Peningaglýja er ekki til

Ritdeila dr. Ólafs Margeirssonar og dr. Ásgeirs Daníelssonar, hjá Seðlabanka Íslands, heldur áfram. Ólafur svarar hér grein Ásgeirs.

Auglýsing

Skýr­ing Ásgeirs þess efnis að ég sé hald­inn hinni svo­kall­aðri pen­ingag­lýju þegar ég bendi honum rétti­lega á að láns­fram­boð hafi stór­auk­ist á 8. ára­tugnum er ófull­nægj­andi. Það dugir skammt fyrir hann að hylja spor sín með þeirri ábend­ingu að útlán inn­láns­stofn­ana, tölu­lega minnkuð með hlut­falls­legri breyt­ingu verð­lags, hafi staðið í stað.

Ástæðan er ein­fald­lega sú að fram­boð á lánsfé er ekki mælt með né í öðru formi en pen­ing­um. Og allt það sem pen­ingar mæla er ófrá­víkj­an­lega í nafn­stærð­um, nefni­lega þeirri mæli­ein­ingu sem við­kom­andi gjald­mið­ill er, hvort sem það eru íslenskar krónur eða aðrir gjald­miðl­ar. 

For­sendur skipta máli

Þessi greina­röð okkar Ásgeirs byrj­aði á því („Hag­fræðin og verð­trygg­ingin”) að ég setti fram þá skoðun mína að ástæða þess að ég væri ósam­mála svo mörgum (ný­klass­ískum) hag­fræð­ingum um ágæti hag­fræð­innar væri m.a. fólgið í því að ég beitti annarri aðferða­fræði og for­sendum við mína lík­ana­gerð af hag­kerf­inu en umræddir hag­fræð­ing­ar: post-Key­nes­ian aðferða­fræði er önnur en nýklass­ísk. 

Auglýsing

Ég tók grein Ásgeirs, Verð­trygg­ing og pen­inga­stefna, sem nýklass­ískt dæmi: jafn­vel eftir að hafa fjallað um mis­mun­andi eðli greiðslu­flæða (nafn­stærð) verð­tryggðra og óverð­tryggðra lána kemst hann að þeirri nið­ur­stöðu að það sé ekki það sem skipti máli heldur m.a. að “ekki hefur verið sýnt fram á að verð­­trygg­ingin á lánum til ein­stak­l­inga skerði getu pen­inga­­stefn­unnar til að hafa áhrif á lang­­tíma­vext­i.” 

Nú ætla ég að vekja athygli á orðum mínum úr fyrstu grein­inni:

„Ástæðan fyrir því að nýklass­ískir hag­fræð­ingar hugsa svona er m.a. sú for­­senda þeirra að pen­ingar séu hlut­­laus­ir, a.m.k. til langs tíma: pen­ingar eru hlut­­laus hula í við­­skiptum þar sem öll ákvörð­un­­ar­­taka bygg­ist á raun­­töl­um, s.s. raun­vöxt­um, frekar en nafn­­töl­um, s.s. samn­ings­bundnu greiðslu­flæði. Jafn­­vel þótt samn­ingar séu aug­­ljós­­lega rit­aðir í nafn­­töl­um, á borð við „kr.“, þá er fólk, í þeirra huga, haldið pen­ingag­lýju hugsi það í nafn­­töl­um, á borð við mán­að­­ar­­lega greiðslu­­byrði af lán­um, frekar en í raun­­töl­um, á borð við raun­vexti af lán­­um.“

Í nýj­ustu grein sinni fellur Ásgeir því miður einmitt í þessa gildru sem ég benti á í fyrstu grein­inni: for­senda hag­fræð­inga um hlut­leysi pen­inga og létt­vægi nafn­stærða í efna­hags­legu sam­hengi er einmitt ein af ástæðum þess að þeir átta sig ekki á þeim efna­hags­legu afleið­ingum sem almenn verð­tryggð lán til ein­stak­linga hafa. Og til upp­rifj­unar um hverjar þær afleið­ingar eru: 

- Þau tryggja lán­­tökum ekki lægri raun­vexti m.v. óverð­­tryggð lán

- Þau ýta undir áhætt­u­­töku á fast­­eigna­­mark­aði

- Þau ýta undir lík­­­urnar á fjár­­­mála­­legum óstöð­ug­­leika

- Þau draga úr áhrifa­­mætti vaxta­­stefnu Seðla­­banka Íslands

- Þau valda því að vaxta­­stig verður almennt hærra m.v. ef lán væru almennt óverð­­tryggð

- Þau valda því að vaxta­­stig verður almennt sveiflu­­kennd­­ara m.v. ef lán væru almennt óverð­­tryggð

- Þau ýta undir sveiflur í gengi krón­unnar

- Þau ýta undir verð­­bólgu

En hví skipta nafn­stærðir máli?

Þeirri spurn­ingu er auðsvar­að: samn­ingar eru gerðir í nafn­stærðum og þróun hag­kerf­is­ins bygg­ist á þessum samn­ing­um. 

Sem dæmi: samn­ingar um vexti og afborg­anir lána eru gerðir með krónu­tölu í huga, jafn­vel þótt sú krónu­tala sé háð samn­ings­á­kvæðum um t.d. verð­trygg­ingu, breyti­lega vexti eða hlé á afborg­unum svo dæmi sé tek­ið. Samn­ings­bundið greiðslu­flæði láns hjá banka eða líf­eyr­is­sjóði er und­an­tekn­ing­ar­laust nafn­stærð, jafn­vel þótt umrætt lán sé verð­tryggt. Þessu samn­ings­bundna greiðslu­flæði (út­flæði pen­inga) þarf lán­tak­inn að mæta með inn­flæði pen­inga, þ.e. tekjum eða öðrum upp­sprettum (t.d. annað láns­fé). 

Það er hér sem t.d. nafn­hækk­anir launa skipta máli. Ástæðan fyrir því að fólk væri ánægð­ara með 3% launa­hækkun í umhverfi 3% verð­bólgu heldur en 0% launa­hækkun í 0% verð­bólgu er að samn­ings­bundnar greiðslur lána verða í fyrra til­vik­inu 3% lægri sem hlut­fall af laun­um. Hið sama gildir um verð á fram­leiðslu­vöru fyr­ir­tæk­is: ef hún hækkar í verði, hver sem ástæðan er, og sama magn er selt lækkar greiðslu­flæð­is­byrði við­kom­andi fyr­ir­tækis vegna útlána sem hlut­fall af tekj­u­m. 

Þessi áhrif breyt­ast vit­an­lega ef lán eru verð­tryggð eða samn­ings­bundið greiðslu­flæði lán­anna breyt­ist full­kom­lega í sam­ræmi við verð­bólgu - sem ger­ist vit­an­lega aldrei í hinum raun­veru­lega heimi. En lán eru (bless­un­ar­lega) ekki öll verð­tryggð. Og þess vegna skipta nafn­stærð­ir, á borð við greiðslu­flæði, máli.

Pen­ingar eru ekki hlut­lausir

Þegar Key­nes rit­aði General The­ory of Employ­ment, Inter­est and Money á 4. ára­tugnum hafði hann það að orði í inn­gangi bók­ar­innar að „vand­inn felst ekki í hinum nýju hug­myndum [sem eru kynntar í þess­ari bók] heldur að sleppa frá hinum gömlu sem, í til­viki okkar flestra, kvísl­ast inn í hvert okkar hug­ar­skot.” Hin aldna hug­mynd um hlut­leysi pen­inga, ýtt áfram af hag­fræð­ingum sem virtu skrif Key­nes og Mises, sem dæmi, að vettugi er ein af þessum gömlu hug­mynd­um. 

Það er rétt að benda Ásgeiri á að Key­nes taldi fólk ekki haldið pen­ingag­lýju heldur sam­þykkti Key­nes þá stað­reynd, og skamm­aði nýklass­íska hag­fræð­inga fyrir að afneita henni í sínum lík­ön­um, að fólk hugs­aði í nafn- en ekki raun­stærð­um. „Mik­il­vægi pen­inga, í grund­vall­ar­at­rið­um, sprettur af þeirri stað­reynd að þeir eru teng­ing milli nútíðar og fram­tíð­ar” (General The­ory, 21. kafli) eins og hann orð­aði það. Og þessi teng­ing er gerð með samn­ingum sem, líkt og fyrr seg­ir, eru allir rit­aðir með nafn­stærð­um.

Ásgeir hugsar út frá þeirri for­sendu að það sem skipti máli í efna­hags­legum ákvörð­unum séu svo­kall­aðar raun­stærð­ir, þ.e. nafn­stærðir sem hafa verið „leið­rétt­ar” með þróun verð­lags í huga. Þess vegna heldur hann því fram að lána­fram­boð á 8. ára­tugnum hafi minnkað þegar aug­ljóst er að það jókst, bæði af ein­földum gögnum að dæma sem og af þeirri stað­reynd hversu há verð­bólga var (aukið lána­fram­boð var nauð­syn­legt til þess að verð­hækk­anir gætu átt sér stað, þ.e. fjár­magna þær). Það er ekk­ert sem bendir til að þessi for­senda Ásgeirs og ann­arra nýklass­ískra hag­fræð­inga sé raun­hæf og því verður að fara mjög var­lega í að sam­þykkja efna­hags­legar nið­ur­stöður og líkön sem byggja á henn­i. 

Verk­efni hag­fræð­inga á ekki að vera að byggja hag­fræði­módel sem standa og falla með þeirri for­sendu að pen­ingar séu hlut­laus­ir, ein­fald­lega vegna þess að í raun­veru­leik­anum eru pen­ingar ekki hlut­laus­ir. Verk­efn­ið, líkt og Minsky tal­aði um, er að þróa hag­fræði­módel sem sam­þykkja raun­veru­leik­ann eins vel og hægt er, t.d. þá stað­reynd að fólk hugsar og hagar sér með nafn­stærðir en ekki „raun­stærð­ir" í huga.

Hug­takið „pen­ingag­lýja” á sér rætur að rekja til þeirrar stað­reyndar að fólk, í raun­veru­leik­an­um, hagar sér ekki eins og for­sendan í mód­el­inu segir að það geri. Of margir hag­fræð­ingar telja þá að vanda­málið sé hegðan fólks frekar en að for­sendan sé e.t.v. ekki rétt. 

Með öðrum orðum er pen­ingag­lýja ekki til í raun­veru­leik­an­um: hún er það lík­ana­lega vanda­mál sem kemur upp þegar fólk hagar sér ekki í raun­veru­leik­anum eins og nýklass­íska mód­elið gerir ráð fyrir að það hagi sér. 

Vanda­málið er þá vit­an­lega ekki raun­veru­leik­inn heldur mód­elið og for­sendur þess.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar