Fjölgun borgarfulltrúa er aðkallandi lýðræðismál

Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson skrifar um fjölgun borgarfulltrúa, sem hann segir að sé nauðsynleg til þess að endurspegla þann raunveruleika sem við okkur blasir nú þegar í borgarkerfinu.

Auglýsing

Árið 1908 kusu íbúar þess sem þá hét Reykja­vík­ur­bær sér 15 full­trúa í bæj­ar­stjórn. Reyk­vík­ingar voru þá  11.016. F-listi Kvenna­list­ans vann yfir­burða­sig­ur, fékk 345 atkvæði, heil 21,3% og 4 bæj­ar­full­trúa. Nú 110 árum síðar heitir Reykja­vík­ur­bær Reykja­vík­ur­borg og íbú­arnir eru 123.246. En þó við bæj­ar­búar séum nú meira en tífalt fleiri, höfum við borg­ar­arnir enn bara 15 full­trúa í stjórn bæj­ar­ins.

Eins og gefur að skilja hafa stærð­argráður verk­efn­anna og fjöldi þeirra auk­ist sam­fara vexti bæj­ar­ins. Sveit­ar­fé­lögin hafa tekið við sífellt fleiri skyldum á síð­ustu öld, eins og rekstri grunn- og leik­skóla og stór­auk­inni félags­þjón­ustu sem auðgar og bætir líf borg­ar­anna.

Í takt við gild­andi sveita­stjórn­ar­lög stendur því nú til að fjölga full­trú­unum um 8. Úr 15 í 23. 

Auglýsing

Inni­halds­rýr gagn­rýni á fjölgun

Sjálf­stæð­is­menn hafa staðið gegn þess­ari fjölgun bæði á Alþingi og nú síð­ast í borg­ar­stjórn. Kjarn­inn í gagn­rýni Sjálf­stæð­is­manna hefur verið að sú að breyt­ingin sé dýr. 

Þess­ari fjölgun fylgir hins vegar sára­lít­ill kostn­að­ar­auki. Fundir í nefndum og ráðum borg­ar­inn­ar, þar sem teknar eru ákvarð­anir um öll þau mál sem varða okkar íbú­ana eru ein­fald­lega fleiri en svo að borg­ar­full­trú­arnir 15 geti sótt þá alla. Til að bregð­ast við þessum aukna fjölda verk­efna hefur hægt og bít­andi orðið breyt­ing á nefnd­ar­manna­fyr­ir­komu­lag­inu þar sem í auknum mæli þarf að leita út fyrir raðir rétt­kjör­inna full­trúa, ýmist til vara­borg­ar­full­trúa eða jafn­vel neðar á fram­boðs­list­u­m ­flokk­anna. Í þessu felst að íbúar kjósa sér vissu­lega sína 15 full­trúa í borg­ar­stjórn, en til þess að sinna öllum þeim pólítísku skyldum sem sinna þarf eru borg­ar­full­trúar oft til­neyddir til þess að til­nefna full­trúa sem eru ekki til þess kosnir af borg­urum í mik­il­vægar nefndir og ráð borg­ar­inn­ar. Fyrir þessi störf er nú þegar greitt. 

Kostn­að­ar­auk­inn er því lít­ill sem eng­inn. Með fjölgun borg­ar­full­trúa verða ein­fald­lega fleiri af þessum full­trúum með umboð kjós­enda sem kjörnir full­trú­ar, frekar en póli­tískt ­skip­aðir full­trúar án rétt­nefnds lýð­ræð­is­legs umboðs.

Atkvæði á ösku­haug­unum

En lýð­ræð­is­rökin með fjölg­un­inni eru fleiri. Með því að fjölga borg­ar­full­trúum lækkar lág­markið sem fram­boð þarf til að fá kjör­inn full­trúa. Nú þarf fram­boð um 6,7% atkvæða til að fá full­trúa í borg­ar­stjórn. Með því að fjölga borg­ar­full­trúum lækkar þetta hlut­fall niður í 4.3%. Með því að hafa þrösk­uld­inn háan ýtum við undir kerfi fárra og stórra flokka, en slíkt er úr takti við það póli­tíska lands­lag sem fyrir löngu hefur mynd­ast hér á landi. 

Ef nið­ur­staðan úr borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­unum í vor myndi svipa til Alþing­is­kosn­ing­anna 2016 eða 2017 er auð­velt að sjá út dæmi þar sem svo hár þrösk­uldur myndi hafa hrap­ar­leg­ar af­leið­ing­ar. Fjöldi smárra flokka hafa verið að fá kosn­ingu í grennd við þessar töl­ur, þar á meðal Sam­fylk­ing­in, Við­reisn og Björt Fram­tíð. Auð­velt er að sjá fyrir sér dæmi þar sem 10%, 15% eða jafn­vel 20% atkvæða borg­ar­búa falla dauð niður vegna þess hve þrösk­uld­ur­inn er hár. Slíkt yrði til þess að borg­ar­stjórn myndi bæði hafa mikið verra umboð frá kjós­endum og grafa undan trausti almenn­ings á lýð­ræð­is­legum kosn­ing­um. En þar að auki þvingar þessi hái þrösk­uldur fólk til þess að kjósa stærri flokk­ana af ótta við að atkvæði þeirra falli niður dauð – og þetta þekkja kjós­endur vel – því hver vill sjá atkvæð­inu sínu kastað á ösku­haug­ana?

Betra og sterkara lýð­ræði

Fjölgun borg­ar­full­trúar er því bæði nauð­syn­leg til þess að end­ur­spegla þann raun­veru­leika sem við okkur blasir nú þegar í borg­ar­kerf­inu, með því að gefa okkur mögu­leika á að skipa á heið­ar­legan og lýð­ræð­is­legan hátt í ráð og nefndir borg­ar­inn­ar. En hún er ekki síður nauð­syn­leg til þess að gefa okkur rétt­ari mynd af vilja kjós­enda og styðja við betra og sterkara lýð­ræði, þar sem borg­ur­unum gefst frek­ari kostur á að kjósa í raun það sem þeir vilja. 

Höf­undur situr fyrir hönd Vinstri grænna í stjórn­kerf­is- og lýð­ræð­is­ráði Reykja­vík­ur­borgar og býður sig fram í 2.-4. sæti í for­vali Vinstri grænna í Reykja­vík sem fer fram þann 24. febr­ú­ar. 

Seðlabanki Bandaríkjanna lækkar vexti og segir óvissu í heimsbúskapnum
Þetta er önnur lækkunin á skömmum tíma, en þar áður höfðu vextir ekki lækkað í áratug.
Kjarninn 18. september 2019
Innlendar eignir nú 72 prósent af eignum lífeyrissjóða
Lífeyrissjóðir landsmanna hafa stækkaðir mikið í eignum talið, á undanförnum árum. Innlán sjóðanna nema tæplega 170 milljörðum.
Kjarninn 18. september 2019
Bergþór Ólason orðinn nefndarformaður á ný
Nýr formaður umhverfis- og samgöngunefndar var kjörinn í dag með tveimur atkvæðum.
Kjarninn 18. september 2019
Íslendingar endurvinna minnst á Norðurlöndunum
Magn heimilisúrgangs á hvern íbúa hér á landi hefur aukist með hverju ári frá hruni og náði magnið nýju hámarki árið 2017 með rúmlega 650 kílóum á hvern íbúa. Jafnframt endurvinna Íslendingar minnst af heimilissorpi af öllum Norðurlöndunum.
Kjarninn 18. september 2019
Takmarka þarf notkun á reiðufé í spilakössum til að stöðva peningaþvætti
Í aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti er lagt til að lögum verði breytt þannig að nafnlausir spilarar í spilakössum geti ekki sett háar fjárhæðir í þá, tekið þær síðan út sem vinninga og látið leggja þær inn á sig sem löglega vinninga.
Kjarninn 18. september 2019
Leggj­a enn og aftur fram frum­­varp um refs­ing­ar við tálm­un
Umdeilt tálmunarfrumvarp hefur verið lagt fram á ný á Alþingi.
Kjarninn 18. september 2019
Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Nú geta mötuneyti sýnt kolefnisspor máltíða
Kolefnisreiknivélin Matarspor, sem reiknar og sýnir kolefnisspor máltíða og ber það saman við akstur fólksbíla, stendur nú mötuneytum og matsölustöðum til boða gegn greiðslu. Reiknivélin á að auðvelda fólki að taka upplýstar ákvarðanir um eigin neyslu.
Kjarninn 18. september 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar