Umræðan um þéttingu byggðar er gegnsýrð að bulli og gervi staðreyndum sem er slengt fram af sterkum aðilum.
Ítrekað hefur því verið haldið fram að stór galli við þéttingu byggðar sé að hún gangi of hægt. Að það sé fljótlegar að byggja á óbyggðu landi. Þetta hefur verið sett fram sem rök gegn þéttingu og náð að dreifast ansi víða.
Staðreyndin er samt sú að það gengur ekki bara jafn hratt að byggja á þéttingarreitum og á óbyggðu landi – það gengur hraðar. Þetta sýnir greining sem gerð var á íbúðabyggingum á tímabilinu 2013-2017.
Meðalbyggingartími að fokheldi á þéttingarsvæðum reyndist 1,6 ár en á byggingarsvæðum í úthverfi 1,7 ár. Ekki reyndist munur á byggingarhraða þéttingarverkefna eftir því hvort þau voru austan eða vestan Elliðaáa.
Í dag er unnið eftir stefnu samþykkts Aðalskipulags Reykjavíkur sem miðar að því að þétta byggð og efla þannig hverfin og nýta innviði betur. Þéttingin dregur úr akstri og styttir vegalengdir. Um 90% nýrra íbúða í Reykjavík eru nú byggðar innan þéttbýlismarka og og því fagnaðarefni að sjá það svart á hvítu að sú uppbygging er ekki bara góð til framtíðar heldur er hún raunverulega líka sú skyndilausn sem kallað er eftir.
Önnur fullyrðing er sú að lóðaskortur standi í vegi fyrir uppbyggingu og að uppbygging í Reykjavík sé takmörkuð. Hið rétta er að það eru 3.600 íbúðir eru á framkvæmdastigi í Reykjavík í dag. Til viðbótar eru 3.800 íbúðir með samþykkt deiliskipulag og tilbúnar til uppbyggingar. Auk þess eru 7.100 íbúðir í deiliskipulagsferli.
Fréttir um misheppnaða þéttingu og hæga uppbyggingu eru einfaldlega ekki á rökum reistar og beinlínis falskar en rétta fréttin er sú að aldrei hefur verið byggt jafn mikið og ákkúrat núna.
Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingar.