Lærdómurinn af MeToo

Skúli Helgason segir að almenni lærdómurinn sem þurfi að draga af MeToo sé að almenn kynfræðsla við hæfi barna og ungmenna í samhengi við áherslu á félagsfærni og sjálfseflingu þurfi að verða ríkur þáttur í skóla- og frístundastarfi barna í borginni.

Auglýsing

Við höfum öll orðið fyrir miklum áhrifum af þeim hrika­legu frá­sögnum af kyn­ferð­is­legu ofbeldi sem MeToo hreyf­ingin hefur leyst úr læð­ingi.  Þær sögur sem við höfum heyrt, nú síð­ast af konum af erlendum upp­runa, und­ir­strika eina ömur­leg­ustu vídd þessa máls sem er mis­notkun á valda­stöðu, lík­am­legum eða félags­legum yfir­burðum sem eru not­aðir til hins ítrasta til að níð­ast á þeim sem veik­ari standa. 

Auglýsing
MeToo hefur vakið þjóð­ina, eins og heims­byggð­ina alla.  Nú stendur upp á okkur að tryggja að vakn­ingin verði að var­an­legri bylt­ingu og tryggja að íslenskt sam­fé­lag verði aldrei aftur jarð­vegur fyrir kerf­is­bundið ofbeldi.  Nýjar athug­anir sýna að við höfum mikið verk að vinna.  Sú mynd sem ungir drengir á Íslandi fá af sam­skiptum kynj­anna mót­ast nú að veru­legu leyti af yfir­gengi­legu áhorfi á klám­efni og nær sú hegðun lengra niður í aldri og er almenn­ari en flesta grun­ar.  Með­al­aldur þeirra sem byrja að neyta kláms á Íslandi er rúm­lega 11 ár og tveir af hverjum þremur drengjum í ung­linga­deildum grunn­skól­anna horfa á klám að minnsta kosti viku­lega, þar af margir á hverjum deg­i.  

Kyn­fræðsla verði aukin í grunn­skólum

Við verðum að skapa kröft­ugt mót­vægi gegn klám­væð­ing­unni inni í skóla­kerf­inu og þar þurfum við m.a. að efla félags­færni og þjálfa börn í jákvæð­um, frið­sam­legum sam­skiptum sem byggja á virð­ingu.  Sú áhersla er sterk í nýrri mennta­stefnu Reykja­vík­ur­borgar sem kynnt verður á næst­unni.  Sam­hliða því þurfum við að auka veru­lega kyn­fræðslu í grunn­skólum og þar höfum við í skóla- og frí­stunda­ráði nýlega sam­þykkt að setja í gang til­rauna­verk­efni um kyn­fræðslu í tveimur grunn­skól­um, Selja­skóla í Breið­holti og Folda­skóla í Graf­ar­vogi, sem byggir á sam­starfi grunn­skóla, félags­mið­stöðvar og heilsu­gæsl­unnar í hverf­inu.  

 Nú stendur upp á okkur að tryggja að vakn­ingin verði að var­an­legri bylt­ingu og tryggja að íslenskt sam­fé­lag verði aldrei aftur jarð­vegur fyrir kerf­is­bundið ofbeldi.
Verk­efnið er til þriggja ára og mun auka veru­lega hlut kyn­fræðslu í skóla­starf­inu.  Stefnan er sú að nýta þessa vinnu til að þróa náms­efni sem síðan mun standa öllum grunn­skólum borg­ar­innar til boða.  Og það er lær­dóm­ur­inn sem við þurfum að draga af umræðu síð­ustu vikna – almenn kyn­fræðsla við hæfi barna og ung­menna í sam­hengi við áherslu á félags­færni og sjálfs­efl­ingu þarf að verða ríkur þáttur í skóla- og frí­stunda­starfi allra barna í borg­inni.

Höf­undur er for­maður skóla- og frí­stunda­ráðs og fram­bjóð­andi til 3. sætis í flokksvali Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni segir kökumyndband Öryrkjabandalagsins vera misheppnað
Fjármála- og efnahagsráðherra segir það rangt að öryrkjar fái sífellt minni sneið af efnahagskökunni sem íslenskt samfélag baki. ÖBÍ segir ríkisstjórnina hafa ákveðið að auka fátækt sinna skjólstæðinga.
Kjarninn 28. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Útlit fyrir að sóttvarnalæknir leggi til hertar aðgerðir
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er ekki ánægður með stöðu faraldursins og ætlar að skila minnisblaði með tillögum að breyttum sóttvarnaraðgerðum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra fljótlega.
Kjarninn 28. október 2020
Alls segjast um 40 prósent kjósenda að þeir myndu kjósa stjórnarflokkanna þrjá.
Samfylking stækkar, Sjálfstæðisflokkur tapar og Vinstri græn ekki verið minni frá 2016
Fylgi Vinstri grænna heldur áfram að dala og mælist nú tæplega helmingur af því sem flokkurinn fékk í síðustu kosningum. Flokkur forsætisráðherra yrði minnsti flokkurinn á þingi ef kosið yrði í dag.
Kjarninn 28. október 2020
Neytendastofa er með aðsetur í Borgartúni.
Unnið að því að leggja niður Neytendastofu
Stjórnvöld sjá fyrir sér að hugsanlega verði hægt að færa öll verkefni frá Neytendastofu á næsta ári og leggja stofnunina niður, með mögulegum sparnaði fyrir ríkissjóð. Stofnunin tók til starfa árið 2005 og fær tæpar 240 milljónir úr ríkissjóði í ár.
Kjarninn 28. október 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er ráðherra ferðamála.
Tekjufallsstyrkir til ferðaþjónustunnar áætlaðir 3,5 milljarðar króna
Leiðsögumenn og aðrir litlir rekstraraðilar eiga rétt á að fá allt að 400 þúsund krónur á mánuði í tekjufallsstyrki fyrir hvert stöðugildi í allt að 18 mánuði. Kostnaður vegna styrka til ferðaþjónustu hefur nú verið áætlaður.
Kjarninn 28. október 2020
Ráðhús Reykjavíkur
„Hagstjórnarmistök“ að styðja ekki betur við sveitarfélög
Reykjavíkurborg varar ríkisstjórnina við að veita sveitarfélögunum ekki meiri stuðning í nýju fjárlagafrumvarpi og segir niðurskurð í fjárfestingum vinna gegn viðbótarfjárfestingu ríkisins.
Kjarninn 28. október 2020
Óskað eftir því að Vilji Björns Inga verði tekinn til gjaldþrotaskipta
Sýslumaðurinn á Vesturlandi hefur lagð fram beiðni um að Útgáfufélag Viljans verði tekið til gjaldþrotaskipta. Björn Ingi Hrafnsson segist fyrst hafa heyrt um málið í gærkvöldi. Hann missti stjórn á umsvifamiklu fjölmiðlaveldi árið 2017.
Kjarninn 28. október 2020
Fjölmargir erlendir ríkisborgarar starfa  við mannvirkjagerð á Íslandi.
Erlendum ríkisborgurum heldur áfram að fjölga þrátt fyrir samdrátt og atvinnuleysi
Á málþingi fyrir ári sagði ráðuneytisstjóri í félagsmálaráðuneytinu að það væri einfalt fyrir Ísland að „losa sig“ erlent vinnuafl þegar samdráttur yrði í efnahagslífinu. Erlendum ríkisborgurum hefur fjölgað það sem af er ári þrátt fyrir metsamdrátt.
Kjarninn 27. október 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar