Höfuðborgarsvæðið glímir við botnlangabólgu

Dagur Bollason segir að höfuðborgarsvæðið sé ein stór birtingarmynd þess að hvert og eitt sveitarfélag hafi hingað til hugsað innan sinna marka og útkoman sé svæði sem sé slitróttur bútasaumur botnlangabyggða með hraðbrautir sín á milli.

Auglýsing

Í krafti sveit­ar­stjórn­ar­kosn­inga og umræðu um Borg­ar­línu eru umferð­ar­mál og skipu­lag Höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins í brennid­epli. Uppi eru væg­ast sagt deildar mein­ingar um hvert skuli stefna í fram­tíð­inni en flest getum við ver­ið nokkurn veg­inn ­sam­mála um að allt of ­mikið álag er á fáum sam­göngu­æðum Höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins sem stapp­fyll­ast tvisvar á dag. Sam­hliða þessu er uppi krafa frá flestum lögum sam­fé­lags­ins um að veita umtals­verðum opin­berum fjár­munum til umferð­ar­mála – sé það Sunda­braut, Mikla­braut í stokk, mis­læg gatna­mót eða Borg­ar­lína. 

Milli Birkigrundar 71 og Árlands 5 eru 200m í beinni loftlínu.Þetta fyr­ir­komu­lag og þessar aðstæður um stíflaðar sam­göngu­æðar tvisvar á dag eru ekki ein­hver óheppi­leg til­viljun – þetta er bein­línis hluti af hönn­un­inni. Höf­uð­borg­ar­svæðið er að langstærstum hluta hannað og skipu­lagt á þeim for­sendum að hver og einn sé á sínum bíl og að þeirri gríð­ar­legu umferð sé svo vísað á fáar en stórar umferð­ar­æð­ar. Að þær stíflist tvisvar á dag þarf þá ekki að koma neitt sér­stak­lega á óvart. Jafn­vel þó vega­kerfi Höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins sé tröll­vaxið í sam­an­burði við flestallar borgir er það hlægi­lega illa nýtt og teng­ingar milli hverfa eru tak­mark­að­ar.

Auglýsing

 Tökum örstutt dæmi. Milli Birki­grundar 71 í Kópa­vogi og Árlands 5 í Reykja­vík eru tæp­ir 200m í beinni loft­línu. Til að aka bíl þar á milli þarf hins veg­ar að fara um 3600m leið. Nú er ég alls ekki að leggja til að fólk fari almennt akandi um 200m leið milli staða en þetta gefur til kynna hversu ger­ræð­is­lega mik­illi umferð er vísað á Kringlu­mýr­ar­braut. Þeir sem búa í Linda­hverfi Kópa­vogs ættu einnig að kann­ast við að engin teng­ing er þaðan yfir í nær­liggj­andi Selja­hverfi Reykja­vík­ur, allri mögu­legri umferð sem gæti legið þar á milli er vísað yfir á Reykja­nes­braut. Svona dæmi má tína til útum allt Höf­uð­borg­ar­svæðið en meg­in­punkt­ur­inn er sá að þessar hrað­brautir á borð við Kringlu­mýr­ar­braut og Reykja­nes­braut:

a) verða aldrei sjálfum sér nægar

b) taka hlut­falls­lega allt of ­mikið pláss í borg­ar­land­inu

c) eru óum­deil­an­legt lýti í borg­ar­um­hverf­inu

d) skapa gríð­ar­legan hávaða

e) sem svo knýr á um hljóð­manir

f) sem aftur taka svo merki­lega mikið og dýrt pláss í borg­ar­land­inu

.Það sem ofan­greind hverfi; Selja­hverfi, Linda­hverfi, Grund­ar­hverfi og Foss­vog­ur, eiga sam­eig­in­legt er að öll eru þau botn­langa­hverfi - skil­getið afkvæmi hrað­braut­ar­skipu­lags­ins. Að búa í botn­langa er að mörgu leyti mjög eft­ir­sókn­ar­vert. Það er frið­sælt, að mestu laust við umferð og býr í sjálfu sér til kjörað­stæður til fjöl­skyldu­lífs. Ein af meg­in­for­sendum botn­langa­skipu­lags er einnig meint umferð­ar­ör­yggi innan þeirra – umferð ætti fræði­lega séð að vera róleg og tak­mörkuð og slys því fátíð. Svo er nú reyndar ekki en ágæti botn­lang­anna er engu að síður nokk­urt svo því sé haldið til haga. Sú speki að skipu­leggja mikið af botn­langa­hverfum hefur aftur á móti þótt svo döpur að Breska rík­is­stjórnin hefur tekið það upp sem opin­bera stefnu sína að gatna­kerfi ættu almennt að vera sam­tengd og ekki síst að innan og milli þeirra ætti vera ákveðið gegn­um­flæði (e. Permea­bility), öfugt við megin hug­mynda­fræði botn­langa­hverf­anna.

Auk þess sem botn­langa­hverfi eru ákveðin for­senda hrað­braut­ar­skipu­lags­ins eru á þeim tals­vert fleiri ágall­ar. Land­nýt­ing í botn­langa­hverfum er alla jafna með versta móti því yfir­leitt er um að ræða þau hverfi sem mest ýta undir land­bruðl og jafn­framt er mjög sjald­gæft að innan þeirra séu byggðar litlar íbúð­ir, nokkuð sem mik­ill skortur er á í dag. Því nátengt er að fyrir ein­hverjar sakir verða oft til ber­ang­urs­legar „af­gangs“ lóðir sem nýt­ast undir ekki neitt. Ég hvet fólk á Höf­uð­borg­ar­svæð­inu til að hafa augun opin fyrir svona flæm­um, þau eru merki­lega víða. Í Bret­landi og víðar hefur meint örygg­is­til­finn­ing botn­langa­hverf­anna verið véfengd sökum þess að um ræðir þau hverfi þar sem oft­ast er brot­ist inn. Yfir dag­inn meðan fólk er í vinnu fjarri heim­ili er tóm­legt og lítið mann­líf innan hverf­anna. Ekki ein­ungis getur slíkt laðað að sér inn­brots­þjófa heldur einnig hrein­lega búið til frekar óspenn­andi borgar­um­hverfi.

.Nær allt Höf­uð­borg­ar­svæðið sam­anstendur af botn­löngum sem vísa gríð­ar­legu magni umferðar út á stór­ar, hættu­leg­ar, hávaða­samar umferð­ar­æðar sem kljúfa byggð í tvennt. Þetta skipu­lag ýtir einnig undir þá þörf borg­ar­búa á að eiga og reka bíl og gerir skil­virkum almenn­ings­sam­göngum ákaf­lega erfitt fyr­ir. Þetta er dýrt fyr­ir­komu­lag. Ekki bara í krónum talið vegna land­bruðls heldur hafa rann­sóknir einnig sýnt fram á að skipu­lag af þessu tagi geti haft slæmar heilsu­fars­legar afleið­ingar sökum hreyf­ing­ar­leysis auk þess að geta ýtt undir félags­lega ein­angr­un. Bless­un­ar­lega erum við reyndar að miklu leyti laus við inn­brot.

Að snúa þessu við með því að opna á gegn­um­flæði og sam­tengja núver­andi gatna­kerfi er senni­lega ekki fýsi­legur kostur á mörgum stöðum á Höf­uð­borg­ar­svæð­in­u. Hins veg­ar, áður en lengra er haldið í því að leggja götur í stokk, reisa flenni­stór mis­læg gatna­mót, fjölga akreinum eða koma á lagg­irnar stór­tæku almenn­ings­sam­göngu­kerfi er vert að líta aðeins til baka og gera okkur grein fyrir því hvað raun­veru­lega hefur búið til þessar yfir­gengi­lega dýru aðstæður sem við erum búin að koma okkur út í. Höf­uð­borg­ar­svæðið er ein stór birt­ing­ar­mynd þess að hvert og eitt sveit­ar­fé­lag hefur hingað til hugsað fyrst og fremst innan sinna marka og útkoman er Höf­uð­borg­ar­svæði sem slitr­óttur búta­saumur botn­langa­byggða með hrað­brautir sín á milli. Það er því algjört lág­mark að læra af fyrri mis­tök­um, skipu­leggja allt Höf­uð­borg­ar­svæðið heild­stætt og fjar­lægja botn­lang­ann áður en hann veldur meiri vand­kvæð­um.

Höf­undur er meist­ara­nemi í opin­berri stefnu­mótun borga. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Tæpur þriðjungur Miðflokksmanna myndi kjósa Trump
Prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir að hátt hlutfall Miðflokksmanna sem styður Trump fylgi ákveðnu mynstri viðhorfa sem hafi mikið fylgi meðal kjósenda lýðflokka Vestur-Evrópu.
Kjarninn 2. júní 2020
Vaxtabótakerfið var einu sinni stórt millifærslukerfi. Þannig er það ekki lengur.
Vaxtabætur halda áfram að lækka og sífellt færri fá þær
Á örfáum árum hefur fjöldi þeirra fjölskyldna sem fær vaxtabætur helmingast og upphæði sem ríkissjóður greiðir vegna þeirra dregist saman um milljarða. Þetta er vegna betri eiginfjárstöðu. En hærra eignarverð leiðir líka til hærri fasteignagjalda.
Kjarninn 2. júní 2020
Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson
Tengsl bæjarstjórahjóna við Kviku banka vekja spurningar
Leslistinn 2. júní 2020
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Ekki æskilegt að einblína á fjölgun starfa í ferðaþjónustu í hálaunalandi eins og Íslandi
Prófessor í hagfræði segir að ferðaþjónusta sé grein sem þrífist best í löndum þar sem vinnuafl er ódýrt. Endurreisn ferðaþjónustu í sömu mynd og áður sé því varla æskileg, enda hafi hún að uppistöðu verið mönnum með innfluttu vinnuafli.
Kjarninn 1. júní 2020
Barnabætur og sérstakur barnabótaauki skilaði 15 milljörðum til barnafjölskyldna
Íslenska barnabótakerfið hefur verið harðlega gagnrýnt undanfarin ár fyrir að vera fyrst og fremst nokkurs konar fátækrahjálp við tekjulágar fjölskyldur. Tekjutengdu bæturnar hækkuðu lítillega í fyrra og sérstakur barnabótaauki var greiddur út á föstudag.
Kjarninn 1. júní 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, er annar forstjóra Samherja.
Sjávarútvegsfyrirtæki fengu 175 milljónir króna úr hlutabótaleiðinni
Tvö dótturfyrirtæki Samherja skera sig úr á meðal sjávarútvegsfyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina. Alls voru 245 starfsmenn þeirra settir á leiðina. Samstæðan ætlar að endurgreiða ríkissjóði greiðslurnar sem hún fékk.
Kjarninn 1. júní 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Tölum íslensku við útlendinga
Kjarninn 1. júní 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Fyrirtækin sem ætla að endurgreiða hlutabætur fá reikning í vikunni
Stöndug fyrirtæki sem nýttu sér hlutabótaleiðina, en hafa óskað eftir því að fá að endurgreiða það sem þau fengu úr ríkissjóði í gegnum hana, munu fá send skilaboð í vikunni um hvað þau skulda og hvernig þau eiga að borga.
Kjarninn 1. júní 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar