Peningaglýja er ekki til

Ritdeila dr. Ólafs Margeirssonar og dr. Ásgeirs Daníelssonar, hjá Seðlabanka Íslands, heldur áfram. Ólafur svarar hér grein Ásgeirs.

Auglýsing

Skýring Ásgeirs þess efnis að ég sé haldinn hinni svokallaðri peningaglýju þegar ég bendi honum réttilega á að lánsframboð hafi stóraukist á 8. áratugnum er ófullnægjandi. Það dugir skammt fyrir hann að hylja spor sín með þeirri ábendingu að útlán innlánsstofnana, tölulega minnkuð með hlutfallslegri breytingu verðlags, hafi staðið í stað.

Ástæðan er einfaldlega sú að framboð á lánsfé er ekki mælt með né í öðru formi en peningum. Og allt það sem peningar mæla er ófrávíkjanlega í nafnstærðum, nefnilega þeirri mælieiningu sem viðkomandi gjaldmiðill er, hvort sem það eru íslenskar krónur eða aðrir gjaldmiðlar. 

Forsendur skipta máli

Þessi greinaröð okkar Ásgeirs byrjaði á því („Hagfræðin og verðtryggingin”) að ég setti fram þá skoðun mína að ástæða þess að ég væri ósammála svo mörgum (nýklassískum) hagfræðingum um ágæti hagfræðinnar væri m.a. fólgið í því að ég beitti annarri aðferðafræði og forsendum við mína líkanagerð af hagkerfinu en umræddir hagfræðingar: post-Keynesian aðferðafræði er önnur en nýklassísk. 

Auglýsing

Ég tók grein Ásgeirs, Verðtrygging og peningastefna, sem nýklassískt dæmi: jafnvel eftir að hafa fjallað um mismunandi eðli greiðsluflæða (nafnstærð) verðtryggðra og óverðtryggðra lána kemst hann að þeirri niðurstöðu að það sé ekki það sem skipti máli heldur m.a. að “ekki hefur verið sýnt fram á að verð­trygg­ingin á lánum til ein­stak­linga skerði getu pen­inga­stefn­unnar til að hafa áhrif á lang­tíma­vexti.” 

Nú ætla ég að vekja athygli á orðum mínum úr fyrstu greininni:

„Ástæðan fyrir því að nýklass­ískir hag­fræð­ingar hugsa svona er m.a. sú for­senda þeirra að pen­ingar séu hlut­laus­ir, a.m.k. til langs tíma: pen­ingar eru hlut­laus hula í við­skiptum þar sem öll ákvörð­un­ar­taka bygg­ist á raun­töl­um, s.s. raun­vöxt­um, frekar en nafn­töl­um, s.s. samn­ings­bundnu greiðslu­flæði. Jafn­vel þótt samn­ingar séu aug­ljós­lega rit­aðir í nafn­töl­um, á borð við „kr.“, þá er fólk, í þeirra huga, haldið pen­ingag­lýju hugsi það í nafn­töl­um, á borð við mán­að­ar­lega greiðslu­byrði af lán­um, frekar en í raun­töl­um, á borð við raun­vexti af lán­um.“

Í nýjustu grein sinni fellur Ásgeir því miður einmitt í þessa gildru sem ég benti á í fyrstu greininni: forsenda hagfræðinga um hlutleysi peninga og léttvægi nafnstærða í efnahagslegu samhengi er einmitt ein af ástæðum þess að þeir átta sig ekki á þeim efnahagslegu afleiðingum sem almenn verðtryggð lán til einstaklinga hafa. Og til upprifjunar um hverjar þær afleiðingar eru: 

- Þau tryggja lán­tökum ekki lægri raun­vexti m.v. óverð­tryggð lán

- Þau ýta undir áhættu­töku á fast­eigna­mark­aði

- Þau ýta undir lík­urnar á fjár­mála­legum óstöð­ug­leika

- Þau draga úr áhrifa­mætti vaxta­stefnu Seðla­banka Íslands

- Þau valda því að vaxta­stig verður almennt hærra m.v. ef lán væru almennt óverð­tryggð

- Þau valda því að vaxta­stig verður almennt sveiflu­kennd­ara m.v. ef lán væru almennt óverð­tryggð

- Þau ýta undir sveiflur í gengi krón­unnar

- Þau ýta undir verð­bólgu

En hví skipta nafnstærðir máli?

Þeirri spurningu er auðsvarað: samningar eru gerðir í nafnstærðum og þróun hagkerfisins byggist á þessum samningum. 

Sem dæmi: samningar um vexti og afborganir lána eru gerðir með krónutölu í huga, jafnvel þótt sú krónutala sé háð samningsákvæðum um t.d. verðtryggingu, breytilega vexti eða hlé á afborgunum svo dæmi sé tekið. Samningsbundið greiðsluflæði láns hjá banka eða lífeyrissjóði er undantekningarlaust nafnstærð, jafnvel þótt umrætt lán sé verðtryggt. Þessu samningsbundna greiðsluflæði (útflæði peninga) þarf lántakinn að mæta með innflæði peninga, þ.e. tekjum eða öðrum uppsprettum (t.d. annað lánsfé). 

Það er hér sem t.d. nafnhækkanir launa skipta máli. Ástæðan fyrir því að fólk væri ánægðara með 3% launahækkun í umhverfi 3% verðbólgu heldur en 0% launahækkun í 0% verðbólgu er að samningsbundnar greiðslur lána verða í fyrra tilvikinu 3% lægri sem hlutfall af launum. Hið sama gildir um verð á framleiðsluvöru fyrirtækis: ef hún hækkar í verði, hver sem ástæðan er, og sama magn er selt lækkar greiðsluflæðisbyrði viðkomandi fyrirtækis vegna útlána sem hlutfall af tekjum. 

Þessi áhrif breytast vitanlega ef lán eru verðtryggð eða samningsbundið greiðsluflæði lánanna breytist fullkomlega í samræmi við verðbólgu - sem gerist vitanlega aldrei í hinum raunverulega heimi. En lán eru (blessunarlega) ekki öll verðtryggð. Og þess vegna skipta nafnstærðir, á borð við greiðsluflæði, máli.

Peningar eru ekki hlutlausir

Þegar Keynes ritaði General Theory of Employment, Interest and Money á 4. áratugnum hafði hann það að orði í inngangi bókarinnar að „vandinn felst ekki í hinum nýju hugmyndum [sem eru kynntar í þessari bók] heldur að sleppa frá hinum gömlu sem, í tilviki okkar flestra, kvíslast inn í hvert okkar hugarskot.” Hin aldna hugmynd um hlutleysi peninga, ýtt áfram af hagfræðingum sem virtu skrif Keynes og Mises, sem dæmi, að vettugi er ein af þessum gömlu hugmyndum. 

Það er rétt að benda Ásgeiri á að Keynes taldi fólk ekki haldið peningaglýju heldur samþykkti Keynes þá staðreynd, og skammaði nýklassíska hagfræðinga fyrir að afneita henni í sínum líkönum, að fólk hugsaði í nafn- en ekki raunstærðum. „Mikilvægi peninga, í grundvallaratriðum, sprettur af þeirri staðreynd að þeir eru tenging milli nútíðar og framtíðar” (General Theory, 21. kafli) eins og hann orðaði það. Og þessi tenging er gerð með samningum sem, líkt og fyrr segir, eru allir ritaðir með nafnstærðum.

Ásgeir hugsar út frá þeirri forsendu að það sem skipti máli í efnahagslegum ákvörðunum séu svokallaðar raunstærðir, þ.e. nafnstærðir sem hafa verið „leiðréttar” með þróun verðlags í huga. Þess vegna heldur hann því fram að lánaframboð á 8. áratugnum hafi minnkað þegar augljóst er að það jókst, bæði af einföldum gögnum að dæma sem og af þeirri staðreynd hversu há verðbólga var (aukið lánaframboð var nauðsynlegt til þess að verðhækkanir gætu átt sér stað, þ.e. fjármagna þær). Það er ekkert sem bendir til að þessi forsenda Ásgeirs og annarra nýklassískra hagfræðinga sé raunhæf og því verður að fara mjög varlega í að samþykkja efnahagslegar niðurstöður og líkön sem byggja á henni. 

Verkefni hagfræðinga á ekki að vera að byggja hagfræðimódel sem standa og falla með þeirri forsendu að peningar séu hlutlausir, einfaldlega vegna þess að í raunveruleikanum eru peningar ekki hlutlausir. Verkefnið, líkt og Minsky talaði um, er að þróa hagfræðimódel sem samþykkja raunveruleikann eins vel og hægt er, t.d. þá staðreynd að fólk hugsar og hagar sér með nafnstærðir en ekki „raunstærðir" í huga.

Hugtakið „peningaglýja” á sér rætur að rekja til þeirrar staðreyndar að fólk, í raunveruleikanum, hagar sér ekki eins og forsendan í módelinu segir að það geri. Of margir hagfræðingar telja þá að vandamálið sé hegðan fólks frekar en að forsendan sé e.t.v. ekki rétt. 

Með öðrum orðum er peningaglýja ekki til í raunveruleikanum: hún er það líkanalega vandamál sem kemur upp þegar fólk hagar sér ekki í raunveruleikanum eins og nýklassíska módelið gerir ráð fyrir að það hagi sér. 

Vandamálið er þá vitanlega ekki raunveruleikinn heldur módelið og forsendur þess.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Samherji kannar hvernig afsökunarbeiðnir leggjast í landann
Þátttakendur í viðhorfahópi Gallup fengu í vikunni sendar spurningar um Samherja. Fyrirtækið, sem baðst tvívegis afsökunar fyrr í sumar, virðist fylgjast grannt með almenningsálitinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ríkisstjórnin héldi ekki þingmeirihluta sínum ef niðurstöður kosninga yrðu í takt við nýja könnun Maskínu.
Ríkisstjórnarflokkarnir fengju einungis 30 þingmenn samkvæmt nýrri könnun Maskínu
Í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis dalar fylgi Sjálfstæðisflokksins um tæp þrjú prósentustig. Ríkisstjórnin myndi ekki halda þingmeirihluta sínum, samkvæmt könnuninni.
Kjarninn 28. júlí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir fyrri hluta þessa árs hafa verið viðburðaríkan.
5,4 milljarða hagnaður hjá Íslandsbanka á öðrum ársfjórðungi
Hagnaður bankans jókst umtalsvert á öðrum ársfjórðungi, og í raun á fyrri hluta ársins, miðað við sama tíma í fyrra. Útlán bankans hafa aukist um 8,2 prósent það sem af er ári vegna umsvifa í húsnæðislánum.
Kjarninn 28. júlí 2021
Benedikt Gíslason er forstjóri Arion banka og segir hann reksturinn ganga mjög vel.
Arion banki hagnaðist um 7,8 milljarða á öðrum ársfjórðungi
Bankinn hagnaðist um 7,8 milljarða á öðrum ársfjórðungi 2021 og arðsemi eigin fjár var 16,3 prósent.
Kjarninn 28. júlí 2021
Gunnar Alexander Ólafsson
Brunar lestin?
Kjarninn 28. júlí 2021
Stór hluti fólksfjölgunar hér á landi er tilkominn vegna fólksflutninga.
Færri Íslendingar flutt af landi brott í faraldri
Samsetning brottfluttra og aðfluttra hefur breyst töluvert í kórónuveirufaraldri. Í fyrra fluttu 506 fleiri íslenskir ríkisborgarar til landsins en frá því og hefur fjöldinn ekki verið meiri síðan 1987.
Kjarninn 28. júlí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar