Hvað ungur nemur, gamall temur

Páll Valur Björnsson er þess fullviss að ef gert verði átak í að efla nokkra mikilvæga þætti í skólastarfinu munum við stuðla að hugarfarsbreytingu og útrýma landlægum karlrembu-kúltur og valdníðslu sem honum fylgir og ríkt hefur í íslensku samfélagi.

Auglýsing

Það er ævin­týri að ala upp barn segir í góðri bók og þar segir enn­fremur að bernskan sé dýr­mæt en á sama tíma við­kvæm. Börnin okkar þurfa góð ráð og leið­bein­ingar til þess að geta tekið giftu­ríkar ákvarð­anir og metið aðstæður rétt. Ráð­gjafar barns­ins eru for­eldrar fyrst en líka vinir og vanda­menn og annað sam­ferð­ar­fólk. Stjórn­völd verða að tryggja að allar ákvarð­anir eða ráð­staf­anir yfir­valda er varða börn séu byggðar á því sem er börnum fyrir bestu. Setja á lög og reglur sem tryggja börnum þá vernd og umönnun sem vel­ferð þeirra krefst eins og Barna­sátt­máli sam­ein­uðu þjóð­anna kveður svo skýrt á um. 

Sofni fylgd­ar­fólk barns­ins á verð­inum er voð­inn vís og það getur reynst óþroskuðum huga þess um megn að meta og taka réttar ákvarð­an­ir, að velja og hafna því sem það stendur frammi fyrir eða heyr­ir. Þótt það séu að sjálf­sögðu for­eldrar barna sem bera þar mesta ábyrgð eru skól­arnir lyk­il­stofn­anir í því að koma börnum til manns og gera þau hæf til þess að lifa og starfa í mann­legu sam­fé­lagi sjálfum sér og öðrum til hags­bóta. Sem mennt­aður og starf­andi sam­fé­lags­fræði­kenn­ari hef ég lengi verið þeirrar skoð­unar að veru­lega þurfi að efla þurfi lífs­leikni og sam­fé­lags­fræði­kennslu í skól­um. 

Umræðan síð­ustu daga um kyn­ferð­is­lega áreitni og mis­notkun gagn­vart konum í íslensku sam­fé­lagi og það sam­fé­lags­mein sem þar hefur komið í ljós hefur styrkt þessa skoðun mína. Ég tel að ef mennta­mála­yf­ir­völd og skóla­stjórn­endur leggðu höf­uð­á­herslu á mark­miðs­greinar leik-, grunn- og fram­hald­s­kóla­lag­anna væri staðan miklu betri hvað varðar þessi mál. Í öllum þessum mark­miðs- og hlut­verka­greinum skóla­lag­anna er lögð áhersla á að starfs­hættir þeirra skuli mót­ast af og umburð­ar­lyndi og kær­leika, jafn­rétti, lýð­ræð­is­legu sam­starfi, ábyrgð, umhyggju, sátt­fýsi og virð­ingu fyrir mann­gildi og síð­ast en ekki síst að efla sið­ferð­is­vit­und nem­enda. 

Auglýsing

Gam­alt orða­ti­læki seg­ir: „Hvað ungur nem­ur, gam­all tem­ur”. Og þannig er það. Ósiðir og skökk gildi sem við komum okkur upp eld­ast illa af okk­ur. Það er á ábyrgð okkar allra að börnin okkar stór og smá læri og skilji að virð­ing felst í því að hafa jafn­mik­inn áhuga á vel­ferð ann­arra og sinni eig­in. Að þau læri  að setja sig í spor ann­arra, geti fundið sam­hljóm­inn á milli ólíkra ein­stak­linga, njóti þess að gleðj­ast  með öðrum og kunni að syrgja með öðrum og finni hjá sér ein­lægan vilja til þess að gefa af sér. Sam­líðun er ræktuð með börn­um. Hún er öflug og getur komið í veg fyrir ein­elti og óæski­lega hegðun eins og kyn­ferð­is­lega áreitni og óvirð­ingu gangvart náung­an­um. Ég er þess full­viss að ef gert verði átak í að efla þessa mik­il­vægu þætti í skóla­starf­inu munum við stuðla að hug­ar­fars­breyt­ingu og útrýmum þessum land­læga karl­rembu-kúltur og vald­níðslu sem honum fylgir og ríkt hefur í íslensku sam­fé­lagi.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði um 30 prósent í faraldrinum
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði að meðaltali um 30 prósent á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Þá fækkaði samskiptum við sjálfstætt starfandi sérfræðinga um 25 prósent, samkvæmt upplýsingum frá landlækni.
Kjarninn 13. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Íslensk erfðagreining heldur áfram að skima í viku í viðbót
Til stóð að dagurinn í dag ætti að vera síðasti dagurinn sem Íslensk erfðagreining myndi skima á landamærunum.
Kjarninn 13. júlí 2020
Mótefni minnkar strax á fyrstu mánuðum
Þó að mótefni sem líkaminn myndar gegn veirunni SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19 minnki þegar á fyrstu þremur mánuðunum eftir að þau verða þarf það ekki að þýða að ónæmi viðkomandi sé ekki lengur til staðar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Veldi Storytel stækkar
Fyrstu tíu daga júlímánaðar keypti Storytel ráðandi hluti í tveimur fyrirtækjum og eitt til viðbótar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Icelandair skrifar undir samning við lettneska flugfélagið airBaltic
Um er að ræða samstarfssamning sem felur í sér að bæði flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða hvort hjá öðru.
Kjarninn 13. júlí 2020
(F.v.) Richard Curtis, Jerry Greenfield og Abigail Disney eru meðal þeirra milljónamæringa sem skrifa undir bréfið.
Auðmenn vilja að ríkisstjórnir hækki skatta „á fólk eins og okkur“
„Milljónamæringar eins og við gegna lykilhlutverki í því að græða heiminn,“ segir í bréfi 83 auðmanna sem vilja skattahækkanir á ríkt fólk – eins og þá sjálfa – til að draga úr misrétti vegna COVID-19 og flýta fyrir efnahagsbata.
Kjarninn 13. júlí 2020
Dagur B. Eggertsson
Dagur: Nauðsyn­legt að hætta skot­grafa­hernaði varðandi ferðamáta
Borgarstjórinn segir að nauðsyn­legt sé að kom­ast „út úr þeim skot­grafa­hernaði að líta á að ein­hver einn ferðamáti skuli ráða“. Hann vill að Borgarlínunni verði flýtt.
Kjarninn 13. júlí 2020
Charles Michel, formaður leiðtogaráðs ESB, á blaðamannafundi síðasta föstudag.
Erfiðar viðræður um björgunarpakka ESB framundan
Aðildarríki Evrópusambandsins munu reyna að sammælast um björgunarpakka vegna efnahagslegra afleiðinga COVID-19 faraldursins næsta föstudag. Búist er við erfiðum viðræðum þar sem mikill ágreiningur ríkir milli landa um stærð og eðli útgjaldanna.
Kjarninn 12. júlí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar