Til Reykjavíkurborgar,
Ég er að skrifa þetta opna bréf sem auðmjúkur heimilisfastur íbúi í Reykjavík sem hefur áhyggjur af mjög mikilli hópbifreiðaumferð í miðborginni. Sérstaklega á Hverfisgötu og Hlemmtorginu.
Síðasta sumar var komið upp hópbifreiðastöðvum og ég tel að ástandið hafi batnað að nokkru leyti. Samt er það enn langt í frá vandræðalaust.
Sum vandamál sem auðvelt er að greina í dag eru eftirfarandi:
- Sumar hópbifreiðastöðvar eru ekki hentugar fyrir stórar rútur. (T.d. Stæði 7 við Traðarkot á Hverfisgötu og stæði 10 Hlemmurtorginu). Ég sé mjög oft að helmingi Hverfisgötu er lokað á þessu svæði af rútum (á milli klukkan 8 og 9 að morgni fyrir dagsferðabrottför, milli Kl. 16 og 18 fyrir dagsferðakomurnar og Norðurljósafgreiðslu frá kl.20 til 21.) Það gerir erfitt fyrir strætóbílstjóra að fara í gegnum þetta svæði. Ég sé mjög oft á háannatíma við mikla umferðartruflun á rútustöð nr.10 á Hlemmtorgi sem þrengir götur pakkaðar af ferðaþjónustu-bílum.
- Þung umferð á sumum svæðum truflar gangandi vegfarendur og almenningssamgöngur – stundum er rútum lagt tímabundið upp á gangstéttum, sérstaklega stæði nr. 7.
- Það gerist oft að venjulegum ökutækjum er lagt í rútustæði á kvöldin þar sem veitingastaðir og barir eru í nágrenninu (þ.e. stæði nr. 3 Lækjargata og nr. 4 Tryggvagata)
Ef þið vilt sjá með eigin augum hvað ég meina, vinsamlegast farðu út og sjáðu hvað er að gerast á háannatíma á ofangreindum svæðum.
Tillögur um lausnir:
• Leyfa aðeins minni ökutækjum að stoppa eins og á nr. 7 Traðarkoti á Hverfisgötu og nr. 10 Hlemmurtorginu eða afnema þessar stoppustöðvar algjörlega sem eru staðsettar þannig að þær hindra umferð.
• Banna stórar rútur inn á Hverfisgötu og Hlemmtorg - nema fyrir Strætó.
• Tilgreina rútustæði sem stórar rútur geta lagt í, svo sem stæði 2 Tjörnin, 5 Harpa, 12 Höfðatorg, sem hafa breiðara rými. og stækka stæði nr. 6 við Safnahúsið.
• Forgang ætti að veita íbúum borgarinnar, fótgangandi, reiðhjólamönnum og almenningssamgöngum (þ.e. Strætó)
• Það ætti að vera hærri sekt við því að leggja í merkt rútustæði þar sem það er alvarlegt umferðarbrot.
Ferðaþjónusta er auðvitað mjög mikilvægur iðnaður og umferðarþægindi og aðgengi fyrir ferðamenn ætti að íhuga. Hins vegar tel ég að íbúum hér verði að líða vel í eigin borg og finnast öruggt að ganga á gangstéttum og keyra á milli staða með lágmarks streitu.
Að mínu mati eru frekari umbætur og reglur um fyrirkomulag stoppistöðva nauðsynlegar áður en þetta veldur meiri vandræðum sem hægt er að koma í veg fyrir.
Höfundur er fagmenntaður ökuleiðsögumaður.