Látið landlordana í friði

Guðmundur Guðmundsson spyr hvort leiðin út úr því ástandi sem er á íslenskum húsnæðismarkaði að stjórnvöld hagi sér þveröfugt í við nágrannalöndin í húsnæðismálum?

Auglýsing

Um þessar mundir á Thatcher­ismi ís­lenskra hús­næð­is­mála tví­tugs­af­mæli. Í ár eru tveir ára­tugir frá því íslenska verka­manna­bú­staða­kerfið var lagt nið­ur. Tíma­bilið sem tók við má með réttu kenna við Marg­aret Thatcher, fyrrum for­sæt­is­ráð­herra Eng­lands. 

Kenn­ingar henn­ar, Milton Fried­mans og Ron­ald Reag­ans náðu mik­illi útbreiðslu á vest­ur­löndum upp úr 1980. Á Íslandi stóð Thatcher trú­boðið í háblóma í lok síð­ustu ald­ar. Mantran var að hið op­in­bera stíga til hlið­ar­. Og hleypa alvitrum og  ­skap­andi mark­aðs­öfl­u­m að sem flestum sviðum þjóð­fé­lags­ins.

Einka­að­ilar skyldu leysa allt bet­ur, skil­virkara og ódýr­ara en hið opin­bera. Það átti sér­stak­lega við um hús­næð­is­mál og fjár­mál. Á Ís­landi var í kjöl­far­ið  ­tekin kröpp hægri beygja í hús­næð­ispólítík. Einka­væð­ing íslensku ­bank­anna hófst um svipað leyti. Það ferli fylgdi trú­ar­kenn­ing­um Thatcher full­kom­lega.

Auglýsing

Í Sögu­spegli lagði Thatcher­ism­inn fé­lags­lega Hús­næð­ispólítík Eng­lands í rúst. Arf­leifð Thatcher í Englandi er tví­þætt: Hús­næð­is­laus kyn­slóð  sem kall­ast „Gener­ation Rent“. Þessi kyn­slóð er dæmd til lífs­tíðar á ónýtum  ok­ur­leigu­mark­aði. Eftir að umfangs­mikil „Non profit“ hús­næð­ispólítík eft­ir­stríðs­ár­anna var lögð nið­ur, hófst hækk­un­ar­ferli sem hefur læst heila kyn­slóð úti í Enskum hús­næð­is­mál­u­m. 

Hinn hluti arfs­ins er fámennur hópur landlorda sem hefur Enskan ­leigu­mark­að í vas­an­um.

Heilt á litið gæti ofan­greind atburða­lýs­ing al­veg eins átt við Ísland. Á tveimur strjál­býlum eyjum í Atl­ants­hafi, með nægt land­rými  voru búnar til  hús­næð­iskrepp­ur. Eftir sömu upp­skrift. Á báðum stöðum var sama  kyn­slóð sett út á gadd­inn í hús­næð­is­mál­u­m . Á Íslandi færðu stjórn­völd bönk­um, bygg­ing­ar­verk­tökum og brösk­urum hús­næð­is­mark­að­inn á silf­ur­fati. Þegar svo ­banka­kerf­ið hrundi tók það með sér sama mark­að í fall­inu eins og sam­vax­inn tví­bura. 

Enn blómstr­ar Thatcher trú­boðið á Íslandi. Hug­mynda­fræðin lifir enn góðu lífi. Nýjasta birt­ing­ar­mynd þess er fyr­ir­lestur hald­inn af hag­fræð­ingi á fundi hjá Leigu­sala á leið á mark­að. Lík­lega var erindið kostað af sama leigu­sala.  

Efn­is­lega sner­ist ­fyr­ir­lest­ur­inn um að láta íslenska landlorda í friði. Og að hið opin­bera eig­i ekki að byggja og reka leigu­hús­næði í sam­keppni við sömu leigulorda. Þeir skulu ­sitja einir að sínum leigj­end­um. Hið opin­bera skal ­með aðgerða og afskipta­leysi sínu að sjá til­  að leigj­endur hafi ekki í önnur hús að venda.  Svo lordarnir geti okrað á þeim í friði. Það er einmitt það sem íslensk yfir­völd hafa gert síð­ustu ára­tugi. Í raun má kalla fyr­ir­lest­ur­inn eins konar óð, eða afmæl­isávarp íslenska Thatcher tíma­bils­ins. 

Það er komin  ára­tuga reynsla á opin­bert afskipta­leysi af leigu­mark­að­i lands­ins. Íbúa­fjöldi í nútíma bragga­hverfum höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins eykst ­stöðugt. Hækk­un á hús­næð­is­verði slær heims­met. Allar launa­hækk­anir leigj­enda hverfa í gin leigulor­danna. Með fádæma skamm­sýni seldu stjórn­völd fákeppn­is­fé­lögum stór eigna­söfn af íbúð­ar­hús­næði í rík­i­s­eig­u.  Þessi aðferð­ar­fræði er alveg á hvolfi við lönd í kring um okkur með­ ­þroskað­an ­leigu­mark­að. Þar eru opin­ber leigu­fé­lög höfð ráð­andi í verð­myndun í krafti stærð­ar­inn­ar. Á Íslandi er opin­ber leigu­mark­aður  enn í full­komnu skötu­líki sam­an­borið við nágranna­lönd­in.  

Til að setja mis­mun­inn í sam­hengi : hugsum okkur eitt augna­blik að td. Reykja­nes­bær væri með sama úr­val af opin­beru leigu­hús­næði og svipað stór bær í Sví­þjóð. Þá væru allar íbúðir og flestar ­bygg­ing­ar á varn­ar­liðs­svæð­inu í eigu sveit­ar­fé­lags­ins. Og leigðar út til almenn­ings á hóf­legum verð­um. Á Höf­uð­borg­ar­svæð­inu væru þá ca 20.000 íbúðir í eigu og rekstri sveit­ar­fé­laga svæð­is­ins. Þar af uþb 10.000 íbúðir í Reykja­vík. Með íbúum úr öllum stigum þjóð­fé­lags­ins. Án tekju­tak­mark­ana.

Er leiðin út úr íslensku hús­næðiseklunn­i  ­virki­lega að íslensk stjórn­völd láti leigu­mark­að­inn og Lor­dana afskipta­lausa ? Og  hagi sér alveg þver­öf­ugt í við nágranna­löndin í hús­næð­is­málum ? Mið­að við ára­tuga og alda­langa reynslu þeirra af öfl­ugum opin­berum ­leigu­mark­aði ?

Er ekki komið nóg af Thatcher heil­kenn­inu á Íslandi  ? Er ekki kom­inn tími til að byggja upp opin­beran leigu­markað sem þolir sam­an­burð við Skand­in­avíu ? 

Líf­eyr­is­sjóðir geta svo látið leigulor­dana í friði. Lordarnir geta átt sín eigna­söfn,eða keypt og selt hvor öðr­um. Verk­efni líf­eyr­is­sjóð­ana næstu miss­erin er að koma íslenskum almenn­ingi í öruggt húsa­skjól. Á eðli­legu verði. Án milli­liða. 

Þessi pist­ill er kost­aður af grein­ar­höf­undi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar