Höfuðborgarsvæðið glímir við botnlangabólgu

Dagur Bollason segir að höfuðborgarsvæðið sé ein stór birtingarmynd þess að hvert og eitt sveitarfélag hafi hingað til hugsað innan sinna marka og útkoman sé svæði sem sé slitróttur bútasaumur botnlangabyggða með hraðbrautir sín á milli.

Auglýsing

Í krafti sveit­ar­stjórn­ar­kosn­inga og umræðu um Borg­ar­línu eru umferð­ar­mál og skipu­lag Höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins í brennid­epli. Uppi eru væg­ast sagt deildar mein­ingar um hvert skuli stefna í fram­tíð­inni en flest getum við ver­ið nokkurn veg­inn ­sam­mála um að allt of ­mikið álag er á fáum sam­göngu­æðum Höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins sem stapp­fyll­ast tvisvar á dag. Sam­hliða þessu er uppi krafa frá flestum lögum sam­fé­lags­ins um að veita umtals­verðum opin­berum fjár­munum til umferð­ar­mála – sé það Sunda­braut, Mikla­braut í stokk, mis­læg gatna­mót eða Borg­ar­lína. 

Milli Birkigrundar 71 og Árlands 5 eru 200m í beinni loftlínu.Þetta fyr­ir­komu­lag og þessar aðstæður um stíflaðar sam­göngu­æðar tvisvar á dag eru ekki ein­hver óheppi­leg til­viljun – þetta er bein­línis hluti af hönn­un­inni. Höf­uð­borg­ar­svæðið er að langstærstum hluta hannað og skipu­lagt á þeim for­sendum að hver og einn sé á sínum bíl og að þeirri gríð­ar­legu umferð sé svo vísað á fáar en stórar umferð­ar­æð­ar. Að þær stíflist tvisvar á dag þarf þá ekki að koma neitt sér­stak­lega á óvart. Jafn­vel þó vega­kerfi Höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins sé tröll­vaxið í sam­an­burði við flestallar borgir er það hlægi­lega illa nýtt og teng­ingar milli hverfa eru tak­mark­að­ar.

Auglýsing

 Tökum örstutt dæmi. Milli Birki­grundar 71 í Kópa­vogi og Árlands 5 í Reykja­vík eru tæp­ir 200m í beinni loft­línu. Til að aka bíl þar á milli þarf hins veg­ar að fara um 3600m leið. Nú er ég alls ekki að leggja til að fólk fari almennt akandi um 200m leið milli staða en þetta gefur til kynna hversu ger­ræð­is­lega mik­illi umferð er vísað á Kringlu­mýr­ar­braut. Þeir sem búa í Linda­hverfi Kópa­vogs ættu einnig að kann­ast við að engin teng­ing er þaðan yfir í nær­liggj­andi Selja­hverfi Reykja­vík­ur, allri mögu­legri umferð sem gæti legið þar á milli er vísað yfir á Reykja­nes­braut. Svona dæmi má tína til útum allt Höf­uð­borg­ar­svæðið en meg­in­punkt­ur­inn er sá að þessar hrað­brautir á borð við Kringlu­mýr­ar­braut og Reykja­nes­braut:

a) verða aldrei sjálfum sér nægar

b) taka hlut­falls­lega allt of ­mikið pláss í borg­ar­land­inu

c) eru óum­deil­an­legt lýti í borg­ar­um­hverf­inu

d) skapa gríð­ar­legan hávaða

e) sem svo knýr á um hljóð­manir

f) sem aftur taka svo merki­lega mikið og dýrt pláss í borg­ar­land­inu

.Það sem ofan­greind hverfi; Selja­hverfi, Linda­hverfi, Grund­ar­hverfi og Foss­vog­ur, eiga sam­eig­in­legt er að öll eru þau botn­langa­hverfi - skil­getið afkvæmi hrað­braut­ar­skipu­lags­ins. Að búa í botn­langa er að mörgu leyti mjög eft­ir­sókn­ar­vert. Það er frið­sælt, að mestu laust við umferð og býr í sjálfu sér til kjörað­stæður til fjöl­skyldu­lífs. Ein af meg­in­for­sendum botn­langa­skipu­lags er einnig meint umferð­ar­ör­yggi innan þeirra – umferð ætti fræði­lega séð að vera róleg og tak­mörkuð og slys því fátíð. Svo er nú reyndar ekki en ágæti botn­lang­anna er engu að síður nokk­urt svo því sé haldið til haga. Sú speki að skipu­leggja mikið af botn­langa­hverfum hefur aftur á móti þótt svo döpur að Breska rík­is­stjórnin hefur tekið það upp sem opin­bera stefnu sína að gatna­kerfi ættu almennt að vera sam­tengd og ekki síst að innan og milli þeirra ætti vera ákveðið gegn­um­flæði (e. Permea­bility), öfugt við megin hug­mynda­fræði botn­langa­hverf­anna.

Auk þess sem botn­langa­hverfi eru ákveðin for­senda hrað­braut­ar­skipu­lags­ins eru á þeim tals­vert fleiri ágall­ar. Land­nýt­ing í botn­langa­hverfum er alla jafna með versta móti því yfir­leitt er um að ræða þau hverfi sem mest ýta undir land­bruðl og jafn­framt er mjög sjald­gæft að innan þeirra séu byggðar litlar íbúð­ir, nokkuð sem mik­ill skortur er á í dag. Því nátengt er að fyrir ein­hverjar sakir verða oft til ber­ang­urs­legar „af­gangs“ lóðir sem nýt­ast undir ekki neitt. Ég hvet fólk á Höf­uð­borg­ar­svæð­inu til að hafa augun opin fyrir svona flæm­um, þau eru merki­lega víða. Í Bret­landi og víðar hefur meint örygg­is­til­finn­ing botn­langa­hverf­anna verið véfengd sökum þess að um ræðir þau hverfi þar sem oft­ast er brot­ist inn. Yfir dag­inn meðan fólk er í vinnu fjarri heim­ili er tóm­legt og lítið mann­líf innan hverf­anna. Ekki ein­ungis getur slíkt laðað að sér inn­brots­þjófa heldur einnig hrein­lega búið til frekar óspenn­andi borgar­um­hverfi.

.Nær allt Höf­uð­borg­ar­svæðið sam­anstendur af botn­löngum sem vísa gríð­ar­legu magni umferðar út á stór­ar, hættu­leg­ar, hávaða­samar umferð­ar­æðar sem kljúfa byggð í tvennt. Þetta skipu­lag ýtir einnig undir þá þörf borg­ar­búa á að eiga og reka bíl og gerir skil­virkum almenn­ings­sam­göngum ákaf­lega erfitt fyr­ir. Þetta er dýrt fyr­ir­komu­lag. Ekki bara í krónum talið vegna land­bruðls heldur hafa rann­sóknir einnig sýnt fram á að skipu­lag af þessu tagi geti haft slæmar heilsu­fars­legar afleið­ingar sökum hreyf­ing­ar­leysis auk þess að geta ýtt undir félags­lega ein­angr­un. Bless­un­ar­lega erum við reyndar að miklu leyti laus við inn­brot.

Að snúa þessu við með því að opna á gegn­um­flæði og sam­tengja núver­andi gatna­kerfi er senni­lega ekki fýsi­legur kostur á mörgum stöðum á Höf­uð­borg­ar­svæð­in­u. Hins veg­ar, áður en lengra er haldið í því að leggja götur í stokk, reisa flenni­stór mis­læg gatna­mót, fjölga akreinum eða koma á lagg­irnar stór­tæku almenn­ings­sam­göngu­kerfi er vert að líta aðeins til baka og gera okkur grein fyrir því hvað raun­veru­lega hefur búið til þessar yfir­gengi­lega dýru aðstæður sem við erum búin að koma okkur út í. Höf­uð­borg­ar­svæðið er ein stór birt­ing­ar­mynd þess að hvert og eitt sveit­ar­fé­lag hefur hingað til hugsað fyrst og fremst innan sinna marka og útkoman er Höf­uð­borg­ar­svæði sem slitr­óttur búta­saumur botn­langa­byggða með hrað­brautir sín á milli. Það er því algjört lág­mark að læra af fyrri mis­tök­um, skipu­leggja allt Höf­uð­borg­ar­svæðið heild­stætt og fjar­lægja botn­lang­ann áður en hann veldur meiri vand­kvæð­um.

Höf­undur er meist­ara­nemi í opin­berri stefnu­mótun borga. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar