Fílaklósettið í Giessen

Sabine Leskopf skrifar um borgarmál frá sjónarhorni innflytjanda.

Auglýsing

Ég stund­aði megnið af háskóla­námi mínu í lit­illi borg sem heitir Gies­sen í Hes­sen í Þýska­landi.  Þetta er smá­borg á þýskan mæli­kvarða, þar búa um 90 þús­und manns, aðeins færri en í Reykja­vík og svipað margir og í nágranna­sveit­ar­fé­lög­un­um. Gies­sen varð fyrir miklum loft­árásum í seinni heims­styrj­öld og var því mikið byggt inni í borg­inni eftir stríð og vel fram á sjö­unda ára­tug­inn. Því miður var farin svipuð leið og í Reykja­vík árum sam­an. Það var byggð bíla­borg sem gerir það að verkum að hún er afar óaðl­að­andi heim að sækja og ekk­ert sem togar mann þangað nema maður eigi erindi þang­að.

Versta dæmið um skipu­lag borg­ar­innar í þessa veru er „fílakló­sett­ið“ svo­kall­aða sem var byggt rétt fyrir 1970. Þetta er risa­vaxin göngu­brú sem leysti af hólmi hring­torg sem áður var og átti hún að gera gang­andi fólki kleift að kom­ast milli borg­ar­hverfa í mið­borg­inni sjálfri. Það fékk þegar í stað þetta háðs­lega nafn vegna hrika­legs útlits, byggt á besta stað í borg­inni. Brúin er risa­vaxin og með þremur götum í miðj­unni sem minnir fólk á risa­vaxin kló­sett. Stærðin var nauð­syn­leg til að koma öllum bíl­unum sem hrað­ast undir hana.

Skemmst er frá að segja að þetta fílakló­sett er oft tekið sem dæmi um skelfi­lega mis­ráðið umferð­ar­skipu­lag þar sem bíla­um­ferð fær allan for­gang. Það er mikil mengun þarna, hávaði frá allri umferð­inni, það er í stuttu máli sagt bara notað þegar mikið liggur við.  Það er ljótt og stang­ast á við umhverfið svo um mun­ar. Það hefur sér ekk­ert til máls­bóta annað en hraða og meng­andi umferð undir sér. Ég spyr hvort fílakló­sett á borð við þau í Gies­sen séu fram­tíð­ar­draumar Reyk­vík­inga. Ég vona ekki, til þess eru tæki­færi til að gera betur of mörg hér.

Auglýsing

En eftir nokkur ár á Íslandi flutti ég með fjöl­skyldu minni tíma­bundið til Berlínar. Þaðan kom ég til baka hingað með reynslu af borg eins og ég vil sjá Reykja­vík: skap­andi, töfr­andi og opin, með almenn­ings­görð­um, kaffi­hús­um, mat­vöru­búðum og iðandi menn­ing­ar­lífi handan við horn­ið, með öfl­ugum sam­göngum og bílum sem þjóna fólki en ekki öfugt.

Höf­undur er vara­borg­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Engin lagaleg skilgreining til á orðinu kona
Samkvæmt svari frá forsætisráðherra þarf menningar- og viðskiptaráðherra sem „fer með málefni íslenskunnar“ að svara því hverjar orðsifjar nafnorðsins kona séu og hver málfræðileg merking orðsins sé.
Kjarninn 30. júní 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan borgaði LOGOS 6,2 milljónir og lét Morgunblaðið fá upplýsingar fyrirfram
Bankasýslan sendi Morgunblaðinu einum fjölmiðla fyrirfram tilkynningu um að lögfræðilegur ráðgjafi hennar hefði komist að þeirri niðurstöðu að jafnræðis hafi verið gætt við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 30. júní 2022
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar