„Má bjóða þér ískalt kranavatn?“

„Nei takk við erum í Reykjavík og það er ekki á hreinu hvort það er í lagi með vatnið“.

Auglýsing

Ofan­greint er hin nöt­ur­lega stað­reynd sem blasir við íbúum höf­uð­borg­ar­innar eftir að til­kynn­ing barst þann 15. Jan­úar síð­ast­lið­inn frá Heil­brigð­is­eft­ir­liti Reykja­víkur þess efnis að jarð­vegs­gerlar hefðu mælst í drykkj­ar­vatni borg­ar­búa.  Íbúum var ráð­lagt að sjóða drykkj­ar­vatn og eðli­lega setti þessi til­kynn­ing bæði íbúa og starf­semi fjöl­margra stofn­ana og fyr­ir­tækja í upp­nám. Mis­vísandi upp­lýs­ingar um orsakir og alvar­leika máls­ins sem og felu­leikur borg­ar­stjóra bættu svo gráu ofan á svart.

Stað­reyndin er sú að það er póli­tísk ákvörðun borg­ar­stjóra að grípa ekki til við­eig­andi ráð­staf­ana til að tryggja að hreint vatn renni í krana borg­ar­búa.  það hefur legið fyrir í mörg ár að hætta er á að yfir­borðs­vatn berst í annað af megin vatns­bólum höf­uð­borg­ar­innar sem eru Gvennd­ar­brunnar og þá aðal­lega á ákveðnum árs­tíma.  Og með yfir­borðs­vatni koma jarð­vegs­gerlar eins og borg­ar­búar komust að í lið­inni viku. Spurn­ingar vakna óneit­an­lega um almenna hags­muni borg­ar­búa þegar kemur að ­upp­lýs­inga­gjöf um gæði drykkj­ar­vatns borg­ar­búa almennt.

Hreint drykkj­ar­vatn eru lífs­gæði sem ekki má ógna

Í seinni kvöld­fréttum RÚV sama dag var rætt við full­trúa Heil­brigð­is­eft­ir­lits Reykja­vík­ur, Árnýju Sig­urð­ar­dóttur um mögu­legar leiðir til úrbóta og hún nefndi að Veitur hafi til skoð­unar hvort þörf sé á að hreinsa vatn með geislun til að tryggja hrein­leika þess.  Hvenær munu íbúar Reykja­víkur fá upp­lýs­ingar um með hvaða hætti verður tryggt að ekki þurfi að grípa aftur til til­kynn­inga um að drykkj­ar­vatn sé ekki öruggt til neyslu eins og gert var 15. Jan­úar síð­ast­lið­inn?  Hreinsun á vatni úr Gvennd­ar­brunnum er ekki flókið ferli og hefur engin áhrif á gæði vatns­ins. Geislun er þekkt aðferð sem notuð er annar staðar hér­lendis þar sem þörf kref­ur.

Auglýsing

Vatn er sam­eig­in­leg auð­lind okkar allra

Nýtt svæð­is­skipu­lag vatns­verndar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu tók gildi árið 2015 með sam­þykkt á nýju svæð­is­skipu­lagi fyrir höf­uð­borg­ar­svæðið 2015-2040.

Skipu­lagið sam­anstendur af afmörkun vernd­ar­svæða og sam­þykkt nr. 636/1997 um vernd­ar­svæði vatns­bóla á höf­uð­borg­ar­svæð­inu en ýmsar breyt­ingar hafa orðið á lagaum­hverfi og þróun land­nýt­ingar í nágrenni vernd­ar­svæða sem gefa til­efni til end­ur­skoð­un­ar. Eitt af meg­in­mark­miðum svæð­is­skipu­lags­ins sbr. bls 60 er:

„Hreint loft, ómengað drykkj­ar­vatn, nálægð við úti­vist­ar­svæði og

nátt­úru­legt umhverfi eru und­ir­staða þeirra lífs­gæða sem fel­ast

í að búa á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og marka sér­stöðu svæð­is­ins

umfram önnur borg­ar­svæði. Mik­il­vægt er að vernda óskert

nátt­úru­svæði og tryggja að aukin ásókn skerði ekki vernd­ar­gildi“

Svæð­is­skipu­lag vatns­verndar ásamt sam­þykkt um vernd­ar­svæði vatns­bóla eru þannig hluti af svæð­is­skipu­lag­i höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins en áður var unn­ið útfrá sér­stöku svæð­is­skipu­lagi vatns­vernd­ar.  Það er því enn mik­il­væg­ara en áður að virkja sam­ráð milli hags­muna­að­ila um umgengni og nýt­ingu á þess­ari mik­il­vægu sam­eig­in­legu auð­lind okkar sem vatnið er.  Þar þarf að huga að heild­ar­nýt­ingu á sem hag­kvæm­astan hátt, sporna við sóun, fram­kvæma umhverf­is­mat og gæta jafn­ræðis milli svæða.

Helga Ing­ólfs­dóttir

Höf­undur er bæj­ar­full­trúi í Hafn­ar­firði og formaður Umhverf­is- og fram­kvæmda­ráðs.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skipstjóri Samherja: Kemur á óvart að vera sakaður um brot
Arngrímur Brynjólfsson var handtekinn í Namibíu. Hann segist ekki vita til þess að skipið sem hann stýrir hafi veitt ólöglega.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Kalla eftir hugmyndum frá almenningi um vannýtt matvæli
Verkefni á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra óskar eftir hugmyndum frá almenningi og framleiðendum um hvernig megi skapa verðmæti úr vannýtum matvælum. Nemendur við Hótel- og matvælaskólanum munu síðan nýta hugmyndirnar við gerð nýrra rétta.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Ilia Shuma­nov, aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International
Umræðufundur um rússneskt samhengi Samherjamálsins
Á morgun fer fram umræðufundur um baráttuna gegn alþjóðlegu peningaþvætti á Sólon. Aðstoðarframkvæmdastjóri Rússlandsdeildar Transparency International mun halda fyrirlestur um helstu áskoranir peningaþvættis og leiðir til að rannsaka það.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða.
Jón Sigurðsson kominn í stjórn Símans – Verður stjórnarformaður
Sitjandi stjórnarformaður Símans, Betrand Kan, var felldur í stjórnarkjöri í dag. Stoðir, stærsti hluthafi Símans, eru komin með mann inn í stjórn.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Fimmta hvert heimili á leigumarkaði undir lágtekjumörkum
Rúmlega 31 þúsund einstaklingar voru undir lágtekjumörkum í fyrra eða um 9 prósent íbúa á Íslandi. Hlutfall leigjenda undir lágtekjumörkum er mun hærra en á meðal þeirra sem eiga húsnæði.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Íslenskur skipstjóri í haldi í Namibíu
Skipstjóri sem starfaði árum saman hjá Samherja er í gæsluvarðhaldi í Namibíu eftir að hafa verið handtekinn fyrir ólöglegar veiðar.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Svanhildur Nanna og Guðmundur selja allan hlutinn sinn í VÍS
Þriðji stærsti eigandinn í VÍS hefur selt allan hlut sinn á tæplega 1,6 milljarða króna. Er líka á meðal stærstu eigenda í Kviku. Eigendurnir eru til rannsóknar hjá héraðssaksóknara.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Uppskipting Samherja veitti skjól gegn víðtækri upplýsingagjöf
Velta Samherja eins og hún var á árinu 2018 var það há að samstæðan var við það að þurfa að veita skattayfirvöldum víðtækar upplýsingar um tekjur og skatta allra félaga innan hennar í þeim löndum sem þau starfa.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar