Í krafti fjöldans – Beint aðgengi að sjúkraþjálfun

Sjúkraþjálfari fjallar um breytingar á regluverki um greiðsluþátttöku sjúkratrygginga í sjúkraþjálfun.

Auglýsing

Nýlega áttu sér stað í Nor­egi veiga­miklar breyt­ingar á þar­lendu heil­brigð­is­kerfi þegar beint og óheft aðgengi að sjúkra­þjálfun með fullri þátt­töku sjúkra­trygg­inga var sett á lagg­irn­ar. Það þýðir að Norð­menn bæt­ast nú í hóp með Svíum, Bret­um, Áströl­um, Bras­il­íu­mönn­um, Suð­ur­-Afr­íku­mönnum og u.þ.b. 40 öðrum þjóðum sem geta nú leitað beint til sjúkra­þjálf­ara, með fullri þátt­töku þar­lendra sjúkra­trygg­inga, án þess að þurfa beiðni fyrir sjúkra­þjálfun frá lækni. Hér á landi er for­senda þess að Sjúkra­trygg­ingar Íslands (SÍ) nið­ur­greiði sjúkra­þjálf­un­ar­með­ferð sú að fyrir liggi beiðni um sjúkra­þjálfun frá lækn­i. 

Marg­sinnis hefur verið sýnt fram á að beint aðgengi að sjúkra­þjálfun felur í sér mik­inn sparnað fyrir sam­fé­lag­ið. Sam­an­tekt frá Heims­sam­bandi sjúkra­þjálf­ara, frá árinu 2013, sýndi að sparn­aður af beinu aðgengi að sjúkra­þjálfun er meðal ann­ars fólg­inn í því að kostn­aður vegna við­tala og/eða ann­arra rann­sókna hjá öðrum heil­brigð­is­stéttum lækk­ar, ávísun lyfja minnkar og fólk kemst fyrr aftur til vinnu. Sam­an­tektin sýndi einnig að þeir skjól­stæð­ingar sem nýta sér beint aðgengi að sjúkra­þjálfun eru lík­legri til að taka meiri ábyrgð á eigin heilsu, eru lík­legri til þess að ljúka nauð­syn­legri með­ferð og eru ánægð­ari með veitta þjón­ustu.

Á for­síðu Morg­un­blaðs­ins 15. jan­úar síð­ast­lið­inn var vísað í við­tal við Reyni Arn­gríms­son for­mann Lækna­fé­lags Íslands undir fyr­ir­sögn­inni „Ekki er hlustað á lækna”. Þar sagði Reynir meðal ann­ars að heil­brigð­is­málum á Íslandi hafi jafnan fleygt hvað mest fram þegar ráða­menn í mála­flokknum vinna náið með lækn­um, sem jafnan hafa mótað stefn­una í veiga­miklum atrið­um. Þessi setn­ing end­ur­speglar stóran vanda sem heil­brigð­is­kerfið á Íslandi glímir við. Til þess að halda áfram upp­bygg­ingu heil­brigð­is­kerfið á Íslandi þá er ekki nóg fyrir ráða­menn að vinna ein­ungis náið með lækn­um. Heil­brigð­is­kerfið sam­anstendur ekki bara af læknum líkt og knatt­spyrnu­lið er ekki ein­ungis sam­an­sett af varn­ar­mönn­um. Að mati und­ir­rit­aðs liggur stór vandi kerf­is­ins í því að ekki er verið að nýta nógu vel alla þá þekk­ingu og kunn­áttu sem er til staðar hjá öðrum heil­brigð­is­stétt­um. Ef við nýtum ekki almenni­lega allan þann mann­afla sem starfar í heil­brigð­is­kerf­inu og ork­una sem í honum býr, hvort sem umræðir sjúkra­þjálf­ara eða aðrar stétt­ir, þá getur það eflaust reynst okkur þraut­inni þyngra að halda áfram að bæta þetta nú þegar öfl­uga heil­brigð­is­kerfi sem við eigum hér á landi.

Auglýsing

Dæmi um betri nýt­ingu mann­afl­ans er sú breyt­ing sem átti sér stað fyrir skömmu innan Land­spít­al­ans að sjúkra­þjálf­arar eru nú komnir inn í teymi starfs­manna á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans í Foss­vogi. Hlut­verk þeirra þar er fyrst og fremst að sinna þeim sem koma inn á bráða­mót­tök­una með „ein­föld” bráða stoð­kerf­is­vanda­mál en sjúkra­þjálf­arar eru sér­fræð­ingar í skoðun og með­höndlun stoð­kerf­is­vanda­mála. Erlendar rann­sóknir hafa sýnt fram á kostn­að­ar­hag­kvæmni þess að hafa sjúkra­þjálf­ara í teymi starfs­manna á bráða­mót­töku þar sem ávinn­ing­ur­inn er meðal ann­ars fólgin í því að bið­tími minn­kar, vinnu­á­lag ann­arra stétta á bráða­mót­tök­unni minnkar og inn­lögnum fækkar með til­heyr­andi sparn­aði. Aðkoma sjúkra­þjálf­ara á Land­spít­al­anum að bráða­mót­tök­unni hefur einmitt skilað sér í því að tek­ist hefur að koma í veg fyrir inn­lagnir skjól­stæð­inga með „ein­föld” stoð­kerf­is­vanda­mál með til­heyrandi sparn­aði fyrir Land­spít­al­ann og sam­fé­lagið í heild sinni.

Í rekstri heil­brigð­is­kerf­is­ins, þar sem hver króna skiptir máli, ætti það því að vera allra hagur að beint aðgengi að sjúkra­þjálfun verði að raun­veru­leika á Íslandi og væri það rök­rétt fram­hald í upp­bygg­ingu heil­brigð­is­kerf­is­ins. Töl­urnar tala sínu máli og reynsla erlendis frá hefur sýnt að ávinn­ingur beins aðgengis að sjúkra­þjálfun er umtals­verður bæði í krónum talið og í bættum lífs­gæðum fólks. Það er nauð­syn­legt fyrir heil­brigð­is­kerfið að öll sú þekk­ing sem býr innan þess sé nýtt, burt séð frá því hvaða hún kem­ur, því í krafti fjöld­ans leyn­ist styrk­ur­inn.

Höf­undur er sjúkra­þjálf­ari á Gáska og ein­inga­stjóri á göngu­deild sjúkra­þjálf­unar á Land­spít­al­an­um.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Viðræðum BÍ og SA slitið
Verkfall er framundan hjá blaðamönnum, þar sem upp úr slitnaði í kjaradeilum Blaðamannafélags Íslands og Samtökum atvinnulífsins í dag.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Ákærðir vegna viðskipta með bílastæðamiða á Keflavíkurflugvelli
Héraðssaksóknari hefur birt ákæru, en meint brot snúa að mútugreiðslum og umboðssvikum.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Skipstjóri Samherja: Kemur á óvart að vera sakaður um brot
Arngrímur Brynjólfsson var handtekinn í Namibíu. Hann segist ekki vita til þess að skipið sem hann stýrir hafi veitt ólöglega.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Kalla eftir hugmyndum frá almenningi um vannýtt matvæli
Verkefni á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra óskar eftir hugmyndum frá almenningi og framleiðendum um hvernig megi skapa verðmæti úr vannýtum matvælum. Nemendur við Hótel- og matvælaskólanum munu síðan nýta hugmyndirnar við gerð nýrra rétta.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Ilia Shuma­nov, aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International
Umræðufundur um rússneskt samhengi Samherjamálsins
Á morgun fer fram umræðufundur um baráttuna gegn alþjóðlegu peningaþvætti á Sólon. Aðstoðarframkvæmdastjóri Rússlandsdeildar Transparency International mun halda fyrirlestur um helstu áskoranir peningaþvættis og leiðir til að rannsaka það.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða.
Jón Sigurðsson kominn í stjórn Símans – Verður stjórnarformaður
Sitjandi stjórnarformaður Símans, Betrand Kan, var felldur í stjórnarkjöri í dag. Stoðir, stærsti hluthafi Símans, eru komin með mann inn í stjórn.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Fimmta hvert heimili á leigumarkaði undir lágtekjumörkum
Rúmlega 31 þúsund einstaklingar voru undir lágtekjumörkum í fyrra eða um 9 prósent íbúa á Íslandi. Hlutfall leigjenda undir lágtekjumörkum er mun hærra en á meðal þeirra sem eiga húsnæði.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Íslenskur skipstjóri í haldi í Namibíu
Skipstjóri sem starfaði árum saman hjá Samherja er í gæsluvarðhaldi í Namibíu eftir að hafa verið handtekinn fyrir ólöglegar veiðar.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar