Börnin í borginni

Varaformaður Samfylkingarinnar, sem sækist eftir öðru sætinu í forvali flokksins í borginni, skrifar um þjónustu við börn í borginni.

Auglýsing

Síð­ustu ár hefur Vel­ferð­ar­ráð Reykja­vík­ur­borgar lagt sér­staka áherslu á börn og ung­menni. Áhersla hefur verið á heilsu­efl­ingu og for­varnir ann­ars vegar og hins vegar að ein­falda og styrkja þjón­ustu við börnin í borg­inni og fjöl­skyldur þeirra á allan hátt. Við höfum farið yfir þjón­ust­una útfrá börnum og fjöl­skyldum og greint tæki­færi til að gera bet­ur.

Skóla­þjón­usta

Á þjón­ustu­mið­stöðvum Reykja­vík­ur­borgar er rekin skóla­þjón­usta sem styður við skóla­starf og þau börn sem eiga í erf­ið­leikum í skóla umfram það sem starfs­fólk skóla hefur tök á að mæta. Það er mik­il­vægt að slíkur stuðn­ingur sé veittur á þver­fag­lega og í þéttri sam­vinnu með vel­ferð­ar­þjón­ustu í hverju hverfi því hver fjöl­skylda þarf nálgun sem passar akkúrat henni. Síð­ustu ár hefur farið fram mark­visst þró­un­ar­starf í skóla­þjón­usut og nú unnið sam­kvæmt hug­mynda­fræði um snemmtæka íhlutun svo köll­uðu Reykja­vík­ur­lík­ani sem þróað var af skóla­þjón­ust­unni í Breið­holt­i. 

Líkanið gengur út á að veita stuðn­ing sem fyrst í umhverfi barns­ins og til for­eldra eftir þörfum og meta árangur af því áður en farið er í flókið grein­inga­ferli eða frek­ari sér­tæka þjón­ustu. Skóla­þjón­usta þjón­ustu­mið­stöðva og kennslu­ráð­gjafar eru í lyk­il­hlut­verki í því að styðja við börn í grunn­skóla, meta hvaða stuðn­ing þarf og tengja börn og fjöl­skyldur þeirra við þá þjón­ustu sem þau þurfa. Það er mik­il­vægt að þeir sem vinna að þessum málum geri það fag­lega milli sviða og stofn­ana þannig að hagur barns­ins sé alltaf í önd­vegi. Skóla og frí­stunda­svið og Vel­ferð­ar­svið hafa nú hafið form­legt sam­starfs­verk­efni til að tryggja að inn­leið­ing þessa verk­lags gangi sem best og að færa þjón­ust­una sem næst börn­unum inn í í leik-, grunn­skóla og frí­stund.

Auglýsing

Heild­ar­sýn á þjón­ustu við fjöl­skyldur

Ég er þess full­viss eftir að hafa kynnst starf­semi þjón­ustu­mið­stöðv­anna betur síð­ustu ár að það er mik­il­vægt að hafa þjón­ust­una sem næst þeim sem hana þurfa. Það að þver­fag­legt teymi í nærum­hverfi setj­ist niður og finni lausnir eða úrræði er að ég tel lík­leg­ast a leiðin til þess að við séum að veita við­eig­andi þjón­ustu.

Ég mundi vilja sjá meiri þjón­ustu fær­ast út í hverfin og sjá okkur efla þjón­ustu­mið­stöðv­arnar sem þann hverf­is­vin sem þær þurfa að vera til að fólk treysti þeim og leiti þangað eftir þeirri aðstoða sem það þarf.

Það að í þjón­ustu­mið­stöð­inni sé sam­ræm­ing­ar­að­ili getur verið mjög mik­il­vægt til að árangur náist og við höfum tæki­færi til að efla þjón­ustu við fjöl­skyldur og við eigum að gera það.  Í rann­sóknum á fátækt hefur komið fram  mik­il­vægi þess að í þjón­ustu við barna­fjöl­skyldur sé ein­hver aðili sem er með heild­ar­sýn á þjón­ustu við fjöl­skyld­una. Það er oft þannig að hegðun barns eða líðan skýrist af aðstæðum eða atburðum í fjöl­skyldu sem unnt er að vinna með sé yfir­sýn yfir þjón­ust­una til stað­ar. Stundum er svarið við vanda barns að for­eldri fái stuðn­ing eða að heim­il­is­að­stæður eru þannig að stuðn­ingur þarf að koma til­.  

Stöðug þróun þjón­ustu

Með þver­fag­legri nálgun Skóla­þjón­ust­unnar á Vel­ferð­ar­sviði hafa orðið til fjöldi úrræða eins og ráð­gjaf­inn heim, morg­un­hani, lið­veisla í sam­vinnu við félags­mið­stöðvar og sér­tæk nám­skeið eins og PMT, kvíða­nám­skeið, HAM, klókir krakk­ar, nám­skeið HAM v. til­finn­inga „mér líður eins og ég hugsa, við­bragð­steymi til að bæta þjón­ustu við börn með fjöl­þættan vanda og marg fleira. Til­rauna­verk­efnið Tinna var þróað í Breið­holti í sam­starfi við Vel­ferð­ar­ráðu­neyt­ið. Það gengur út á að vinna með fjöl­skyldur sem hafa glímt við félags­legan vanda og fátækt til lengri tíma á heild­rænan hátt og bein­ist þannig að for­eldrum sem og börn­um.

For­eldra­færni­nám­skeiðin og eft­ir­fylgnin sem kall­ast „PMTO“ hafa fest sig í sessi og unnið er að því að styrkja þau þannig að hægt sé að bjóða fleiri for­eldrum þessa mik­il­vægu þjón­ustu, en um er að ræða hjálp til sjálfs­hjálpar og snemmtæka íhlutun hjá fjöl­skyldum sem eiga í vanda. Einnig er mik­il­vægt að nefna mark­vissa vinnu með börnum umsækj­enda um alþjóð­lega vernd og flótta­fólks. Veitt er sér­hæfð þjón­usta og unnið eftir sam­ræmdu verk­lagi til að tryggja sam­fellda þjón­ustu við þennan við­kvæma hóp barna og fjöl­skyldur þeirra.  Stundum getur það mik­il­væg­asta fyrir barnið kannski verið að mamma og pabbi læri íslensku eða vinni utan heim­il­is.

Heil­brigt geð

Mikil þróun er í þjón­ustu við börn í borg­inn til að bæta aðstæður þeirra og jafna aðstöðu. En um leið sjáum við að Það er knýj­andi þörf á meiri geð­heil­brigð­is­þjón­ustu fyrir börn og ung­menni,  sem nú er von­andi verið að koma upp á heilsu­gæslu­stöðvum á vegum rík­is­ins. Við sjáum auk­inn kvíða og þung­lynd­is­ein­kenni í könn­unum ár eftir ár og við því þarf að bregð­ast með sam­eig­in­legri sam­fé­lags­legri aðgerð. 

Reykja­vík­ur­borg skimaði öll börn í 9. bekk fyrir til­finn­inga­vanda og var þeim sem þurftu og vildu boðið upp á stuðn­ing og nám­skeið til að styrkja sitt geð og bæta líð­an. Per­sónu­vernd stöðv­aði þá aðferð og hefur ekki skorið úr um hvort það sé heim­ilt. Það er að mínu mati afar mik­il­vægt að skima og leita alltaf leiða til að bregð­ast snemma við ef barn vill þjón­ustu eða stuðn­ing og gera alltaf allt til að koma í veg fyrir frek­ari vanda.  Reykja­vik­ur­borg hefur náð gríð­al­regum árangri í for­vörn­um, reyk­ing­ar,  neysla áfengis og ann­arra vímu­efna hefur snar­minnkað síð­ustu 20 ár meðan börn eyða meiri tíma með for­eldrum og í skipu­lögðu fjöl­breyttu frí­stunda­starf­i. 

Við þurfum nú að taka höndum saman með svip­uðum hætti og beina sjónum okkar að líðan barna og ung­menna og hvað við sem sam­fé­lag getum gert til að styrkja þeirra umhverfi og heilsu. Það er fylgni meðal þung­lyndis og kvíða ein­kenna og sam­fé­lags­miðla­notk­un­ar, sofa of lítið og mik­il­vægt að við kort­leggjum allt sem við getum gert til að bæta líðan unga fólks­ins. Fjöl­skyld­ur, for­eldra­sam­tök, atvinnu­líf, sveit­ar­fé­lög, ríki og allir að sam­ein­ast um að tryggja öllum börnum og ung­mennum öruggt og styðj­andi umhverfi.  Reykja­vík er að leggja loka­hönd á Lýð­heilsu­stefnu og verið er að inn­leiða Heilsu­efl­ing­ar­starf í alla leik-, grunn­skóla og frí­stund.  

Barn sem þarf þjón­ustu á ekki að þurfa að vita hver veitir hana, hún þarf að koma fljótt og vera á for­sendum barns­ins en ekki kerf­is­ins og það er okkar mark­mið.

Börn­unum í borg­inni líður almennt vel og eru heilsu­hraust en við viljum alltaf gera betur og vinna að því mark­miði að öll börn fái raun­veru­lega jöfn tæki­færi í líf­inu.

Höf­undur er borg­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar­innar og vara­for­maður flokks­ins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar