Hvað ungur nemur, gamall temur

Páll Valur Björnsson er þess fullviss að ef gert verði átak í að efla nokkra mikilvæga þætti í skólastarfinu munum við stuðla að hugarfarsbreytingu og útrýma landlægum karlrembu-kúltur og valdníðslu sem honum fylgir og ríkt hefur í íslensku samfélagi.

Auglýsing

Það er ævin­týri að ala upp barn segir í góðri bók og þar segir enn­fremur að bernskan sé dýr­mæt en á sama tíma við­kvæm. Börnin okkar þurfa góð ráð og leið­bein­ingar til þess að geta tekið giftu­ríkar ákvarð­anir og metið aðstæður rétt. Ráð­gjafar barns­ins eru for­eldrar fyrst en líka vinir og vanda­menn og annað sam­ferð­ar­fólk. Stjórn­völd verða að tryggja að allar ákvarð­anir eða ráð­staf­anir yfir­valda er varða börn séu byggðar á því sem er börnum fyrir bestu. Setja á lög og reglur sem tryggja börnum þá vernd og umönnun sem vel­ferð þeirra krefst eins og Barna­sátt­máli sam­ein­uðu þjóð­anna kveður svo skýrt á um. 

Sofni fylgd­ar­fólk barns­ins á verð­inum er voð­inn vís og það getur reynst óþroskuðum huga þess um megn að meta og taka réttar ákvarð­an­ir, að velja og hafna því sem það stendur frammi fyrir eða heyr­ir. Þótt það séu að sjálf­sögðu for­eldrar barna sem bera þar mesta ábyrgð eru skól­arnir lyk­il­stofn­anir í því að koma börnum til manns og gera þau hæf til þess að lifa og starfa í mann­legu sam­fé­lagi sjálfum sér og öðrum til hags­bóta. Sem mennt­aður og starf­andi sam­fé­lags­fræði­kenn­ari hef ég lengi verið þeirrar skoð­unar að veru­lega þurfi að efla þurfi lífs­leikni og sam­fé­lags­fræði­kennslu í skól­um. 

Umræðan síð­ustu daga um kyn­ferð­is­lega áreitni og mis­notkun gagn­vart konum í íslensku sam­fé­lagi og það sam­fé­lags­mein sem þar hefur komið í ljós hefur styrkt þessa skoðun mína. Ég tel að ef mennta­mála­yf­ir­völd og skóla­stjórn­endur leggðu höf­uð­á­herslu á mark­miðs­greinar leik-, grunn- og fram­hald­s­kóla­lag­anna væri staðan miklu betri hvað varðar þessi mál. Í öllum þessum mark­miðs- og hlut­verka­greinum skóla­lag­anna er lögð áhersla á að starfs­hættir þeirra skuli mót­ast af og umburð­ar­lyndi og kær­leika, jafn­rétti, lýð­ræð­is­legu sam­starfi, ábyrgð, umhyggju, sátt­fýsi og virð­ingu fyrir mann­gildi og síð­ast en ekki síst að efla sið­ferð­is­vit­und nem­enda. 

Auglýsing

Gam­alt orða­ti­læki seg­ir: „Hvað ungur nem­ur, gam­all tem­ur”. Og þannig er það. Ósiðir og skökk gildi sem við komum okkur upp eld­ast illa af okk­ur. Það er á ábyrgð okkar allra að börnin okkar stór og smá læri og skilji að virð­ing felst í því að hafa jafn­mik­inn áhuga á vel­ferð ann­arra og sinni eig­in. Að þau læri  að setja sig í spor ann­arra, geti fundið sam­hljóm­inn á milli ólíkra ein­stak­linga, njóti þess að gleðj­ast  með öðrum og kunni að syrgja með öðrum og finni hjá sér ein­lægan vilja til þess að gefa af sér. Sam­líðun er ræktuð með börn­um. Hún er öflug og getur komið í veg fyrir ein­elti og óæski­lega hegðun eins og kyn­ferð­is­lega áreitni og óvirð­ingu gangvart náung­an­um. Ég er þess full­viss að ef gert verði átak í að efla þessa mik­il­vægu þætti í skóla­starf­inu munum við stuðla að hug­ar­fars­breyt­ingu og útrýmum þessum land­læga karl­rembu-kúltur og vald­níðslu sem honum fylgir og ríkt hefur í íslensku sam­fé­lagi.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sameina kraftana gegn frumvarpi ráðherra
Ellefu hagsmunasamtök hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu.
Kjarninn 5. desember 2019
Kostnaður við starfslok Haraldar 57 milljónir
Það hefði kostað ríkissjóð meira að láta Harald Johannessen sitja áfram sem ríkislögreglustjóra en að gera við hann starfslokasamning, enda hefði hann þá fengið laun út skipunartíma sinn. Á móti hefði hann þurft að vinna.
Kjarninn 5. desember 2019
Heimsmarkmið SÞ um vernd hafsvæða nást ekki á Íslandi fyrir 2020
Samkvæmt umhverfis- og auðlindaráðherra verður heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um vernd hafsvæða ekki náð hér á landi fyrir lok árs 2020 og ekki heldur á heimsvísu.
Kjarninn 5. desember 2019
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja.
Björgólfur kallar umfjöllun fjölmiðla um Samherja „víðtæka árás“
Sitjandi forstjóri Samherja segir að þegar hafi verið sýnt fram á að „stór hluti þeirra ásakana sem settar hafi verið fram á hendur Samherja eigi ekki við rök að styðjast“. Þar eru ekki færð nein rök fyrir þessari staðhæfingu né lögð fram gögn.
Kjarninn 5. desember 2019
Bjarni Benediktsson,fjármála- og efnahagsráðherra.
Stóra skattkerfisbreyting ríkisstjórnarinnar samþykkt
Nýtt þriggja þrepa skattkerfi ríkisstjórnarinnar var samþykkt á Alþingi í gær þrátt fyrir skiptar skoðanir. Skattalækkun nýja kerfisins á að gagnast þeim tekjulágu mest en lækkunin á þó að skila sér til allra tekjutíunda.
Kjarninn 5. desember 2019
Auður Önnu Magnúsdóttir
Annað hvort eða?
Kjarninn 5. desember 2019
Fá þrjá mánuði til að upplýsa um raunverulega eigendur
Árum saman hefur það verið látið viðgangast á Íslandi að yfirvöld hafa ekki fengið að vita hverjir séu raunverulegir eigendur félaga sem hér stunda atvinnustarfsemi. Nú stendur til að flýta breytingum á þeirri stöðu.
Kjarninn 5. desember 2019
Neysla stúlkna á framhaldsskólastigi á orkudrykkjum fjórfaldast
Neysla barna og ungmenna á orkudrykkjum hefur aukist gríðarlega á síðustu tveimur árum. Matvælastofnun hefur óskað eftir því að nýsett áhættunefnd um matvæli meti áhættu af koffínneyslu ungmenna.
Kjarninn 5. desember 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar