FME og ragnarök

Finnur Gunnþórsson markaðsfræðingur skrifar um verðmæti, smekk og sýndarmiðla.

Auglýsing

Fréttir herma  að Trygg­inga­miðlun Íslands ætli að selja eitt verka sinna úr ser­í­unni Ragnarök eftir Dið­rik Jón Krist­ó­fers­son. Heyrst hefur að upp­boðs­hald­ar­anum hefði þótt verkið full glanna­legt og ekki áttað sig á því hverjir hefðu smekk fyrir því. En sem kurt­eis fag­maður með meiru, var hann til­bú­inn að koma verk­inu að á næsta upp­boði hjá Gall­erí Fold, þar sem það verður að líkum selt í byrjun mars. Þar mun verkið hanga innan um klass­ísk verk af kenni­leitum sem þjóðin kann­ast jafn vel við og Seðla­bank­ann og mið­bæ­inn í Reykja­vík. Af þessu má sjá að þótt að listin geti verið mik­ils virði þá er smekkur manna mis­jafn og því alltaf gott að hafa opinn huga eins og upp­boðs­hald­ar­inn.  

Kannski er ekki nema von að upp­boðs­hald­ar­inn hafi ekki áttað sig í hvelli, enda minna verkin í ser­í­unni Ragn­ar­rök á hlut­verka­leiki eins og For­gotten Realms  og þá list sem maður gjarnan sér að prýðir albú­mum þung­rokksveita, til dæmis eins og þeirrar Týrs þeirrar fær­eysku.  

List­málar­inn sjálfur sem kallar sig Nekron er slíku sann­ar­lega kunnur og spilar þyngra rokk en gengur og ger­ist að mig minnir í hljóm­sveit­inni RÁN, auk þess að skrifa lærðar rit­gerðir og hefur nælt sér í M.Art.Ed gráðu við Lista­há­skóla Íslands.  

Auglýsing

Þessar merku upp­lýs­ingar fengu mig til að hugsa um fram­tíð­ina. Hvernig kemur ungur maður sér fyrir í ver­öld­inni? Hvers er að vænta fyrir æsku lands­ins?  

Ein mik­il­væg­asta spurn­ingin er: Í hverju eru verð­mætin fólg­in? Og hvernig varð­veitum við þau og ávöxtum til kom­andi kyn­slóða? Það þarf opin huga til þess að finna fjár­sjóð utan við eigin smekk. Eins þarf seiglu og ein­beittan vilja til að kynna sér hlut­ina svo að maður stundi stöðugan lær­dóm og nái að fást við breyt­ing­arn­ar.

Sam­kvæmt grein í Við­skipta­blað­inu sem birt­ist 25. jan­úar síð­ast­lið­inn og bar tit­il­inn „Um­svif sjóð­anna of mik­il“ eru íslenskir líf­eyr­is­sjóðir í vand­ræðum af því þeir geta ráðið allt of miklu á örsmáum inn­an­lands­mark­aði.  

Þá skiptir smekk­ur­inn um hag­rænar aðferðir fjár­mála­fræð­innar orðið nær engu í fjár­fest­inga­stefnu af því að inn­an­lands­mark­að­ur­inn er of smár miðað við fjár­hæð­irnar og hættan á slæmum ákvörð­unum vegna tengsla eða erf­ið­leika við áhættu­dreif­ingu orðin of mik­il.  

Miðað við hinn stóra heim eru fjár­fest­inga­mögu­leikar inn­an­lands tak­mark­að­ir, en mig minnir að ég hafi lært ein­hvern­tíma í skóla að í áhættu­dreif­ingu bæri að huga að alla­vega 20 -30 ólíkum hag­svæðum eða geirum; iðn­aði, lands­svæð­um. Þá til þess að eiga von á því að draga sem ein­hverju næmi að ráði úr áhættu. Var þá miðað við töl­fræði­lega nálgun á upp­lýs­ing­ar. En kannski var það bara vit­leysa, seinni tíma töl­fræði rann­sóknir nefna töl­una 60 en þá er verið að miða við ólík fyr­ir­tæki. Ég man eftir alls­konar þum­al­putta­reglum hvað slíkt varðar nú þegar ég skrifa en litlu af því sem virt­ist vera líkt nátt­úru­vís­ind­un­um. Enda var ég við nám í stjórn­un­ar, stjórn­mála og heim­speki­deild þar sem við­skipta- og hag­fræði töld­ust til félags­vís­inda. Það að átta sig á því þótti upp­haf visk­unnar á þeim svið­um. En hver veit ? Einn náung­inn skrif­aði bók sem heitir Svarti svan­ur­inn af því hann græddi alltaf á því að veðja á að ofur ólík­legir hlutir gerð­ust reglu­lega og hefðu gríðar miklar afleið­ingar sem væru góðar eða slæm­ar.  

Það er greini­lega mikil þörf á því fyrir alla Íslend­inga að hugsa um verð­mæti, fyr­ir­tæki og fjár­mál á skap­andi hátt næstu árin.  

Sjálfum finnst mér að þurfi að hugsa um heild­ina.

Kannski er okkar helsta von um bjarta fjár­hags­lega fram­tíð og getu til greiðslu eft­ir­launa einmitt í sprota­fyr­ir­tækj­um. En þau eru mjög áhættu­söm. Skap­andi greinar hafa skilað okkur ótrú­lega miklu eins og skýrsla sem ég sá hjá Útón árið 2010 um hag­ræn áhrif þeirra sýndi aug­ljós­lega. Í hvoru­tveggja er áhættan þó mjög mik­il. Og ég minn­ist ekki á ferða­menn­ina af því ég hef áhyggjur af inn­við­unum og tel að þá beri að ræða á meiri dýpt en minnst rétt á þá hér.

Nið­ur­staða mín er sú að ég sem ein­stak­lingur kom­ist ekki hjá því að hugsa um fjár­mál, smekk og verð­mæti og geti ekki varpað ábyrgð­inni yfir á aðra.  

Ég get ekki ætl­ast til þess að bank­inn eða líf­eyr­is­sjóð­irnir hugsi fyrir mig eða sinni mér full­kom­lega.  En ég veit líka að því fleiri sem við hugsum um þessa hluti þeim mun meiri líkur eru á góðum lausnum sem geta nýst mörg­um.

Ég mun sem ein­stak­lingur til dæmis taka mið af við­vörun Fjár­mála­eft­ir­lits­ins sem kom út þann 31. jan­úar um að ég sem almenn­ingur eigi að vara mig á Bitcoin og „sýnd­ar­fé“ og tek undir við­vör­un­ina um stór­kost­lega áhættu. Um leið segi ég: „halló! Ég verð að kanna þetta!“

Bitcoin og sýnd­arfé er einn fárra mögu­leika í nútím­anum á meiri­háttar kerfis breyt­ing­um. Þar er á ferð­inni að hluta til mögu­leik­inn á lýð­ræð­i­svæð­ingu pen­inga og beinum sam­skiptum um verð­mæti.  Blockchain tæknin er komin til að vera. Þetta finnst mér Hyperled­ger Línux sjóðs­ins sýna best um þessar mund­ir. En Hyperled­ger er opin tölvu for­rit­un­ar­máls grunnur sem að er ætl­aður til þess að nýta blockchain tækni fyrir fyr­ir­tæki í mjög víðum skiln­ingi og ekki ein­göngu fyrir raf­mynnt. Þ.e.a.s. allt sem lýtur að við­skipta­straumum á Inter­net­inu.  En stór­fyr­ir­tæki eins og Air­bus, Amer­ican Express, Deutsche Börse Group, Daim­ler, Hitachi, IBM, Intel, SAP, J.P. Morgan og NEC eru öll orðin félagar í Hyperled­ger stofnun Linux sjóðs­ins.  

Ég veit að Fjár­mála­eft­ir­litið vill vel og ég hvet ykkur öll til þess fara var­leg en samt til þess að skoða og hugsa um blockchain tækn­ina. Ég á sjálfur enn í fullu fangi með að skilja þetta allt saman en ég veit að þessar tækni­breyt­ingar eru þær sem eru hvað mest spenn­andi fyrir íslensku þjóð­ina sem verður lík­ast til að taka það upp á sína arma að aðstoða líf­eyr­is­sjóð­ina við áhættu­dreif­ingu. Enda sinna stjórn­endur þeirra verki sem krefst mik­illar útsjón­ar­semi, heil­inda og meiri ábyrgðar gagn­vart fámennu sam­fé­lagi en marga grun­ar.

Mig hefur oft langað að eiga fal­legt Cara­vaggio mál­verk eins og það sem sýnir Pál Post­ula mæta Kristi en það er alls ekki lík­legt að ég geti auð­veld­lega „reddað því“ á næst­unn­i.  Ætli slíkt gæti nokkurn tíma orðið raun­hæft mark­mið í eigna­stýr­ingu hjá almennum ungum Íslend­ingi?  

Ég gæti best trúað því að verði örtröð á upp­boði Gall­erí Foldar í mars­mán­uði þar sem eitt fárra þjóð­legra þung­arokk mál­verka nútíma listar verður boðið upp. Kannski fer það á verði yfir millj­ón. Ætli félagar úr Dimmu og Skálmöld kepp­ist við að bjóða í það? Hver veit. Ég get ekki látið vera að hugsa til Basquiat í öllu þessu sam­hengi en hann náði að hræra í hlut­unum og ná heims­frægð í Banda­ríkj­unum tví­tugur um 1980. Hann var lista­maður sem lét strauma úr m.a.  hip hopi, jazzi, klass­ískri list og frönskum ljóðum bræða saman á striga. Því miður dó hann ung­ur. En það má með sanni segja að rétt áður en hann birt­ist hefði það þótt ofur ólík­legur við­burður að list sem hans yrði til og að eitt mál­verka hans yrði síðar selt sem dýrasta verk banda­rísks lista­manns sem farið hefði á upp­boði.  En ég veit það að þó að sumt hald­ist við líði þá eru breyt­ing­arnar lík­ast meiri en við getum nokkurn tíma ímyndað okk­ur. Og núna og ekki seinna er tím­inn til þess að skoða og læra.

Höf­undur er MSc. í alþjóða­mark­aðs­fræði og stjórn­un, trygg­inga­ráð­gjafi og mark­þjálfi

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar