Málefnalega umræðu, takk

Sunna Gunnars Marteinsdóttir segir að ýmislegt í málflutningi Þorsteins Víglundssonar þarfnist leiðréttingar.

Auglýsing

Þor­steinn Víglunds­son fv. ráð­herra fór mik­inn í þætt­inum Sprengisandi sl. helgi þar sem hann hélt ýmsu fram sem þarfn­ast leið­rétt­ing­ar. 

  1. Það sem Þor­steinn gleymir að athuga í sínu máli er að verð á mjólk­ur­lítr­anum er saman sett af nokkrum atrið­um. 1. Greiðsla til bónd­ans fyrir afurð­ina. 2. Álagn­ing vinnslu­að­ila og 3. Álagn­ing smá­sölu­að­ila. Á síð­ustu árum hefur bónd­inn fengið meira í sinn hlut og hlutur vinnslu­að­ila hefur ekki vaxið eins mikið og ætla mæti af orðum þing­manns­ins. Athugun Frétta­blaðs­ins haustið 2016 sýndi að kúa­bændur eru að fá rúm­lega 60% af smá­sölu­verði í versl­unum til sín sem var hæsta hlut­fall sem íslenskir bændur voru að fá fyrir afurðir sem þeir fram­leiða.
  2. Mjólkur­iðn­að­ur­inn starfar innan gild­is­sviðs sam­keppn­islaga. Það sem iðn­að­ur­inn hefur er heim­ild frá lögum til þess að gera sam­komu­lag um verka­skipt­ingu og hafa sam­starf til þess að halda niðri kostn­aði. Mörg önnur dæmi eru í lögum þar sem sam­starf er heim­il­að, t.d. í fjar­skipta­lögum vegna uppbyggingar dreifikerfa.
    Auglýsing
  3. Það eru engar sam­keppn­is­hindr­anir í mjólkur­iðn­aði. Hver sem er getur keypt mjólk af bændum og sótt mjólk­ina til þeirra. Hver sem er getur keypt mjólk til vinnslu af Auð­humlu, sam­vinnu­fé­lagi kúa­bænda.  Auð­humla gefur minni aðilum afslátt frá því verði sem stærri aðil­ar, eins og td. MS, greiða fyr­ir sína mjólk. Í dag eru átta fyr­ir­tæki með leyfi frá MAST til þess að vinna úr mjólk. Þar á meðal Víf­il­fell hf. (nú CCEP) og Býlið okkar ehf. í eigu Ölgerð­ar­inn­ar.
  4. Mjólkur­iðn­að­ur­inn á Íslandi mjög lif­andi og í stöðugri þróun með vörur og aðferð­ir. Árlega koma inn á mark­að­inn um 30-40 nýjar vör­ur. Sumar þeirra hafa hlotið verð­laun erlendis á mat­væla­sýn­ing­um. Mjólkur­iðn­að­ur­inn vinnur í dag með háskóla­sam­fé­lag­inu, þekk­ingar og vís­inda­sam­fé­lag­inu, og nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækjum að því að efla sprota og búa til nýjar afurð­ir. Þar ríkir ekki stöðn­un.
  5. Heim­ild mjólkur­iðn­að­ar­ins til verka­skipt­ingu var nýlega nýtt til þess að setja af stað prótein­verk­smiðju sem nýtir hrá­efni til fulln­ustu og minnkar sóun. Það gagn­ast umhverf­inu, minnkar kostnað og skapar atvinnu á lands­byggð­inni. Full­víst er að það hefði ekki orðið ef þess­arar sér­stöku heim­ildar iðn­að­ar­ins í lögum hefði ekki notið við.
  6. Verð­lag mjólk­ur­vara hækk­aði mikið fyrir árið 1990 vegna auk­ins kostn­aðar við vinnslu mjólk­ur. Þá ákváðu stjórn­völd að reyna lækka þann kostnað með sam­ein­ingum mjólk­ur­búa til þess að skapa hag­kvæm­ari vinnslu. Það hefur tek­ist vel. Mjólk­ur­sam­salan í núver­andi mynd mynd­að­ist í þeirri veg­ferð og hefur náð að lækka kostnað í sam­starfi við Mjólk­ur­sam­lag KS. Í dag eru afurða­stöðvar 5 á vegum þess­ara aðila en voru áður átján. ­Starfs­mönn­um hefur fækkað um þriðj­ung, úr 650 í rúm­lega 400. Tekið hefur verið saman á veg­um SAM hvernig kostn­aður við vinnslu mjólkur hefur þró­ast. Hann hækk­aði um 38% á árunum 2003 -2014 á meðan vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 88% á sama tíma. Þótt staða inn­lendra fram­leið­enda hafi versnað síð­ustu miss­eri vegna kostn­að­ar­hækk­ana á borð við miklar launa­hækk­an­ir, koma þær hækk­anir ofan á lægri grunn en ann­ars væri. Neyt­endur njóta því áfram beint þeirrar hag­ræð­ingar sem náðst hef­ur. Út frá þeim skýrslum sem liggja fyrir um þetta má ætla að verð væri í dag um 25% hærra án þess­arar hag­ræð­ing­ar.Munurinn á þróun vísitölu neysluverðs og þróunar á vinnslu- og dreifingarkostnaði mjólkur.
  7. Í skýrslu Hag­fræða­stofn­unar Háskóla Íslands frá 2015 var þró­un­inni lýst með þessum orð­um: „Lág­marks­verð mjólkur til bænda hefur hækkað miðað við almennt neyslu­verð síðan 2003. Heild­sölu­verð mjólk­ur­vara hefur lækkað á sama tíma miðað við almennt neyslu­verð. Þá er smá­sölu­verð mjólk­ur­vara lægra árið 2013 en 2003 miðað við verð á almennum neyslu­vör­u­m. Með öðrum orðum hækk­uðu mjólk­ur­af­urðir minna í verði en aðrar neyslu­vörur frá 2003 til 2013.“

Eins og sjá má hefur mikið áunn­ist og sam­kvæmt skýrslu Hag­fræði­stofn­unar óvíða meiri fram­leiðni aukn­ing á und­an­förnum árum á Íslandi en í mjólk­ur­fram­leiðslu. Engu að síður er alltaf nauð­syn­legt að gera betur og end­ur­skoða hlut­ina. Núna er í gangi end­ur­skoðun á ýmsum þáttum í umgjörð mjólk­ur­fram­leiðslu eins og flestir vita. Von­andi leggur það starf grunn að jákvæðum breyt­ingum fyrir neyt­endur og bænd­ur, sem skapa aukið traust á þeim reglum sem unnið er eft­ir.

Höf­undur er verk­efna­stjóri í upp­lýs­inga- og fræðslu­málum hjá Mjólk­ur­sam­söl­unni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar