Kampavínsstjórnmál

Þorsteinn Víglundsson segir að ný ríkisstjórn ætli sér að horfa fram hjá því að búa í haginn fyrir erfiðari tíma. Hún ætli þess í stað að bjóða þjóðinni í góða veislu. Góðar líkur séu á því að Íslandsmetið í kampavínssölu, sem var sett 2007, sé í hættu.

Auglýsing

Í hápunkti hag­sveiflu eru gjarnan slegin ýmis neyslu­met. Í ár erum við t.d. að slá 10 ára gam­alt met í sölu nýrra bíla og leiða má líkur á því að um ára­mót hitni undir meti árs­ins 2007 í kampa­víns­sölu. Þegar slík met eru slegin er hins vegar orðið tíma­bært að búa í hag­inn fyrir erf­ið­ari tíma. Reynsla fyrri hag­vaxt­ar­skeiða hefur kennt okkur að stíga var­lega til jarðar við þessar kring­um­stæð­ur, enda er margt sem bendir til að tekið sé að kólna nokkuð í hag­kerf­inu, þó svo staða þess sé sterk.

Ný rík­is­stjórn hefur hins vegar ákveðið að horfa fram hjá þessum veru­leika og ákveðið að bjóða þjóð­inni í góða veislu. Í stjórn­ar­sátt­mála hennar er þannig gripið heldur glæfra­legrar aðferðar (svo ekki sé fastar að orði kveð­ið) til að miðla málum í ólíkri nálgun flokk­anna á rík­is­fjár­mál­in. Skoð­ana­á­grein­ingur flokk­anna er klass­ískur ágrein­ingur flokka yst til hægri og vinstri, þ.e. hvort auka eigi umfang í opin­berum rekstri, með til­heyr­andi skatta­hækk­un­um, eða hvort áhersla skuli lögð á skatta­lækk­anir og þá um leið lægri rík­is­út­gjöld. Nið­ur­staða stjórn­ar­sátt­mál­ans er að gera hvoru tveggja í senn, lækka skatta og auka útgjöld veru­lega. Sam­tök atvinnu­lífs­ins hafa til að mynda áætlað að útgjalda­lof­orð stjórn­ar­sátt­mál­ans feli í sér allt að 90 millj­arða króna útgjalda­aukn­ingu á sama tíma og skatta­lækk­anir eru metnar á 15 millj­arða króna.

Skuld­unum skellt á fram­tíð­ina

Við höfum reynt þessa upp­skrift áður. Á árunum fyrir hrun juk­ust rík­is­út­gjöld veru­lega sam­hliða því sem skattar voru lækk­að­ir. Aðvar­anir voru að engu að hafð­ar. Í rík­is­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks og Sam­fylk­ingar náð­ust sögu­legar sættir um stór­aukin rík­is­út­gjöld. Rétt­indi líf­eyr­is­þega voru meðal ann­ars aukin veru­lega en síðan skert aftur eftir að ný rík­is­stjórn var tekin við, enda engin leið að fjár­magna lof­orð­in.

Auglýsing

Ekk­ert er minnst á nið­ur­greiðslu skulda rík­is­sjóðs við þessar kring­um­stæð­ur, þó svo vaxta­kostn­aður rík­is­sjóðs sé með því hæsta sem þekk­ist inn­an OECD. Skuldir rík­is­sjóðs nema nú lið­lega 900 millj­örðum króna og er þá ótalin rúm­lega 600 millj­arða króna líf­eyr­is­skuld­bind­ing. Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs eru sam­kvæmt fyr­ir­liggj­andi fjár­laga­frum­varpi áætluð rúmir 70 millj­arðar á næsta ári. Það sam­svarar heild­ar­kostn­aði við bygg­ingu nýs Lands­spít­ala eða árlegum útgjöldum rík­is­sjóðs til elli­líf­eyr­is, svo dæmi sé tek­ið.

Útgjöld fjár­mögnuð með eigna­sölu

Til að fjár­magna útgjalda­veisl­una hyggst rík­is­stjórnin ganga á eignir rík­is­sjóðs, m.a. í fjár­mála­kerf­inu. Veislan er með öðrum orðum ósjálf­bær en þeim vanda er velt yfir á fram­tíð­ina. Fyr­ir­hyggju­leysi þess­arar stefnu er algert. Það gefur auga leið að þessi stefna gengur ekki upp til lengdar en vænt­an­lega mun það koma í hlut næstu rík­is­stjórnar að hreinsa upp eftir þá sem nú er að hefja störf, annað hvort með veru­legum nið­ur­skurði rík­is­út­gjalda eða stór­felldum skatta­hækk­un­um. Þá má heldur ekki gleyma því að í kóln­andi hag­kerfi hafa tekjur rík­is­sjóðs til­hneig­ingu til að drag­ast saman um leið og útgjöld vegna atvinnu­leysis aukast.

Rík­is­stjórnin kynnir síðan til leiks áform um sér­stakan þjóð­ar­sjóð. Hug­myndin er fjarri því ný af nál­inni en það er hins vegar áhuga­vert að sjá að hug­myndir um mögu­leg rík­is­út­gjöld sem fjár­magna megi með sjóðnum eru meira áber­andi en hvernig byggja skuli sjóð­inn upp til að byrja með. Það er líka tals­vert sjón­ar­spil að tala um að byggja upp sparnað hjá rík­is­sjóði á sama tíma og eignir eru nýttar til að fjár­magna útgjalda­veisl­una. Væri þá ekki skyn­sam­legra að byrja á því að greiða niður skuldir fyrst?

Það er ljóst að ný rík­is­stjórn hefur engan lær­dóm dregið af vanda rík­is­sjóðs á árunum 2008-2013. Í kjöl­far þeirrar reynslu var ráð­ist í upp­stokkun á lögum um opin­ber fjár­mál til að tryggja að hugsað væri til lengri tíma og ráð­deildar gætt. Í stað var­færni ein­kenn­ist fjár­mála­stefna rík­is­stjórn­ar­innar í besta falli af ósk­hyggju. Lík­legar má þó telja að for­menn stjórn­ar­flokk­anna, sem eru hoknir af reynslu, geri sér fylli­lega grein fyrir ábyrgð­ar­leys­inu sem í stefn­unni felst.  En eins og í veislu sem er vel veitt í þá er gaman á meðan á því stendur og gest­gjaf­arnir sér­stak­lega vin­sæl­ir. Framundan er því ein óábyrg­asta rík­is­fjár­mála­stefna um ára­tuga skeið. Fram­tíð­ar­sýn og fyr­ir­hyggja fyr­ir­finnst ekki þessum stjórn­ar­sátt­mála. Efnt skal til veislu og engu til spar­að. Allt fyrir alla er við­kvæð­ið. 

Það er kannski við hæfi að slíkum stjórn­ar­sátt­mála sé fagnað með því að skjóta tappa úr kampa­víns­flösku eða tveim. En gleymum ekki að dag­inn eftir koma timb­ur­menn og það er þjóðin sem mun sitja uppi með þá. 

Höf­undur er þing­maður Við­reisn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar