Nafngjöf á níræðisaldri

Edda María Magnúsdóttir tók upp nýtt nafn á níræðisaldri.

Auglýsing
Edda María tekur við nafngjafarskírteini frá Sigrúnu.
Edda María tekur við nafngjafarskírteini frá Sigrúnu.Merk­ustu tíma­mót sér­hverrar fjöl­skyldu  telj­ast alla jafnan vera: Nafn­gjöf, ferm­ing, gift­ing og útför. Hver athöfn um  sig hefur sín ein­kenni og þær þrjár fyrst­nefndu tengjum við gleði og óskum um gæfu og gengi í fram­tíð­inni á meðan útfarir eru oftar en ekki sorg­ar­stund­ir.

Nafn­gjöf er um margt sér­stök og hér á landi eru áhersl­urnar á að gefa nýfæddum ein­stak­lingi nafn og bjóða hann vel­kom­inn í heim­inn. Oft­ast er búið að til­kynna þyngd og lengd og að móður heils­ast vel.

Á dög­unum fór fram sér­stök nafn­gjöf þegar Edda Magn­ús­dóttir bætti við milli­nafn­inu María og heitir því í dag Edda María Magn­ús­dótt­ir. Það sem er merki­legt við nafn­gjöf­ina er að Edda María er á níræð­is­aldri!

Auglýsing

„Ég taldi mik­il­vægt að bæta við milli­nafn­inu áður en æfi minni líkur og gerði það með þess­ari fal­legu athöfn sem Sig­rún ann­að­ist af mik­illi alúð“ sagði Edda María að lok­inni athöfn. „María hét föð­ur­amma mín og hjá henni ólst ég að miklu leyti upp til sjö ára ald­urs. Ég elskaði hana og dáði og eng­inn hefur haft eins mikil áhrif á mig í líf­in­u.“

Sig­rún Val­bergs­dótt­ir, athafn­ar­stjóri Sið­menntar ann­að­ist nafn­gjöf­ina sem fór fram á Hrafn­istu í Hafn­ar­firði þar sem Edda María dvelst. Hafði hún boðið fjöl­skyldu og vinum að vera við­stödd til að sam­gleðj­ast með sér. Á þessu ári hafa athafn­ar­stjórar félags­ins gefið 105 ein­stak­lingum nafn en Edda María er algjör und­an­tekn­ing því eng­inn hvít­voð­ung­anna hafði náð eins árs aldri!

Sið­mennt óskar Eddu Maríu inni­lega til ham­ingju með nafn­ið.

Meira úr sama flokkiAðsendar greinar