„Má bjóða þér ískalt kranavatn?“

„Nei takk við erum í Reykjavík og það er ekki á hreinu hvort það er í lagi með vatnið“.

Auglýsing

Ofangreint er hin nöturlega staðreynd sem blasir við íbúum höfuðborgarinnar eftir að tilkynning barst þann 15. Janúar síðastliðinn frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur þess efnis að jarðvegsgerlar hefðu mælst í drykkjarvatni borgarbúa.  Íbúum var ráðlagt að sjóða drykkjarvatn og eðlilega setti þessi tilkynning bæði íbúa og starfsemi fjölmargra stofnana og fyrirtækja í uppnám. Misvísandi upplýsingar um orsakir og alvarleika málsins sem og feluleikur borgarstjóra bættu svo gráu ofan á svart.

Staðreyndin er sú að það er pólitísk ákvörðun borgarstjóra að grípa ekki til viðeigandi ráðstafana til að tryggja að hreint vatn renni í krana borgarbúa.  það hefur legið fyrir í mörg ár að hætta er á að yfirborðsvatn berst í annað af megin vatnsbólum höfuðborgarinnar sem eru Gvenndarbrunnar og þá aðallega á ákveðnum árstíma.  Og með yfirborðsvatni koma jarðvegsgerlar eins og borgarbúar komust að í liðinni viku. Spurningar vakna óneitanlega um almenna hagsmuni borgarbúa þegar kemur að upplýsingagjöf um gæði drykkjarvatns borgarbúa almennt.

Hreint drykkjarvatn eru lífsgæði sem ekki má ógna

Í seinni kvöldfréttum RÚV sama dag var rætt við fulltrúa Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, Árnýju Sigurðardóttur um mögulegar leiðir til úrbóta og hún nefndi að Veitur hafi til skoðunar hvort þörf sé á að hreinsa vatn með geislun til að tryggja hreinleika þess.  Hvenær munu íbúar Reykjavíkur fá upplýsingar um með hvaða hætti verður tryggt að ekki þurfi að grípa aftur til tilkynninga um að drykkjarvatn sé ekki öruggt til neyslu eins og gert var 15. Janúar síðastliðinn?  Hreinsun á vatni úr Gvenndarbrunnum er ekki flókið ferli og hefur engin áhrif á gæði vatnsins. Geislun er þekkt aðferð sem notuð er annar staðar hérlendis þar sem þörf krefur.

Auglýsing

Vatn er sameiginleg auðlind okkar allra

Nýtt svæðisskipulag vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu tók gildi árið 2015 með samþykkt á nýju svæðisskipulagi fyrir höfuðborgarsvæðið 2015-2040.

Skipulagið samanstendur af afmörkun verndarsvæða og samþykkt nr. 636/1997 um verndarsvæði vatnsbóla á höfuðborgarsvæðinu en ýmsar breytingar hafa orðið á lagaumhverfi og þróun landnýtingar í nágrenni verndarsvæða sem gefa tilefni til endurskoðunar. Eitt af meginmarkmiðum svæðisskipulagsins sbr. bls 60 er:

„Hreint loft, ómengað drykkjarvatn, nálægð við útivistarsvæði og

náttúrulegt umhverfi eru undirstaða þeirra lífsgæða sem felast

í að búa á höfuðborgarsvæðinu og marka sérstöðu svæðisins

umfram önnur borgarsvæði. Mikilvægt er að vernda óskert

náttúrusvæði og tryggja að aukin ásókn skerði ekki verndargildi“

Svæðisskipulag vatnsverndar ásamt samþykkt um verndarsvæði vatnsbóla eru þannig hluti af svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins en áður var unnið útfrá sérstöku svæðisskipulagi vatnsverndar.  Það er því enn mikilvægara en áður að virkja samráð milli hagsmunaaðila um umgengni og nýtingu á þessari mikilvægu sameiginlegu auðlind okkar sem vatnið er.  Þar þarf að huga að heildarnýtingu á sem hagkvæmastan hátt, sporna við sóun, framkvæma umhverfismat og gæta jafnræðis milli svæða.

Helga Ingólfsdóttir

Höfundur er bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og formaður Umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Þögnin rofin á ný
Hundruð íslenskra kvenna hafa í vikunni stigið fram opinberlega með sínar erfiðustu minningar, í kjölfar þess að stuðningsbylgja reis upp með þjóðþekktum manni sem tvær konur segja að brotið hafi á sér. Lærði samfélagið lítið af fyrri #metoo-bylgjunni?
Kjarninn 8. maí 2021
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki að ná markmiðum sínum og ætlar að dæla fé til hluthafa á næstu árum
Umfram eigið fé Arion banka var 41 milljarður króna í lok mars síðastliðins. Bankinn ætlar að greiða hluthöfum sínum út um 50 milljarða króna á næstu árum. Hann hefur nú náð markmiði sínu um arðsemi tvo ársfjórðunga í röð.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar