Lærdómurinn af MeToo

Skúli Helgason segir að almenni lærdómurinn sem þurfi að draga af MeToo sé að almenn kynfræðsla við hæfi barna og ungmenna í samhengi við áherslu á félagsfærni og sjálfseflingu þurfi að verða ríkur þáttur í skóla- og frístundastarfi barna í borginni.

Auglýsing

Við höfum öll orðið fyrir miklum áhrifum af þeim hrikalegu frásögnum af kynferðislegu ofbeldi sem MeToo hreyfingin hefur leyst úr læðingi.  Þær sögur sem við höfum heyrt, nú síðast af konum af erlendum uppruna, undirstrika eina ömurlegustu vídd þessa máls sem er misnotkun á valdastöðu, líkamlegum eða félagslegum yfirburðum sem eru notaðir til hins ítrasta til að níðast á þeim sem veikari standa. 

Auglýsing
MeToo hefur vakið þjóðina, eins og heimsbyggðina alla.  Nú stendur upp á okkur að tryggja að vakningin verði að varanlegri byltingu og tryggja að íslenskt samfélag verði aldrei aftur jarðvegur fyrir kerfisbundið ofbeldi.  Nýjar athuganir sýna að við höfum mikið verk að vinna.  Sú mynd sem ungir drengir á Íslandi fá af samskiptum kynjanna mótast nú að verulegu leyti af yfirgengilegu áhorfi á klámefni og nær sú hegðun lengra niður í aldri og er almennari en flesta grunar.  Meðalaldur þeirra sem byrja að neyta kláms á Íslandi er rúmlega 11 ár og tveir af hverjum þremur drengjum í unglingadeildum grunnskólanna horfa á klám að minnsta kosti vikulega, þar af margir á hverjum degi.  

Kynfræðsla verði aukin í grunnskólum

Við verðum að skapa kröftugt mótvægi gegn klámvæðingunni inni í skólakerfinu og þar þurfum við m.a. að efla félagsfærni og þjálfa börn í jákvæðum, friðsamlegum samskiptum sem byggja á virðingu.  Sú áhersla er sterk í nýrri menntastefnu Reykjavíkurborgar sem kynnt verður á næstunni.  Samhliða því þurfum við að auka verulega kynfræðslu í grunnskólum og þar höfum við í skóla- og frístundaráði nýlega samþykkt að setja í gang tilraunaverkefni um kynfræðslu í tveimur grunnskólum, Seljaskóla í Breiðholti og Foldaskóla í Grafarvogi, sem byggir á samstarfi grunnskóla, félagsmiðstöðvar og heilsugæslunnar í hverfinu.  

 Nú stendur upp á okkur að tryggja að vakningin verði að varanlegri byltingu og tryggja að íslenskt samfélag verði aldrei aftur jarðvegur fyrir kerfisbundið ofbeldi.
Verkefnið er til þriggja ára og mun auka verulega hlut kynfræðslu í skólastarfinu.  Stefnan er sú að nýta þessa vinnu til að þróa námsefni sem síðan mun standa öllum grunnskólum borgarinnar til boða.  Og það er lærdómurinn sem við þurfum að draga af umræðu síðustu vikna – almenn kynfræðsla við hæfi barna og ungmenna í samhengi við áherslu á félagsfærni og sjálfseflingu þarf að verða ríkur þáttur í skóla- og frístundastarfi allra barna í borginni.

Höfundur er formaður skóla- og frístundaráðs og frambjóðandi til 3. sætis í flokksvali Samfylkingarinnar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá undirritun lífskjarasamningsins í apríl árið 2019.
Forsendur brostnar og örlög lífskjarasamningsins ráðist 30. september
Forsendunefnd ASÍ og SA hefur komist að þeirri niðurstöðu að forsendur lífskjarasamningsins frá 2019 séu brostnar, hvað aðgerðir stjórnvalda varðar. Formaður VR segir að örlög samninganna muni ráðast á fundi samninganefnda ASÍ og SA 30. september.
Kjarninn 20. september 2021
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu er engin töfralausn
Kjarninn 20. september 2021
Þorvarður Bergmann Kjartansson
Þegar sumir hafa vald yfir öðrum
Kjarninn 20. september 2021
Hildur Gunnarsdóttir
Húsnæðispólitík og arkitektúr
Kjarninn 20. september 2021
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins
Gæti kostað 50-60 milljarða að gera 350 þúsund króna laun skatt- og skerðingalaus
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Ingu Sæland um að færsla á persónuafslætti frá „þeim ríku“ til hinna efnaminni geti fjármagnað 350 þúsund króna skattfrjálsa framfærslu.
Kjarninn 20. september 2021
Segja mikilvægt að undirbúa innviði og regluverk fyrir græna orkuframleiðslu
Íslendingar ættu að nýta þau tækifæri sem felast í orkuskiptum hérlendis og undirbúa innviði og regluverk fyrir samkeppnishæfa framleiðslu á kolefnislausum orkugjöfum, að mati tveggja verkfræðinga hjá EFLU.
Kjarninn 20. september 2021
Jóhann Friðrik Friðriksson
Heilbrigðiskerfi ekki óheilbrigðiskerfi
Kjarninn 20. september 2021
Vikurnáman yrði austan við Hafursey á Mýrdalssandi.
Vörubílar myndu aka 120 ferðir á dag með Kötluvikur
„Þetta er ekkert smáræði og ég held að menn átti sig engan veginn á því hvað þetta er mikið umfang,“ segir Guðmundur Oddgeirsson, bæjarfulltrúi í Ölfusi, um fyrirhugaða vikurnámu á Mýrdalssandi og flutninga á efninu til Þorlákshafnar.
Kjarninn 20. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar