað um kjör þeirra líf­eyr­is­þega sem eiga aðild að almennu líf­eyr­is­sjóð­un­um.

**) Lækkun líf­eyr­is­tekna sjóð­fé­lag­ans um 46.154 kr. hefði leitt af sér hækkun elli­líf­eyris úr almanna-­trygg­inga­kerf­inu um 20.769 kr. miðað við til­teknar for­send­ur.

***)  Vístala kaup­máttar launa, sem Hag­stofan reiknar út, var 105.5 stig í jan. 2010 en 139.2 stig í jan. 2017, þ.e. kaup­máttur laun­þega hafði almennt auk­ist um 31.9%  á tíma­bil­inu.



Ottó Schopka (f. 1941) er við­skipta­fræð­ingur (H.Í. 1963) og starf­aði árið 1964 í Seðla­bank­anum við und­ir­bún­ing að útgáfu verð­tryggðra spari­skír­teina rík­is­sjóðs.  Hann hefur síðan komið víða við í atvinnu­líf­inu sem stjórn­andi,  sjálf­stæður atvinnu­rek­andi og laun­þegi og er nú eft­ir­launa­þegi í Líf­eyr­is­sjóði versl­un­ar­manna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar