Spennandi lausnir eru í boði til að bæta þjónustu - ef vilji er til að skoða þær

Frambjóðandi í leiðtogakjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík veltir fyrir sér grunnþjónustu í borginni og hvort meirihlutanum finnist hún ekki nógu spennandi.

Auglýsing

Stundum hvarflar að manni að meiri­hlut­anum í Reykja­vík finn­ist grunn­þjón­ustu­verk­efnin ekki nógu spenn­andi, alla­vega ekki eins spenn­andi og þeim ættu að finn­ast þau því ekki eru þau unnin nógu vel. Það er bæði vond afstaða og mik­ill mis­skiln­ing­ur. Fyrir liggja fjöl­mörg tæki­færi til nýrra nálgana til betri þjón­ustu og þau eru síður en svo ekki spenn­andi. Eina sem þarf er vilj­inn til að sjá þau og skoða og síð­ast en ekki síst þarf vilja til að gefa þeim svig­rúm innan kerf­is­ins.

Nýsköpun til að auka gæði þjón­ustu

Til staðar er stórt ákall um breyt­ingar í þessum efnum og þar nán­ast hvert sem litið er innan þjón­ustu borg­ar­inn­ar, hvort sem frá þjón­ustu til eldri borg­ara eða leik­skóla­barna. Þar er af mörgu að taka en það sem öll þjón­ustan á sam­eig­in­legt er að alls staðar þarf að horfa til starfs­manna­mála og umhverfi starfs­fólks­ins sem veitir þjón­ust­una. Mann­ekla og mikil veik­indi, meðal ann­ars vegna álags, er mál sem þarf til dæmis að kom­ast á dag­skrá. Því miður hefur meiri­hlut­inn fellt til­lögur mínar þess efn­is.

Nýsköp­un­ar­um­hverfi er lyk­il­orð. Orð sem oft er talið vera póli­tísk tísku­orð en lýsir engu að síður því sem vantar og þarf að inn­leiða. Nýsköpun er háð því að stjórn­endur og starfs­menn hafi frelsi og getu til að prófa nýjar hug­myndir og leiðir til að nálg­ast verk­efni sín. Starfs­um­hverf­ið, við­horf og menn­ing innan fyr­ir­tækj­anna geta þar skipt sköp­um. Nauð­syn­legt er að rekstr­ar­um­hverfi verði tekið til sér­stakrar skoð­unar hvað þetta varð­ar. Fjár­festa þarf í breyt­ingum sem hvetja fólk til að ná meiri árangri, gæðum og gleði. Umhverfið verður að gefa nægt rými til nýsköp­un­ar, hvetji til jákvæðra sam­skipta, frum­kvæði og lausn­a­mið­aðri hugs­un.

Auglýsing

Í leið­inni verður að auka það svig­rúm sem stjórn­endur hafa til að mæta álagi á starfs­fólk vegna mann­eklu og veik­inda. Stjórn­endur eiga til dæmis að hafa frelsi til að umb­una starfs­mönn­um. Stjórn­un­ar­um­hverfið verður að vera þannig að það sé hvetj­andi fyrir alla starfs­menn til að vinna að betri lausnum og bæta þjón­ust­una. Ef ákveð­inn leik­skóli hefði til að mynda fjár­hags­ramma til að vinna úr sjálfur og sjálf­stætt gætu við­kom­andi skóla­stjórn­endur leyst þann vanda í stað þess að alltaf sé beðið eftir að borg­ar­stjórn ákveði og stýri mið­lægt hvernig bregð­ast skuli við, aðferð sem er ein­fald­lega ekki að skila árangri.

Þetta segir sig í raun sjálft þar sem auð­vitað er far­sælla að fólkið sem þekkir störfin fái að þróa þau. Nýsköpun í skóla­starfi getur einnig leitt til þess að í stað þess að ein­blína á það að fjölga kenn­urum mætti velta fyrir sér hvernig umhverfið þyrfti að breyt­ast þannig að hægt væri að kenna með sama fjölda kenn­ara. Kannski má þannig nota fjár­magnið og mannauð­inn á skyn­sam­legri hátt með betri mennt­un.   

Svig­rúm til einka­rekst­urs í þágu allra

Þar sem opin­bera kerfið hefur verið tregt til að losa um mið­stýr­ingu kerf­is­ins með sveigj­an­legri lausnum er ekki hægt að ræða um nauð­syn nýsköp­unar í þjón­ustu án þess að nefna svig­rúm til einka­rekst­urs.

Vinstri menn á Íslandi eru leynt og ljóst á móti því að gera sjálf­stæðum aðilum kleift að taka að sér rekstur grunn­þjón­ustu. Rök þeirra eru m.a. þau að slíkt fyr­ir­komu­lag leiði til mis­mun­andi þjón­ustu, þar sem hinir efna­meiri fái meira en þeir efna­minni. Þrátt fyrir þau mótrök, að þannig fái allir betri þjón­ustu, er lítil hreyf­ing á mál­inu.

Í Reykja­vík er skortur á þjón­ustu fyrir börn, fatl­aða, aldr­aða og aðra sem þurfa á aðstoð að halda. Þrátt fyrir að það sé lög­bundin skylda sveit­ar­fé­lags­ins að veita þjón­ust­una eru biðlistar því miður stað­reynd. Þjón­ustu­þörf í Reykja­vík vex mjög hratt. Hér búa margir sem þurfa á hjálp að halda og öldruðum á eftir að fjölga gríð­ar­lega á næstu ára­tug­um. Því er ljóst að við verðum að skoða vand­lega hvernig við nálg­umst það verk­efni að veita mann­sæm­andi lög­bundna grunn­þjón­ustu.

Eitt stærsta verk­efni Reykja­vík­ur­borgar næstu ár er að takast á við breyt­ingar á sam­fé­lag­inu. Því miður hefur meiri­hlut­inn í Reykja­vík verið áhuga­laus um að taka rekstur og útfærslu grunn­þjón­ust­unnar í Reykja­vík til gagn­gerrar skoð­un­ar. Engu að síður eru mörg teikn um að slíkt sé óhjá­kvæmi­legt til þess að hægt verði að veita lög­bundna þjón­ustu í næstu fram­tíð og mæta fyr­ir­sjá­an­legri auk­inni þörf. Í því skyni er full ástæða til að líta til vel­ferð­ar­sam­fé­lag­anna ann­ars staðar á Norð­ur­lönd­um. Við eigum að nýta það sem vel hefur gef­ist til þess að bæta þjón­ust­una en láta ekki raka­lausar kreddur standa í vegi fyrir eðli­legum og nauð­syn­legum umbót­um.

Það hefur verið mitt hjart­ans mál að inn­leiða slíkar breyt­ingar í Reykja­vík og mun ég leggja mig alla fram um að fylgja þeim og öðrum fram­far­ar­breyt­ingum eftir í þágu okkar allra. Opnum hug og ein­földum málin – og látum þjón­ust­una í borg­inni virka.

Höf­undur er borg­ar­full­trúi og fram­bjóð­andi í leið­toga­kjöri Sjálf­stæð­is­manna í Reykja­vík

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Um 80 prósent HIV smitaðra í Afríku eru undir fimmtugu. Meðferð vegna veirusýkingingarinnar hefur fallið í skuggann af faraldri COVID-19.
„Leikvöllur“ veirunnar hvergi stærri en í sunnanverðri Afríku
HIV smitaðir sem ekki hafa fengið viðeigandi meðferð eru í margfalt meiri hættu á að deyja úr COVID-19. Vísbendingar eru auk þess um að líkami þeirra sé eins og útungunarvél fyrir ný afbrigði veirunnar. Óréttlát dreifing bóluefna er grafalvarlegur vandi.
Kjarninn 5. desember 2021
Ástandið er að eyðileggja líf allra – Á vappinu í stórborginni Hólagarði
Á næstunni munu Auður Jónsdóttir rithöfundur og Bára Huld Beck blaðamaður rúnta um úthverfi höfuðborgarsvæðisins og kanna bæði stemninguna og rekstrarskilyrðin í kófinu í hinum ýmsu verslunarkjörnum. Hólagarður var fyrsti viðkomustaðurinn.
Kjarninn 5. desember 2021
Líkin í lestinni og fangarnir fjórir
Í tíu daga hefur dönsk freigáta lónað skammt undan landi á Gíneuflóa. Áhöfnin bíður fyrirmæla danskra stjórnvalda um hvað gera skuli við óvenjulega fragt um borð í skipinu: fjögur lík og fjóra fanga.
Kjarninn 5. desember 2021
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, bað um skýrsluna á sínum tíma.
Vill fá að vita af hverju upplýsingar um fjárfestingar útgerðarfélaga voru felldar út
Í lok ágúst var birt skýrsla sem átti að sýna krosseignatengsl eða ítök útgerðarfélaga í einstökum fyrirtækjum, en að mati þess þingmanns sem bað um hana gerði hún hvorugt. Síðar kom í ljós að mikilvægar upplýsingar voru felldar út fyrir birtingu.
Kjarninn 4. desember 2021
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar