Verkstæði jólasveinsins

Hvert er heimilisfang jólasveinsins? Stórt er spurt.

Jólasveinninn
Auglýsing

Hún er hug­ljúf sagan um verk­stæði jóla­sveins­ins sem nær allt árið situr með tálgu­hníf­inn og und­ir­býr jóla­leið­ang­ur­inn, á sleð­anum með hrein­dýrin spennt fyr­ir, með allt jóla­skrautið og gjaf­irn­ar. Hvar hann hefur aðsetur hefur valdið miklum heila­brotum og jafn­vel deil­um. Græn­lend­ingar og Finnar deildu árum saman um ,,heim­il­is­fang­ið“ en eftir að græn­lenskt jóla­sveina­fyr­ir­tæki komst í þrot fyrir nokkrum árum hafa Finnar tekið af allan vafa: sveinki hefur aðsetur við bæinn Rovaniemi í norð­ur­hluta Finn­lands.

Þegar pistla­skrif­ari var að alast upp, uppúr miðri síð­ustu öld minn­ist hann þess ekki að mikið hafi verið rætt um hvar jóla­skrautið hefði verið búið til. Skrautið á jóla­trénu var ,,margnota“ tekið uppúr kass­anum þar sem það lá í hálm­inum og hengt á tréð, helst á sömu grein og í fyrra!  Fór svo sömu leið til baka og alla leið uppá háa­loft, jóla­tréss­er­ían var frá Reykja­lundi. Að ógleymdu engla­hár­inu sem var lagt yfir skrautið á tré­nu, englarnir sem lögðu það til höfðu grein­lega ekki farið til rak­ar­ans einu sinni í mán­uði, hárið næði dauð­legum mönnum niður undir hné. Ekki má í þessu sam­hengi gleyma öðru skrauti en því sem hékk á tré­nu, þar sitja músa­stig­arnir í minn­inu, strengdir horna á milli í stof­unni. Til að auka enn á skreyt­ingar var litlum greni­greinum stungið bak­við mál­verkin í stof­unni og gjarna kveikt í greninálum í ösku­bakka, til að fá ,,jóla­lykt­ina“.

Ef keypt var nýtt jóla­skraut, sem tald­ist til und­an­tekn­inga, stóð oftar en ekki utan á umbúð­unum ,,made in Germany“ semsé Þýska­landi. Þetta var þá.

Auglýsing

Made in China

Á síð­ustu örfáum ára­tugum hefur ris­inn í austri, einsog Kína er stundum kall­að, orðið æ atkvæða­meiri á öllum svið­um. Þar er jóla­skraut ekki und­an­skil­ið. Ekki er það vegna þess að Kín­verjar eigi ríka jóla­hefð og fæstir kann­ist við þennan Jesús og allt umstangið sem fæð­ing hans, og ævi, hefur haft í för með sér. Enda er þeim kannski alveg sama. En það hefur sann­ar­lega ekki farið fram hjá þeim að á Vest­ur­löndum séu þessi ,,jól“ sann­kölluð gullöld. Stendur að vísu stutt en kemur aftur að ári.

Yiwu

Um það bil 350 kíló­metrum vestan við Shang­hai er Yiwu, borg sem fáir þekkja. Yiwu er lítil borg, á kín­verskan mæli­kvarða, íbú­arnir um það bil ein og hálf millj­ón. Þessi borg er sann­kölluð jóla­skraut­s­borg. Milli 60 og 80 pró­sent af öllu því jóla­skrauti sem er til sölu í versl­unum um víða ver­öld, og dregið er niður af háa­loft­inu, fyrir hver jól verður til í Yiwu. Þrátt fyrir þetta gíf­ur­lega magn fer fram­leiðslan ekki fram í stórum verk­smiðj­um, lang mestur hluti skrauts­ins verður til á litlum verk­stæðum og heim­il­u­m. 

Vinnu­dag­ur­inn er lang­ur, oft 12 klukku­stundir og launin eru lág. Vör­urnar eru svo seldar á mark­aðnum í Yiwu sem iðu­lega hefur verið lýst, meðal ann­ars af Sam­ein­uðu þjóð­un­um, sem stærsta heild­sölu­mark­aði í heimi. Þar er reyndar ekki ein­göngu seldur jóla­varn­ing­ur, allt milli him­ins og jarðar væri kannski rétta lýs­ing­in. Um það bil átta þús­und manns sem ann­ast inn­kaup fyrir heild­sala og fyr­ir­tæki um víða ver­öld búa að stað­aldri í borg­inni. Á áður­nefndum mark­aði eru milli 50 og 60 þús­und heild­söl­ur. Vöru­teg­und­irn­ar, fyrst og fremst alls kyns smávarn­ing­ur, skipta hund­ruðum þús­unda og dag­lega koma að minnsta kosti 50 þús­und manns, sem ann­ast inn­kaup, á heild­sölu­mark­að­inn. Í stórri skemmu, sem er hluti mark­að­ar­ins eru ein­göngu seldir sokk­ar, ítalskur blaða­maður sem fór í sokka­skemm­una fékk þær upp­lýs­ingar að þar væru seldir um það bil þrír millj­arðar sokkap­ara á hverju ári. Í annarri stórri skemmu eru ein­göngu seld gervi­blóm, annað er í þessum dúr.

Heims­ins lengsta járn­braut

Það er ekki nóg að selja vör­urn­ar, það þarf líka að koma þeim á áfanga­staði sem eru ekki bein­línis í næsta nágrenni Yiwu. En Kín­verjar hafa líka hugsað fyrir þessu. Þeir vita vel að sjó­leið­in, til dæmis til Evr­ópu er alltof tíma­frek, tekur allt að sex vik­um. Þess­vegna hefur verið lögð járn­braut frá Yiwu til Madrídar á Spáni. Járn­brautin er sú lengsta í heimi, rúm­lega 10 þús­und kíló­metr­ar. Lestin fer um sjö lönd og ferðin tekur sam­tals þrjár vik­ur. Þessi flutn­ings­máti er sagður ódýr­ari en ef flutt væri með skipi, fyrir utan tíma­sparn­að­inn er það líka mikið hag­ræði að geta losað frakt á leið­inni. Til baka frá Evr­ópu flytur lestin ýmis konar varn­ing en kaup Kín­verja á margs konar varn­ingi frá Evr­ópu, ekki síst mat­vörum hefur auk­ist mikið á allra síð­ustu árum.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar