Fílaklósettið í Giessen

Sabine Leskopf skrifar um borgarmál frá sjónarhorni innflytjanda.

Auglýsing

Ég stund­aði megnið af háskóla­námi mínu í lit­illi borg sem heitir Gies­sen í Hes­sen í Þýska­landi.  Þetta er smá­borg á þýskan mæli­kvarða, þar búa um 90 þús­und manns, aðeins færri en í Reykja­vík og svipað margir og í nágranna­sveit­ar­fé­lög­un­um. Gies­sen varð fyrir miklum loft­árásum í seinni heims­styrj­öld og var því mikið byggt inni í borg­inni eftir stríð og vel fram á sjö­unda ára­tug­inn. Því miður var farin svipuð leið og í Reykja­vík árum sam­an. Það var byggð bíla­borg sem gerir það að verkum að hún er afar óaðl­að­andi heim að sækja og ekk­ert sem togar mann þangað nema maður eigi erindi þang­að.

Versta dæmið um skipu­lag borg­ar­innar í þessa veru er „fílakló­sett­ið“ svo­kall­aða sem var byggt rétt fyrir 1970. Þetta er risa­vaxin göngu­brú sem leysti af hólmi hring­torg sem áður var og átti hún að gera gang­andi fólki kleift að kom­ast milli borg­ar­hverfa í mið­borg­inni sjálfri. Það fékk þegar í stað þetta háðs­lega nafn vegna hrika­legs útlits, byggt á besta stað í borg­inni. Brúin er risa­vaxin og með þremur götum í miðj­unni sem minnir fólk á risa­vaxin kló­sett. Stærðin var nauð­syn­leg til að koma öllum bíl­unum sem hrað­ast undir hana.

Skemmst er frá að segja að þetta fílakló­sett er oft tekið sem dæmi um skelfi­lega mis­ráðið umferð­ar­skipu­lag þar sem bíla­um­ferð fær allan for­gang. Það er mikil mengun þarna, hávaði frá allri umferð­inni, það er í stuttu máli sagt bara notað þegar mikið liggur við.  Það er ljótt og stang­ast á við umhverfið svo um mun­ar. Það hefur sér ekk­ert til máls­bóta annað en hraða og meng­andi umferð undir sér. Ég spyr hvort fílakló­sett á borð við þau í Gies­sen séu fram­tíð­ar­draumar Reyk­vík­inga. Ég vona ekki, til þess eru tæki­færi til að gera betur of mörg hér.

Auglýsing

En eftir nokkur ár á Íslandi flutti ég með fjöl­skyldu minni tíma­bundið til Berlínar. Þaðan kom ég til baka hingað með reynslu af borg eins og ég vil sjá Reykja­vík: skap­andi, töfr­andi og opin, með almenn­ings­görð­um, kaffi­hús­um, mat­vöru­búðum og iðandi menn­ing­ar­lífi handan við horn­ið, með öfl­ugum sam­göngum og bílum sem þjóna fólki en ekki öfugt.

Höf­undur er vara­borg­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Klikkið
Klikkið
Klikkið – Viðtal við Héðinn Unnsteinsson
Kjarninn 7. apríl 2020
Snjólaug Ólafsdóttir
Hvað getum við lært af COVID-19 um sjálfbærni og loftslagslausnir?
Kjarninn 7. apríl 2020
Dagur án dauðsfalls af völdum COVID-19
Samkvæmt opinberum tölum hafa ríflega 83.600 manns greinst með veiruna í Kína og að minnsta kosti 3.330 hafa látist úr sjúkdómnum sem hún veldur.
Kjarninn 7. apríl 2020
Sigþrúður Guðmundsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins
Aukin hætta á heimilisofbeldi við aðstæður eins og nú eru
Tvö andlát kvenna undanfarna rúma viku má sennilega rekja til ofbeldis inni á heimilum. Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins minnti þjóðina á að úrræði fyrir bæði gerendur og þolendur eru í boði, á daglegum upplýsingafundi almannavarna.
Kjarninn 7. apríl 2020
Aðeins eitt jákvætt sýni hjá Íslenskri erfðagreiningu
Í dag er 1.021 einstaklingur með virkt COVID-19 smit en í gær voru þeir 1.096. Alls hafa 559 náð bata.
Kjarninn 7. apríl 2020
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Landsvirkjun hnýtir í heimildarmenn Morgunblaðsins
Landsvirkjun hefur sent út yfirlýsingu vegna fréttar Morgunblaðsins í dag, en í fréttinni var meðal annars haft eftir heimildum innan úr Rio Tinto að þar væri í athugun að höfða mál gegn Landsvirkjun vegna vörusvika tengdum sölu upprunavottorða.
Kjarninn 7. apríl 2020
Keflavíkurflugvöllur
Fjórir milljarðar úr ríkissjóði í Isavia
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur ákveðið að auka við hlutafé Isavia ohf. um 4 milljarða króna með því skilyrði að félagið ráðist í innviðaverkefni á Keflavíkurflugvelli strax á þessu ári.
Kjarninn 7. apríl 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn tapar fjórum prósentustigum milli kannana
Vinstri græn og Píratar bæta við sig fylgi milli kannana en Sjálfstæðisflokkurinn missir umtalsvert af þeirri fylgisaukningu sem hann mældist með í mars.
Kjarninn 7. apríl 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar