Fílaklósettið í Giessen

Sabine Leskopf skrifar um borgarmál frá sjónarhorni innflytjanda.

Auglýsing

Ég stundaði megnið af háskólanámi mínu í litilli borg sem heitir Giessen í Hessen í Þýskalandi.  Þetta er smáborg á þýskan mælikvarða, þar búa um 90 þúsund manns, aðeins færri en í Reykjavík og svipað margir og í nágrannasveitarfélögunum. Giessen varð fyrir miklum loftárásum í seinni heimsstyrjöld og var því mikið byggt inni í borginni eftir stríð og vel fram á sjöunda áratuginn. Því miður var farin svipuð leið og í Reykjavík árum saman. Það var byggð bílaborg sem gerir það að verkum að hún er afar óaðlaðandi heim að sækja og ekkert sem togar mann þangað nema maður eigi erindi þangað.

Versta dæmið um skipulag borgarinnar í þessa veru er „fílaklósettið“ svokallaða sem var byggt rétt fyrir 1970. Þetta er risavaxin göngubrú sem leysti af hólmi hringtorg sem áður var og átti hún að gera gangandi fólki kleift að komast milli borgarhverfa í miðborginni sjálfri. Það fékk þegar í stað þetta háðslega nafn vegna hrikalegs útlits, byggt á besta stað í borginni. Brúin er risavaxin og með þremur götum í miðjunni sem minnir fólk á risavaxin klósett. Stærðin var nauðsynleg til að koma öllum bílunum sem hraðast undir hana.

Skemmst er frá að segja að þetta fílaklósett er oft tekið sem dæmi um skelfilega misráðið umferðarskipulag þar sem bílaumferð fær allan forgang. Það er mikil mengun þarna, hávaði frá allri umferðinni, það er í stuttu máli sagt bara notað þegar mikið liggur við.  Það er ljótt og stangast á við umhverfið svo um munar. Það hefur sér ekkert til málsbóta annað en hraða og mengandi umferð undir sér. Ég spyr hvort fílaklósett á borð við þau í Giessen séu framtíðardraumar Reykvíkinga. Ég vona ekki, til þess eru tækifæri til að gera betur of mörg hér.

Auglýsing

En eftir nokkur ár á Íslandi flutti ég með fjölskyldu minni tímabundið til Berlínar. Þaðan kom ég til baka hingað með reynslu af borg eins og ég vil sjá Reykjavík: skapandi, töfrandi og opin, með almenningsgörðum, kaffihúsum, matvörubúðum og iðandi menningarlífi handan við hornið, með öflugum samgöngum og bílum sem þjóna fólki en ekki öfugt.

Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meiri líkur en minni á því að hægt verði að mynda miðjustjórn sem teygir sig til vinstri
Þrjár gerðir fjögurra flokka stjórna sem innihalda miðju- og vinstriflokka mælast með meiri líkur á að geta orðið til en sitjandi ríkisstjórn hefur á því að sitja áfram.
Kjarninn 20. september 2021
Frá undirritun lífskjarasamningsins í apríl árið 2019.
Forsendur brostnar og örlög lífskjarasamningsins ráðist 30. september
Forsendunefnd ASÍ og SA hefur komist að þeirri niðurstöðu að forsendur lífskjarasamningsins frá 2019 séu brostnar, hvað aðgerðir stjórnvalda varðar. Formaður VR segir að örlög samninganna muni ráðast á fundi samninganefnda ASÍ og SA 30. september.
Kjarninn 20. september 2021
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu er engin töfralausn
Kjarninn 20. september 2021
Þorvarður Bergmann Kjartansson
Þegar sumir hafa vald yfir öðrum
Kjarninn 20. september 2021
Hildur Gunnarsdóttir
Húsnæðispólitík og arkitektúr
Kjarninn 20. september 2021
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins
Gæti kostað 50-60 milljarða að gera 350 þúsund króna laun skatt- og skerðingalaus
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Ingu Sæland um að færsla á persónuafslætti frá „þeim ríku“ til hinna efnaminni geti fjármagnað 350 þúsund króna skattfrjálsa framfærslu.
Kjarninn 20. september 2021
Segja mikilvægt að undirbúa innviði og regluverk fyrir græna orkuframleiðslu
Íslendingar ættu að nýta þau tækifæri sem felast í orkuskiptum hérlendis og undirbúa innviði og regluverk fyrir samkeppnishæfa framleiðslu á kolefnislausum orkugjöfum, að mati tveggja verkfræðinga hjá EFLU.
Kjarninn 20. september 2021
Jóhann Friðrik Friðriksson
Heilbrigðiskerfi ekki óheilbrigðiskerfi
Kjarninn 20. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar