Sofandi að rauðu ljósi

Viðar Freyr Guðmundsson gagnrýnir þéttingu byggðar í Reykjavík í aðsendri grein.

Auglýsing

Reykja­vík­ur­borg hefur verið að reyna að þétta byggð und­an­farin ár með því að úthluta færri lóðum í úthverfum og úthluta fyrir kústa­skápa­í­búðum í mið­bænum í stað­inn sem eru að með­al­tali um 80,2 fm.

Á kjör­tíma­bil­inu hefur borg­ar­meiri­hlut­inn aðeins úthlutað 14 lóðum fyrir fjöl­býl­is­hús með fleiri en 5 íbúðum á sama tíma og þörfin er metin vera um 5000 íbúð­ir. Í tölum sem teknar voru saman í mars sl. kemur fram að frá síð­ustu kosn­ingum hefur Reykja­vík­ur­borg úthlutað 317 lóðum fyrir íbúð­ar­hús­næði. Meðan Kópa­vogur úthlut­aði 348 lóð­um, Hafn­ar­fjörður 329 og Reykja­nes­bær með 359.

Lóðaúthlutanir

Á mynd­inni hér að ofan má sjá hvernig Reykja­vík­ur­borg hefur því dregið lapp­irnar með hlut­falls­legar lóða­út­hlut­an­ir. Borgin hefði þurft að vera með 3x fleiri úthlut­anir til að sinna skyldu sinni og vera í kringum með­al­talið hjá nágranna­sveita­fé­lög­um. Garða­bær fær líka skömm í hatt­inn fyrir að leggj­ast ekki fastar á árarn­ar.

Auglýsing

Enda hefur íbúða­verð rokið upp á höf­uð­borg­ar­svæð­inu vegna þessa heima­til­búna vanda. Svo ekki sé minnst á að það er orðið óger­legt að fá íbúð leigða. Þetta er óhjá­kvæmi­leg afleið­ing af því að stærsta sveit­ar­fé­lagið á svæð­inu setur hand­brems­una á upp­bygg­ingu.

Þessi þrjóska við að úthluta íbúðum er komin til vegna þess að borg­ar­meiri­hlut­inn vill gera hvað sem er til að þétta byggð í borg­inni. Jafn­vel þó það kosti umtals­verð óþæg­indi fyrir íbú­ana. Þetta er gert með það sam­fé­lags­lega mark­mið  að fólk geti tekið strætó í vinn­una eða gengið og hjólað ein­hvern tím­ann í fjar­lægri fram­tíð. Hugs­unin er sem sagt sú að ef það búa nógu margir nógu þétt, þá þurfi fólk ekki að ferð­ast eins mikið innan borg­ar­markanna.

Það eru margir gallar við þessa hug­sjón. Fyrir utan að það er á mörkum góðs sið­ferðis að reyna að þröngva sam­göngu­venjum fólks í aðra átt en það vill og reyna að þröngva fólki til búsetu við skil­yrði önnur en nátt­úru­leg þróun á hús­næð­is­mark­aði myndi óhjá­kvæmi­lega leiða til. Það sem ger­ist þegar fólk fær ekki lóðir í Borg­inni er að það flýr þá til nágranna­sveit­ar­fé­laga. Það verður að telj­ast ósenni­legt að það hjálpi með þétt­ing­ar­mark­mið­in. Því stórir hlutar þessa fólks vinnur og starfar áfram í borg­inni.

Aukning íbúa

Myndin hér sýnir hverslags ógjörn­ingur þessi þétt­ing byggðar er. En þarna sést að 1998 var síð­asta árið þar sem íbúa­fjöldi í Reykja­vík jókst umfram íbúa­fjölda í Krag­an­um. Þetta ger­ist þrátt fyrir að Reykja­vík sé lang fjöl­menn­asta sveit­ar­fé­lag­ið. Þess­ari þróun verður ekki snúið með því að þrengja að fjöl­skyldu­bílnum og hætta að úthluta íbúða­lóðum í úthverf­um.

Strætó­sam­göng­ur, Borg­ar­lína, hjól­reiðar og göngu­stígar munu ekki heldur mæta þess­ari þró­un. Mér virð­ist sem borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­inn sé að aka sof­andi að rauðu ljósi. Fólk sem býr í úthverfum og Krag­anum er að fara að upp­lifa gríð­ar­lega lífs­kjara­skerð­ingu ef þessum áætl­unum um þétt­ingu byggðar og þreng­ingu gatna verður ekki snúið við. Þegar sífellt stærri hluti dags­ins fer í að sitja föst í umferð­ar­öng­þveiti.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sumarið er tími malbikunarframkvæmda.
Nýja malbikið víða tilbúið í hefðbundinn hámarkshraða
Hámarkshraði hefur verið lækkaður á þeim vegarköflum sem eru nýmalbikaðir en nú eru þær takmarkanir brátt á enda víða á höfuðborgarsvæðinu. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir hraðann ekki hækkaðan fyrr en viðnám sé orðið ásættanlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Ætlast til þess að samfélagslegir hagsmunir ráði för en ekki hagsmunir peningaaflanna
Forseti ASÍ segir fjölmörg verkefni sem stjórnvöld gáfu loforð um í tengslum við núgildandi kjarasamninga út af standa. Þá segir hún að „sumargjöf“ Icelandair til flugfreyja muni lita þau verkefni sem fram undan eru hjá verkalýðshreyfingunni.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Það eina sem er alveg öruggt“ er að meiri útbreiðsla þýðir meira af alvarlegum veikindum
Vonbrigði. Áfall. Erfið staða. „Það er aldrei hægt að leggja of mikla áherslu á það að í þessari baráttu er veiran óvinurinn,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn á upplýsingafundi þar sem okkur voru fluttar þungar fréttir.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Einn sjúklingur á gjörgæslu og í öndunarvél
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir upplýsti um það á upplýsingafundi almannavarna í dag að einn sjúklingur liggur nú á gjörgæslu vegna COVID-19. Hann er á fertugsaldri og í öndunarvél.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Faraldur skollinn á að nýju
Mögulega verða einhverjir lagðir inn vegna COVID-19. Annað hópsmitið hefur verið rakið til veitingastaðar í Reykjavík. Tæplega 50 manns eru í sóttkví í Vestmannaeyjum vegna smits sem greindist hjá einstaklingum sem þar voru um verslunarmannahelgina.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Ráðherra boðar til samráðs lykilaðila vegna COVID-19
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að boða til samráðsvettvangs í formi vinnustofu þann 20. ágúst. Þar verður rætt hvernig móta megi aðgerðir og stefnu til lengri tíma litið með tilliti til faraldurs COVID-19.
Kjarninn 7. ágúst 2020
109 virk smit – 914 í sóttkví
Sautján ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og þrjú í landamæraskimun. 109 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Stórir lífeyrissjóðir hafa ekki farið vel út úr fjárfestingu í Icelandair
Aðkoma stærstu hluthafa Icelandair, sem hafa það hlutverk að ávaxta lífeyri landsmanna, að félaginu síðastliðinn áratug hefur ekki skilað mikilli arðsemi, og í tveimur tilfellum miklu tapi. Þessir sömu sjóðir munu á næstu dögum þurfa að taka ákvörðun.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar