Ólínulegar samgöngur

Þorkell Heiðarsson segist vera þeirrar skoðunar að línulegar samgöngur tilheyri ekki fortíðinni, þrátt fyrir að Eyþór Arnalds haldi slíku fram.

Auglýsing

Ég er á því að línu­legar sam­göngur til­heyri ekki for­tíð­inni, þrátt fyrir að Eyþór Arn­alds haldi öðru fram í nýlegu við­tali. Það er þó ekki ætlun mín að leggja sér­stak­lega út frá þessum orðum hans hér enda er hann marg­saga þessa daga. Ann­ars er kannski engin furða að póli­tíkus haldi þessu fram enda mjög í tísku að afneita öllu línu­legu um þessar mundir og því upp­lagt að stökkva á vin­sælda­vagn­inn. Línu­legt sjón­varp er jú að hverfa, lín­u-símar og línur bara svona almennt yfir­teknar af þráð­lausri tækni. 

Ég er mik­ill Star­Trek aðdá­andi og hef séð marga hluti sem kynntir voru til sög­unnar í þeim þáttum verða að veru­leika. Þar má nefna spjald­tölv­ur, far­síma og sneið­mynda­tæki. Engu að síður held ég að fjar­flutn­ings­pall­arnir sem þar eru not­aðir (tel­eport) og tryggja þráð­lausa fólks­flutn­inga séu ekki alveg á næsta leiti – því miður Eyþór.

Þannig að línu­legir fólks­flutn­ingar verða hluti raun­veru­leik­ans enn um sinn og ólínu­legar sam­göngur bíða betri tíma.

Það er mun nær­tækara vanda­mál í núinu hversu beinar þessar línur eru, hvert þær liggja og hvernig þær þjóna íbú­um. Fyrir íbúa í úthverfum borg­ar­innar eru sam­göngu­mál nefni­lega oftar en ekki kjarn­inn í dag­legu lífi og almenn­ings­sam­göngur eru stór hluti þess kjarna. 

Þjón­usta Strætó er oft bit­beinið í úthverf­unum og raunar víð­ar. Þessa dag­ana er verið að breyta þjón­ustu strætó í Staða­hverf­inu í Graf­ar­vogi sem þýðir örugg­lega þjón­ustu­skerð­ingu fyrir ein­hverja og bót fyrir aðra. Svipað átti sér stað fyrir ekki svo löngu í Árbænum þegar strætó­leið sem gekk þaðan upp í Breið­holt var lögð af. Sem for­maður hverf­is­ráðs kall­aði ég full­trúa strætó á fund ráðs­ins og þegar við höfðum kveinað í nokkra stund dró við­kom­andi upp excel skjal. Þar sást að fáir nýttu sér þessa leið og hún því óhag­kvæm í rekstri. Lög­mál hag­fræð­innar höfðu talað og við vorum kjaft­stopp um stund. En hvað með þá sem þó nýttu vagn­inn, hvað áttu þeir að gera? Nú ganga, keyra, hjóla eða vera mjög lengi á leið­inni í strætó vegna flók­inna skipt­inga. 

Auglýsing

Að mörgu leyti hefur þjón­usta Strætó batnað þegar flutn­ingur fólks, frá úthverfum vestur í bæ og öfugt, er ann­ars veg­ar. Þá hefur núver­andi stjórn Strætó komið til móts við úthverfin með end­ur­lífgun næt­ur­strætó – sem er til mik­illa bóta fyrir úthverfa­búa. Það sem hins vegar stendur eftir er þjón­ustan á milli úthverf­anna sem hefur heldur minnkað á síð­ustu árum. Norð­ur­-­suður sam­göngu­öx­ull­inn á milli þess­ara hverfa er að versna, en austur – vestur (úr úthverfi og niður í bæ) er í lagi. Þannig er orðið erfitt að taka strætó á milli Graf­ar­vogs, Graf­ar­holts, Árbæjar og Breið­holts. Það sama á raunar við víðar í borg­inni um almenn­ings­sam­göngur þvert á þennan aust­ur-vestur meg­in­öxul sam­gangn­anna. Stað­reyndin er hins vegar sú að mikið af fólki í úthverfum sækir þjón­ustu og frí­stundir á milli hverf­anna, jafn­vel frekar en niður í bæ. Mikið af þess­ari þjón­ustu er jafn­framt á veg­um, eða styrkt af borg­inni. Ég er viss um að margir íbúar úthverf­anna kann­ast við örvænt­ing­una sem fylgir því að skutla krökkum á æfingu í Egils­höll, eða skóla­hljóm­sveit í Breið­holti á háanna­tíma og svo mætti lengi telja. 

Það er deg­inum ljós­ara að línu­legar sam­göngur Strætó um úthverfin þurfa að vera til stað­ar. Með til­komu borg­ar­línu ætti þetta raunar að verða auð­veld­ara þar sem hún mun taka yfir fyrr­nefndan meg­in­öxul sam­gangn­anna (vest­ur­-aust­ur) og tengja auk þess saman sveit­ar­fé­lögin á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þá er hægt að byggja upp tíðar teng­ingar innan og á milli hverfa sem tengj­ast síðan inn á borg­ar­lín­una.

Þangað til verður að grípa til aðgerða! Ef akstur strætó á milli úthverfa er óhag­kvæm lausn þarf að hafa í huga að bygg­ing mann­virkja til þess að þjón­usta íbú­ana í hverju hverfi er dýr, þar eru bygg­ing íþrótta­halla og sund­lauga nær­tæk dæmi. Mætti ekki líta á aðrar lausnir til þess að bæta ástand­ið. Hvernig væri að treysta og sam­tvinna net frí­stunda­vagn­anna og styðja íþrótta­fé­lögin frekar við rekstur þeirra. Auka einnig samnýt­ingu með öðrum kostum sem fyrir eru eins sundrútum á vegum skól­anna sem keyra nú um borg­ina. Með þessu móti gætu frí­stunda­vagnar þjónað fleiri gerðum frí­stunda en þeir gera nú. Þetta myndi vissu­lega ekki leysa öll vanda­mál en ég er sann­færður um að þetta myndi minnka þörf margra á skutli barna í einka­bílum og þar með draga úr amstri og umferð.

Höf­undur er for­maður hverf­is­ráðs Árbæjar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar