Almannavæðing í bankakerfinu

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson segir að kapítalismi sé ekki vondur, en óheftur, óbeislaður og eftirlitslaus kapítalismi geti verið stórhættulegur fyrir samfélagið.

Auglýsing

llt frá hruni íslenska banka­kerf­is­ins hefur eitt aðal­verk­efni íslensks þjóð­fé­lags verið að koma því aftur á lapp­irn­ar. Fyrir hrun voru bank­arnir orðnir að ítur­vöxnum skrímslum og það hlutu að fylgja því miklar ham­farir þegar þeir fóru á haus­inn haustið 2008.

Erfitt er að hugsa sér nútíma sam­fé­lag á eins­hvers­konar banka eða fjár­mála­stofn­ana, pen­ingar eru jú hluti af dag­legu lífi fólks, sumir eiga við­bjóðs­lega mikið af pen­ingum og vita ekk­ert hvað þeir eiga að gera við þá, aðrir (og þeir eru fjöl­margir) eiga mjög lítið af pen­ingum og þurfa að gera miklu meira fyrir þá heldur en þeir geta. Nú, svo notar fólk líka pen­inga til að kaupa vörur og þjón­ustu, það er pen­ingar eru greiðslu­mið­ill.

Eftir hrun komust tveir af stóru bönk­unum í eigu íslenska ríks­ins og eru það enn. En það hefur alveg síðan þetta gerð­ist verið ljóst að einn dag­inn myndi sú spurn­ing vakna hvað ríkið ætti að gera með þessa tvo banka, Lands­bank­ann og Íslands­banka.

Auglýsing

Hverjir eiga aða eiga banka er spurn­ing sem hlýtur að vakna þegar þessi staða kemur upp, þ.e. að rík­is­valdið (fólkið í land­inu) „lendi“ allt í einu í því að eign­ast bank­ana og sitji jafn­vel uppi með þá.

Dreif­ing auðs og skipt­ing er ein af stóru spurn­ing­unum í hverju sam­fé­lagi og nú er staðan í heim­inum þannig að „hið ríka 1%“ á um það bil helm­ing allra verð­mæta ver­ald­ar. Í Rúss­landi eiga t.d. um 100 ein­stak­lingar 35% alls auðs í land­inu. Flestir af þessum 100 eru mið­aldra karl­menn. Gapið á milli þeirra sem eiga og eiga ekki hefur sjaldan verið jafn breitt og nú.

Að almanna­væða í íslensku banka­kerfi myndi til dæmis passa vel við hug­mynda­fræði VG, en eins og flestir vita kennir flokk­ur­inn sig við vinstri­mennsku og eitt aðal­stef hennar er auk­inn jöfn­uður í sam­fé­lag­inu. Að almanna­væða að minnsta kosti hluta banka­kerf­is­ins væri einnig eins­konar móteitur gegn þeirri einka­væð­ing­ar­stefnu sem rekin hefur verið hér á landi frá því um 1985-1990. Reynd­ist hún okkur vel? Eða voru það ekki einka og græðg­isvæddir bankar sem settu íslenskt sam­fé­lag nán­ast á haus­inn árið 2008, fyrir tíu árum síð­an? Reyndar er talið að sú einka­væð­ing sem fram fór hér­lendis á árunum 2002-3 hafi verið skipu­lögð svika­mylla (sjá Kjarn­inn, 14.­febr­úar 2018).

Kap­ít­al­ismi er ekki vond­ur, en óheft­ur, óbeisl­aður og eft­ir­lits­laus kap­ít­al­ismi getur verið stór­hættu­legur fyrir sam­fé­lag­ið. Rúss­land og atburðir þar á árunum 1990-2000 er ágætt dæmi um það. Sama má segja um óhefta og algera rík­is­eign, hún er heldur ekki góð. En það er kannski heppi­legt að hafa blöndu af þessu tvennu. Með almanna­væð­ingu væri hægt að auka enn frekar (og halda í) jöfnuð á Íslandi og þar með stuðla að hag­sæld alls almenn­ings. Það myndi ef til vil líka auka traust á fjár­mála­kerf­inu, sem ekki er van­þörf á.

Höf­undur er MA í stjórn­mála­fræði.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Ingibjörg Sólrún lætur af störfum hjá ÖSE – Utanríkisráðherra segir þetta aðför að stofnuninni
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir læt­ur af störf­um sem for­stjóri lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE en hún hefur sinnt starfinu í þrjú ár.
Kjarninn 13. júlí 2020
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði um 30 prósent í faraldrinum
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði að meðaltali um 30 prósent á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Þá fækkaði samskiptum við sjálfstætt starfandi sérfræðinga um 25 prósent, samkvæmt upplýsingum frá landlækni.
Kjarninn 13. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Íslensk erfðagreining heldur áfram að skima í viku í viðbót
Til stóð að dagurinn í dag ætti að vera síðasti dagurinn sem Íslensk erfðagreining myndi skima á landamærunum.
Kjarninn 13. júlí 2020
Mótefni minnkar strax á fyrstu mánuðum
Þó að mótefni sem líkaminn myndar gegn veirunni SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19 minnki þegar á fyrstu þremur mánuðunum eftir að þau verða þarf það ekki að þýða að ónæmi viðkomandi sé ekki lengur til staðar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Veldi Storytel stækkar
Fyrstu tíu daga júlímánaðar keypti Storytel ráðandi hluti í tveimur fyrirtækjum og eitt til viðbótar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Icelandair skrifar undir samning við lettneska flugfélagið airBaltic
Um er að ræða samstarfssamning sem felur í sér að bæði flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða hvort hjá öðru.
Kjarninn 13. júlí 2020
(F.v.) Richard Curtis, Jerry Greenfield og Abigail Disney eru meðal þeirra milljónamæringa sem skrifa undir bréfið.
Auðmenn vilja að ríkisstjórnir hækki skatta „á fólk eins og okkur“
„Milljónamæringar eins og við gegna lykilhlutverki í því að græða heiminn,“ segir í bréfi 83 auðmanna sem vilja skattahækkanir á ríkt fólk – eins og þá sjálfa – til að draga úr misrétti vegna COVID-19 og flýta fyrir efnahagsbata.
Kjarninn 13. júlí 2020
Dagur B. Eggertsson
Dagur: Nauðsyn­legt að hætta skot­grafa­hernaði varðandi ferðamáta
Borgarstjórinn segir að nauðsyn­legt sé að kom­ast „út úr þeim skot­grafa­hernaði að líta á að ein­hver einn ferðamáti skuli ráða“. Hann vill að Borgarlínunni verði flýtt.
Kjarninn 13. júlí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar