Af lestri barna og menningarlegum viðbrögðum

Gauti Kristmannsson segir að lestur í og fyrir skóla sé skylda og leiðindi, en lestur með foreldrum sé unaður og samskipti.

Auglýsing



Mik­inn hafa ýmsir farið að und­an­förnu vegna slaks árang­urs íslenskra barna í lestri og er það vita­skuld áhyggju­efni að þau mælist svona slök miðað við börn í öðrum lönd­um. Verra er þó að til­hneig­ingin til þess að hengja bak­ara fyrir smið hefur látið vel á sér kræla og á skóla­kerfið íslenska að sögn mestu sök­ina, það er ekki nógu vel skipu­lagt, fjár­magnað eða eitt­hvað þaðan af síðra. Skóla­kerfið sér vissu­lega um að kenna börnum grunn­at­riði lestr­ar, en þjálfunin fer fram inni á heim­il­un­um. For­eldrar sem ekki lesa fyrir börnin sín (líka eftir að þau eru orðin staut­læs) og láta þau fá síma eða spjald­tölvu í stað­inn bera meiri ábyrgð. Lestur í og fyrir skóla er skylda og leið­indi, en lestur með for­eldrum er unaður og sam­skipti. Gefur auga leið að sá eða sú sem því venst að lesa af yndi og ánægju með sínum nán­ustu verður betur læs en þau sem gapa yfir síma eða spjald­tölvu.



En latir for­eldrar eru ekki einu söku­dólgarn­ir, senni­lega bara fórn­ar­lömb íslenskra stjórn­valda sem van­ræktu móð­ur­málið með eft­ir­minni­legum hætti á þess­ari öld og gildir þá einu hverjir voru við stjórn­völ­inn. Mikið hefur verið rætt um stöðu íslensk­unnar í tölvu­heimi frá því þau app­aröt tóku að ryðja sér rúms og í upp­hafi var hið menn­ing­ar­lega við­bragð eins og áður í Íslands­sög­unni þegar ný tækni­bylt­ing gjör­breytti aðstæðum fyrir tungu­mál­ið. Þannig var það að þegar ritöld hóf­st, tóku Íslend­ingar upp á því að skrifa á íslensku, þýð­ing­ar, nytja­texta og skáld­skap. Sama gerð­ist þegar prent­verkið var tekið upp. Aftur var brugð­ist við þeg­ar útvarps­tæknin kom til sög­unnar og íslenskt útvarp varð til. Kvik­myndin var fyrsta klúðrið, þar fengu menn danska texta og prógrömm í þýð­ingar stað ára­tugum sam­an. En síðan kom hið íslenska sjón­varp og með því íslenskur texti og þá sáu kvik­mynda­húsin sér allt í einu fært að gera það sama. Íslenskt sjón­varp var menn­ing­ar­legt við­bragð við nýrri tækni og merki­legt nokk, um það ríkti algjör­lega þverpóli­tísk sátt. 

Auglýsing



En svo komu tölv­urnar og ekki síst tölvu­leikir sem börnin lað­ast að. Þá voru komnir svo­kall­aðir „frjáls­hyggju­tímar“ og ekki mátti íþyngja inn­flytj­endum tölvu­leikja sem kostuðu for­múu með því að láta þá þýða þá. Hefði ein­hver vogað sér að segja það á tíunda ára­tug síð­ustu aldar hefðu menn lík­ast til kallað við­kom­andi komm­ún­ista eða eitt­hvað þaðan af skelfi­legra. Reyndar var það svo að flest ríki Vest­ur­landa, sem meta menn­ing­ar­legt full­veldi sitt að jöfnu við hið póli­tíska, fengu þessa leiki þýdda, vissu­lega oft í krafti stærðar mark­að­ar, en Íslend­ingar gátu vel lagt þá kvöð á að tölvu­leikir væru á íslensku. Til dæmis tókst að fá Microsoft til að íslenska stýri­kerfi sitt. Það var ekki gert með tölvu­leik­ina og síðar meir munu menn ef til vill greina það sem upp­hafið að enda­lokum íslenskunn­ar, því ég gæti vel trúað því að ef íslensk börn væru prófuð í lestri á ensku núna, þá kæmu þau betur út í PISA.



Og nú eftir að Netið tröll­ríður öllu og íslenskir einka­reknir fjöl­miðlar kvarta yfir því að þurfa texta íslenskt efni í sam­keppni við erlendar efn­isveitur bólar heldur ekki á nokkru menn­ing­ar­legu við­bragði, engri við­leitni til að svara þessum áskor­unum tím­ans, það verða bara ein­hver „lestr­ar­á­tök“ og kannski verður Vask­ur­inn tek­inn af bókum svona um það leyti sem það er hætt að skipta máli. Og já, við getum sagt ísskápnum að afþíða sig á íslensku eftir að komin er mál­tækni til þess. Spurn­ingin er bara hvort nokkur nennir að nota íslensk­una til að tala við ísskáp­inn sinn.



Þótt seint sé í rass­inn gripið eru enn til leiðir til að svara þessum áskor­unum sem íslenskan stendur frammi fyrir og þær hafa verið kynntar stjórn­völdum og öðrum, en þær kosta pen­inga og sam­stöðu, nokkuð sem ekki er fyrir hendi þegar kemur að hags­munum íslenskrar tungu, það eina sem henni er boðið upp á núna er fag­ur­gali og sýnd­ar­mennska sem engu skilar þegar öllu verður á botn­inn hvolft.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar