Það sem gleður og grætir, hrærir og ögrar

Björn Teitsson frambjóðandi í prófkjöri Vinstri grænna skrifar um skipulagsmál og samgöngur og bókina Street fight eftir fyrrverandi samgöngustjóra New York borgar.

Auglýsing

Fyrir ekki fyrir svo löngu spurði skel­eggur menn­ing­ar­rit­stjóri á RÚV vini sína á sam­fé­lags­miðlum eft­ir­far­andi spurn­ing­ar: „Hvaða lista­verk - leik­rit, mynd, lag eða bók - manstu eftir að hafi síð­ast haft raun­veru­leg áhrif á þig; gladdi þig, grætti, hrærði eða ögraði - nokkurn veg­inn allt nema að vekja leiða?“

Auð­vitað spruttu upp ýmsar minn­ing­ar. Per­sónu­lega man ég eftir að hafa staðið ger­sam­lega á önd­inni við að upp­lifa The Visitors eftir Ragnar Kjart­ans­son og finna fyrir gleði­tárum renna niður kinn­ar. Yfir hinu sammann­lega, hinu ein­læga sjón­ar­horni lista­manns og sam­starfs­fólks hans að fanga gleð­ina í hinu hvers­dags­lega en um leið stór­kost­lega. Sam­söng­ur­inn í hægri upp­bygg­ingu, sem sýndi hve sér­stök við erum öll sem ein­stak­lingar - en um leið svo lík sem heild. Magn­að.

En að því sögðu var það þó ein bók sem kom upp í hug­ann, þegar ég las þessa spurn­ingu fyrst. Bók sem væri tæp­lega hægt að flokka sem lista­verk, eða allt­ént ekki sem fag­ur­bók­mennt­ir. En þessi bók upp­fyllti allar kröfur á list­an­um; hún gladdi mig og grætti, hrærði og ögraði. Þessi bók heitir Street­fight: Hand­book for an Urban Revolution og er eftir Janette Sadik-K­han, fyrr­ver­andi sam­göngu­mála­stjóra New York-­borg­ar. Þessi bók er í stuttu máli talin til skyldules­efnis fyrir fólk sem hefur áhuga á borg­ar­mál­um. Og ætti að vera skyldules­efni fyrir fólk sem fjallar um borg­ar­mál.

Auglýsing

Já, þessi grein er að fara þang­að. En þetta er áhuga­vert, ég lofa!

Borg­ar­bylt­ing lífs­gæða

Sadik-K­han var yfir­maður sam­göngu­mála í New York frá 2007 til 2013. Bókin sem hún skrif­aði er leið­ar­vísir í borg­ar­hönn­un, eða öllu heldur borg­ar­end­ur­hönn­un. Hún er einnig ævi­sögu­leg, þar sem í bók­inni má lesa um bar­áttu Sadik-K­han fyrir betri borg. Þær hindr­anir sem hún þurfti að yfir­stíga og um þann áróður sem var not­aður gegn henni.

Janette Sadik-Khan. Hún er best. Mynd: Aðsend.Breyt­ing­arnar sem henni eru þakk­aðar mættu gríð­ar­legri mót­spyrnu frá frétta­miðl­um. Sér­stak­lega frá þeim sem telj­ast til hægri vængs­ins en í raun frá fjöl­mörgum körlum sem þótt­ust vita bet­ur. Frá hags­muna­að­ilum í olíu­-og bíla­iðn­að­in­um. Frá póli­tískum and­stæð­ing­um. Aðilum sem höfðu á sínum snærum ógrynni fjár­magns, ógrynni úrræða til að gera lítið úr öllu því sem hún stóð fyr­ir. (Var notað gegn henni að hún er kona? Ójá).

En sko. Besta er... Yfir­gnæf­andi meiri­hluti borg­ar­búa lýstu yfir ánægju með hennar störf. Fólkið sjálft studdi þær breyt­ingar sem hún stóð fyrir og taldi þær jákvæð­ar.

Meðal þess­ara breyt­inga var að umbreyta mal­bik­uðum illa nýttum götum í almanna­rými. Torg og græn svæði. Þar sem verslun og menn­ing blómstr­ar. Þetta gerði hún á yfir 60 stöðum í borg­inni. Hún lagði áherslu á fjár­fest­ingar í innviðum borg­ar­innar sem myndu hvetja til fjöl­breytt­ari sam­göngu­máta. Hún lagði yfir 90 kíló­metra af hjóla­stígum og gerði for­gangsakreinar fyrir stræt­is­vagna á sjö fjöl­förn­ustu leiðum borg­ar­innar (í raun #borg­ar­lína). Hún lagði grunn­inn að Citi­Bike, hjóla­póstum þar sem jafnt borg­ar­búar og gestir í New York geta fengið lánuð hjól sem er svo skilað á næsta póst. Í dag eru 12.000 slík hjól í umferð í New York.

Og vitið þið hvað? Þetta bar árang­ur. Auð­vit­að! Umferð gengur betur nú en nokkru sinni fyrr. Umferð­ar­ör­yggi er meira um leið og lífs­gæði hafa auk­ist. Þessar breyt­ingar höfðu einnig í för með sér fjár­hags­legan ávinn­ing fyrir borg­ina. Beint og óbeint. Mis­læg gatna­mót og auka­akreinar heyrðu sög­unni til. Enda engin þörf fyr­ir. Hugsiði ykkur alla millj­arð­ana sem sparast, sem hægt er að verja í þarfari hluti eins og menntun barna, umönnun aldr­aðra eða menn­ing­ar­starf um alla borg.

End­ur­tekin saga. Aftur og aftur og aftur og aftur og aftur

En til hvers að rifja þetta upp, hér og nú? Ástæðan er ef til vill auk­inn áhugi fólks á sam­göng­u-og skipu­lags­mál­um. Ef fram heldur sem horfir verður það eitt hel­sta, ef ekki hel­sta, hita­málið í kom­andi sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um, í öllu falli á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Það væri því ekki úr vegi, að fjöl­miðla­fólk sem kýs að fjalla um slík mál myndi sýna fræð­unum auk­inn áhuga, því það er jú fjöl­miðla­fólkið sem þarf að miðla stað­reyndum - og passa um leið að sigta út kjaftæð­ið. Nóg er til af því. Ábyrgðin er mikil og það verður að sýna efn­inu til­hlýði­lega virð­ingu.

Það er nefni­lega nokkuð spaugi­legt að fylgj­ast með þessu. Fjöl­miðlaum­fjöllun sem fer fram um borg­ar­mál er oftar en ekki afgreidd án nokk­urrar aðkomu sér­fræð­inga. Eða þar sem fólk út í bæ fær að hafa jafn­háa rödd og fólk sem hefur helgað borg­ar­fræðum náms-og starfs­feril sinn. Flest erum við vænt­an­lega sam­mála um að þetta er gall­inn við fjöl­miðla í víð­ari skiln­ingi. Að sjálf­sögðu höfum við öll skoð­anir sem eiga rétt á að heyr­ast. En við verðum að gera grein­ar­mun á áliti sér­fræð­inga ann­ars veg­ar, og leik­manna hins veg­ar. Og við verðum að sigta kjaftæðið frá þegar því er að skipta.

Fólk þráir nefni­lega að skilja umhverfi sitt bet­ur. Hvers vegna er verið að þétta borg­ina? Hvað græðir fólk á því? Þetta er nefni­lega ekki eitt­hvað hugð­ar­efni eða óút­skýrt áhuga­mál ein­hverra vinstri sinn­aðra póli­tíku­sa? Alls ekki. Þetta er þverpóli­tísk og fræði­leg nið­ur­staða sem er verið að fram­kvæma um allan heim. Þétta byggð, bæta almenn­ings­sam­göng­ur. Um þetta fjallar meira að segja World Economic For­um, að bíll­inn sem sam­göngu­máti hafi runnið sitt skeið. Þetta er nú ekki meiri jað­ar­skoðun en það. Á Íslandi hafa allir stærstu hags­muna­að­ilar á hús­næð­is­mark­aði áttað sig á þessu. Allir við­skipta­bank­arn­ir, Reit­ir, Gamma, Sam­tök atvinnu­lífs­ins. Meira að segja Hagar hafa sett þá stefnu að hætta að opna nýjar versl­anir í útjaðri hverfa. Versl­anir verða hér eftir innan hverfa, til að auð­velda fólki að nálg­ast verslun og þjón­ustu í næsta nágrenni. Það er hins vegar hulin ráð­gáta hvers vegna Samtök iðn­að­ar­ins hafa tekið vand­ræða­lega ein­arða afstöðu á móti þétt­ingu byggð­ar. Grein­ing frá Bygg­ing­ar­full­trúa hefur sýnt að bygg­ing­ar­tím­inn er skemmri á þétt­ing­ar­svæð­um, þvert á það sem SI hefur haldið fram. Þar að auki er mun umhverf­is­vænna að byggja á landi sem hefur þegar verið brotið undir byggð. Þar er hægt að nýta inn­viði sem eru þegar til stað­ar. Gatna­kerfi, hol­ræsa­kerfi, raf­magn, vatns­veitu­kerfi, skóla, leik­skóla. Að brjóta nýtt land undir ný hverfi á jaðri borg­ar­innar er ótrú­lega kostn­að­ar­samt og skilur eftir sig djúpt, óaft­ur­kræft vist­spor. Þetta mætti alveg koma fram öðru hverju þegar um umfjöllun birt­ist um þétt­ingu byggð­ar.

Setjum okkur í alþjóð­legt sam­hengi

Þetta er end­ur­tekin saga. Þegar kemur að umræðum um Borg­ar­línu, sem dæmi, er í raun hægt að gera copy/paste á umræður sem fóru fram um Bybanen, létt­lest­ar­kerfi Björg­vinjar í Nor­egi. Sú borg er um margt lík höf­uð­borg­ar­svæð­inu, bæði hvað varðar stærð og veð­ur­far. Og þar hafði fólki verið lofað létt­lest um ára­bil. Vegna póli­tísks þrýst­ings var hins vegar ákveð­ið, á 9. ára­tug síð­ustu ald­ar, að skatt­leggja öku­menn einka­bíla til að eiga fyrir miklum nýfjár­fest­ingum í stofn­vega­kerf­inu umhverfis borg­ina. Umferðin var orðin svo slæm. Tveimur ára­tugum síðar kom í ljós að umferðin hafði ekk­ert skán­að. Hún var verri ef eittt­hvað var. Verk­efnið um Bybanen var sam­þykkt 2005 og mót­bár­urnar voru þær nákvæm­lega sömu og eru hér á landi. Eða, úr sömu átt. Frá Íhalds­mönnum (norska Fram­sókn­ar­flokkn­um) og frá háværum ein­stak­lingum sem fengu skyndi­lega að láta allt flakka í fjöl­miðl­um. Þetta er alveg hreint ótrúlegt. Nákvæm­lega eins! Það er rétt að taka fram að í dag ríkir auð­vitað mikil og yfir­gnæf­andi ánægja með Bybanen. Umferð er betri fyrir alla sam­göngu­máta, mengun er minni og fólk hefur fleiri val­kosti. Búið er að leggja 21 km af létt­lest­ar­kerfi sem verður aukið enn meira nú á næstu árum.

Bybanen hefur gjörbreytt samgöngum í Björgvin til hins betra. Mynd: Aðsend.Það myndi spara heil­mik­inn tíma og þras um borg­ar­mál ef við gætum hugað að þró­un­inni í kringum okk­ur. Hvað er verið að gera í sam­an­burð­ar­löndum okk­ar? Hver hefur árang­ur­inn ver­ið? Ef við tökum fréttir úr mið­bænum sem dæmi, þá er alltaf sama sag­an. Það er alltaf hægt að gera frétt úr því þegar einn versl­un­ar­eig­andi kvartar yfir því að opnað sé fyrir gang­andi fólk á Lauga­vegi. Jújú, þetta skapar spennu og er alveg örugg­lega les­ið. En hvar er fréttin frá frétta­rit­ara RÚV í Nor­egi? Gæti hann vin­sam­leg­ast staðið á Karl Johans gate í Ósló og spurt fólk, mjög blákalt og ein­fald­lega: „Mynd­irðu ekki vilja fá bíla­um­ferð hingað aft­ur?“ Það er kannski ekk­ert leynd­ar­mál, en það eru ekki nema rétt tveir ára­tugir síðan opnað var fyrir fólk en lokað fyrir bíla. Sömu spurn­ingar má reyndar spyrja í Kaup­manna­höfn, þar sem bíla­um­ferð var á Strik­inu allt til 1965. Hve mörg myndu vilja fá þá umferð aft­ur? Ég bara spyr.

Þetta þarf nefni­lega ekki að vera svona erfitt. Sér­fræð­ingar um borg­ar­mál eru víða og það er eft­ir­spurn eftir því að skilja borg­ar­fræðin bet­ur. Og það er til gnótt af frá­bæru les­efni. Hvað er það sem raun­veru­lega bætir líf­ið, umhverfið í kringum okk­ur? Til sér­fræð­inga má alltaf leita og fólk verður ekki fyrir von­brigð­um. Því, ykkur að segja, þá eru þessi fræði alveg yfir­gengi­lega skemmti­leg. Þau geta nefni­lega glatt og grætt, ögrað og hrært, og það allt í senn.

Ef þið ætlið bara að lesa eina bók í ár, lesið þá þessa bók. Mæli með.

Street fight

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar