Fjölgun borgarfulltrúa er aðkallandi lýðræðismál

Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson skrifar um fjölgun borgarfulltrúa, sem hann segir að sé nauðsynleg til þess að endurspegla þann raunveruleika sem við okkur blasir nú þegar í borgarkerfinu.

Auglýsing

Árið 1908 kusu íbúar þess sem þá hét Reykja­vík­ur­bær sér 15 full­trúa í bæj­ar­stjórn. Reyk­vík­ingar voru þá  11.016. F-listi Kvenna­list­ans vann yfir­burða­sig­ur, fékk 345 atkvæði, heil 21,3% og 4 bæj­ar­full­trúa. Nú 110 árum síðar heitir Reykja­vík­ur­bær Reykja­vík­ur­borg og íbú­arnir eru 123.246. En þó við bæj­ar­búar séum nú meira en tífalt fleiri, höfum við borg­ar­arnir enn bara 15 full­trúa í stjórn bæj­ar­ins.

Eins og gefur að skilja hafa stærð­argráður verk­efn­anna og fjöldi þeirra auk­ist sam­fara vexti bæj­ar­ins. Sveit­ar­fé­lögin hafa tekið við sífellt fleiri skyldum á síð­ustu öld, eins og rekstri grunn- og leik­skóla og stór­auk­inni félags­þjón­ustu sem auðgar og bætir líf borg­ar­anna.

Í takt við gild­andi sveita­stjórn­ar­lög stendur því nú til að fjölga full­trú­unum um 8. Úr 15 í 23. 

Auglýsing

Inni­halds­rýr gagn­rýni á fjölgun

Sjálf­stæð­is­menn hafa staðið gegn þess­ari fjölgun bæði á Alþingi og nú síð­ast í borg­ar­stjórn. Kjarn­inn í gagn­rýni Sjálf­stæð­is­manna hefur verið að sú að breyt­ingin sé dýr. 

Þess­ari fjölgun fylgir hins vegar sára­lít­ill kostn­að­ar­auki. Fundir í nefndum og ráðum borg­ar­inn­ar, þar sem teknar eru ákvarð­anir um öll þau mál sem varða okkar íbú­ana eru ein­fald­lega fleiri en svo að borg­ar­full­trú­arnir 15 geti sótt þá alla. Til að bregð­ast við þessum aukna fjölda verk­efna hefur hægt og bít­andi orðið breyt­ing á nefnd­ar­manna­fyr­ir­komu­lag­inu þar sem í auknum mæli þarf að leita út fyrir raðir rétt­kjör­inna full­trúa, ýmist til vara­borg­ar­full­trúa eða jafn­vel neðar á fram­boðs­list­u­m ­flokk­anna. Í þessu felst að íbúar kjósa sér vissu­lega sína 15 full­trúa í borg­ar­stjórn, en til þess að sinna öllum þeim pólítísku skyldum sem sinna þarf eru borg­ar­full­trúar oft til­neyddir til þess að til­nefna full­trúa sem eru ekki til þess kosnir af borg­urum í mik­il­vægar nefndir og ráð borg­ar­inn­ar. Fyrir þessi störf er nú þegar greitt. 

Kostn­að­ar­auk­inn er því lít­ill sem eng­inn. Með fjölgun borg­ar­full­trúa verða ein­fald­lega fleiri af þessum full­trúum með umboð kjós­enda sem kjörnir full­trú­ar, frekar en póli­tískt ­skip­aðir full­trúar án rétt­nefnds lýð­ræð­is­legs umboðs.

Atkvæði á ösku­haug­unum

En lýð­ræð­is­rökin með fjölg­un­inni eru fleiri. Með því að fjölga borg­ar­full­trúum lækkar lág­markið sem fram­boð þarf til að fá kjör­inn full­trúa. Nú þarf fram­boð um 6,7% atkvæða til að fá full­trúa í borg­ar­stjórn. Með því að fjölga borg­ar­full­trúum lækkar þetta hlut­fall niður í 4.3%. Með því að hafa þrösk­uld­inn háan ýtum við undir kerfi fárra og stórra flokka, en slíkt er úr takti við það póli­tíska lands­lag sem fyrir löngu hefur mynd­ast hér á landi. 

Ef nið­ur­staðan úr borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­unum í vor myndi svipa til Alþing­is­kosn­ing­anna 2016 eða 2017 er auð­velt að sjá út dæmi þar sem svo hár þrösk­uldur myndi hafa hrap­ar­leg­ar af­leið­ing­ar. Fjöldi smárra flokka hafa verið að fá kosn­ingu í grennd við þessar töl­ur, þar á meðal Sam­fylk­ing­in, Við­reisn og Björt Fram­tíð. Auð­velt er að sjá fyrir sér dæmi þar sem 10%, 15% eða jafn­vel 20% atkvæða borg­ar­búa falla dauð niður vegna þess hve þrösk­uld­ur­inn er hár. Slíkt yrði til þess að borg­ar­stjórn myndi bæði hafa mikið verra umboð frá kjós­endum og grafa undan trausti almenn­ings á lýð­ræð­is­legum kosn­ing­um. En þar að auki þvingar þessi hái þrösk­uldur fólk til þess að kjósa stærri flokk­ana af ótta við að atkvæði þeirra falli niður dauð – og þetta þekkja kjós­endur vel – því hver vill sjá atkvæð­inu sínu kastað á ösku­haug­ana?

Betra og sterkara lýð­ræði

Fjölgun borg­ar­full­trúar er því bæði nauð­syn­leg til þess að end­ur­spegla þann raun­veru­leika sem við okkur blasir nú þegar í borg­ar­kerf­inu, með því að gefa okkur mögu­leika á að skipa á heið­ar­legan og lýð­ræð­is­legan hátt í ráð og nefndir borg­ar­inn­ar. En hún er ekki síður nauð­syn­leg til þess að gefa okkur rétt­ari mynd af vilja kjós­enda og styðja við betra og sterkara lýð­ræði, þar sem borg­ur­unum gefst frek­ari kostur á að kjósa í raun það sem þeir vilja. 

Höf­undur situr fyrir hönd Vinstri grænna í stjórn­kerf­is- og lýð­ræð­is­ráði Reykja­vík­ur­borgar og býður sig fram í 2.-4. sæti í for­vali Vinstri grænna í Reykja­vík sem fer fram þann 24. febr­ú­ar. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Freyr Eyjólfsson
Neysla og úrgangur eykst á heimsvísu – Ákall um nýjar, grænar lausnir
Kjarninn 20. febrúar 2020
Ísold Uggadóttir og Auður Jónsdóttir
Himinhrópandi mistök í máli Maní
Kjarninn 20. febrúar 2020
Haraldur Johanessen var enn ríkislögreglustjóri þegar samkomulagið var gert. Hann lét af störfum skömmu síðar
Samkomulag ríkislögreglustjóra hækkaði laun yfirmanna um 48 prósent
Þeir yfirmenn hjá ríkislögreglustjóra sem skrifuðu undir samkomulag við embættið í fyrra hækkuðu samtals grunnlaun sín um 314 þúsund krónur á mánuði og sameiginlegar lífeyrisgreiðslur um 309 milljónir.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Samninganefnd starfsgreinasambandsins.
Starfsgreinasambandið nær samkomulagi við ríkið um nýjan kjarasamning
Starfsgreinasambandið og ríkið náðu í gær saman um útlínur á nýjum kjarasamningi á fundi hjá ríkissáttarsemjara.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Efling fordæmir Dag fyrir að vilja ekki eiga samtal við sig
Efling segir borgarstjórann í Reykjavík tala niður kjara- og réttlætisbaráttu félagsins. Framsetning hans á tilboðum Reykjavíkurborgar um launahækkanir til félagsmanna Eflingar sé í þeim „tilgangi að fegra mögur tilboð borgarinnar.“
Kjarninn 20. febrúar 2020
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Verkföll hjá BSRB hefjast að óbreyttu í byrjun mars
Verkföllin munu hafa mikil áhrif á almannaþjónustuna enda munu þau ná til starfsfólks í heilbrigðisþjónustunni, þar með talið á Landspítalanum, og í skólum, leikskólum og á frístundaheimilum.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Hillur verslana eru í dag fullar af fersku brauði.
Uppþot vegna brauðsins stormur í vatnsglasi
„Hvenær verður næst brauð viðvörun?“ „Brauð er búið í borginni, líka hvíta brauðið. Fólk ætlar greinilega að leyfa sér þessar síðustu klukkustundir á jörðu.“ Þeir voru margir brandararnir sem fuku í sprengilægðinni í síðustu viku.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Traust almennings á dómstólum
Auður Jónsdóttir rithöfundur hitti gamalreyndan lögmann, Ragnar Aðalsteinsson, til að ræða hið svokallaða Landsréttarmál en það vekur upp áleitnar spurningar.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar