„Má bjóða þér ískalt kranavatn?“

„Nei takk við erum í Reykjavík og það er ekki á hreinu hvort það er í lagi með vatnið“.

Auglýsing

Ofan­greint er hin nöt­ur­lega stað­reynd sem blasir við íbúum höf­uð­borg­ar­innar eftir að til­kynn­ing barst þann 15. Jan­úar síð­ast­lið­inn frá Heil­brigð­is­eft­ir­liti Reykja­víkur þess efnis að jarð­vegs­gerlar hefðu mælst í drykkj­ar­vatni borg­ar­búa.  Íbúum var ráð­lagt að sjóða drykkj­ar­vatn og eðli­lega setti þessi til­kynn­ing bæði íbúa og starf­semi fjöl­margra stofn­ana og fyr­ir­tækja í upp­nám. Mis­vísandi upp­lýs­ingar um orsakir og alvar­leika máls­ins sem og felu­leikur borg­ar­stjóra bættu svo gráu ofan á svart.

Stað­reyndin er sú að það er póli­tísk ákvörðun borg­ar­stjóra að grípa ekki til við­eig­andi ráð­staf­ana til að tryggja að hreint vatn renni í krana borg­ar­búa.  það hefur legið fyrir í mörg ár að hætta er á að yfir­borðs­vatn berst í annað af megin vatns­bólum höf­uð­borg­ar­innar sem eru Gvennd­ar­brunnar og þá aðal­lega á ákveðnum árs­tíma.  Og með yfir­borðs­vatni koma jarð­vegs­gerlar eins og borg­ar­búar komust að í lið­inni viku. Spurn­ingar vakna óneit­an­lega um almenna hags­muni borg­ar­búa þegar kemur að ­upp­lýs­inga­gjöf um gæði drykkj­ar­vatns borg­ar­búa almennt.

Hreint drykkj­ar­vatn eru lífs­gæði sem ekki má ógna

Í seinni kvöld­fréttum RÚV sama dag var rætt við full­trúa Heil­brigð­is­eft­ir­lits Reykja­vík­ur, Árnýju Sig­urð­ar­dóttur um mögu­legar leiðir til úrbóta og hún nefndi að Veitur hafi til skoð­unar hvort þörf sé á að hreinsa vatn með geislun til að tryggja hrein­leika þess.  Hvenær munu íbúar Reykja­víkur fá upp­lýs­ingar um með hvaða hætti verður tryggt að ekki þurfi að grípa aftur til til­kynn­inga um að drykkj­ar­vatn sé ekki öruggt til neyslu eins og gert var 15. Jan­úar síð­ast­lið­inn?  Hreinsun á vatni úr Gvennd­ar­brunnum er ekki flókið ferli og hefur engin áhrif á gæði vatns­ins. Geislun er þekkt aðferð sem notuð er annar staðar hér­lendis þar sem þörf kref­ur.

Auglýsing

Vatn er sam­eig­in­leg auð­lind okkar allra

Nýtt svæð­is­skipu­lag vatns­verndar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu tók gildi árið 2015 með sam­þykkt á nýju svæð­is­skipu­lagi fyrir höf­uð­borg­ar­svæðið 2015-2040.

Skipu­lagið sam­anstendur af afmörkun vernd­ar­svæða og sam­þykkt nr. 636/1997 um vernd­ar­svæði vatns­bóla á höf­uð­borg­ar­svæð­inu en ýmsar breyt­ingar hafa orðið á lagaum­hverfi og þróun land­nýt­ingar í nágrenni vernd­ar­svæða sem gefa til­efni til end­ur­skoð­un­ar. Eitt af meg­in­mark­miðum svæð­is­skipu­lags­ins sbr. bls 60 er:

„Hreint loft, ómengað drykkj­ar­vatn, nálægð við úti­vist­ar­svæði og

nátt­úru­legt umhverfi eru und­ir­staða þeirra lífs­gæða sem fel­ast

í að búa á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og marka sér­stöðu svæð­is­ins

umfram önnur borg­ar­svæði. Mik­il­vægt er að vernda óskert

nátt­úru­svæði og tryggja að aukin ásókn skerði ekki vernd­ar­gildi“

Svæð­is­skipu­lag vatns­verndar ásamt sam­þykkt um vernd­ar­svæði vatns­bóla eru þannig hluti af svæð­is­skipu­lag­i höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins en áður var unn­ið útfrá sér­stöku svæð­is­skipu­lagi vatns­vernd­ar.  Það er því enn mik­il­væg­ara en áður að virkja sam­ráð milli hags­muna­að­ila um umgengni og nýt­ingu á þess­ari mik­il­vægu sam­eig­in­legu auð­lind okkar sem vatnið er.  Þar þarf að huga að heild­ar­nýt­ingu á sem hag­kvæm­astan hátt, sporna við sóun, fram­kvæma umhverf­is­mat og gæta jafn­ræðis milli svæða.

Helga Ing­ólfs­dóttir

Höf­undur er bæj­ar­full­trúi í Hafn­ar­firði og formaður Umhverf­is- og fram­kvæmda­ráðs.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stækkuð og lituð mynd af frumu (bleikur litur) sem er verulega sýkt af SARS-CoV-2 veirunni (grænn litur).
„Eins og líkaminn væri vígvöllur“
Það er varla annað hægt en að bera óttablandna virðingu fyrir lífveru sem hefur eignast tugmilljónir afkomenda um allan heim á nokkrum mánuðum, segir mannerfðafræðingurinn Agnar Helgason sem sjálfur smitaðist og hefur teiknað upp ættartré veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Yfir 4.000 manns hafa látist í Svíþjóð vegna COVID-19. Flest hafa smitin verið í höfuðborginni Stokkhólmi.
Skilja Svíþjóð út undan
Landamæri Danmerkur og Noregs að Svíþjóð verða ekki opnuð um miðjan júní. Þau verða hins vegar opnuð gagnvart Íslandi. Utanríkisráðherra Svíþjóðar segir ákvörðunina pólitíska – ekki vísindalega.
Kjarninn 29. maí 2020
Kolbeinn Óttarsson Proppé var framsögumaður frumvarpsins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.
Upplýsingalögum verður ekki breytt í takt við vilja Samtaka atvinnulífsins
Umfjöllun um frumvarp forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum, þar sem átti að gera það skylt að leita upplýsinga hjá þriðja aðila, hefur verið hætt af stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Það mun því að óbreyttu ekki verða að lögum.
Kjarninn 29. maí 2020
Starfsfólk Icelandair taki á sig 10 prósent launaskerðingu
Icelandair hefur óskað eftir því að starfsfólk fyrirtækisins taki á sig 10 prósent launaskerðingu eða 10 prósent skert starfshlutfall í júní og júlí. Laun forstjóra og stjórnar munu skerðast sem og laun framkvæmdastjóra.
Kjarninn 29. maí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 36. þáttur: Á flótta og í felum
Kjarninn 29. maí 2020
Um 500 skólar í Suður-Kóreu hafa frestað því að hefja starfsemi á ný vegna fjölgun smita undanfarna daga.
Suður-Kórea stígur skref til baka
Fjölgun nýrra smita í Suður-Kóreu síðustu daga þykir sýna þá hættu sem getur skapast þegar takmörkunum á samkomum fólks er aflétt. Yfirvöld hafa aftur gripið til aðgerða til að hefta útbreiðslu veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Védís Hervör Árnadóttir, Ásdís Kristjánsdóttir og Anna Hrefna Ingimundardóttir.
Ásdís Kristjánsdóttir ráðin aðstoðarframkvæmdastjóri SA
Þrjár konur hafa tekið við nýjum stöðum innan Samtaka atvinnulífsins.
Kjarninn 29. maí 2020
Ólafur Marteinsson
Ólafur Marteinsson nýr formaður SFS
Mjótt var á munum í kosningum til formanns stjórnar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Kjarninn 29. maí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar