Slegist við strámenn

Fráfarandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að alþjóðavæðingin hafi fært okkur upplýsingaöldina. Hana ættum við að nýta okkur í stað þess að slást við strámenn.

Auglýsing

Inn­koma alþjóð­legra fyr­ir­tækja á borð við Costco og H&M hefur haft marg­vís­leg áhrif á íslenskt sam­keppn­isum­hverfi á árinu sem er að líða. Fyr­ir­tæki á dag­vöru­mark­aði hafa brugð­ist við með því að loka versl­un­um, fækka fer­metrum og með sam­ein­ing­um. Sam­keppnin hefur sett íslensk fyr­ir­tæki í þá stöðu að þurfa hag­ræða veru­lega og þannig snúa vörn í sókn, neyt­endum til heilla. Flest þessi íslensku fyr­ir­tæki virð­ast ætla að standa sókn erlendu risanna af sér, jafn­vel þótt fjár­mögnun keppi­naut­anna sé hjá erlendum bönk­um, á erlendum kjörum og í erlendum gjald­eyri með til­heyr­andi stöð­ug­leika og hag­ræði sam­an­borið við mörg íslensku fyr­ir­tæk­in. Segja má að fyr­ir­tækin hér á landi hafi mætt þess­ari auknu sam­keppni með því að setja undir sig haus­inn í stað þess að leita á náðir stjórn­valda í von um styrki og und­an­þágur vegna vondu útlend­ing­anna. 

Á tímum alþjóða­væð­ingar fel­ast tæki­færi í frjálsri alþjóð­legri sam­keppni, ein­okun og ein­angr­un­ar­hyggja heyrir ein­fald­lega sög­unni til í vest­rænum vel­ferð­ar­sam­fé­lögum sem vilja telj­ast þjóðir meðal þjóða. Þetta veit auð­vitað íslenskur land­bún­aður mæta­vel og fyr­ir­tæki í eigu bænda.  Enda eru þau rétti­lega stór­huga þegar það kemur að útflutn­ingi á íslenskum land­bún­að­ar­vörum, ekki síst til Evr­ópu fyrir til­stilli EES samn­ings­ins. Og hér inn­an­lands höfum við ánægju­leg dæmi um vöru­þróun og aukna fjöl­breytni í inn­an­land­fram­leiðslu eftir opnun á inn­flutn­ingi á land­bún­að­ar­vörum á borð við græn­meti.

Fyrr­nefndur EES samn­ingur er ann­ars áhuga­vert dæmi um almennar leik­reglur sem íslenskt stjórn­völd hafa ekki alltaf virt þegar kemur að inn­flutn­ingi á ferskum mat­væl­um. Þetta skýtur auð­vitað skökku við því þessi sömu stjórn­völd hafa skuld­bundið sig til að verja veru­legum upp­hæðum í nið­ur­greiðslu og mark­aðs­starf á t.d. útflutn­ingi á lamba­kjöti svo ekki sé minnst á útflutn­ings­hags­muni sjáv­ar­út­vegs­ins sem hlaupa á hund­ruðum millj­arða. Aðgangur okkar Íslend­inga að mörk­uðum erlendis með fersk og frosin mat­væli er ein af grunn­und­ir­stöðum okkar örsmáa hag­kerfis enda útflutn­ings­þjóð öðru frem­ur. Aðgang­ur­inn stend­ur hins veg­ar og fellur með samn­ingum okkar og skuld­bind­ing­um á al­þjóða­vett­vang­i og því með miklum ólík­indum að þessum hags­munum hafi verið stefnt í hættu líkt og raun ber vitni. Nýr dómur EFTA dóm­stóls­ins mun hafa þær afleið­ingar að sam­keppni á kjöt­mark­aði mun aukast, nema ætl­unin sé að kollvarpa stefnu Íslands í utan­rík­is­mál­um. Ég hef þá bjarg­föstu trú á að í EES samn­ingum felist fleiri tæki­færi en ógnir enda sýnir sagan okkur að frelsi er for­senda fram­fara.

Auglýsing

Hér er auð­vitað einnig um að ræða „þýð­ing­ar­mikið hags­muna­mál íslensks land­bún­að­ar“ líkt og for­maður Bænda­sam­taka Íslands komst á orðum í Bænda­blað­inu á dög­unum en und­ir­rituð hefur setið fjöl­marga fundi með þeim ágætu sam­tökum síð­ast­liðna mán­uði þar sem meðal ann­ars hefur verið rætt um tæki­færin sem fel­ast í útflutn­ingi á fersku lamba­kjöti á erlenda mark­aði. 

En þó er það þannig að í sömu andrá og fólk vill halda erlendum mörk­uðum opnum fyrir íslenska fram­leiðslu á að halda inn­lendum mörk­uðum lok­uðum til að verja lýð­heilsu land­ans. Undir þessi sjón­ar­mið taka meðal ann­ars eig­endur MS sem er það fyr­ir­tæki sem státar af þeim vafa­sama heiðri að vera einn stærsti inn­flytj­andi syk­urs á Íslandi en skemmst er frá því að segja að syk­ur­neysla er talin ein hel­sta lýð­heilsuógn mann­kyns sam­kvæmt Al­þjóða­heil­brigð­is­stofn­un­inni WHO. Hug­mynda­fræði sem virð­ist byggj­ast á því að fá allt í skiptum fyrir ekk­ert verður að telj­ast sér­ís­lensk nálgun í alþjóð­legu sam­hengi en svona getur nú heim­ur­inn verið skemmti­lega öfug­snú­inn þegar verndun sér­hags­muna er ann­ars veg­ar.

Að öllu gamni slepptu er að sjálf­sögðu full ástæða til að taka alvar­lega mögu­lega áhættu af ýmsum óværum sem hingað geta borist með marg­vís­legum hætti. Það er eng­inn að tala um neitt ann­að. Þá gildir einu hvort að um er að ræða ferða­menn og far­angur þeirra eða ferska kjöt­vöru frá öðrum lönd­um. Búfjár­stofnar lands­ins eru til­tölu­lega hreinir og heil­brigðir og okkur ber skylda til að vernda þá með ráðum og dáð­um. Það verð­ur­ hins veg­ar ekki gert með því að ein­angra okkur frá alþjóða­sam­fé­lag­inu eða stinga óheppi­legum skýrslum ofan í skúffur ráðu­neyt­anna. Alveg eins og með sam­keppn­ina þá er sóknin besta vörnin og sókn­ar­færin fel­ast í því að þjón­usta og upp­lýsa kröfu­harða neyt­endur um heil­næmi íslenskra mat­væla og draga þannig úr eft­ir­spurn eftir því sem óæski­legt er. Eflum eft­ir­lit og upp­lýs­inga­gjöf og þrýstum á inn­flytj­endur að flytja inn vott­aða og örugga vöru og merkja hana rétt. Alþjóða­væð­ingin hefur nefni­lega einnig fært okkur upp­lýs­inga­öld­ina. Hana eigum við að nýta okkur í stað þessa að slást við strá­menn. 

Höf­undur er frá­far­andi sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Farandverkamenn í haldi lögreglumanna í lok maí.
„Blaðamennska er ekki glæpur“
Yfirvöld í Malasíu hafa ítrekað yfirheyrt fréttamenn sem fjallað hafa um aðstæður farandverkamanna í landinu í faraldri COVID-19. Hópur fréttamanna Al Jazeera var yfirheyrður í dag vegna heimildarmyndar sem varpar ljósi á harðar aðgerðir gegn verkamönnum.
Kjarninn 10. júlí 2020
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Dóttir Svandísar alvarlega veik
Heilbrigðisráðherra ætlar með hjálp samstarfsfólks og fjarfunda að sinna áfram störfum sínum.
Kjarninn 10. júlí 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – Fall Soga-ættarinnar
Kjarninn 10. júlí 2020
Faraldurinn í faraldrinum
Ef hægt er að líkja heimsfaraldri COVID-19 við hvirfilbyl má líkja faraldri ópíóðafíknar við loftslagsbreytingar: Þær gerast hægt og bítandi en stundum í stökkum og eru stórhættulegar.
Kjarninn 10. júlí 2020
Ungmenni mótmæla aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum.
„Loftslagsváin fer ekki í sumarfrí“
Ungmenni á Íslandi halda áfram að fara í verkfall fyrir loftslagið þrátt fyrir COVID-19 faraldur og sumarfrí. Greta Thunberg hvetur jafnframt áfram til mótmæla.
Kjarninn 9. júlí 2020
Afkoma ríkissjóðs jákvæð um 42 milljarða í fyrra
Tekjur ríkissjóðs námu samtals 830 milljörðum króna í fyrra en rekstrargjöld voru 809 milljarðar. Fjármagnsgjöld voru neikvæð um 57 milljarða en hlutdeild í afkomu félaga í eigu ríkisins jákvæð um 78 milljarða.
Kjarninn 9. júlí 2020
Guðmundur Hörður Guðmundsson
Menntamálaráðherra gleymdi meðalhófsreglunni
Kjarninn 9. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
„Þetta verður í fínu lagi“
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að starfsfólk fyrirtækisins muni rjúka til og hjálpa við skimun ef Landspítalinn þurfi á því að halda. Spítalinn sé þó „ágætlega í stakk búinn“ til þess að takast á við verkefnið.
Kjarninn 9. júlí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar