Almannavæðing í bankakerfinu

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson segir að kapítalismi sé ekki vondur, en óheftur, óbeislaður og eftirlitslaus kapítalismi geti verið stórhættulegur fyrir samfélagið.

Auglýsing

llt frá hruni íslenska banka­kerf­is­ins hefur eitt aðal­verk­efni íslensks þjóð­fé­lags verið að koma því aftur á lapp­irn­ar. Fyrir hrun voru bank­arnir orðnir að ítur­vöxnum skrímslum og það hlutu að fylgja því miklar ham­farir þegar þeir fóru á haus­inn haustið 2008.

Erfitt er að hugsa sér nútíma sam­fé­lag á eins­hvers­konar banka eða fjár­mála­stofn­ana, pen­ingar eru jú hluti af dag­legu lífi fólks, sumir eiga við­bjóðs­lega mikið af pen­ingum og vita ekk­ert hvað þeir eiga að gera við þá, aðrir (og þeir eru fjöl­margir) eiga mjög lítið af pen­ingum og þurfa að gera miklu meira fyrir þá heldur en þeir geta. Nú, svo notar fólk líka pen­inga til að kaupa vörur og þjón­ustu, það er pen­ingar eru greiðslu­mið­ill.

Eftir hrun komust tveir af stóru bönk­unum í eigu íslenska ríks­ins og eru það enn. En það hefur alveg síðan þetta gerð­ist verið ljóst að einn dag­inn myndi sú spurn­ing vakna hvað ríkið ætti að gera með þessa tvo banka, Lands­bank­ann og Íslands­banka.

Auglýsing

Hverjir eiga aða eiga banka er spurn­ing sem hlýtur að vakna þegar þessi staða kemur upp, þ.e. að rík­is­valdið (fólkið í land­inu) „lendi“ allt í einu í því að eign­ast bank­ana og sitji jafn­vel uppi með þá.

Dreif­ing auðs og skipt­ing er ein af stóru spurn­ing­unum í hverju sam­fé­lagi og nú er staðan í heim­inum þannig að „hið ríka 1%“ á um það bil helm­ing allra verð­mæta ver­ald­ar. Í Rúss­landi eiga t.d. um 100 ein­stak­lingar 35% alls auðs í land­inu. Flestir af þessum 100 eru mið­aldra karl­menn. Gapið á milli þeirra sem eiga og eiga ekki hefur sjaldan verið jafn breitt og nú.

Að almanna­væða í íslensku banka­kerfi myndi til dæmis passa vel við hug­mynda­fræði VG, en eins og flestir vita kennir flokk­ur­inn sig við vinstri­mennsku og eitt aðal­stef hennar er auk­inn jöfn­uður í sam­fé­lag­inu. Að almanna­væða að minnsta kosti hluta banka­kerf­is­ins væri einnig eins­konar móteitur gegn þeirri einka­væð­ing­ar­stefnu sem rekin hefur verið hér á landi frá því um 1985-1990. Reynd­ist hún okkur vel? Eða voru það ekki einka og græðg­isvæddir bankar sem settu íslenskt sam­fé­lag nán­ast á haus­inn árið 2008, fyrir tíu árum síð­an? Reyndar er talið að sú einka­væð­ing sem fram fór hér­lendis á árunum 2002-3 hafi verið skipu­lögð svika­mylla (sjá Kjarn­inn, 14.­febr­úar 2018).

Kap­ít­al­ismi er ekki vond­ur, en óheft­ur, óbeisl­aður og eft­ir­lits­laus kap­ít­al­ismi getur verið stór­hættu­legur fyrir sam­fé­lag­ið. Rúss­land og atburðir þar á árunum 1990-2000 er ágætt dæmi um það. Sama má segja um óhefta og algera rík­is­eign, hún er heldur ekki góð. En það er kannski heppi­legt að hafa blöndu af þessu tvennu. Með almanna­væð­ingu væri hægt að auka enn frekar (og halda í) jöfnuð á Íslandi og þar með stuðla að hag­sæld alls almenn­ings. Það myndi ef til vil líka auka traust á fjár­mála­kerf­inu, sem ekki er van­þörf á.

Höf­undur er MA í stjórn­mála­fræði.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Nýtt merki þjóðkirkjunnar sem var komið fyrir á nýjum húsakynnum Biskupsstofu að Katrínatúni 4 síðastliðinn miðvikudag.
Um 132 þúsund landsmenn standa utan þjóðkirkjunnar
Þeim landsmönnum sem skráðir eru í þjóðkirkjuna hefur fækkað umtalsvert síðastliðinn áratug. Auk þess hefur henni ekki tekist að ná inn þeim tæplega 44 þúsund nýju Íslendingum sem hafa anna hvort fæðst eða flutt hafa til landsins á tímabilinu.
Kjarninn 7. desember 2019
Samfélag Namibíumanna í Bandaríkjunum afhendir sendiherra Íslands þar í landi yfirlýsingu sína.
Vilja að Samherji skili peningunum til namibísku þjóðarinnar
Samfélag Namibíumanna í Bandaríkjunum gera verulega athugasemd við ummæli Bjarna Benediktssonar um hver ástæðan fyrir Samherjamálinu sé. Þau vilja að Ísland biðji Namibíu afsökunar og að Samherji skili peningum til namibísku þjóðarinnar.
Kjarninn 7. desember 2019
Matthildur Björnsdóttir
Of mikil rómantík í kringum barneignir
Kjarninn 7. desember 2019
Mótmælendur á Möltu í lok nóvember 2019
„Við megum ekki hægja á okkur“
Íslensk kona búsett á Möltu til margra ára segir að ekki megi hægja á mótmælum þar í landi en margir krefjast þess að forsætisráherrann segi af sér nú þegar vegna spillingar.
Kjarninn 7. desember 2019
Þrír flokkar leggja til þrjár leiðir sem brjóta upp tangarhald á sjávarútvegi
Verði nýtt frumvarp að lögum verður tangarhald nokkurra hópa á íslenskum sjávarútvegi brotið upp. Allar útgerðir sem halda á meira en eitt prósent kvóta verða að skrá sig á markað og skilyrði um hvað teljist tengdir aðilar þrengd mjög.
Kjarninn 7. desember 2019
Þórður Snær Júlíusson
Það hagnast enginn á ógagnsæi nema sá sem hefur eitthvað að fela
Kjarninn 7. desember 2019
Zúistar til rannsóknar hjá héraðssaksóknara
Fjárreiður Zuism, trúfélags sem ríkið telur að sé málamyndafélagsskapur með þann tilgang að komast yfir skattfé, eru til rannsóknar hjá embætti sem rannsakar efnahagsbrot. Félagsmenn eru nú um helmingi færri en þeir voru 2016.
Kjarninn 7. desember 2019
Mikill samdráttur í innflutningi milli ára
Vöruviðskipti þjóðarbússins við útlönd eru hagstæðari nú en fyrir ári. Sé rýnt í tölurnar, sést að ástæðan er einfaldlega minni neysla heima fyrir.
Kjarninn 7. desember 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar