Lærdómurinn af MeToo

Skúli Helgason segir að almenni lærdómurinn sem þurfi að draga af MeToo sé að almenn kynfræðsla við hæfi barna og ungmenna í samhengi við áherslu á félagsfærni og sjálfseflingu þurfi að verða ríkur þáttur í skóla- og frístundastarfi barna í borginni.

Auglýsing

Við höfum öll orðið fyrir miklum áhrifum af þeim hrika­legu frá­sögnum af kyn­ferð­is­legu ofbeldi sem MeToo hreyf­ingin hefur leyst úr læð­ingi.  Þær sögur sem við höfum heyrt, nú síð­ast af konum af erlendum upp­runa, und­ir­strika eina ömur­leg­ustu vídd þessa máls sem er mis­notkun á valda­stöðu, lík­am­legum eða félags­legum yfir­burðum sem eru not­aðir til hins ítrasta til að níð­ast á þeim sem veik­ari standa. 

Auglýsing
MeToo hefur vakið þjóð­ina, eins og heims­byggð­ina alla.  Nú stendur upp á okkur að tryggja að vakn­ingin verði að var­an­legri bylt­ingu og tryggja að íslenskt sam­fé­lag verði aldrei aftur jarð­vegur fyrir kerf­is­bundið ofbeldi.  Nýjar athug­anir sýna að við höfum mikið verk að vinna.  Sú mynd sem ungir drengir á Íslandi fá af sam­skiptum kynj­anna mót­ast nú að veru­legu leyti af yfir­gengi­legu áhorfi á klám­efni og nær sú hegðun lengra niður í aldri og er almenn­ari en flesta grun­ar.  Með­al­aldur þeirra sem byrja að neyta kláms á Íslandi er rúm­lega 11 ár og tveir af hverjum þremur drengjum í ung­linga­deildum grunn­skól­anna horfa á klám að minnsta kosti viku­lega, þar af margir á hverjum deg­i.  

Kyn­fræðsla verði aukin í grunn­skólum

Við verðum að skapa kröft­ugt mót­vægi gegn klám­væð­ing­unni inni í skóla­kerf­inu og þar þurfum við m.a. að efla félags­færni og þjálfa börn í jákvæð­um, frið­sam­legum sam­skiptum sem byggja á virð­ingu.  Sú áhersla er sterk í nýrri mennta­stefnu Reykja­vík­ur­borgar sem kynnt verður á næst­unni.  Sam­hliða því þurfum við að auka veru­lega kyn­fræðslu í grunn­skólum og þar höfum við í skóla- og frí­stunda­ráði nýlega sam­þykkt að setja í gang til­rauna­verk­efni um kyn­fræðslu í tveimur grunn­skól­um, Selja­skóla í Breið­holti og Folda­skóla í Graf­ar­vogi, sem byggir á sam­starfi grunn­skóla, félags­mið­stöðvar og heilsu­gæsl­unnar í hverf­inu.  

 Nú stendur upp á okkur að tryggja að vakn­ingin verði að var­an­legri bylt­ingu og tryggja að íslenskt sam­fé­lag verði aldrei aftur jarð­vegur fyrir kerf­is­bundið ofbeldi.
Verk­efnið er til þriggja ára og mun auka veru­lega hlut kyn­fræðslu í skóla­starf­inu.  Stefnan er sú að nýta þessa vinnu til að þróa náms­efni sem síðan mun standa öllum grunn­skólum borg­ar­innar til boða.  Og það er lær­dóm­ur­inn sem við þurfum að draga af umræðu síð­ustu vikna – almenn kyn­fræðsla við hæfi barna og ung­menna í sam­hengi við áherslu á félags­færni og sjálfs­efl­ingu þarf að verða ríkur þáttur í skóla- og frí­stunda­starfi allra barna í borg­inni.

Höf­undur er for­maður skóla- og frí­stunda­ráðs og fram­bjóð­andi til 3. sætis í flokksvali Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Við erum hérna á haus, algjörlega að drukkna“
„Þessi hjúkrun er það erfiðasta sem þú getur lent í,“ segir hjúkrunardeildarstjóri gjörgæslunnar í Fossvogi í samtali við Kjarnann. Að veikjast af nýjum sjúkdómi, lenda á gjörgæslu og jafnvel í öndunarvél er ógnvekjandi. „Já, fólk er hrætt.“
Kjarninn 2. apríl 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ný streymiveita opnar á Íslandi
Kjarninn 2. apríl 2020
Guðjón Sigurbjartsson
Landbúnaður og lopapeysur
Kjarninn 2. apríl 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Það verður að leysa þessa deilu
Landlæknir lýsir yfir áhyggjum sínum af stöðu kjarasamninga hjúkrunarfræðinga og biðlar til samninganefnda ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að setjast að samningaborðinu.
Kjarninn 2. apríl 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
„Ef þið eruð pirruð þarna úti, ekki láta það bitna á starfsfólki verslana“
Fjölmargar ábendingar hafa borist yfirlögregluþjóni þess efnis að viðskiptavinir verslana komi illa fram við starfsfólkið.
Kjarninn 2. apríl 2020
Stefán Ólafsson
Lækkun tryggingagjalds vegi á móti launahækkun
Kjarninn 2. apríl 2020
Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Nærri tíu milljónir hafa sótt um atvinnuleysisbætur í Bandaríkjunum
Um 6,6 milljónir Bandaríkjamanna hafa sótt um atvinnuleysisbætur undanfarna viku, sem er gjörsamlega án fordæma. Í hruninu fyrir röskum áratug fór fjöldinn hæst í 665 þúsund bótaumsóknir á einni viku.
Kjarninn 2. apríl 2020
Níutíu og níu smit greind í gær
Staðfest smit af kórónuveirunni eru orðin rúmlega 1.300 talsins.
Kjarninn 2. apríl 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar