Hvað vitum við Píratar?

Ævar Rafn Hafþórsson frambjóðandi í prófkjöri Pírata skrifar um framleiðslugetu byggingariðnaðarins og neyðarástandið á húsnæðismarkaðnum.

Auglýsing

Nú stytt­ist í kosn­ingar og flokkar farnir að velja á sína lista með mis­mun­andi aðferð­um. Hjá okkur Pírötum verður próf­kjör. Við höfum ekki fengið mikið pláss í fjöl­miðlum hingað til en það er samt ekki þannig að við sitjum auðum hönd­um. Mál­efna­starf er í fullum gangi og smátt og smátt er að mynd­ast heild­stæð stefna flokks­ins. Við förum vand­lega yfir gögn og rann­sóknir áður en stefnan er sett. Við erum komin vel á veg með stefnu í skipu­lags­málum og hús­næð­is­málum en ég held því fram fullum fetum að innan okkar raða sé mesta þekk­ingin þegar kemur að bygg­inga- og hús­næð­is­mál­um. Ég hef verið að hlusta á fram­bjóð­endur ann­arra flokka tjá sig um þessi mál og hefur mér þótt þekk­ingin þar vera heldur rýr á þessum mál­efn­um. Fjöl­miðlar eiga það sam­eig­in­legt að velja aðeins þekktu and­litin og því eigum við svo­lítið erfitt upp­dráttar við að koma okkur á fram­færi.

Ég hef nú þegar skrifað nokkra pistla um hús­næð­is­mál og fjalla þeir flestir um fram­leiðslu­getu bygg­ing­ar­iðn­að­ar­ins. Í meist­ara­rit­gerð minni í fjár­mála­hag­fræði um fram­leiðslu­get­una í íslenskum bygg­ing­ar­iðn­aði bar ég fram­leiðn­ina á Íslandi saman við Noreg en útkoman var okkur heldur óhag­stæð. Við erum með um 66% af fram­leiðni Norð­manna. Ég bar ein­ungis saman bygg­ingu á upp­steyptum fjöl­bý­is­hús­um. Þessi útkoma er nokkuð áhuga­verð í ljósi þess að nú hefur verið lýst yfir neyð­ar­á­standi á hús­næð­is­mark­aði. Ég hef lengi verið að benda á þetta en alveg frá því að ég fór í gagna­söfnun á sínum tíma þá blasti þetta strax við.

Fyrir um ári síðan fór ég á fund hjá Íbúða­lána­sjóði þar sem til umfjöll­unar var áætlun um hús­næð­is­upp­bygg­ingu á næstu árum. Eftir fund­inn benti ég á að áætl­an­irnar myndu ekki stand­ast vegna þess að fram­leiðslu­getan væri ekki nægj­an­leg í hag­kerf­inu. Núver­andi fram­leiðni væri ekki nógu góð auk þess sem við glímdum við skort á fag­lærðu og reynslu­miklu vinnu­afli á íslenskum bygg­inga­mark­aði. Enda hefur það komið í ljós nú ári seinna að  ég hafði nokkuð til míns máls þar sem ein­ungis 1800 íbúðir voru byggðar á öllu land­inu í fyrra.

Auglýsing

Á Íslandi helst í hendur van­þekk­ing á fram­leiðslu­getu í bygg­ing­ar­iðn­aði og skortur á virð­ingu við iðn- og verk­nám. Virð­ing fyrir iðn­-og verk­námi er einmitt stór þáttur í því af hverju fram­leiðnin er ekki betri. Af hverju ættu ung­menni að fara í iðn­nám ef sam­fé­lagið metur það ekki að verð­leik­um? Frá 2009 höfum við byggt um rúm­lega 7.700 íbúðir á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Ef við værum með sömu fram­leiðslu­getu og Norð­menn hefðu hins vegar 4.000 fleiri íbúðir verið byggð­ar. Við værum sumsé búin að minnka skort­inn all­veru­lega á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þetta segir okkur að fram­leiðni skiptir mjög miklu máli.

Þegar ég hef verið að hlusta á fram­bjóð­endur tjá sig um hús­næð­is­mál þá fæ ég það á til­finn­ing­una að þeir hafi ekki kynnt sér málin alveg til hlít­ar. Vanda­málið er ekki lóða­skortur heldur hverjir eiga að byggja á þessum lóð­um. Einnig hefur hót­el­bygg­ing haft veru­leg ruðn­ings­á­hrif á bygg­ingu íbúða­bygg­inga. Vinnu­afl sem er að vinna við hót­el­bygg­ingar er ekki að vinna við íbúða­bygg­ing­ar. Vinnu­afl sem er að vinna í Kópa­vogi getur ekki verið að vinna í Reykja­vík. Þetta eru tak­mark­aðir fram­leiðslu­þættir sem erfitt er eða nán­ast ómögu­legt er að auka til skamms tíma nema með inn­flutn­ingi á vinnu­afli frá Evr­ópu. Við erum hins vegar í sam­keppni við önnur Evr­ópu­lönd um þetta vinnu­afl því það er víða skortur á íbúðum í Evr­ópu. Pól­verjar eru að reyna fá sitt fólk heim því upp­gang­ur­inn þar er mik­ill þessa stund­ina.

Hvað er þá til ráða? Stutt og ein­falt svar er ný fram­leiðslu­tækni.  Al­veg frá því ég sá í hvað stefndi með skort­inn á íbúðum og svo þegar ég fékk nið­ur­stöð­urnar úr rann­sókn­inni minni þá var mér það ljóst að það eina sem við gætum gert væri að til­einka okkur nýja fram­leiðslu­tækni. Þessi fram­leiðslu­tækni er til í nágranna­löndum okkar og þess vegna er engin þörf á því að finna upp hjól­ið. Hafa verður þó í huga að tækninýj­unar hafa áhrif. Ef fram­leiðnin er ekki nógu góð með núver­andi bygg­inga­tækni eins og ég hef komið inn á, þá getur ný bygg­inga­tækni rutt þeirri gömlu úr vegi. Einnig fer það eftir magni hve mikið þessi nýja bygg­inga­tækni myndi hafa áhrif á mark­aðsvirði þeirra íbúða sem nú þegar eru til staðar á mark­aði.

En öll hljótum við að vera sam­mála um að þetta ástand er ekki við­un­andi. Við þurfum að sýna skyn­semi á næstu árum með nýfjár­fest­ingar og reyna að koma í veg fyrir mikil ruðn­ings­á­hrif á upp­bygg­ingu íbúða á sama tíma og við fjár­festum í nýrri fram­leiðslu­tækni.

Höf­undur er fjár­mála­hag­fræð­ingur og sæk­ist eftir öðru sæti á lista Pírata í Reykja­vík.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar