Fjallið sem yppti öxlum og Ríkisútvarpið

Arnþór Helgason skrifar ritdóm um Fjallið sem yppti öxlum.

Auglýsing

Í haust kom út merk­is­ritið Fjallið sem yppti öxlum eftir Gísla Páls­son. Gísli er kunnur af því að rita afar læsi­legan texta og leggja efni þannig fyrir les­endur að það veki áhuga, hrifn­ingu og löngun til að fræð­ast meira.

Í bók þess­ari setur Gísli Heima­eyj­ar­gosið í sam­hengi við jörð­ina og sitt­hvað sem þar hefur gerst. Einnig rifjar hann upp minn­ingar úr æsku sinni í Eyjum og setur þær í sam­hengi við nútíð og for­tíð um leið og hann ræðir áskor­anir þær sem bíða okkar allra á næstu grös­um.

Gísli hefur aflað sér heim­ilda um hvað eina sem gosið snertir og margt birt­ist nú á prenti sem fáir höfðu hug­mynd um. Þótt Gísli hafi verið í Bret­landi á meðan á gos­inu stóð hefur honum tek­ist að skapa betri heild­ar­mynd af rás atburð­anna en ég hef áður séð enda þraut­þjálf­aður fræði­maður og glögg­skyggn.

Auglýsing

Þegar menn lesa bók­ina fer ekki hjá því að menn máti sjálfa sig við efni henn­ar. Mér þótti vænt um að hann skyldi greina frá jarð­fræði­at­hug­unum míns gamla vin­ar, Jóns Ó. E. Jóns­son­ar, sem var gam­all nágranni minn, eðl­is­greindur maður og námfús eins og Gísli minn­ist á. Eitt er víst, að þegar ég hafði lokið við að nota sumar náms­bækur í mennta­skóla tók Jón við þeim og síðan voru háðar miklar umræður um það sem honum þótti mark­verð­ast. Þar á meðal var jarð­fræði og saga land­mót­unar á Íslandi.

Hlut­verk Eyjapistils

Gísli Páls­son getur einnig laus­lega um hlut fjöl­miðla í allri atburða­rásinni og minn­ist þar m.a. á Eyjapistil sem var á dag­skrá Rík­is­út­varps­ins frá 7. febr­úar 1973 til 25. mars árið eft­ir. Greinir hann frá því að við tví­bura­bræður hefðum verið umsjón­ar­menn þátt­ar­ins auk Stef­áns Jóns­son­ar, þáver­andi dag­skrár­full­trúa og Hrafns Bald­urs­son­ar, tækni­manns.

Þarna hefur Gísli ekki kannað heim­ild­ir. Hrafn kom ekki meira nærri þátt­unum en aðrir tækni­menn Rík­is­út­varps­ins, en ann­að­ist öðru hverju sam­setn­ingu þeirra. Af því spratt ein­læg vin­átta sem stendur enn.

Þátta­skil í fjöl­miðlum

Þá þótti mér nokkuð á skorta að Gísli gerði grein fyrir þeim þátta­skilum sem urðu í raun í sögu Rík­is­út­varps­ins þegar þessum þáttum var hrundið úr vör. Þetta var í raun í fyrsta sinn sem Rík­is­út­varpið hóf þjón­ustu við lands­menn með mark­vissri upp­lýs­inga­gjöf og tengdi um leið saman ákveð­inn hóp.

For­tíð­ar­hyggjan

Rúmum tveimur ára­tugum eftir að Eyjapistl­arnir hurfu af dag­skrá Rík­is­út­varps­ins sett­ist ég aftur á skóla­bekk í Háskóla Íslands og lagði stund á svo kall­aða hag­nýta fjöl­miðl­un. Mér til mik­illar furðu kom í ljós að tveir fyr­ir­les­ar­ar, þeir Þor­björn Brodda­son og Hilmar Thor Bjarna­son, fjöll­uðu dálítið um þætt­ina og hlut­verk þeirra. Töldu þeir að um tíma­mót hefði verið að ræða og nefndu ýmis­legt sem dæmi. Greindi annar þeirra m.a. frá því að komið hefði í ljós við hlust­enda­könnun að þætt­irnir nutu mik­illa vin­sælda á meðal lands­manna.

Það væri full ástæða til þess að ein­hver fræði­lega þenkj­andi sál tæki saman efni um hlut­verk þátt­anna og Rík­is­út­varps­ins á þessum vett­vangi. Þá þyrfti að hafa uppi á hlust­endum og athuga um leið hvernig umsjón­ar­menn brugð­ust við ýmsum atburð­um.

Bug­aðir hlust­endur og góð­vilj­aðir lands­menn

Því er ekki að leyna að mjög var leitað til okkar vegna ýmissa mála. Við gáfum jafnan upp heima­síma okkar til þess að gera fólki auð­veld­ara að koma alls konar til­kynn­ingum á fram­færi.

Ýmis sam­töl bár­ust umsjón­ar­mönnum og voru flest þeirra sprottin af vel­vild til Eyja­manna. Má sem dæmi nefna að kona nokkur stakk upp á að séra Karl Sig­ur­björns­son yrði beð­inn að segja af sér enda gæti það ráðið úrslitum um gosið (þjóð­saga í tveimur útgáfum þess efnis að næði byggðin upp að Helga­felli og inn fyrir Hástein eydd­ust eyj­arnar öðru sinn­i).

Fyrir kom að örvænt­ing­ar­fullt fólk úr Vest­manna­eyjum hringdi í sjálfs­vígs­hug­leið­ingum og fór þá iðu­lega nokkur tími í að ræða við ein­stak­ling­inn og reyna um leið að beina honum á aðrar slóð­ir.

Þegar tíma­móta­at­burðir urðu svo sem gerð varn­ar­garða og hús­brunar fór iðu­lega allt á annan end­ann. Gísli hafði ekki við að svara og ég, sem vann að nokkru leyti heima við efn­is­söfn­un svar­aði einnig.

Að lokum skal þess getið til gam­ans að við hættum að gefa upp síma­núm­erið um miðjan maí 1973 enda var þá orðið rórra yfir fólki en á meðan atgang­ur­inn var sem mest­ur.

Síð­asta sam­talið kom kl. hálf fimm að morgni laug­ar­dags í maí. Það var drukkin hús­móðir á Nes­kaup­stað, eins og hún kynnti sig, sem bað mig að koma því til skila að sjón­varpið sæist ekki, en hún næði ekki í neinn hjá Rík­is­sjón­varp­inu. Ég taldi það engin undur þegar mið væri tekið af þessum tíma sól­ar­hrings­ins. 

Blessuð kon­an, sem þá kynnti sig sem fer­tuga hús­móð­ur, varð klumsa og baðst afsök­un­ar. Hún hafði hald­ið af­mæl­is­veislu af mann­inum sínum fjar­stöddum og síð­ustu gest­irnir væru nýfarn­ir. Sagð­ist hún dást mjög að þraut­seigju Vest­mann­ey­inga og þætti henni vænna um þá en aðra lands­menn. Kvödd­umst við síðan með virktum og fékk hún kveðju í Eyjapistli þá um dag­inn með þakk­læti fyrir hlý­hug í garð Vest­mann­ey­inga.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar