Í krafti fjöldans – Beint aðgengi að sjúkraþjálfun

Sjúkraþjálfari fjallar um breytingar á regluverki um greiðsluþátttöku sjúkratrygginga í sjúkraþjálfun.

Auglýsing

Nýlega áttu sér stað í Nor­egi veiga­miklar breyt­ingar á þar­lendu heil­brigð­is­kerfi þegar beint og óheft aðgengi að sjúkra­þjálfun með fullri þátt­töku sjúkra­trygg­inga var sett á lagg­irn­ar. Það þýðir að Norð­menn bæt­ast nú í hóp með Svíum, Bret­um, Áströl­um, Bras­il­íu­mönn­um, Suð­ur­-Afr­íku­mönnum og u.þ.b. 40 öðrum þjóðum sem geta nú leitað beint til sjúkra­þjálf­ara, með fullri þátt­töku þar­lendra sjúkra­trygg­inga, án þess að þurfa beiðni fyrir sjúkra­þjálfun frá lækni. Hér á landi er for­senda þess að Sjúkra­trygg­ingar Íslands (SÍ) nið­ur­greiði sjúkra­þjálf­un­ar­með­ferð sú að fyrir liggi beiðni um sjúkra­þjálfun frá lækn­i. 

Marg­sinnis hefur verið sýnt fram á að beint aðgengi að sjúkra­þjálfun felur í sér mik­inn sparnað fyrir sam­fé­lag­ið. Sam­an­tekt frá Heims­sam­bandi sjúkra­þjálf­ara, frá árinu 2013, sýndi að sparn­aður af beinu aðgengi að sjúkra­þjálfun er meðal ann­ars fólg­inn í því að kostn­aður vegna við­tala og/eða ann­arra rann­sókna hjá öðrum heil­brigð­is­stéttum lækk­ar, ávísun lyfja minnkar og fólk kemst fyrr aftur til vinnu. Sam­an­tektin sýndi einnig að þeir skjól­stæð­ingar sem nýta sér beint aðgengi að sjúkra­þjálfun eru lík­legri til að taka meiri ábyrgð á eigin heilsu, eru lík­legri til þess að ljúka nauð­syn­legri með­ferð og eru ánægð­ari með veitta þjón­ustu.

Á for­síðu Morg­un­blaðs­ins 15. jan­úar síð­ast­lið­inn var vísað í við­tal við Reyni Arn­gríms­son for­mann Lækna­fé­lags Íslands undir fyr­ir­sögn­inni „Ekki er hlustað á lækna”. Þar sagði Reynir meðal ann­ars að heil­brigð­is­málum á Íslandi hafi jafnan fleygt hvað mest fram þegar ráða­menn í mála­flokknum vinna náið með lækn­um, sem jafnan hafa mótað stefn­una í veiga­miklum atrið­um. Þessi setn­ing end­ur­speglar stóran vanda sem heil­brigð­is­kerfið á Íslandi glímir við. Til þess að halda áfram upp­bygg­ingu heil­brigð­is­kerfið á Íslandi þá er ekki nóg fyrir ráða­menn að vinna ein­ungis náið með lækn­um. Heil­brigð­is­kerfið sam­anstendur ekki bara af læknum líkt og knatt­spyrnu­lið er ekki ein­ungis sam­an­sett af varn­ar­mönn­um. Að mati und­ir­rit­aðs liggur stór vandi kerf­is­ins í því að ekki er verið að nýta nógu vel alla þá þekk­ingu og kunn­áttu sem er til staðar hjá öðrum heil­brigð­is­stétt­um. Ef við nýtum ekki almenni­lega allan þann mann­afla sem starfar í heil­brigð­is­kerf­inu og ork­una sem í honum býr, hvort sem umræðir sjúkra­þjálf­ara eða aðrar stétt­ir, þá getur það eflaust reynst okkur þraut­inni þyngra að halda áfram að bæta þetta nú þegar öfl­uga heil­brigð­is­kerfi sem við eigum hér á landi.

Auglýsing

Dæmi um betri nýt­ingu mann­afl­ans er sú breyt­ing sem átti sér stað fyrir skömmu innan Land­spít­al­ans að sjúkra­þjálf­arar eru nú komnir inn í teymi starfs­manna á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans í Foss­vogi. Hlut­verk þeirra þar er fyrst og fremst að sinna þeim sem koma inn á bráða­mót­tök­una með „ein­föld” bráða stoð­kerf­is­vanda­mál en sjúkra­þjálf­arar eru sér­fræð­ingar í skoðun og með­höndlun stoð­kerf­is­vanda­mála. Erlendar rann­sóknir hafa sýnt fram á kostn­að­ar­hag­kvæmni þess að hafa sjúkra­þjálf­ara í teymi starfs­manna á bráða­mót­töku þar sem ávinn­ing­ur­inn er meðal ann­ars fólgin í því að bið­tími minn­kar, vinnu­á­lag ann­arra stétta á bráða­mót­tök­unni minnkar og inn­lögnum fækkar með til­heyr­andi sparn­aði. Aðkoma sjúkra­þjálf­ara á Land­spít­al­anum að bráða­mót­tök­unni hefur einmitt skilað sér í því að tek­ist hefur að koma í veg fyrir inn­lagnir skjól­stæð­inga með „ein­föld” stoð­kerf­is­vanda­mál með til­heyrandi sparn­aði fyrir Land­spít­al­ann og sam­fé­lagið í heild sinni.

Í rekstri heil­brigð­is­kerf­is­ins, þar sem hver króna skiptir máli, ætti það því að vera allra hagur að beint aðgengi að sjúkra­þjálfun verði að raun­veru­leika á Íslandi og væri það rök­rétt fram­hald í upp­bygg­ingu heil­brigð­is­kerf­is­ins. Töl­urnar tala sínu máli og reynsla erlendis frá hefur sýnt að ávinn­ingur beins aðgengis að sjúkra­þjálfun er umtals­verður bæði í krónum talið og í bættum lífs­gæðum fólks. Það er nauð­syn­legt fyrir heil­brigð­is­kerfið að öll sú þekk­ing sem býr innan þess sé nýtt, burt séð frá því hvaða hún kem­ur, því í krafti fjöld­ans leyn­ist styrk­ur­inn.

Höf­undur er sjúkra­þjálf­ari á Gáska og ein­inga­stjóri á göngu­deild sjúkra­þjálf­unar á Land­spít­al­an­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar