Lærdómurinn af MeToo

Skúli Helgason segir að almenni lærdómurinn sem þurfi að draga af MeToo sé að almenn kynfræðsla við hæfi barna og ungmenna í samhengi við áherslu á félagsfærni og sjálfseflingu þurfi að verða ríkur þáttur í skóla- og frístundastarfi barna í borginni.

Auglýsing

Við höfum öll orðið fyrir miklum áhrifum af þeim hrika­legu frá­sögnum af kyn­ferð­is­legu ofbeldi sem MeToo hreyf­ingin hefur leyst úr læð­ingi.  Þær sögur sem við höfum heyrt, nú síð­ast af konum af erlendum upp­runa, und­ir­strika eina ömur­leg­ustu vídd þessa máls sem er mis­notkun á valda­stöðu, lík­am­legum eða félags­legum yfir­burðum sem eru not­aðir til hins ítrasta til að níð­ast á þeim sem veik­ari standa. 

Auglýsing
MeToo hefur vakið þjóð­ina, eins og heims­byggð­ina alla.  Nú stendur upp á okkur að tryggja að vakn­ingin verði að var­an­legri bylt­ingu og tryggja að íslenskt sam­fé­lag verði aldrei aftur jarð­vegur fyrir kerf­is­bundið ofbeldi.  Nýjar athug­anir sýna að við höfum mikið verk að vinna.  Sú mynd sem ungir drengir á Íslandi fá af sam­skiptum kynj­anna mót­ast nú að veru­legu leyti af yfir­gengi­legu áhorfi á klám­efni og nær sú hegðun lengra niður í aldri og er almenn­ari en flesta grun­ar.  Með­al­aldur þeirra sem byrja að neyta kláms á Íslandi er rúm­lega 11 ár og tveir af hverjum þremur drengjum í ung­linga­deildum grunn­skól­anna horfa á klám að minnsta kosti viku­lega, þar af margir á hverjum deg­i.  

Kyn­fræðsla verði aukin í grunn­skólum

Við verðum að skapa kröft­ugt mót­vægi gegn klám­væð­ing­unni inni í skóla­kerf­inu og þar þurfum við m.a. að efla félags­færni og þjálfa börn í jákvæð­um, frið­sam­legum sam­skiptum sem byggja á virð­ingu.  Sú áhersla er sterk í nýrri mennta­stefnu Reykja­vík­ur­borgar sem kynnt verður á næst­unni.  Sam­hliða því þurfum við að auka veru­lega kyn­fræðslu í grunn­skólum og þar höfum við í skóla- og frí­stunda­ráði nýlega sam­þykkt að setja í gang til­rauna­verk­efni um kyn­fræðslu í tveimur grunn­skól­um, Selja­skóla í Breið­holti og Folda­skóla í Graf­ar­vogi, sem byggir á sam­starfi grunn­skóla, félags­mið­stöðvar og heilsu­gæsl­unnar í hverf­inu.  

 Nú stendur upp á okkur að tryggja að vakn­ingin verði að var­an­legri bylt­ingu og tryggja að íslenskt sam­fé­lag verði aldrei aftur jarð­vegur fyrir kerf­is­bundið ofbeldi.
Verk­efnið er til þriggja ára og mun auka veru­lega hlut kyn­fræðslu í skóla­starf­inu.  Stefnan er sú að nýta þessa vinnu til að þróa náms­efni sem síðan mun standa öllum grunn­skólum borg­ar­innar til boða.  Og það er lær­dóm­ur­inn sem við þurfum að draga af umræðu síð­ustu vikna – almenn kyn­fræðsla við hæfi barna og ung­menna í sam­hengi við áherslu á félags­færni og sjálfs­efl­ingu þarf að verða ríkur þáttur í skóla- og frí­stunda­starfi allra barna í borg­inni.

Höf­undur er for­maður skóla- og frí­stunda­ráðs og fram­bjóð­andi til 3. sætis í flokksvali Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar