Rakaskemmdir og heilsa - er það tískubylgja?

Fagstjóri hjá hjá Eflu verkfræðistofu skrifar um rakaskemmdir og heilsubrest.

Auglýsing

Það hefur lík­lega ekki farið fram­hjá mörgum að síð­ustu miss­eri hefur verið tíð­rætt um raka­skemmdir og myglu í húsum og þá sér­stak­lega á vinnu­stöð­um. Ástandið getur verið alvar­legt þar sem fyr­ir­tæki þurfa að fara í kostn­að­ar­samar aðgerðir til þess að bæta ástandið og í mörgum til­fellum missir af góðu starfs­fólki í veik­inda­leyfi eða til ann­arra vinnu­veit­enda.

Hvaða aðgerða er þörf er flókið ferli. Fyrst og fremst þarf að greina vanda­mál­in, stöðva orsök raka, fjar­lægja raka­skemmd bygg­ing­ar­efni og síðan að tryggja reglu­leg og góð loft­skipti. Einnig er mik­il­vægt að tak­marka notkun ert­andi efna í vinnu­um­hverfi við end­ur­bætur og þrif almennt.

Hús­næði lokað eða ráð­ist í end­ur­bætur

En hvað vitum við um þessi veik­indi sem verða þess vald­andi að fyr­ir­tæki grípa til þeirra örþrifa­ráða að loka hús­næði eða ráð­ast í miklar end­ur­bæt­ur? Hvað liggur að baki ?

Auglýsing

Alþjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­unin (WHO) til­tekur sér­stak­lega að raka­skemmdir og mygla í húsum séu í tengslum við ýmsa heilsu­bresti, versnun á ast­ma, ert­ing frá efri- og neðri loft­veg­um, efri loft­veg­a­sýk­ing­ar. Sumir fá flensu­lík ein­kenni og slapp­leika.

Í mörgum til­vikum þar sem að starfs­fólk tengir ein­hverja kvilla við við­veru í vinn­unni hefur það jafnan tekið til þess ráðs að starfa að heiman eða flutt sig á aðrar starfs­stöðvar og með því náð að bæta heilsu og lífs­gæði.

Það sem við vitum og þekkjum ekki nógu vel er orsaka­þátt­ur­inn í raka­skemmdu hús­næði, jú það eru meiri líkur á margs konar kvillum í raka­skemmdu hús­næði og rann­sóknir sýna sterk tengsl þar á milli en aftur á móti þekkjum við ekki hvaða þáttur það er í raka­skemmdum sem raun­veru­lega veldur – og kannski er það sam­spil myglu, bakt­er­ía, smá­dýra, afleiðu­efna, útguf­unar og þar með ónægrar loft­ræs­ing­ar.

Þar sem afleið­ingar  eru klár­lega ljósar en hafa ekki lækn­is­fræði­legar upp­lýs­ingar um orsaka­þátt er mikil áskorun í ráð­gjöf. Í því til­felli verðum við að taka til­lit til heilsu og fylgja leið­ar­vísi WHO þar sem þeir gefa út að stöðva þurfi leka, fjar­lægja raka­skemmd efni og hreinsa á eft­ir. Skamm­tíma lausnir og úðun efna er ekki væn­leg til árang­urs.

Í mörgum til­fellum er hægt að ná miklum árangri með líðan og fram­legð starfs­manna eftir ein­faldar aðgerð­ir. Fyr­ir­tæki og stofn­anir hafa náð góðum árangri vegna raka­skemmda með aðgerðum sem tengj­ast þá helst bættu við­haldi og verk­lagi þar sem ráð­gjöf tekur til­lit til notk­unar hús­næð­is. Þau til­felli rata ekki í fjöl­miðla.

Aðilar innan bygg­ing­ar­geirans hafa sýnt þessum málum athygli og áhuga til þess að gera betur og bæta húsin okk­ar. Jafn­framt er í umræð­unni að auka fræðslu til allra fag­stétta og almenn­ings varð­andi við­hald og umhirðu hús­næð­is.

Ein­hverra hluta vegna virð­ist vera sem margir aðilar í heil­brigð­is­geir­anum séu aðeins lengur að ranka við sér. Ef til vill vegna þess að með­ferð­ar­úr­ræði eru fá og tak­mörk­uð. Mögu­lega höfum við ein­stakt tæki­færi hér­lendis til þess að rann­saka orsaka­þátt og taka þátt í rann­sóknum varð­andi erfð­ir, umhverfi og mögu­legar með­ferð­ir.

Hvaða við­mið höfum við?

Í dag er staðan sú að hús­næði má laga með því að fylgja leið­ar­vísum ann­arra þjóða og WHO. Hversu langt á að ganga í við­gerðum er þó ávallt vanda­samt og helstu við­mið hljóta því að vera að heilsu­fars­á­hætta verði tak­mörkuð og vellíðan auk­ist í hús­næði. Önnur aðgerð­ar­við­mið liggja ekki fyr­ir. Okkur skortir einnig úrræði þegar kemur að heilsu fólks. Í ein­staka til­fellum nær fólk ekki fullum bata við það eitt að hús­næði sé lag­að, stundum getur það ekki snúið aftur á vinnu­stað þrátt fyrir við­gerðir og með­ferðir vegna ein­kenna eru tak­mark­að­ar. Ein­kenni verða þrá­lát og lífs­gæði fólks skerð­ast.

Við þurfum að fá inn­lenda leið­ar­vísa varð­andi lag­fær­ingar á hús­næði sem byggja á vís­indum og reynslu. Við þurfum að sam­ræma rann­sóknir og aðferðir við grein­ingar sem fylgja nýj­ustu þekk­ingu hverju sinni. Þeir sem finna til ein­kenna þurfa að kom­ast í ferli innan heil­brigð­is­kerf­is­ins og þeim mætt skiln­ingi án for­dóma.

Hvað vitum við?

Við vitum að hluti fólks finnur fyrir ein­kennum og veik­ist oftar í raka­skemmdu hús­næði. Líkur á ýmsum kvillum eru yfir­gnæf­andi meiri. Við vitum að fólk bætir heilsu með því að dvelja ekki í raka­skemmdu hús­næði. Við vitum að ein­hverjir eru lengur að ná heilsu en aðrir og ein­kenni verða jafn­vel þrá­lát. Við vitum að loft­gæði skipta okkur veru­legu máli m.t.t. vellíð­unar og lífs­gæða. Við vitum að bygg­ingar skemm­ast vegna raka. Við vitum að ein­hver hluti fólks nær ekki fyrri heilsu að fullu.  

Hvað vitum við ekki?

Við vitum ekki hver orsaka­þátt­ur­inn er. Hvað er það í raka­skemmdu hús­næði sem veldur ein­kenn­um; gró, bakt­er­í­ur, svepp­hlut­ar, efna­meng­un, eit­ur­efni eða útgufun frá efnum ? Við vitum ekki af hverju flestir ná fyrri styrk á meðan að aðrir gera það ekki eftir við­gerðir eða flutn­ing. Við vitum ekki hvort og þá hversu stór hluti fólks fær ein­kenni. Við vitum ekki hvaða með­ferð ber árang­ur.

Áskorun

Ég vil skora á heil­brigð­is­starfs­fólk að taka höndum saman og taka á þessum heilsu­far­s­vanda, finna úrræði, veita stuðn­ing, fræðslu og nýta sér­stöðu okkar til rann­sókna.

Einnig vil ég hvetja til þess að rann­sókn­ar­að­ferðir í bygg­ingum verði að ein­hverju leyti sam­ræmdar á vís­inda­legum grunni, þar sem vellíðan þeirra sem dvelja í bygg­ingum sé í for­gangi.

Við getum komið í veg fyrir stóran hluta af þeim raka­vanda­málum sem eru þekkt í dag í hönn­un, við fram­kvæmd og notkun hús­næð­is.

Hversu marga erum við að missa af vinnu­mark­aði í dag? Hversu marga þurfum við að missa af vinnu­mark­aði í við­bót? Hversu margir þurfa að standa uppi eigna- og / eða heilsu­laus­ir?

Þessi heilsu­far­svandi hverfur ekki þó við reynum að afneita hon­um.  

Höf­undur fag­stjóri Húss og heilsu EFLU verk­fræði­stofu.

------

Heim­ild­ir:

Mark J.Mendell o.fl., 2011

Respiratory and All­ergic Health Effects of Damp­ness, Mold, and Damp­ness-Related Agents: A Review of the Epidem­i­ologic Evidence

htt­p://www.ncbi.nlm.nih.­gov/p­mc/­art­icles/P­MC3114807/

Umhverf­is­stofn­un, 2015

Inni­loft, raki og mygla í híbýl­um; Leið­bein­ingar fyrir almenn­ing

htt­p://www.ust.is/li­br­ar­y/Skrar/ut­gefid-efn­i/Anna­d/Inni­loft,%20raki%20og%20mygla_2015%20K­H.pdf

World Health Org­an­ization, 2009.

WHO guidelines for indoor air quality: damp­ness and mould.

htt­p://www.e­uro.Al­þjóða­heil­brigð­is­stofn­un­in.in­t/document/E92645.pdf

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar