Þvættingur um lóðaskort

„Staðan þrengdist ennfrekar samhliða stórauknum áhuga erlendra ferðamanna á Íslandi. Þessum veruleika hafa sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu mætt með ólíkum hætti.“

Auglýsing

Póli­tísk umræða í aðdrag­anda borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­anna er að súrna afar hratt þar sem stað­reyndir virð­ast ekki skipta neinu máli leng­ur. Lesi maður greinar fram­bjóð­enda og borg­ar­full­trúa er reynt að koma orð­inu lóða­skort­stefna inn í tungu­mál­ið. Sú stefna hefur aldrei verið rekin á þessu kjör­tíma­bili af meiri­hlut­anum í Reykja­vík. Til marks um það úthlut­aði borgin á síð­asta ári lóðum undir 1691 íbúð en það er álíka mik­ill fjöldi og allar þær íbúðir sem finna má á Sel­tjarn­ar­nesi í dag.

Yfir 900 íbúðir í bygg­ingu árlega

Eftir litla sem enga upp­bygg­ingu íbúð­ar­hús­næðis á höf­uð­borg­ar­svæð­inu á árunum eftir hrun þegar ekki síst fjár­festar og verk­takar héldu að sér höndum skap­að­ist þröng staða á hús­næð­is­mark­aði. Staðan  þrengd­ist enn­frekar sam­hliða stór­auknum áhuga erlendra ferða­manna á Íslandi. Þessum veru­leika hafa sveit­ar­fé­lögin á höf­uð­borg­ar­svæð­inu mætt með ólíkum hætti.

Hru­nárið 2008 fóru 348 íbúðir í bygg­ingu í Reykja­vík sam­an­borið við 667 árið und­an. Árið 2010 voru íbúð­irnar 10 tals­ins sem farið var af stað með í bygg­ingu. Árið 2016, þegar yfir­stand­andi kjör­tíma­bil var hálfn­að, var annað árið röð hafin bygg­ing á meira en 900 íbúðum í Reykja­vík. Áætl­anir fyrir síð­asta ár gerðu ráð fyrir enn frek­ari upp­bygg­inu og það sama á við um næstu ár.

Auglýsing

Fyrir fjöl­skyldur með lægri- og milli­tekjur

Hús­næð­is­á­ætlun Reykja­vík­ur­borgar gerir ráð fyrir upp­bygg­ingu á hag­kvæmu hús­næði á vegum hús­næð­is­fé­laga á mæli­kvarða sem við höfum ekki séð síðan Breið­holtið var í bygg­ingu. Alls eru um 3700 stað­fest áform um íbúðir fyrir stúd­enta, eldri borg­ara, fjöl­skyldur með lægri og milli­tekj­ur. Á nýjum þró­un­ar­svæðum í Reykja­vík á borð við Voga­byggð hefur verið samið um að hlut­fall leigu- og búsetu­réttar­í­búða á hverju upp­bygg­ing­ar­svæði verði 20-25%. Jafn­framt hefur verið samið um að Félags­bú­staðir hafi kaup­rétt að um 5% af öllum nýjum íbúð­um.

Þegar rýnt er í þær tæp­lega 1700 lóða­út­hlut­anir sem fram fóru árið 2017 má sjá að hátt í 1000 lóða­út­hlut­an­anna voru til félaga á borð við Félags­stofnun stúd­enta, Bygg­inga­fé­lag náms­manna, Sam­tök aldr­aðra, Félags­bú­staði, Sjó­manna­dags­ráð, Brynju húss­sjóð ÖBÍ og Bjarg hús­næð­is­sjálfs­eigna­fé­lag ASÍ og BSRB. Að auki er lóða­út­hlutun til Háskól­ans í Reykja­vík vegna hátt í 400 íbúða við Naut­hóls­veg.

Ef við skoðum sér­stak­lega hús­næð­is­fé­lag ASÍ og BSRB er ljóst að upp­bygg­ingin á vegum félags­ins verður fyr­ir­ferða­mikil á næst­unni. Á síð­asta ári var Bjarg úthlutað lóðum fyrir 63 íbúðir á Hall­gerð­ar­götu nýrri götu við Kirkju­sand, 156 íbúðir við Móa­veg í Graf­ar­vogi og 76 íbúðir við Urð­ar­brunn í Úlf­arsár­dal. Á upp­hafs­mán­uðum þessa árs áætlar félagið að hefja fram­kvæmdir vegna 392 íbúða í Graf­ar­vogi, í Úlf­arsár­dal, á Kirkju­sandi og í Voga­byggð.

Tölum um stað­reyndir

Kosn­inga­bar­áttan má ekki snú­ast um að tala niður Reykja­vík og upp­bygg­ing­una og villa þannig um fyrir borg­ar­bú­um. Umræðan verður að snú­ast um raun­veru­leikan og fram­tíð­ina. Úrlausn­ar­efnin eru mörg og úr þeim þarf að leysa en umræðan þarf að byggja á stað­reyndum svo hún skili ein­hverju öðru en upp­hróp­un­um.

Hús­næð­is­upp­bygg­ingin i Reykja­vík er rót­tæk og félags­leg. Á meðan skila nágranna­sveit­ar­fé­lögin flest hver auðu þegar kemur að fjölgun íbúða. Sér­stak­lega á minni- og með­al­stórum íbúð­um. Þá er upp­bygg­ing félags­legs og almenns leigu­hús­næðis nær öll í Reykja­vík. Í dag eru hátt í 2000 félags­legar íbúðir í Reykja­vík eða 16 íbúðir á hverja þús­und íbúa en tvær íbúðir á hverja þús­und íbúa á Sel­tjarn­ar­nesi. Hlut­fallið er það sama í Garða­bæ.

Á sama tíma og gríð­ar­leg hús­næð­is­upp­bygg­ing stendur yfir í Reykja­vík, meðal ann­ars í sam­starfi við leigu­fé­lög rekin án hagn­að­ar­sjón­ar­miða, er lítið sem ekk­ert í gangi í nágranna­sveit­ar­fé­lög­un­um. Samt er fók­us­inn oft­ast nær ein­göngu á Reykja­vík. Það er eins og fólk átti sig ekki á því að í sveit­ar­fé­lög­unum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu búa rúm­lega 90 þús­und manns sam­an­borið við 122 þús­und borg­ar­búa. Eftir hverju er verið að bíða?

For­maður borg­ar­stjórn­ar­flokks Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Andlát og skilnaður valda titringi í Seattle-hagkerfinu
Ævintýraleg auðsöfnun stofnenda verðmætustu fyrirtækja heimsins, Microsoft og Amazon, hefur haft mikil áhrif á Seattle svæðið. Skyndilegt andlát Paul Allen og skilnaður Jeff Bezos, hafa valdið titringi í hagkerfi borgarinnar.
Kjarninn 18. janúar 2019
Furða sig á skýrslu um hvalveiðar við Ísland
Forsætisráðherra segir skýrslu um hvalveiðar við Ísland sérkennilegt útspil. Stjórn Hvalaskoðunarsamtaka Íslands gagnrýnir skýrsluna harðlega.
Kjarninn 18. janúar 2019
Meirihluti Íslendinga vill seinka klukkunni – Kjósendur Miðflokksins eru því andvígastir
Munur er á viðhorfi til klukkunnar eftir því hvaða stjórnmálaflokk fólk myndi kjósa. Kjósendur Viðreisnar eru hlynntastir því að klukkunni yrði seinkað en kjósendur Miðflokksins andvígastir.
Kjarninn 18. janúar 2019
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Efling hafnar tillögum SA um vinnutímabreytingu
Stjórn, trúnaðarráð og samninganefnd Eflingar hafna tillögum SA um að víkka út ramma dagvinnutíma, að taka út launaða kaffitíma og að lengja uppgjörtímabil yfirvinnu. Þau telja að framkvæmd þessara tillagna yrði mikil afturför fyrir kjör almennings.
Kjarninn 18. janúar 2019
Skuldabréfaeigendur WOW samþykkja breytingar á skilmálum
Stærsta fyrirstaðan fyrir því að Indigo Partners klári aðkomu sína að WOW air hefur verið rutt úr vegi. Skuldabréfaeigendur hafa samþykkt að breyta skilmálum.
Kjarninn 18. janúar 2019
Nýr gagnagrunnur um þróun lífskjara á Íslandi
Forsætisráðherra opnaði vefinn Tekjusagan.is í dag sem er nýr gagnagrunnur stjórnvalda. Gagnagrunnurinn gerir almenningi kleift að skoða með aðgengilegum hætti breytingar á lífskjörum einstakra hópa á 25 ára tímabili, frá árinu 1991 til 2017.
Kjarninn 18. janúar 2019
Hagar reka meðal annars Bónus.
Jóni Ásgeiri hafnað í stjórnarkjöri í Högum
Ný stjórn var kjörin í Högum í dag. Þeir fimm sem tilnefningarnefnd mælti með voru kjörin. Jón Ásgeir Jóhannesson sóttist eftir stjórnarsetu en náði ekki kjöri.
Kjarninn 18. janúar 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Rafíþróttir á Íslandi og stórleikir í Höllinni
Kjarninn 18. janúar 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar