Sældarhagkerfið

Kristín Vala Ragnarsdóttir prófessor kallar eftir því að fræðimenn og ráðamenn á Íslandi taki þátt í umbreytingu sem snýr rannsóknum og vinnulagi í átt að sameiginlegu markmiði nýs og réttlátara hagkerfis, sældarhagkerfisins.

Auglýsing

Heims­mark­mið Sam­ein­uðu­þjóð­anna fyrir 2030 eru 17 og fyrir þau verður árangur þjóða mæld­ur, ekki ein­ungis á hag­rænan máta, líkt og flestar rík­is­stjórn­ir heims­ins ­gera í dag með hag­vexti. Ein­blín­i á hag­vöxt sem vísi fyrir fram­farir og þróun hefur valdið eyði­legg­ingu vist­kerfa, auð­linda­þverrun, ­lofts­lags­breyt­ing­um, ójöfn­uði og órétt­læti til að nefna nokkra þætti.

Með heims­mark­mið­unum er stutt að nýstár­legri nálgun fyrir fram­farir og vel­sæld. Ban Ki-moon, þáver­and­i að­al­rit­ari ­Sam­ein­uðu þjóð­anna, tengdi saman þrjá stólpa sjálf­bærrar þró­unar í ræðu árið 2012 þar sem hann sagði: ,,Ekki er unnt að aðskilja félags­lega-, efna­hags­lega- og umhverf­is- vellíð­an.'' Þetta mætti kalla heild­ræna nálgun fyrir fram­farir og hag­sæld. 

Ísland sam­þykkti heims­mark­miðin árið 2015 og skrif­aði þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra Íslands, Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, undir samn­ing­inn 2016. Þjóðir þurfa að skila reglu­legum skýrslum til Sam­ein­uðu þjóð­anna um árangur í átt að heims­mark­mið­un­um. Þrátt fyrir þetta er ekk­ert um hvernig Íslandi ætli sér að ná heims­mark­mið­unum í stjórn­ar­sátt­mála vinstri grænna, fram­sókn­ar­flokks og ­Sjálf­stæð­is­flokks árið 2017. Hins veg­ar, þegar litið er yfir samn­ing­inn, þá nær hann yfir mörg þau atriði sem fjallað er um í heims­mark­mið­un­um. Því legg ég til að rík­is­stjórnin hugi að því sem fyrst að setja fram stefnu um hvern­ig hún ætlar að ná heims­mark­mið­un­um.Undirbúningsaðilar Bandalags vellíðanarhagkerfa í Pretoríu í nóvember, 2017.  Á myndinni eru aðilar frá Ástralíu, Bandaríkjunum, Bretlandi, Danmörku, Íslandi, Jamaíku, Keníu, og Suður Afríku.

Ein aðferð væri sú að ger­ast með­limur í nýstofn­uðum alþjóð­legum hópi sem kallar sig Banda­lag sæld­ar­hag­kerfa (Well­being Economy Alli­ance, eða WE-All). (Ég kalla hér með eftir betri þýð­ingu eða nýyrði fyrir „well­being economy"). Þessi hópur sam­anstendur sem komið er af Sví­þjóð, Skotlandi, Sló­ven­íu, Nýja Sjá­landi og Kosta Ríka. Þjóð­irnar fimm hitt­ust í fyrsta skipti í Glas­gow í októ­ber undir for­ystu Nicola Stur­geon, æðsta ráð­herra Skotlands. Aðrar þjóðir eru að íhuga að vera með í banda­lag­inu og gæti Ísland verið ein þeirra þjóða.  Mark­mið ­banda­lags­ins er að ná öllum heims­mark­miðum Sam­ein­uðu þjóð­anna.

Banda­lag sæld­ar­hag­kerfa er stutt af alþjóð­legum hópi vís­inda­manna og félaga­sam­taka frá ýmsum löndum sem hafa verið að vinna saman síðan 2012 að því að leggja til nýja vísa til að sýna fram­farir þjóða umfram hag­vöxt. Síðan 2015 hefur hóp­ur­inn lagt fram sam­settan vísi, vísi­tölu sjálf­bærrar sælu (Susta­ina­ble Well­being Index) til að aðstoða þjóðir til að ná heims­mark­mið­un­um. Ég hef tekið þátt í þess­ari vinnu í gegn um Banda­lag sjálf­bærni og vel­meg­unar (Alli­ance for Susta­ina­bility and Prosperity) síðan 2013 og frá og með þessu ári sem und­ir­bún­ings­að­il­i ­Banda­lags sæld­ar­hag­kerfa.

Auglýsing
Undirbúningsaðilar Bandalags sæld­ar­hag­kerfa hitt­ist í Pretoríu í Suður Afr­íku í lok nóv­em­ber (sjá mynd). Þar voru lögð drög að vinnu banda­lags­ins næstu árin, og farið yfir aðferða­fræði og fjár­mögnun skrif­stofu banda­lags­ins, sem og hvaða þjóðir séu lík­legar til að hafa áhuga á sam­vinnu. Ég býð hér með nýbak­aðri rík­is­stjórn að taka þátt í sam­vinnu fram­sæk­inna þjóða sem hafa þá stefnu að ná heims­mark­miðum Sam­ein­uðu þjóð­anna og um leið heild­rænni vellíðan sam­fé­laga, hag­kerfa og umhverf­is. 

Hvað er sjálf­bært sæld­ar­hag­kerfi? Sæld­ar­hag­kerfi hefur þau grund­vall­ar­mark­miðið að ná sjálf­bærri an með reisn og sann­girni fyrir borg­ara og nátt­úr­una alla. Þetta er í áþreif­an­legri mót­sögn við núver­andi hag­kerfi sem eru bundin við mjög þröngt sjón­ar­horn af þró­un, ótak­mark­aðri aukn­ingu á lands­fram­leiðslu (eða stöð­ugum hag­vext­i). 

Sæld­ar­hag­kerfi við­ur­kennir að hag­kerfið er sam­tvinnað sam­fé­lag­inu og nátt­úr­unni. Það verður að skilja og stjórna því sem sam­þættu kerfi sem er með gagn­kvæm tengsl.

Sæld er nið­ur­staðan af sam­leitni þátta, þar með töldum góðri and­legri og lík­am­legri heilsu borg­ara, sann­gjarnri úthlutun auðs, góðum félags­legum tengslum og blóm­legu nátt­úru­legu umhverfi. Aðeins heild­ræn nálgun á vel­megun getur því náð og stuðlað að vellíð­an.

Efna­hags­stjórn­un, sem miðar að því að stuðla að sælu eða vellíð­an, verður því að taka til­lit til allra áhrifa, bæði jákvæðum og nei­kvæð­um, í efna­hags­líf­inu. Þetta fel­ur m.a. í sér að meta vörur og þjón­ustu sem hlýst af heil­brigðu sam­fé­lagi (fé­lags­legur auð­ur) og blóm­legu líf­ríki (nátt­úru­auð­ur). Félags­leg­ur- og nátt­úru- auður eru hluti af almenn­ingi. Þau eru ekki og ætti ekki að vera í eigu neins, vegna þess að það er mik­il­vægt fram­lag til sjálf­bærrar sælu.

Alvöru frelsi og vel­gengni veltur á heimi þar sem allir dafna og blómstra. Stofn­anir þjóna mann­kyn­inu best þegar þær stuðla að reisn allra og auka tengsl okkar á milli. Til að dafna, þurfa stofn­anir (þ.m.t. fyr­ir­tæki) og sam­fé­lagið allt að vinna að nýjum til­gangi: sam­eig­in­legri sælu á heil­brigðri jörð.

Til að byggja upp sæld­ar­hag­kerfi er mik­il­vægt að breyta heims­sýn okk­ar, sam­fé­lagi og hag­kerfi til að:

a. vera innan líf­fræði­legra marka jarð­ar­innar - með sjálf­bæra stærð efna­hags­lífs­ins innan vist­kerfa okk­ar.

b. mæta öllum grund­vall­ar­þörfum manna, þar á meðal mat­væl­um, skjóli, reisn, virð­ingu, mennt­un, heilsu, öryggi, rödd og til­gangi, meðal ann­ars.

c. skapa og við­halda rétt­látri dreif­ingu auð­linda, tekna og auðs - innan og milli þjóða, núver­andi og kom­andi kyn­slóða manna og ann­arra teg­unda.

d. byggja upp skil­virka notkun og rétt­láta úthlutun auð­linda, þ.m.t. sam­eig­in­legan nátt­úru­legan- og félags­legan auð, til að sam­tvinna vel­meg­un, og mann­legan þroska. Sæld­ar­hag­kerfi sam­þykkir að mann­leg ham­ingja, til­gangur og ánægja eru byggð á miklu meiru en neyslu. 

e. skapa stjórn­sýslu­kerfi sem eru sann­gjörn, mót­tæki­leg, rétt­lát, gagnsæ og ábyrg.

Til þess að umbreyta efna­hags­líf­inu og sam­fé­lag­inu, þurfum við að vinna saman og spila eftir sömu nót­un­um. Nútíma stofn­anir eru byggðar upp á gam­al­dags og óvið­eig­andi hug­mynda­fræði hag­vaxt­ar, sama hvað hann kost­ar. Ég kalla því á fræði­menn og ráða­menn á Íslandi til að taka þátt í umbreyt­ingu sem snýr rann­sóknum og vinnu­lagi í átt að sam­eig­in­legu mark­miði nýs og rétt­lát­ara hag­kerf­is, ­sæld­ar­hag­kerf­is­ins. Þannig gæti Ísland orðið fremst meðal þjóða heims.

Höf­undur er pró­fessor við Jarð­vís­inda­deild Háskóla Íslands.

Meira úr sama flokkiAðsendar greinar