Sældarhagkerfið

Kristín Vala Ragnarsdóttir prófessor kallar eftir því að fræðimenn og ráðamenn á Íslandi taki þátt í umbreytingu sem snýr rannsóknum og vinnulagi í átt að sameiginlegu markmiði nýs og réttlátara hagkerfis, sældarhagkerfisins.

Auglýsing

Heims­mark­mið Sam­ein­uðu­þjóð­anna fyrir 2030 eru 17 og fyrir þau verður árangur þjóða mæld­ur, ekki ein­ungis á hag­rænan máta, líkt og flestar rík­is­stjórn­ir heims­ins ­gera í dag með hag­vexti. Ein­blín­i á hag­vöxt sem vísi fyrir fram­farir og þróun hefur valdið eyði­legg­ingu vist­kerfa, auð­linda­þverrun, ­lofts­lags­breyt­ing­um, ójöfn­uði og órétt­læti til að nefna nokkra þætti.

Með heims­mark­mið­unum er stutt að nýstár­legri nálgun fyrir fram­farir og vel­sæld. Ban Ki-moon, þáver­and­i að­al­rit­ari ­Sam­ein­uðu þjóð­anna, tengdi saman þrjá stólpa sjálf­bærrar þró­unar í ræðu árið 2012 þar sem hann sagði: ,,Ekki er unnt að aðskilja félags­lega-, efna­hags­lega- og umhverf­is- vellíð­an.'' Þetta mætti kalla heild­ræna nálgun fyrir fram­farir og hag­sæld. 

Ísland sam­þykkti heims­mark­miðin árið 2015 og skrif­aði þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra Íslands, Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, undir samn­ing­inn 2016. Þjóðir þurfa að skila reglu­legum skýrslum til Sam­ein­uðu þjóð­anna um árangur í átt að heims­mark­mið­un­um. Þrátt fyrir þetta er ekk­ert um hvernig Íslandi ætli sér að ná heims­mark­mið­unum í stjórn­ar­sátt­mála vinstri grænna, fram­sókn­ar­flokks og ­Sjálf­stæð­is­flokks árið 2017. Hins veg­ar, þegar litið er yfir samn­ing­inn, þá nær hann yfir mörg þau atriði sem fjallað er um í heims­mark­mið­un­um. Því legg ég til að rík­is­stjórnin hugi að því sem fyrst að setja fram stefnu um hvern­ig hún ætlar að ná heims­mark­mið­un­um.Undirbúningsaðilar Bandalags vellíðanarhagkerfa í Pretoríu í nóvember, 2017.  Á myndinni eru aðilar frá Ástralíu, Bandaríkjunum, Bretlandi, Danmörku, Íslandi, Jamaíku, Keníu, og Suður Afríku.

Ein aðferð væri sú að ger­ast með­limur í nýstofn­uðum alþjóð­legum hópi sem kallar sig Banda­lag sæld­ar­hag­kerfa (Well­being Economy Alli­ance, eða WE-All). (Ég kalla hér með eftir betri þýð­ingu eða nýyrði fyrir „well­being economy"). Þessi hópur sam­anstendur sem komið er af Sví­þjóð, Skotlandi, Sló­ven­íu, Nýja Sjá­landi og Kosta Ríka. Þjóð­irnar fimm hitt­ust í fyrsta skipti í Glas­gow í októ­ber undir for­ystu Nicola Stur­geon, æðsta ráð­herra Skotlands. Aðrar þjóðir eru að íhuga að vera með í banda­lag­inu og gæti Ísland verið ein þeirra þjóða.  Mark­mið ­banda­lags­ins er að ná öllum heims­mark­miðum Sam­ein­uðu þjóð­anna.

Banda­lag sæld­ar­hag­kerfa er stutt af alþjóð­legum hópi vís­inda­manna og félaga­sam­taka frá ýmsum löndum sem hafa verið að vinna saman síðan 2012 að því að leggja til nýja vísa til að sýna fram­farir þjóða umfram hag­vöxt. Síðan 2015 hefur hóp­ur­inn lagt fram sam­settan vísi, vísi­tölu sjálf­bærrar sælu (Susta­ina­ble Well­being Index) til að aðstoða þjóðir til að ná heims­mark­mið­un­um. Ég hef tekið þátt í þess­ari vinnu í gegn um Banda­lag sjálf­bærni og vel­meg­unar (Alli­ance for Susta­ina­bility and Prosperity) síðan 2013 og frá og með þessu ári sem und­ir­bún­ings­að­il­i ­Banda­lags sæld­ar­hag­kerfa.

Auglýsing
Undirbúningsaðilar Bandalags sæld­ar­hag­kerfa hitt­ist í Pretoríu í Suður Afr­íku í lok nóv­em­ber (sjá mynd). Þar voru lögð drög að vinnu banda­lags­ins næstu árin, og farið yfir aðferða­fræði og fjár­mögnun skrif­stofu banda­lags­ins, sem og hvaða þjóðir séu lík­legar til að hafa áhuga á sam­vinnu. Ég býð hér með nýbak­aðri rík­is­stjórn að taka þátt í sam­vinnu fram­sæk­inna þjóða sem hafa þá stefnu að ná heims­mark­miðum Sam­ein­uðu þjóð­anna og um leið heild­rænni vellíðan sam­fé­laga, hag­kerfa og umhverf­is. 

Hvað er sjálf­bært sæld­ar­hag­kerfi? Sæld­ar­hag­kerfi hefur þau grund­vall­ar­mark­miðið að ná sjálf­bærri an með reisn og sann­girni fyrir borg­ara og nátt­úr­una alla. Þetta er í áþreif­an­legri mót­sögn við núver­andi hag­kerfi sem eru bundin við mjög þröngt sjón­ar­horn af þró­un, ótak­mark­aðri aukn­ingu á lands­fram­leiðslu (eða stöð­ugum hag­vext­i). 

Sæld­ar­hag­kerfi við­ur­kennir að hag­kerfið er sam­tvinnað sam­fé­lag­inu og nátt­úr­unni. Það verður að skilja og stjórna því sem sam­þættu kerfi sem er með gagn­kvæm tengsl.

Sæld er nið­ur­staðan af sam­leitni þátta, þar með töldum góðri and­legri og lík­am­legri heilsu borg­ara, sann­gjarnri úthlutun auðs, góðum félags­legum tengslum og blóm­legu nátt­úru­legu umhverfi. Aðeins heild­ræn nálgun á vel­megun getur því náð og stuðlað að vellíð­an.

Efna­hags­stjórn­un, sem miðar að því að stuðla að sælu eða vellíð­an, verður því að taka til­lit til allra áhrifa, bæði jákvæðum og nei­kvæð­um, í efna­hags­líf­inu. Þetta fel­ur m.a. í sér að meta vörur og þjón­ustu sem hlýst af heil­brigðu sam­fé­lagi (fé­lags­legur auð­ur) og blóm­legu líf­ríki (nátt­úru­auð­ur). Félags­leg­ur- og nátt­úru- auður eru hluti af almenn­ingi. Þau eru ekki og ætti ekki að vera í eigu neins, vegna þess að það er mik­il­vægt fram­lag til sjálf­bærrar sælu.

Alvöru frelsi og vel­gengni veltur á heimi þar sem allir dafna og blómstra. Stofn­anir þjóna mann­kyn­inu best þegar þær stuðla að reisn allra og auka tengsl okkar á milli. Til að dafna, þurfa stofn­anir (þ.m.t. fyr­ir­tæki) og sam­fé­lagið allt að vinna að nýjum til­gangi: sam­eig­in­legri sælu á heil­brigðri jörð.

Til að byggja upp sæld­ar­hag­kerfi er mik­il­vægt að breyta heims­sýn okk­ar, sam­fé­lagi og hag­kerfi til að:

a. vera innan líf­fræði­legra marka jarð­ar­innar - með sjálf­bæra stærð efna­hags­lífs­ins innan vist­kerfa okk­ar.

b. mæta öllum grund­vall­ar­þörfum manna, þar á meðal mat­væl­um, skjóli, reisn, virð­ingu, mennt­un, heilsu, öryggi, rödd og til­gangi, meðal ann­ars.

c. skapa og við­halda rétt­látri dreif­ingu auð­linda, tekna og auðs - innan og milli þjóða, núver­andi og kom­andi kyn­slóða manna og ann­arra teg­unda.

d. byggja upp skil­virka notkun og rétt­láta úthlutun auð­linda, þ.m.t. sam­eig­in­legan nátt­úru­legan- og félags­legan auð, til að sam­tvinna vel­meg­un, og mann­legan þroska. Sæld­ar­hag­kerfi sam­þykkir að mann­leg ham­ingja, til­gangur og ánægja eru byggð á miklu meiru en neyslu. 

e. skapa stjórn­sýslu­kerfi sem eru sann­gjörn, mót­tæki­leg, rétt­lát, gagnsæ og ábyrg.

Til þess að umbreyta efna­hags­líf­inu og sam­fé­lag­inu, þurfum við að vinna saman og spila eftir sömu nót­un­um. Nútíma stofn­anir eru byggðar upp á gam­al­dags og óvið­eig­andi hug­mynda­fræði hag­vaxt­ar, sama hvað hann kost­ar. Ég kalla því á fræði­menn og ráða­menn á Íslandi til að taka þátt í umbreyt­ingu sem snýr rann­sóknum og vinnu­lagi í átt að sam­eig­in­legu mark­miði nýs og rétt­lát­ara hag­kerf­is, ­sæld­ar­hag­kerf­is­ins. Þannig gæti Ísland orðið fremst meðal þjóða heims.

Höf­undur er pró­fessor við Jarð­vís­inda­deild Háskóla Íslands.

Konurnar sem saka Trump um áreitni eiga skilið að fá áheyrn
Sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum segir að allar konur sem telja á sér brotið eigi skilið að fá áheyrn, og það eigi líka við um þær sem hafa sakað Trump Bandaríkjaforseta um áreitni.
11. desember 2017
Fimmtán milljarða innviðainnspýting
Stjórnarflokkarnir ætla sér að auka verulega við fjármagn til heilbrigðis- og menntakerfisins, samkvæmt umfjöllun Fréttablaðsins í dag.
11. desember 2017
Í þá tíð… Dauði fjölmiðlamógúlsins
Blaðaútgefandinn Robert Maxwell var einn fyrirferðarmesti útgefandi Bretlands um árabil. Hann fór með himinskautum á hátindi veldis síns, en fallið var hátt og endalokin voveifleg.
10. desember 2017
Fjölmenni og samstaða á #Metoo viðburðum
Fjölmenni er nú á #Metoo viðburði í Borgarleikhúsinu. Viðburðir eru haldir um allt land þar sem minnst er á mikilvægi byltingarinnar.
10. desember 2017
Nær Ive að blása lífi í nýsköpunina hjá Apple?
Bretinn Jonathan Ive hefur tekið við stjórnun hönnunar og notendaupplifunar hjá Apple á nýjan leik. Þetta verðmætasta fyrirtæki heimsins hefur fengið á sig mikla gagnrýni að undanförnu fyrir að koma ekki fram með nægilega miklar nýjungar.
10. desember 2017
Starfsemi Tencent er marghliða en þróun fyrirtækisins tengist mjög náið vexti millistéttarinnar og snjallsímavæðingarinnar í Kína.
Tencent tekur fram úr Facebook
Kínverska tæknifyrirtækið Tencent hefur tekið fram úr Facebook í markaðsvirði og er nú meðal fimm stærstu fyrirtækja í heimi. Ör vöxtur Tencent og Alibaba á síðustu árum sýnir að kínverski tækniiðnaðurinn hefur tekið stakkaskiptum.
10. desember 2017
Lars Lökke Rasmussen
Á bláþræði
Danska ríkisstjórn hefur átt í vök að verjast að undanförnu. Danski Þjóðarflokkurinn er í lykilstöðu á hinu kvika pólitíska sviði í Danmörku.
10. desember 2017
Þriðji dagur Katrínar í stjórnarráðinu
Katrín Jakobsdóttir fékk lyklana að stjórnarráðinu á föstudegi, á þriðjudeginum fékk Auður Jónsdóttir rithöfundur að elta hana í nýju starfi og spyrja spurninga; annan dag fyrstu vikunnar í stjórnarráðinu.
9. desember 2017
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar