Viðunandi samgöngur fyrir alla

Christer Magnusson segir að áður en við gleymum okkur í framtíðardraumum í samgöngumálum þurfi við að gera allt sem hægt sé til þess að bjarga brothættri byggð á Borgarfirði eystri og eitt af því sem gera þarf sé að nútímavæða veginn þangað.

Christer Magnusson.
Christer Magnusson.
Auglýsing

Und­an­farið hefur tals­vert verið fjallað um ástand inn­viða á Íslandi og meðal ann­ars er mikil þörf á að end­ur­nýja bundið slit­lag víða kringum land­ið. Við þessar aðstæður er erfitt að krefj­ast nýs bund­ins slit­lags á mal­ar­vegum en það er samt mik­il­vægt að halda því á lofti þar sem lífs­við­ur­væri fólks er í húfi. Til dæmis hafa þeir sem búa innst í Berufirði, og þeir sem þurfa að aka veg 1 á þessu svæði, lengi barist fyrir því að veg­ur­inn þar verði end­ur­byggður og mal­bik­að­ur. Það er nú komið í fram­kvæmd. Einn af síð­ustu þétt­býl­is­kjörnum lands­ins sem enn þarf að lifa með mal­ar­vegi er Borg­ar­fjörður eystri. Heima­menn þurfa að sækja alla þjón­ustu til Egils­staða því á Borg­ar­firði er engin búð, engin stað­bundin heil­brigð­is­þjón­usta, ekk­ert bíla­verk­stæði, messu­hald er lítið og svo fram­veg­is. Hins vegar eru hér þrir gisti­staðir (og tveir í Njarð­vík) ásamt góðu tjald­stæði og blóm­leg ferða­mennska sem til stendur að stór­auka næstu árin. Yfir sum­arið eru reknir fjórir veit­inga­staðir en það má telj­ast ein­stætt í hund­rað manna þorpi. Póst­bíll, sem einnig sinnir rútu­þjón­ustu, fer á milli fimm sinnum í viku. Í firð­inum er fisk­vinnsla og er fiskur fluttur með vöru­bíl til Egils­staða og Reyð­ar­fjarð­ar. Til stendur að reisa átöpp­un­ar­verk­smiðju sem mun flytja mörg tonn af gler­flöskum með íslensku vatni sömu leið. Erfitt er að gera það á hol­óttum mal­ar­vegi. 

AuglýsingLeiðin frá Egils­stöðum niður á Borg­ar­fjörð er 71 km og þar af eru 28 km eða 40% mal­ar­veg­ur. Þetta eru 28 erf­iðir kíló­metr­ar, oft holótt­ir, með kröppum beygjum og blind­hæð­um. Um er að ræða þrjá mal­arkafla: Frá Eiðum að bænum Lauf­ási, yfir Vatns­skarð eystra og Njarð­vík­ur­skrið­urn­ar. Mal­bik­aði hlut­inn sem fer þvert yfir­ Hér­aðs­fló­a er nú mjög gam­all og í slæmu ástandi en samt betri en mal­ar­veg­ur­inn frá Eiðum og niður eftir og tals­vert betri en veg­ur­inn yfir skarðið og skrið­urn­ar. Fyrir nokkrum árum var mal­bik­aður nokkra kíló­metra kafli í Njarð­vík þegar Njarð­vík­urá var sett í stokk og var því langur mal­arkafli gerður að t­veim­ur. Hugs­an­lega var áætlað að mal­bika lengri kafla því á mörgum nýlegum kortum er hann sýndur lengri en í raun­veru­leik­an­um. Ég veit þó ekki af hverju ekki var haldið áfram út Njarð­vík­ina. Veg­ur­inn, sem hefur veg­númer 94, var árið 2010 nefndur aðal­braut alla leið til Borg­ar­fjarð­ar.Umferð um veg 94 hefur auk­ist tals­vert und­an­farin ár þrátt fyrir fækkun íbúa í Bakka­gerði, sem er nafnið á þorp­inu á Borg­ar­firði eystri. Árið 2001 var sum­ar­dags­um­ferðin (júní til sept­em­ber) yfir Vatns­skarð eystra 106 bílar en sum­arið 2017 voru þeir að með­al­tali 310. Þá eru ótaldir þeir bílar sem fara út Hérað án þess að fara yfir skarð­ið. Lítið hefur verið gert við veg­inn annað en almennt við­hald þessi ár. Sum­arið 2017 tók stein­inn úr þar sem miklar rign­ingar og mikil umferð lögð­ust á eitt til þess að skola í burtu slit­lag­inu og búa til hol­ur. Erlendir ferða­menn, bæði dags­gestir og þeir sem höfðu pantað gist­ingu, sneru við eða lentu í því að sprakk á dekkj­um. En Íslend­ingar eru einnig dug­legir að sækja fjörð­inn heim. Ein­stæð nátt­úra, frá­bærar göngu­leiðir og aðgengi­leg lunda­byggð en einnig ýmsir við­burðir draga til sín ferða­menn. Um Bræðslu­helg­ina í lok júlí fóru um 740 bílar á dag yfir Vatns­skarð eystra. Í fyrsta sinn í sögu Bræðslu­há­tíðar var tals­verð rign­ing og mörgum fannst erfitt að keyra þangað og heim þrátt fyrir að Vega­gerðin gerði allt sem hún gat til þess að halda veg­inum í sæmi­legu ástandi. Helg­ina á undan var Dyr­fjalla­hlaupið haldið í fyrsta sinn, þá í brenn­andi sól, og fóru þá um 660 bílar á dag yfir skarð­ið. Að sögn Vega­gerð­ar­manna þolir veg­ur­inn alls ekki slíka umferð. Dyr­fjalla­hlaupið mun verða haldið aftur 2018 og má þá gera ráð fyrir að enn fleiri sæki fjörð­inn heim.Hvað er þá til ráða? Lík­lega mun ekki fást fjár­magn til að end­ur­byggja og mal­bika strax alla þessa 28 km en það mætti gera þetta í áföng­um. Halda þarf áfram þar sem frá var horfið fyrir nokkrum árum og mal­bika Njarð­vík og skrið­urn­ar. Kannski er þetta erf­ið­asta verk­efnið því rétta þarf úr og byggja upp veg­inn og byggja skriðu­vörn. Laga þarf einnig útsýn­is­staði og setja upp vegrið.Í leið­inni ætti að mal­bika að minnsta kosti efsta hluta skarðs­ins því veg­ur­inn er þar ónýtur og mynd­ast holur við minnstu rign­ingu. Næst þarf að ráð­ast í að leggja bundið slit­lag frá Eiðum þannig að veg­ur­inn út að Hér­aðs­flóa kom­ist í nútíma­legt horf. Loks þarf að ljúka vega­gerð yfir Vatns­skarð. Einn mögu­leiki væri að grafa stutt göng undir skarð­ið. Það mundi spara mikla snjó­mokstra og gamli veg­ur­inn gæti þá verið opinn yfir sum­arið sem útsýn­is­vegur og sem aðkomu­vegur að göngu­leiðum um Stór­urð.Í fram­tíð­inni ætti að íhuga að byggja brú yfir Lag­ar­fljót að norð­an­verðu og leggja veg­ar­teng­ingu frá Borg­ar­fjarð­ar­vegi að Húsey og Hús­eyj­ar­vegi. Þannig mynd­ast hring­vegur um Hró­ars­tungu sem gæti verið áhuga­vert upp­bygg­ing­ar­svæði fyrir ferða­mennsku. Margir leggja nú þegar leið sína til Hús­eyjar þrátt fyrir að aka þurfi langan og erf­iðan mal­ar­veg þangað og svo sömu leið til baka. Í fram­hald­inu mætti hugsa sér brú yfir Jök­ulsá og göng til Vopna­fjarð­ar. Slíkar sam­göngu­bætur mundu opna mikla mögu­leika fyrir atvinnu, við­skipti, menn­ingu og ferða­mennsku.En áður en við gleymum okkur í fram­tíð­ar­draumum þurfum við að gera allt sem við getum til þess að bjarga brot­hættri byggð á Borg­ar­firði eystri og eitt af því sem gera þarf er að nútíma­væða veg­inn þang­að.Höf­undur býr í Reykja­vík og hluta af árinu á Borg­ar­firði eystri.

Umferð um Vatnsskarð eystra á leiðinni til Borgarfjarðar 2001-2017. Brúna línan er sumardagsumferð. Ársdags- og vetrardagsumferð fyrir 2017 eru áætluð. Myndin fengin frá Vegagerðinni.

Meira úr sama flokkiAðsendar greinar