Að kaupa úttekt eða að kaupa niðurstöðu

Þórólfur Matthíasson segir að gagnrýninn yfirlestur á rannsóknarskýrslum muni ekki leysa allan vanda tengdan óvönduðum þjónusturannsóknum.

Auglýsing

Sú kvöð er lögð á stjórnvöld í stjórnsýslulögum að byggja ákvarðanir sínar um einstök mál á rannsóknum á forsendum, lögmæti og afleiðingum ákvörðunarinnar. Rannsóknarskyldan nær til allra þátta hvort heldur þeir eru smáir eða stórir í sniðum.Aukið vísindalæsi almennings, framfarir í vísindarannsóknum og bættur aðgangur að alls konar gögnum hefur þrengt hugtakið rannsóknir. Kannski var sú tíð einhvern tíma að embættismaður sem fékk tvær ólíkar greinargerðir um mál og ákvarðaði um það að eigin geðþótta taldist hafa sinnt rannsóknarskyldu. Slík aðferðafræði ætti að heyra fortíðinni til.

Ráðuneyti og stjórnsýslustofnanir hafa í auknu mæli innan sinna raða starfsfólk sem er þjálfað til rannsókna og til að vinna úr rannsóknarniðurstöðum. Sumar undirstofnarnir ráðuneyta eru í raun rannsóknastofnanir sem kynna jafnvel niðurstöður sínar á viðurkenndum ritrýndum vettvangi.En mestan part eru niðurstöður lagðar fram eftir innri rýni viðkomandi stofnunar.

Ráðuneyti, stjórnvöld, hagsmunasamtök og þrýstingsaðilar ýmsir, semja einnig við viðurkenndar vísindastofnanir á borð við háskóla, undirstofnanir háskóla eða sjálfstæðar rannsóknarstofnanir um svokallaðar þjónusturannsóknir. Þjónusturannsóknir eru unnar af rannsakendum sem hafa staðist kröfur um grundvallarþekkingu á viðfangsefni og rannsóknaraðferðum. Niðurstöður þjónusturannsókna fá því gjarnan sömu þyngd og ef um væri að ræða niðurstöður birtar á viðurkenndum ritrýndum vettvangi með þeim rökum að rannsakendurnir beiti viðurkenndum, stöðluðum vinnubrögðum, þ.e. hinni vísindalegu aðferð.

Auglýsing

Innan danska fræðasamfélagsins fer nú fram umræða um hvaða kröfur eigi að gera til þjónusturannsókna. Tilefnið er að í desember 2015 lagði ríkisstjórn Lars Lökke Rasmussen fram stefnumótun í landbúnaðarmálum. Margvíslegar aðgerðir áttu að verða til að auka tekjur og framleiðslu bænda og á sama tíma draga úr losun óheppilegra efna í vatn og andrúmsloft. Til að meta afleiðingar „landbúnaðarpakkans“ var stuðst við útreikning stofnunar við Århusháskóla, sem var í hlutverki þjónustuaðila við landbúnaðarráðuneytið. Um hríð ríkti gleði með niðurstöður, enda virtust fyrirhugaðar aðgerðir gagnast bæði almenningi (betra ástand í ám, vötnum og grunnsævi) og bændum (verulega auknar tekjur). En svo kom í ljós að hinar góðu niðurstöður voru fram komnar með því að hagræða forsendum um tilfærslu áburðarefna úr jarðvegi út í ár og vötn Í ljós kom að líffræðingar við aðra háskóla en Århus höfðu bent á að forsendur kolleganna væru umdeilanlegar áður en landbúnaðarráðherrann lagði landbúnaðarpakkann fyrir ríkisstjórn, samstarfsflokka og þjóðþing.Þetta hafði verið gert með formlegu erindi til ráðuneytisins. Viðbrögð landbúnaðarráðherra voru að banna tímabundið birtingu óheppilegra gagna.

https://www.dr.dk/nyheder/politik/la-og-k-kritiserer-regeringens-mundkurv-til-forskere

Eftir því sem málinu vatt fram, m.a. vegna afskipta frá Evrópusambandinu, varð staða landbúnaðarráðherrans erfiðari og erfiðari. Landbúnaðarráðherrann, Eva Kjer Hansen, sagði loks af sér í lok febrúar 2016, enda ljóst að ella gæti ríkisstjórn Lars Lökke Rasmussen fallið.

Margar spurningarnar hafa vaknað innan háskóla- og vísindasamfélagsins í Danmörku í framhaldinu. Spurt er hvaða áhrif langtímasamband í þjónusturannsóknum hefur á rannsóknarniðurstöður. Munu rannsakendur sem hafa um áraraðir sinnt líkanaútreikningum fyrir stjórnvöld gera sig „óvinsæla“ hjá þeim sömu stjórnvöldum með „vondum“ niðurstöðum í mikilvægu máli? Af hverju ekki að „nudda“ forsendur smávegis og tryggja áframhaldandi gott samband við stóran verkkaupa?

Annað atriði snýr að túlkun gagna og niðurstaðna.Rannsóknarniðurstöður eru misafgerandi. Þegar svo er leggja vísindatímarit og ritrýnar áherslu á varfærni í túlkun.Slík varfærni er líklega ekki jafn mikið áhersluatriði fyrir stjórnmálamann sem hefur stuttan tíma til að setja sitt mark á viðfangsefni á borð við landbúnaðarstefnuna. Stjórnmálamenn eru líklega ekki heppilegustu ritrýnar rannsóknartengdra skýrslna.

Tveir starfsmenn Syddansk universitet, Villy Sörensen og Niels Vestergaard, skrifuðu grein í Politikken þann 9unda febrúar s.l. þar sem þeir ræða þann vanda sem þjónusturannsóknir skapa og velta fyrir sér leið út úr honum. Þeir benda á að rannsóknir séu rannsóknir, hver svo sem hvetur til þeirra og fjármagnar. Því eigi að gera sömu kröfur til gæðaeftirlits, ritrýni þar á meðal, þegar háskólastofnanir vinna fyrir ráðuneyti eins og þegar rannsóknarniðurstöður eru sendar til virtra ritrýndra tímarita til birtingar. Þeir benda sérstaklega á að slík vinnubrögð séu stunduð með kerfisbundnum hætti innan rannsóknarumhverfisins í Bandaríkjum Norður Ameríku. Hugsanlega setja einhverjir smæð rannsóknarsamfélagsins í Danmörku (eða á Íslandi) fyrir sig. En þeir félagar benda á að auðveldlega megi stækka hið danska fræðasamfélag með því að leita til annarra Norðurlanda eftir gagnrýninni yfirferð.

Undirritaður fullyrðir að það hafi víðtæk áhrif á rannsóknarferlið allt, undirbúning, gagnasöfnun, gagnavinnslu, skýrsluskrif og ályktanir ef rannsóknaraðilar vita að skýrsla verði lögð fram til gagnrýni að vinnslu lokinni. Rannsakandinn verður í sífellu að spyrja sjálfan sig: Stenst þessi forsenda nánari skoðun, stenst þessi niðurstaða út frá framlögðum gögnum?

Á Íslandi eru fáir kaupendur og seljendur rannsókna og viðskipti strjál. Það eykur hættuna á að rannsakendur leitist við að komast að „réttum“ niðurstöðum, jafnvel án þess að verða fyrir þrýstingi, einungis til að tryggja áframhaldandi viðskiptasamband. Hugsanlega eru dulin skilaboð send rannsakendum með því að senda ákveðnar tegundir rannsókna „norður“ (til dæmis byggðastefnutengdar rannsóknir) og aðrar tegundir rannsókna „í 101“. Ekki eru mörg ár síðan hagsmunasamtök í atvinnurekstri tilkynntu einni af stofnunum háskólans að þau hefðu hætt við fyrirhuguð verkkaup vegna greinarskrifa eins af starfsmönnum Hagfræðideildar, en þau greinarskrif fóru fyrir brjóst talsmanna viðkomandi samtaka. Það geta líka verið fólgin skilaboð til vísindasamfélagsins alls um að hafa hagsmuni ríkjandi stjórnvalda í fyrirrúmi þegar „óþægar“ rannsóknarstofnanir eru fluttar hreppaflutningum eða hreinlega lagðar niður. 

Undirrituðum er kunnugt um að þau vinnubrögð sem Sörensen og Vestergaard leggja til hafa að nokkru verið tekin upp við Hagfræðistofunun. Smæð hins íslenska fræðasamfélags eykur eðlilega hættuna á að stundlegir (peningalegir) hagsmunir trompi almanna (vísindalega) hagsmuni. Þess vegna þyrftu íslenskar vísindastofnanir að setja sér stífari vinnureglur en vísindastofnanir á öðrum Norðurlöndum. Í því felst ekki bara ritrýni og yfirlestur á skýrslum heldur einnig reglur um lengd stjórnarsetu í stjórnum vísindastofnana, en dæmi eru um að sami maður hafi setið áratugum saman sem stjórnarformaður vísindastofnunar með þeim möguleikum sem slíkar langsetur hafa. Þá þarf að setja reglur um að séu rannsóknir unnar í nafni stofnana sé það stofnunin en ekki verkbeiðandi sem ræður vinnuferlinu.Það á ekki að viðgangast að verkbeiðandi sé í raun að semja við starfsmann stofnunar en ekki stofnunina sjálfa um verkferla, rannsóknarspurningu og rannsóknarsnið.

Dæmi eru um að allra virtustu ritrýnd tímarit hafi þurft að draga greinar til baka vegna fullyrðinga eða rannsóknaniðurstaðna sem ekki stóðust, þrátt fyrir gagnrýnann lestur jafningja. Gagnrýninn yfirlestur á rannsóknarskýrslum mun þess vegna ekki leysa allan vanda tengdan óvönduðum þjónusturannsóknum. Aðferðin eykur kostnað við þjónusturannsóknir (það þarf að greiða fyrir vísindalega ritrýni jafningja í því tilviki) og gerir þær tímafrekari. En takist að gera „keyptar“ skýrslur trúverðugri og betri með því að bæta vinnubrögð með, þá er kostnaðaraukinn léttvægur í samanburði við ávinninginn.

Höf­undur er pró­fessor í hag­fræði.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Miklar sveiiflur hafa verið á virði rafmyntarinnar Bitcoin síðasta sólarhringinn.
Kínverjar snúa baki við Bitcoin og verðið fellur
Verð rafmyntarinnar Bitcoin hefur lækkað umtalsvert á undanförnum dögum en náði sér aðeins á strik síðdegis í dag. Kínverjar hafa reynt að stemma stigu við viðskiptum með myntina þar í landi og nýlega var fjölda gagnavera sem grafa eftir myntinni lokað.
Kjarninn 22. júní 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka hringir hér inn fyrstu viðskipti í Íslandsbanka
73 prósent af viðskiptunum voru í Íslandsbanka
Alls námu viðskipti með hlutabréf Íslandsbanka 5,4 milljörðum króna eftir fyrsta viðskiptadag þeirra í Kauphöllinni í dag. Verð bréfanna er nú fimmtungi hærra en útboðsgengi þeirra.
Kjarninn 22. júní 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar