Kvennabylting í fríverslunarmálum

Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, segist sannfærð um að innan ekki svo margra ára verði sérstakar jafnréttisáherslur í fríverslunarsamningum jafn sjálfsagðar og áhersla á umhverfis- og mannréttindamál eru nú.

Auglýsing

Það hefur verið ríkj­andi við­horf í ára­tugi að frjáls versl­un, m.a. með frí­versl­un­ar­samn­ingum milli þjóða, leiði sjálf­krafa til jafnra tæki­færa fyrir alla. Smám saman hafa menn hins vegar áttað sig á því að sú stað­reynd að konur eru um 70% þeirra jarð­ar­búa sem búa við mikla fátækt,  kalli á hressi­lega við­horfs­bylt­ingu. Öðru­vísi breyt­ist hlut­irnir ekki.

Á fundi þing­manna­nefndar og ráð­herra EFTA ríkj­anna á Sval­barða í júní síð­ast­liðnum beindi ég því til ráð­herr­anna fjög­urra; Íslands, Nor­egs, Sviss og Liechten­stein, að skoða að fella jafn­rétt­is- og kynja­sjón­ar­mið inn í frí­versl­un­ar­samn­inga EFTA rétt eins og þar er kveðið á um mann­rétt­indi, vinnu­vernd og sjálf­bæra þró­un, a.m.k. í nýlegri samn­ing­um.  Ég benti m.a. á nýlega fyr­ir­mynd í frí­versl­un­ar­samn­ingi Kanada og Chile þar sem sér­stak­lega er fjallað um jafn­rétt­is­mál. Kanada­menn hafa lýst því yfir að stefna þeirra sé að hafa slíka jafn­réttiskafla í öllum sínum frí­versl­un­ar­samn­ingum hér eftir og þeir vinna nú að því að sann­færa kollega sína frá Banda­ríkj­unum og Mexíkó um að festa þessa nálgun í frí­versl­un­ar­samn­inga Norð­ur­-Am­er­íku­ríkj­anna þriggja (NAFTA). Það verður áhuga­vert að fylgj­ast með málum þar.

Á Sval­barða­fund­inum tóku utan­rík­is­ráð­herrar Íslands, Nor­egs og Liechten­stein vel í til­lögu mína og var ákveðið að taka hana til frek­ari skoð­un­ar. Utan­rík­is­ráð­herra Sviss tjáði sig ekki um málið á fund­in­um. Utan­rík­is­ráð­herra Liechten­stein lýsti því yfir að málið yrði sett í for­gang í for­mennsku­tíð henn­ar, en Liechten­stein tók við for­mennsku í ráð­herra­ráði EFTA um mitt þetta ár.

Auglýsing

Þátt­taka kvenna for­senda efna­hags­bata

Jafn­rétt­is­sjón­ar­mið í frí­versl­un­ar­samn­ingum EFTA voru aftur til umfjöll­unar á fundi þing­manna­nefndar og ráð­herra­ráðs EFTA í Genf á dög­un­um.  Þar var ég fram­sögu­maður skýrslu sem tekin hafði verið saman um málið í kjöl­far til­lögu minnar frá Sval­barða.  Í skýrsl­unni er bent á að frá árinu 2010 hefði EFTA tekið sér­staka kafla um sjálf­bæra þróun og vinnu­vernd upp í frí­versl­un­ar­samn­inga og jafn­framt að í for­máls­orðum samn­inga væri vísun í lýð­ræði, mann­rétt­indi og rétt­ar­rík­ið. Tími væri kom­inn til að taka upp ákvæði um kynja­jafn­rétti í takt við alþjóð­lega þróun í þá átt. 

Mikil sam­staða er á alþjóð­legum vett­vangi um að efna­hags­legur ávinn­ingur milli­ríkja­við­skipta eigi að gagn­ast sem best, ann­ars vegar með að tryggja að heild­ar­á­vinn­ing­ur­inn verði sem mestur og hins vegar með því að tryggja að allir njóti góðs af.  Með auknum skiln­ingi á því að slík mark­mið nást ekki án þátt­töku kvenna í atvinnu­líf­inu hefur aukin umræða átt sér stað um nauð­syn kynja­jafn­réttis í við­skiptum á vett­vangi Evr­ópu­sam­bands­ins, Sam­ein­uðu þjóð­anna, OECD og Alþjóða­við­skipta­stofn­un­ar­inn­ar. Fram­kvæmda­stjóri ESB á sviði við­skipta­mála, Cecilia Malm­ström, hefur t.d. lýst því yfir að til skoð­unar sé að bæta ákvæðum um kynja­jafn­rétti inn í frí­versl­un­ar­samn­inga sam­bands­ins. 

Arancha Gonzá­lez, for­stjóri Alþjóða­við­skipta­mið­stöðv­ar­innar (e. International Trade Center), var gestur á fundi þing­manna­nefnd­ar­innar í Genf þar sem hún fór yfir horfur í alþjóða­við­skipt­u­m. Gonzá­lez, sem er einmitt meðal þátt­tak­enda á WLP hér í Reykja­vík, greindi m.a. frá vinnu við drög að ályktun um kynja­jafn­rétti og frí­verslun sem hópur ríkja, þar á meðal Ísland, hafa unnið að.  Gonzá­lez var ómyrk í máli þegar kom að stöðu kvenna og ávinn­ingi af frí­verslun og taldi bætta stöðu þar eina helstu for­sendu efna­hags­bata hjá þeim ríkjum sem standa höllum fæti.

Frí­versl­un­ar­samn­ingar EFTA eru nú 27 tals­ins við 38 ríki og ná yfir 14,3% af vöru­skiptum EFTA-­ríkj­anna. EFTA á í virkum við­ræðum við Indónesíu, Malasíu, Víetnam, Ind­land og Mercosur sem er tolla­banda­lag fjög­urra Suð­ur­-Am­er­íku­ríkja, Argent­ínu, Bras­il­íu, Paragvæ og Úrugvæ. Þá á EFTA í við­ræðum um upp­færslu samn­inga við Tyrk­land frá árinu 1992 og Mexíkó frá árinu 2000 en slíkar upp­færslur snúa einkum að því að samn­ingar sem áður tóku ein­ungis til vöru­við­skipta taki einnig til þjón­ustu­við­skipta, fjár­fest­inga, opin­berra inn­kaupa og hug­verka­rétt­inda. Þessar við­ræður og samn­ingar sem þær munu von­andi leiða af sér, bjóða EFTA upp á kjörið tæki­færi til að vera leið­andi í þeirri bylt­ingu sem er að hefj­ast varð­andi frí­verslun í heim­in­um. Málið snýst ekki ein­göngu um að jafna kjör kvenna (og þar með barna eins og dæmin sýna) þó að það sé eitt og sér eðli­legt for­gangs­mark­mið stjórn­valda hvar sem er í heim­in­um. Mark­miðið er að stækka kök­una, auka hag­vöxt og bæta lífs­kjör. Og já, fyrir alla. 

Óþarfi eða óþægi­legt ves­en?

Þeir fyr­ir­finn­ast enn sem telja óþarfi að fella jafn­rétt­is- og kynja­sjón­ar­mið inn í frí­versl­un­ar­samn­inga. Frí­verslun gagn­ist öll­um, punkt­ur.  Þegar það hefur verið hrakið með tölu­legum gögnum taka næstu mót­mæli við. Það sé ekki gott að hafa of mikið af skil­yrðum inn í svona samn­ing­um, það hægi á ferl­inu og leiði til þess að færri samn­ingar séu gerð­ir. Og það sé mjög slæmt fyrir kon­ur. Þegar spurt er af hverju sömu rök eigi ekki við um t.a.m. umhverf­is- og mann­rétt­inda­sjón­ar­miðin í frí­versl­un­ar­samn­ing­unum verður fátt um svör. 

Ég er sann­færð um að innan ekki svo margra ára verði sér­stakar jafn­rétt­is­á­herslur í frí­versl­un­ar­samn­ingum jafn sjálf­sagðar og áhersla á umhverf­is- og mann­rétt­inda­mál eru nú. Auð­vitað eiga EFTA ríkin fjögur að vera í far­ar­broddi í þess­ari bylt­ingu en ekki spor­göngu­menn. 

Á fundi þing­manna­nefnd­ar­innar í Genf lagði ég fram drög að ályktun um mál­ið, en það er skemmst frá því að segja að um hana voru skiptar skoð­an­ir. Auk íslensku þing­manna­nefnd­ar­inn­ar, var þverpóli­tísk sam­staða í norsku þing­manna­nefnd­inni um að styðja til­lög­una. Þing­menn Sviss og Liechten­stein voru á móti. Það var því ákveðið að fresta afgreiðslu álykt­un­ar­innar og nota tím­ann fram að næsta fundi til að reyna að vinna málið áfram.  Ég hvet þá rík­is­stjórn sem nú er að taka við völdum á Íslandi til að halda þessu máli til haga og vinna því for­gang. 

Höf­undur er þing­flokks­for­maður Við­reisnar og frá­far­andi for­maður þing­manna­nefndar Íslands­deildar EFTA.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stækkuð og lituð mynd af frumu (bleikur litur) sem er verulega sýkt af SARS-CoV-2 veirunni (grænn litur).
„Eins og líkaminn væri vígvöllur“
Það er varla annað hægt en að bera óttablandna virðingu fyrir lífveru sem hefur eignast tugmilljónir afkomenda um allan heim á nokkrum mánuðum, segir mannerfðafræðingurinn Agnar Helgason sem sjálfur smitaðist og hefur teiknað upp ættartré veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Yfir 4.000 manns hafa látist í Svíþjóð vegna COVID-19. Flest hafa smitin verið í höfuðborginni Stokkhólmi.
Skilja Svíþjóð út undan
Landamæri Danmerkur og Noregs að Svíþjóð verða ekki opnuð um miðjan júní. Þau verða hins vegar opnuð gagnvart Íslandi. Utanríkisráðherra Svíþjóðar segir ákvörðunina pólitíska – ekki vísindalega.
Kjarninn 29. maí 2020
Kolbeinn Óttarsson Proppé var framsögumaður frumvarpsins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.
Upplýsingalögum verður ekki breytt í takt við vilja Samtaka atvinnulífsins
Umfjöllun um frumvarp forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum, þar sem átti að gera það skylt að leita upplýsinga hjá þriðja aðila, hefur verið hætt af stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Það mun því að óbreyttu ekki verða að lögum.
Kjarninn 29. maí 2020
Starfsfólk Icelandair taki á sig 10 prósent launaskerðingu
Icelandair hefur óskað eftir því að starfsfólk fyrirtækisins taki á sig 10 prósent launaskerðingu eða 10 prósent skert starfshlutfall í júní og júlí. Laun forstjóra og stjórnar munu skerðast sem og laun framkvæmdastjóra.
Kjarninn 29. maí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 36. þáttur: Á flótta og í felum
Kjarninn 29. maí 2020
Um 500 skólar í Suður-Kóreu hafa frestað því að hefja starfsemi á ný vegna fjölgun smita undanfarna daga.
Suður-Kórea stígur skref til baka
Fjölgun nýrra smita í Suður-Kóreu síðustu daga þykir sýna þá hættu sem getur skapast þegar takmörkunum á samkomum fólks er aflétt. Yfirvöld hafa aftur gripið til aðgerða til að hefta útbreiðslu veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Védís Hervör Árnadóttir, Ásdís Kristjánsdóttir og Anna Hrefna Ingimundardóttir.
Ásdís Kristjánsdóttir ráðin aðstoðarframkvæmdastjóri SA
Þrjár konur hafa tekið við nýjum stöðum innan Samtaka atvinnulífsins.
Kjarninn 29. maí 2020
Ólafur Marteinsson
Ólafur Marteinsson nýr formaður SFS
Mjótt var á munum í kosningum til formanns stjórnar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Kjarninn 29. maí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar