Hvenær segir ráðherra af sér og hvenær ekki?

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson spyr hvernig það eigi að vera að ráðherra sem neiti að taka ábyrgð vegna gjörða sinna, og hefur fengið á sig dóm í Hæstarétti, geti setið áfram?

Auglýsing

Mona Sahlin, fyrrum ráð­herra í Sví­þjóð og ­síð­ar­ ­leið­togi jafn­að­ar­manna fór út af spor­inu sem atvinnu­mála­ráð­herra árið 1991 og keypti bæði Tobler­one-súkkulaði og bleyjur á börnin út á krít­ar­kort sænska rík­is­ins. Hún mis­not­aði þar með stöðu sína, en tók póli­tíska ábyrgð og sagði af sér. Að vísu ekki fyrr en eftir mikla fjöl­miðlaum­fjöll­un. 

Tveir hol­lenskir her­menn lét­ust á æfingu í Malí árið 2016 og í kjöl­farið sagði varn­ar­mála­ráð­herra Hollands af sér. 

Þró­un­ar­mála­ráð­herra Bret­lands fund­aði með ísra­elskum ráða­mönn­um, þar með talið ­for­sæt­is­ráð­herra lands­ins, Benja­mín Net­anjahú, án sam­þykkis bresku stjórn­ar­inn­ar, og þurfti að segja af sér í kjöl­far­ið. 

Auglýsing

Ekk­ert af þessum dæmum felur í sér lög­brot og í til­felli Monu Sahlin sagð­ist hún hafa litið á úttektir á Júrókorti sænska rík­is­ins sem „fyr­ir­fram greidd laun“. Hún skil­greindi þar með sjálf hlut­ina í eigin þág­u. Hins ­veg­ar mis­bauð ­sænskum al­menn­ingi og féll ef til vill þessi gjörn­ingur Mon­u undir flokk­inn „svona gerir maður ekki“. 

Afsagnir fátíðar hér­lendis 

Á Íslandi hafa mjög fáir ráð­herrar sagt af sér­ ­vegna þess að þeir hafi neyðst til þess og eftir að Ísland varð lýð­veld­i ­gerð­is­t það í raun ekki ­fyrr en árið 1994. Þá sagði þáver­andi félags­mála­ráð­herra, Guð­mundur Árni Stef­áns­son (Al­þýðu­flokki) af sér emb­ætti vegna gagn­rýni sem hann hafði fengið á sig vegna starfs­loka Björns Önund­ar­son­ar, trygg­inga­yf­ir­lækn­is. Málið sner­ist um starfs­loka­greiðsl­ur lækn­is­ins, það er pen­inga. Guð­mundur Árni var á þessum tíma ein helsta von­ar­stjarna íslenskar jafn­að­ar­manna.   

Í frétt í Morg­un­blað­in­u um málið seg­ir: „Með því að biðj­ast lausnar frá emb­ætti félags­mála­ráð­herra sagð­ist Guð­mundur Árni hafa brotið blað í íslenskri stjórn­mála­sögu. Hann hefði tekið ákvörðun um að láta minni hags­muni víkja fyrir meiri og sagt af sér emb­ætti án sak­ar­efna og þrýst­ings eftir að hafa ráð­fært sig við fjöl­marga stuðn­ings­menn sína sem hefðu látið í ljós mjög mis­jafnar skoð­anir á mál­in­u.“  (Morg­un­blað­ið, 12.nóv­em­ber 1994).  

Leka­málið 

Næsti ráð­herra sem þving­ast til að segja af sér á Íslandi er Hanna Birna Krist­jáns­dótt­ir, inn­an­rík­is­ráð­herra í stjórn Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar (2013-2014). Þetta ger­ist í því ­máli ­sem kall­ast „Leka­mál­ið“. Það snýst um ólög­legan leka á upp­lýs­ingum um hæl­is­leit­and­ann Tony Omos til Morg­un­blaðs­ins, frá og út úr Inn­an­rík­is­ráðu­neyt­in­u.  

Aðstoð­ar­maður Hönnu Birnu, Gísli Freyr Val­dórs­son, ját­aði að hafa lekið upp­lýs­ing­unum (neit­aði fyrst) um Tony Omos og Hanna Birna sjálf sagði einnig ósatt í mál­inu. Þann 21. nóv­em­ber 2014 ­sagði Hanna Birna af sér emb­ætti, eftir mikla umfjöllun fjöl­miðla og á Alþing­i. En málið dró fleiri með sér, þar sem lög­reglu­stjóri höf­uð­borg­ar­inn­ar, Stefán Eiríks­son, sagði líka af sér vegna máls­ins. 

Þriðji ráð­herr­ann í stjórn­mála­sögu lýð­veld­is­ins til að segja ó­vilj­ug­ur af sér er svo Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, vorið 2016. Hann sagði af sér emb­ætti for­sæt­is­ráð­herra eftir að hafa verið afhjúp­aður sem ósann­inda­maður í sænska frétta­skýr­inga­þætt­inum „Upp­drag granskning“, þ.e. eftir rann­sóknir og aðkomu fjöl­miðla. Í mál­in­u ­sagði Sig­mundur ósatt um tengsl sín og aðkomu að aflandseyja­fyr­ir­tæk­inu Wintris og málið því ein­fald­lega kallað „Wintris-mál­ið.“  

Til einna mestu mót­mæla Íslands­sög­unnar kom vegna máls­ins og sagði Sig­mund­ur af sér emb­ætti þann 5.apríl 2016. Aflandseyja­fyr­ir­tæki eru í flestum til­fellum notuð til þess að fela pen­inga og koma þeim undan skatt­heimtu, af þeim auð­mönnum sem eiga við­kom­andi pen­inga. Skattar eru not­aðir til þess að fjár­magna meðal ann­ars heil­brigð­is, ­mennta­kerfi og vega­kerfi landa, þ.e. í þágu almenn­ings. 

Sig­mundur braut í ­sjálfu ­sér­ ekki lög, en hann sagði ósatt. Bæði Hanna Birna og Guð­mundur Árni brutu í ekki lög held­ur. Heldur snýst þetta mun frekar um sið­ferði og traust. Traust er mjög lítið á íslenskum stjórn­málum og hefur verið svo allar götur frá Hrun­inu 2008. Og sið­ferði virð­ist skipta frekar litlu máli í íslenskum stjórn­málum yfir höf­uð. Hvers ­vegna ­skyldi það vera eitt af ein­kennum póli­tískrar menn­ingar á Íslandi? 

Dóms­mála­ráð­herra ­fær á sig dóm 

Og nú er svo komið að Íslend­ingar eru með dóms­mála­ráð­herra sem hefur fengið á sig dóm Hæsta­réttar lands­ins, sem slegið hefur því föstu að ráð­herr­ann hafi brot­ið stjórn­sýslu­lög í sam­bandi við skipan dóm­ara í nýtt ­dóm­stig, Lands­rétt, sem nú hefur hafið störf. Þetta er fáheyrt. 

En það merki­leg­asta er að dóms­mála­ráð­herr­ann (æðsti ­yf­ir­maður dóms­mála í land­inu) seg­ist ein­fald­lega vera ósam­mála ­dómi Hæsta­rétt­ar og hyggst halda áfram störfum eins og ekk­ert hafi gerst. Verður það að teljast ó­venju­legt. 

Í frétt á RÚV frá 19. des­em­ber seg­ist Sig­ríð­ur And­er­sen vera „efn­is­lega ósam­mála“ dómn­um. Hvað þýðir það? Er hún þá sið­ferði­lega sam­mála dómn­um? Eða hvernig ber að túlka þessi orð? Í sömu frétt seg­ist hún „ekki ætla að deila við dóm­ar­ann.“ Hvað þýðir það? Ætlar hún þá að hlíta ­dómn­um?  

Í dómi Hæsta­réttar segir meðal ann­ars: „...verður að telja að með­ferð ráð­herra á umsóknum um emb­ætti dóm­ara Lands­réttar í kjöl­far þess að henni barst umsögn dóm­nefndar og það mat sem ráð­herra lagði í fram­hald­inu á umsókn­irnar hafi verið haldin slíkum ann­mörkum að ekki séu for­sendur til að full­yrða hvort ráð­herra hafi lagt til skipun 15 hæf­ustu umsækj­end­anna til Alþing­is."  

Nú er sá sem ritar þessi orð ekki lög­lærður maður en finnst það eigi að síður liggja beint við að ef æðsti maður dóms­mála rík­is­ins fær á sig dóm frá Hæsta­rétt­i ­rík­is­ins beri við­kom­andi að ­segja af sér­. ­Sér­stak­lega ef litið er til orða á borð við þau sem eru hér að ofan, þ.e. að hæfust­u um­sækj­end­urn­ir hafi ekki verið ráðnir við skipun hins nýja dóm­stigs. 

Skipta lög máli? 

Hvernig eiga lög og regl­ur, já og allt rétt­ar­ríkið ann­ar­s að virka þegar menn geta bara sagst vera ósam­mála dómum og ekk­ert ger­ist? Það er látið eins og ekk­ert sé og svo segj­ast menn bara ætla að setja nýjar regl­ur! ­Virkar rétt­ar­ríkið og lagapraxís á Íslandi virki­lega bara svona? ­Skipta lög­in þá ein­hverju máli? Og hvað með okkur hin? 

Ráð­herrar eru þeir aðilar sem eru æðstir í stjórn­kerfi Íslands­ og þeirra landa sem við berum okkur við. Aðeins for­set­inn er æðri hér á land­i. Ráð­herr­ar eru ein­stak­lingar sem eru fyr­ir­myndir í sam­fé­lag­inu og þeir eru kosnir af almenn­ingi til trún­að­ar­starfa, gagn­vart almenn­ingi og þeir eiga að gæta almanna­hags­muna. Þeir eru í kast­ljósi fjöl­miðla ­vegna verka sinna og í eru raun mið­punktur stjórn­kerf­is­ins.  

Það er ítar­lega fylgst með því sem ráð­herrar gera og í til­felli Íslands eru ráð­herrar líka alþing­is­menn, sem setja öllum almenn­ingi lög og regl­ur. Hvernig á það því að vera að ráð­herra sem neitar að taka ábyrgð vegna gjörða sinna, og hefur fengið á sig Hæsta­rétt­ar­dóm, ­geti setið áfram? Er ekki ákveðin þver­sögn í því? Þurfum við þá Hæsta­rétt? Ekki að undra þó maður spyrji. 

Höf­undur er stjórn­mála­fræð­ingur og þarf að fara eftir lands­lögum hvort sem honum líkar betur eða verr.  

Andlát og skilnaður valda titringi í Seattle-hagkerfinu
Ævintýraleg auðsöfnun stofnenda verðmætustu fyrirtækja heimsins, Microsoft og Amazon, hefur haft mikil áhrif á Seattle svæðið. Skyndilegt andlát Paul Allen og skilnaður Jeff Bezos, hafa valdið titringi í hagkerfi borgarinnar.
Kjarninn 18. janúar 2019
Furða sig á skýrslu um hvalveiðar við Ísland
Forsætisráðherra segir skýrslu um hvalveiðar við Ísland sérkennilegt útspil. Stjórn Hvalaskoðunarsamtaka Íslands gagnrýnir skýrsluna harðlega.
Kjarninn 18. janúar 2019
Meirihluti Íslendinga vill seinka klukkunni – Kjósendur Miðflokksins eru því andvígastir
Munur er á viðhorfi til klukkunnar eftir því hvaða stjórnmálaflokk fólk myndi kjósa. Kjósendur Viðreisnar eru hlynntastir því að klukkunni yrði seinkað en kjósendur Miðflokksins andvígastir.
Kjarninn 18. janúar 2019
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Efling hafnar tillögum SA um vinnutímabreytingu
Stjórn, trúnaðarráð og samninganefnd Eflingar hafna tillögum SA um að víkka út ramma dagvinnutíma, að taka út launaða kaffitíma og að lengja uppgjörtímabil yfirvinnu. Þau telja að framkvæmd þessara tillagna yrði mikil afturför fyrir kjör almennings.
Kjarninn 18. janúar 2019
Skuldabréfaeigendur WOW samþykkja breytingar á skilmálum
Stærsta fyrirstaðan fyrir því að Indigo Partners klári aðkomu sína að WOW air hefur verið rutt úr vegi. Skuldabréfaeigendur hafa samþykkt að breyta skilmálum.
Kjarninn 18. janúar 2019
Nýr gagnagrunnur um þróun lífskjara á Íslandi
Forsætisráðherra opnaði vefinn Tekjusagan.is í dag sem er nýr gagnagrunnur stjórnvalda. Gagnagrunnurinn gerir almenningi kleift að skoða með aðgengilegum hætti breytingar á lífskjörum einstakra hópa á 25 ára tímabili, frá árinu 1991 til 2017.
Kjarninn 18. janúar 2019
Hagar reka meðal annars Bónus.
Jóni Ásgeiri hafnað í stjórnarkjöri í Högum
Ný stjórn var kjörin í Högum í dag. Þeir fimm sem tilnefningarnefnd mælti með voru kjörin. Jón Ásgeir Jóhannesson sóttist eftir stjórnarsetu en náði ekki kjöri.
Kjarninn 18. janúar 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Rafíþróttir á Íslandi og stórleikir í Höllinni
Kjarninn 18. janúar 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar