Því ekki að setja þjóðina bara af og kjósa aðra?

Vésteinn Lúðvíksson segir að sú leið sem ríkisstjórn og alþingi hafa nú markað – að „núgildandi stjórnarskrá verði endurskoðuð í heild á þessu og næsta kjörtímabili” – sé ekki til þess fallin „að byggja upp traust í stjórnmálunum á nýjan leik".

Auglýsing

Í júní 1953 gerði alþýða manna í Aust­ur-þýska alþýðu­lýð­veld­inu upp­reisn. Þegar búið var að brjóta hana á bak aftur með aðstoð sov­éska hers­ins lét for­maður aust­ur-þýska rit­höf­unda­sam­bands­ins dreifa flug­riti á Stal­inal­lee í Berlín. Í því stóð að alþýðan hefði brugð­ist trausti stjórn­valda og þyrfti nú að ein­henda sér í að öðl­ast það á ný. Ber­told Brecht orti þá stutt ljóð sem end­aði á spurn­ing­unni hvort ekki lægi beinna við að setja bara alþýð­una af og kjósa aðra.

Traust og virð­ing

Því oftar sem kann­anir sýna að Íslend­ingar beri afar tak­markað traust til Alþing­is, (um þrisvar sinnum minna en það sem þekk­ist gagn­vart þingum ann­arra Norð­ur­landa), þeim mun oftar heyrum við ráð­herra og þing­menn taka svo til orða „að auka þurfi traust á stjórn­mál­um“ án þess að farið sé í saumana á ástæð­unni. Hvers vegna er það svona lít­ið? Af hverju van­treystir yfir­gnæf­andi meiri­hluti þjóð­ar­innar Alþingi? 

„Fólk treystir ekki stjórn­mála­mönn­um" segir Katrín Jak­obs­dóttir í við­tali við breska blað­ið The Guar­dian og segir brýnt að breyta því. Þá segir hún marga á vinstri vængnum enn vera henni reiða fyrir að mynda rík­is­stjórn með Sjálf­stæð­is­flokki og Fram­sókn­ar­flokki, þeim tveimur flokk­um, sem flækt­astir eru í hneyksl­is­málin sem felldu tvær síð­ustu rík­is­stjórnir . . . „Mikið hefur gengið á í íslenskum stjórn­mál­um, og fólk treystir í raun ekki íslenskum stjórn­mála­mönn­um," segir Katrín og seg­ist hafa á því fullan skiln­ing. .„Ég lái þeim það ekki. En nú þurfum við að finna út úr því hvernig við getum byggt upp traust í stjórn­mál­unum á nýjan leik." (RÚV)

Auglýsing

Vissu­lega hefur „mikið gengið á í íslenskum stjórn­mál­um” og van­traustið pín­legt. En hér­ eins og endranær er for­sæt­is­ráð­herr­ann ekki með fók­us­inn á eigin ábyrgð og síns flokks. Athygl­inni er beint að „þeim tveimur flokk­um, sem flækt­astir eru í hneyksl­is­málin sem felldu tvær síð­ustu rík­is­stjórnir . . . “

Það gildir jafnt um ein­stak­linga og hópa, við höfum öll sterka til­hneig­ingu til að bera virð­ingu fyrir þeim sem virða okkur og sömu­leiðis að snúa baki við þeim sem sýna okkur var­an­legt virð­ing­ar­leysi. Og þá má spyrja: Getur verið að Alþingi treysti hvorki þjóð­inni né virði? Jafn­vel að það sýni henni var­an­legt virð­ing­ar­leysi?

Lýð­ræð­is­skiln­ingur

Eftir Hrun fór af stað umfangs­mesta og vand­að­asta lýð­ræð­is­ferli Íslands­sög­unn­ar. Hófst með þús­und manna þjóð­fundi og end­aði (í bili að minnsta kosti) á þjóð­ar­at­kvæð­is­greiðsl­unni 2012 um meg­in­at­rið­in i drögum að nýrri stjórn­ar­skrá. Tveir af hverjum þremur svör­uðu þess­ari spurn­ingu ját­andiVilt þú að til­lögur Stjórn­laga­ráðs verði lagðar til grund­vallar frum­varpi að nýrri stjórn­ar­skrá? Sem sé mjög ríf­legur meiri­hlut­i. 82% vildu að nátt­úru­auð­lind­ir, sem ekki eru í einka­eigu, væru þjóð­ar­inn­ar, 77% vildu auka per­sónu­kjör til Alþing­is, 66% vildu jöfnun atkvæð­is­réttar og 71% vildu auka beint lýð­ræði. Það er því engin leið að halda því fram að þjóðin hafi verið hik­andi í þess­ari atkvæða­greiðslu fremur en í þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unum um Ices­ave.

Nið­ur­staðan kom til kasta sama þings og efnt hafði til atkvæða­greiðsl­unn­ar. Og nú reyndi á allt í senn, traust­ið, virð­ing­una og lýð­ræð­is­skiln­ing­inn. Við­brögð þings­ins og þar með skila­boðin til þjóð­ar­innar voru og eru enn: 1) Við þurfum ekki að taka mark á þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu sem er aðeins ráð­gef­andi, 2) við berum afar tak­mark­aða virð­ingu fyrir nið­ur­stöðum atkvæða­greiðsl­unnar og til­lögum Stjórn­laga­ráðs og 3) við treystum ykkur ekki til verka af þessu tagi. Þarf ekki að taka það fram að frum­varp að nýrri stjórn­ar­skrá hefur ekki séð dags­ins ljós og er ekki heldur á döf­inni. For­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins stað­festir það: Það er engin ný stjórn­ar­skrá.” Aðeins sú gamla.

Eins og til að und­ir­strika van­traustið stendur nú til, að frum­kvæði nýrrar rík­is­stjórnar og for­sæt­is­ráð­herra, að núgild­andi stjórn­ar­skrá verði end­ur­skoðuð í heild á þessu og næsta kjör­tíma­bil­i.” Það verð­ur skoð­að” hvort þjóðin fái aðkomu að þess­ari þverpóli­tísku end­ur­skoðun í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu(m) eða ekki. Og til að ekki fari á milli mála að hverju er stefnt í breiðri sátt” þá hefur for­sæt­is­ráð­herra valið sér sem aðstoð­ar­mann og verk­efn­is­stjóra vara­þing­konu Sjálf­stæð­is­flokks­ins sem hefur sagst vera „frekar íhalds­söm þegar kemur að því að breyta stjórn­ar­skránni, en auð­vitað tel ég rétt að þing­heimur ræði með hvaða hætti og hvaða ákvæðum sé rétt að ráð­ast í breyt­ing­ar.“ Núver­andi vara­for­maður og rit­ari Sjálf­stæð­is­flokks­ins orðar þetta nýlega tæpitungu­laust: Við þurfum að ræða það hvort þjóðin eigi að koma að breyt­ingum á stjórn­ar­skránn­i.“ Við þurfum m. öo. að ákveða hvort og þá hvaða vald þjóðin fel­ur okkur! 

Danska kon­ungs­valdið hefur varla orðað þetta betur á sínum tíma.

Kost­irnir í stöð­inni

Þótt þjóð­ar­at­kvæða­greiðslan um Brexit væri ráð­gef­andi en ekki bind­andi og meiri­hlut­inn afar naum­ur, hvarfl­aði ekki að nokkrum stjórn­mála­manni að hunsa nið­ur­stöð­una. For­sæt­is­ráð­herrann, sem látið hafði undan þrýst­ingi og efnt til atkvæða­greiðsl­unnar þótt hann væri mót­fall­inn útgöngu Breta úr ESB, hann við­ur­kenndi ein­fald­lega ósig­ur­inn og sagði af sér. Aðrir yrðu að sjá um fram­kvæmd­ina. Og þetta er ekk­ert eins­dæmi. Þess eru engin dæmi í þró­uðum lýð­ræð­is­ríkjum að nið­ur­stöður ráð­gef­andi þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu hafi verið huns­aðar með öllu og komið fyrir í skúffum við­kom­andi þings. Ísland er braut­ryðj­andi á þessu sviði. Þar sem stjórn­mála- og lýð­ræð­is­þrosk­inn er meiri leyfa ­stjórn­mála­menn ­sér ekki að sveigja grunn­regl­urnar í átt að geð­þótta og ger­ræði. Þeir sem reyna það dæma sig úr leik.

Þjóð­ar­at­kvæði er bind­andi þegar stjórn­völd skuld­binda sig til að fylgja nið­ur­stöð­unni í einu og öllu. Í þró­uðum lýð­ræð­is­ríkjum hefur almennt verið lagður sá skiln­ingur í ráð­gef­andi þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu að stjórn­völd hafi visst svig­rúm til breyt­inga en alls ekki að virða nið­ur­stöð­una að vettugi. Oft hefur þó mun­ur­inn á þessu tvennu eng­inn ver­ið, eins og núna síð­ast í Bret­landi þar sem stjórn­völd bregð­ast við eins og ­þjóð­ar­at­kvæða­greiðslan hafi verið bind­andi. 

Fram­kvæmdin reyn­ist nú bresku stjórn­inni erf­ið. Ýmis­legt bendir til að hinn lýð­ræð­is­legi meiri­hluti hafi ekki hugsað málið til enda. Og þá sýnir sig að stjórnin á aðeins um tvennt að velja í þröngri stöðu. Ann­að­hvort að keyra úrsögn­ina í gegn hvað sem það kostar eða vísa mál­inu aftur til þjóð­ar­inn­ar. Að segja við ESB: Við erum hætt við, við meintum ekk­ert með þessu! – það er “ómögu­leiki” – og þá ekki síður að segja við kjós­end­ur: Ljótu fíflin þið, við tökum ekk­ert mark á ykkur og þurfum þess ekki heldur því atkvæða­greiðslan var aðeins ráð­gef­andi!

Sið­menn­ing og lýð­ræði kunna að virð­ast eft­ir­sókn­ar­verður kok­teill. En hann er greini­lega ekki fyrir alla. Og alls ekki fyrir þjóð­þing sem hvorki njóta ­trausts né eru þess umkomin að auð­sýna fólki traust og virð­ingu.

Fullt eða sann­gjarnt

Sú leið sem rík­is­stjórn og alþingi hafa nú markað – að núgild­andi stjórn­ar­skrá verði end­ur­skoðuð í heild á þessu og næsta kjör­tíma­bili” –  er ekki til þess fall­in að byggja upp traust í stjórn­mál­unum á nýjan leik" eins og Katrín Jak­obs­dóttir telur brýnt. Þvert á móti. Þær þverpóli­tísku ­nefndir sem tekið hafa þessa end­ur­skoðun að sér eru orðnar nokkuð marg­ar. Og enn er sú gamla til bráða­birgða eins og hún var 1944. Ein nefndin enn og það með enn einum íhalds­sömum stýri­manni? Og það m.a.s. “í breiðri sátt” sem reynslan er fyrir löngu búin að sýna að næst ekki um stjórn­ar­skrár í lýð­ræð­is­ríkj­um. Stjórn­ar­skrá Sov­ét­ríkj­anna var sam­þykkt í breiðri sátt, gott ef ekki alsátt. En aðeins eitt dæmi nægir til sýna fram á var­an­legt ósætti sem hvorki verður að sátt né breiðri sátt, hvorki í nefnd né utan nefnd­ar.

Að fullt verð” komi fyrir afnot af auð­lind­um ­þjóð­ar­innar segir í til­lögum Stjórn­laga­ráðs. Þessu var and­mælt í þing­inu og stung­ið ­upp á sann­gjörnu verði” (sem þýddi í raun að hver ný rík­is­stjórn gæti  ákveðið verð­ið). Sam­kvæmt könn­unum og atkvæða­greiðsl­unni 2012 styðja um 80% þjóð­ar­inn­ar fullt verð”, stór­út­gerð­in, valda- og eigna­stéttin og kerf­is­flokk­arnir á þing­inu vilja sann­gjarnt verð” eða jafn­vel ekk­ert, aðeins gjald sem eig­and­inn hefði ekk­ert um að segja. Hvar er sá krafta­verka­maður eða kona í hópi sátta­semj­ara sem í þessu eina máli getur gert öll dýrin í skóg­inum að vin­um? 

Þessi fyr­ir­hug­aða end­ur­skoðun á stjórn­ar­skránni gömlu er ann­að­hvort útópískir draum­órar eða með­vituð til­raun til að drepa mál­inu á dreif eina ferð­ina enn. Nema hvort tveggja ­sé. Flokk­arnir þrír sem að þessu standa eru vissu­lega allir hallir undir ríkj­andi kerfi en mis­hallir og mis­ver­seraðir í aðferða­fræð­inni. Það sem gerir þá að sam­vöxnum þrí­burum í þessu máli er afstaða þeirra til full­valda þjóð­ar, van­traustið gagn­vart henni og við­var­andi virð­ing­ar­leysi. Ef lýð­ræð­is­skiln­ing­ur­inn væri eitt­hvað í ætt við þann breska ættu þeir ekki um neitt annað að velja en taka til við til­lögur Stjórn­laga­ráðs. Ekki endi­lega að sam­þykkja þær allar óbreyttar staf fyrir staf. En veiga­miklar breyt­ingar væri ekki hægt að gera á þeim án þess að bera þær undir þjóð­ina í atkvæða­greiðslu. Þar með væri komið eðli­legt sam­tal milli þings og þjóðar og í það minnsta vísir að gagn­kvæmri virð­ingu og trausti.

En það fer ekki á milli mála að meiri­hluti alþing­is­manna – að minnsta kosti frá 2012 og til dags­ins í dag – lítur svo á að þjóð­inni sé hvorki treystandi til að setja lýð­veld­inu nýja stjórn­ar­skrá né að þjóðin hafi lýð­ræð­is­legan rétt til þess með beinum hætti. Fari nú svo að þjóðin sætti sig ekki við þetta og verði með ein­hvers­kon­ar ­upp­steyt, kannski eftir nokkra ára­tugi enn undir þeirri gömlu, hvort getur það þá ekki orðið verð­ugt umræðu- og til­lögu­efni á hinu háa Alþingi að setja þessa van­hæfu þjóð bara af og kjósa aðra? 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar