Í krafti fjöldans – Beint aðgengi að sjúkraþjálfun

Sjúkraþjálfari fjallar um breytingar á regluverki um greiðsluþátttöku sjúkratrygginga í sjúkraþjálfun.

Auglýsing

Nýlega áttu sér stað í Nor­egi veiga­miklar breyt­ingar á þar­lendu heil­brigð­is­kerfi þegar beint og óheft aðgengi að sjúkra­þjálfun með fullri þátt­töku sjúkra­trygg­inga var sett á lagg­irn­ar. Það þýðir að Norð­menn bæt­ast nú í hóp með Svíum, Bret­um, Áströl­um, Bras­il­íu­mönn­um, Suð­ur­-Afr­íku­mönnum og u.þ.b. 40 öðrum þjóðum sem geta nú leitað beint til sjúkra­þjálf­ara, með fullri þátt­töku þar­lendra sjúkra­trygg­inga, án þess að þurfa beiðni fyrir sjúkra­þjálfun frá lækni. Hér á landi er for­senda þess að Sjúkra­trygg­ingar Íslands (SÍ) nið­ur­greiði sjúkra­þjálf­un­ar­með­ferð sú að fyrir liggi beiðni um sjúkra­þjálfun frá lækn­i. 

Marg­sinnis hefur verið sýnt fram á að beint aðgengi að sjúkra­þjálfun felur í sér mik­inn sparnað fyrir sam­fé­lag­ið. Sam­an­tekt frá Heims­sam­bandi sjúkra­þjálf­ara, frá árinu 2013, sýndi að sparn­aður af beinu aðgengi að sjúkra­þjálfun er meðal ann­ars fólg­inn í því að kostn­aður vegna við­tala og/eða ann­arra rann­sókna hjá öðrum heil­brigð­is­stéttum lækk­ar, ávísun lyfja minnkar og fólk kemst fyrr aftur til vinnu. Sam­an­tektin sýndi einnig að þeir skjól­stæð­ingar sem nýta sér beint aðgengi að sjúkra­þjálfun eru lík­legri til að taka meiri ábyrgð á eigin heilsu, eru lík­legri til þess að ljúka nauð­syn­legri með­ferð og eru ánægð­ari með veitta þjón­ustu.

Á for­síðu Morg­un­blaðs­ins 15. jan­úar síð­ast­lið­inn var vísað í við­tal við Reyni Arn­gríms­son for­mann Lækna­fé­lags Íslands undir fyr­ir­sögn­inni „Ekki er hlustað á lækna”. Þar sagði Reynir meðal ann­ars að heil­brigð­is­málum á Íslandi hafi jafnan fleygt hvað mest fram þegar ráða­menn í mála­flokknum vinna náið með lækn­um, sem jafnan hafa mótað stefn­una í veiga­miklum atrið­um. Þessi setn­ing end­ur­speglar stóran vanda sem heil­brigð­is­kerfið á Íslandi glímir við. Til þess að halda áfram upp­bygg­ingu heil­brigð­is­kerfið á Íslandi þá er ekki nóg fyrir ráða­menn að vinna ein­ungis náið með lækn­um. Heil­brigð­is­kerfið sam­anstendur ekki bara af læknum líkt og knatt­spyrnu­lið er ekki ein­ungis sam­an­sett af varn­ar­mönn­um. Að mati und­ir­rit­aðs liggur stór vandi kerf­is­ins í því að ekki er verið að nýta nógu vel alla þá þekk­ingu og kunn­áttu sem er til staðar hjá öðrum heil­brigð­is­stétt­um. Ef við nýtum ekki almenni­lega allan þann mann­afla sem starfar í heil­brigð­is­kerf­inu og ork­una sem í honum býr, hvort sem umræðir sjúkra­þjálf­ara eða aðrar stétt­ir, þá getur það eflaust reynst okkur þraut­inni þyngra að halda áfram að bæta þetta nú þegar öfl­uga heil­brigð­is­kerfi sem við eigum hér á landi.

Auglýsing

Dæmi um betri nýt­ingu mann­afl­ans er sú breyt­ing sem átti sér stað fyrir skömmu innan Land­spít­al­ans að sjúkra­þjálf­arar eru nú komnir inn í teymi starfs­manna á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans í Foss­vogi. Hlut­verk þeirra þar er fyrst og fremst að sinna þeim sem koma inn á bráða­mót­tök­una með „ein­föld” bráða stoð­kerf­is­vanda­mál en sjúkra­þjálf­arar eru sér­fræð­ingar í skoðun og með­höndlun stoð­kerf­is­vanda­mála. Erlendar rann­sóknir hafa sýnt fram á kostn­að­ar­hag­kvæmni þess að hafa sjúkra­þjálf­ara í teymi starfs­manna á bráða­mót­töku þar sem ávinn­ing­ur­inn er meðal ann­ars fólgin í því að bið­tími minn­kar, vinnu­á­lag ann­arra stétta á bráða­mót­tök­unni minnkar og inn­lögnum fækkar með til­heyr­andi sparn­aði. Aðkoma sjúkra­þjálf­ara á Land­spít­al­anum að bráða­mót­tök­unni hefur einmitt skilað sér í því að tek­ist hefur að koma í veg fyrir inn­lagnir skjól­stæð­inga með „ein­föld” stoð­kerf­is­vanda­mál með til­heyrandi sparn­aði fyrir Land­spít­al­ann og sam­fé­lagið í heild sinni.

Í rekstri heil­brigð­is­kerf­is­ins, þar sem hver króna skiptir máli, ætti það því að vera allra hagur að beint aðgengi að sjúkra­þjálfun verði að raun­veru­leika á Íslandi og væri það rök­rétt fram­hald í upp­bygg­ingu heil­brigð­is­kerf­is­ins. Töl­urnar tala sínu máli og reynsla erlendis frá hefur sýnt að ávinn­ingur beins aðgengis að sjúkra­þjálfun er umtals­verður bæði í krónum talið og í bættum lífs­gæðum fólks. Það er nauð­syn­legt fyrir heil­brigð­is­kerfið að öll sú þekk­ing sem býr innan þess sé nýtt, burt séð frá því hvaða hún kem­ur, því í krafti fjöld­ans leyn­ist styrk­ur­inn.

Höf­undur er sjúkra­þjálf­ari á Gáska og ein­inga­stjóri á göngu­deild sjúkra­þjálf­unar á Land­spít­al­an­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ungmenni mótmæla aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum.
„Loftslagsváin fer ekki í sumarfrí“
Ungmenni á Íslandi halda áfram að fara í verkfall fyrir loftslagið þrátt fyrir COVID-19 faraldur og sumarfrí. Greta Thunberg hvetur jafnframt áfram til mótmæla.
Kjarninn 9. júlí 2020
Afkoma ríkissjóðs jákvæð um 42 milljarða í fyrra
Tekjur ríkissjóðs námu samtals 830 milljörðum króna í fyrra en rekstrargjöld voru 809 milljarðar. Fjármagnsgjöld voru neikvæð um 57 milljarða en hlutdeild í afkomu félaga í eigu ríkisins jákvæð um 78 milljarða.
Kjarninn 9. júlí 2020
Guðmundur Hörður Guðmundsson
Menntamálaráðherra gleymdi meðalhófsreglunni
Kjarninn 9. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
„Þetta verður í fínu lagi“
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að starfsfólk fyrirtækisins muni rjúka til og hjálpa við skimun ef Landspítalinn þurfi á því að halda. Spítalinn sé þó „ágætlega í stakk búinn“ til þess að takast á við verkefnið.
Kjarninn 9. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Erum að beita öllum ráðum í bókinni
Sóttvarnalæknir segist ekki áforma að mæla með rýmkuðum reglum um fjöldatakmörk á samkomum á næstunni. Líklega muni núverandi takmarkanir, sem miða við 500 manns, gilda út ágúst.
Kjarninn 9. júlí 2020
Opnað fyrir umsóknir um stuðningslán
Stuðningslán til smærri og meðalstórra fyrirtækja geta að hámarki numið 40 milljónum króna. Þó geta þau ekki orðið hærri en sem nemur tíu prósentum af tekjum fyrirtækis á síðasta rekstrarári.
Kjarninn 9. júlí 2020
Icelandair mun flytja á annað þúsund manns á milli Kaliforníu og Armeníu
Íslenska utanríkisþjónustan aðstoðaði við sérstakt verkefni á vegum Loftleiða Icelandic.
Kjarninn 9. júlí 2020
Tilraunir með Oxford-bóluefnið í mönnum eru hafnar í þremur löndum, m.a. Suður-Afríku.
Oxford-bóluefnið þykir líklegast til árangurs
Ef tilraunir með bóluefni sem nú er í þróun við Oxford-háskóla skila jákvæðum niðurstöðum á næstu vikum verður hugsanlega hægt að byrja að nota það í haust.
Kjarninn 9. júlí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar