Í frjálsu falli

Auður Jónsdóttir rithöfundur skrifar um gildi þess að lifa lífinu eftir eigin nefi og ljá því merkingu.

Auglýsing

Föð­ur­amma mín dó fyrir nokkrum dög­um. Hún var orðin gömul en hug­ur­inn skýr eins og hjá ungri mann­eskju. Hún las óvenju mikið og sagði mér að mamma sín, hjúkr­un­ar­kona á Akur­eyri, hefði notið þess svo mikið að lesa Hamsun og Dic­kens.

Það er ekki svo langt síðan ég heyrði að amma hefði lagt stund á bók­menntir í Banda­ríkj­unum þegar hún var ung þar ytra – þegar hún fylgdi mann­inum sínum í nám, eins og það var yfir­leitt kall­að. Kannski flokk­að­ist það undir dægra­stytt­ingu hjá henni, fjög­urra barna móð­ur­inni.

Þegar hún dó vildi svo skringi­lega til að ég sat og drakk morg­un­kaffi með banda­rískum rit­höf­undi og háskóla­kenn­ara í skap­andi skrif­um, ætt­uðum frá Ísra­el, sem átti leið um landið og hafði frétt af mér, en við höfum bæði skrifað á nokkuð sjálfsævi­sögu­legum nót­um.

Auglýsing

Hann varð undr­andi þegar ég sagði honum síðar að amma mín, sú bókelska mann­eskja sem hún var, hefði lát­ist meðan við drukkum saman kaffi – og að hún hefði senni­lega haft gaman af svo­leiðis til­vilj­un, svo hrifin af sög­unum í líf­inu. Í skáld­sögu hlyti það að vera merk­ing­ar­bært. En er ekki allt okkar líf merk­ing­ar­bært – allt þetta sem við gerum og segjum umhugs­un­ar­laust á hverjum degi?

Ekki bara okkar sem skrifum á sjálfsævi­sögu­legum nót­um.

Lífs­kraft­ur­inn í dauð­anum

Amma mín valdi líkn­ar­með­ferð. Hún vildi fá að deyja frekar en að lækna­vís­indin myndu hjálpa henni að tóra eilítið leng­ur. Nú er komið gott, sagði hún við mig þar sem ég sat við hlið hennar á spít­al­anum og síðan brosti hún blítt og inni­lega.

Hún var veik­burða en samt svo óend­an­lega sterk. Hún birt­ist mér þannig að mér fannst ég aldrei hafa séð nokkurn eins hug­rakkan og hana – á þessu augna­bliki. Um leið hellt­ist yfir mig vissa um að annað eins hug­rekki væri í raun lífs­kraft­ur. Og það var skrýt­ið, að skynja tæran lífs­kraft á dán­ar­beði mann­eskju.

Lífið snýst um hug­rekki, frá upp­hafi... til enda, hugs­aði ég á leið­inni frá henni – í síð­asta sinn. Að vera eða ekki vera – þar liggur efinn. Að þora að vera getur meira segja verið að deyja eins og hún amma mín.

Í flæk­ings­legum hvers­degi

Þegar hún var dáin varð mér hugsað til spjalls­ins við kollega minn í morg­un­kaff­inu. Ég hafði sagt honum að ég væri nýskil­in, nokkuð sem hann hafði sjálfur prófað í tvígang svo hann spurði hvernig ég upp­lifði það.

Mér finnst ég vera í frjálsu falli og ég nýt þess en stundum verð ég hrædd, svar­aði ég.

Þessi nýi vinur minn tengdi við líðan mína. Hann sagði mér að halda áfram að njóta óvissunnar því hún væri það sem níu­tíu og fimm pró­sent mann­kyns ótt­að­ist helst en lífið sner­ist um.

Ég held reyndar að flest okkar njóti óvissu í og með en við leyfum okkur of sjaldan að gera það. Við ríg­höldum í hug­mynd­ina um að við höfum hald­reipi. En við höfum ekk­ert nema tál­sýn­ina. Stöðugt hrap­andi, sama hvar í sveit við erum sett. Mis­jafn­lega hrædd en öll í frjálsu falli.

Amma mín vissi það þegar hún dó, raunar virt­ist hún hafa meiri áhyggjur af mér en sér á þessum síð­asta fundi okk­ar. Hún ljáði síð­ustu dögum sínum merk­ingu með vali sínu, æðru­leysi og lífskjarki í því frjálsa falli sem dauð­inn er.

Það sama getum við sem lifum enn­þá. Á hverjum degi – svo lengi sem við tór­um. Að ljá andránni merk­ingu. Við gerum það oft, óaf­vit­andi, og skiljum stundum eftir okkur önnur spor en við hefðum viljað að því við höfum ekki tíma til að hugsa út í merk­ing­ar­þung­ann í flæk­ings­legum önnum hvers­dags­ins. En í líf­inu býr svo mik­ill sköp­un­ar­kraftur og við höfum hann í höndum okk­ar, hvort sem okkur líkar betur eða verr – svo ég leyfi mér að hljóma eins og tutt­ugu ára gömul sjálfs­hjálp­ar­bók. Stundum finnst manni að það vanti meiri til­vist­ar­stefnu í hug­ar­heim nútíma­fólks.

Að sjá sög­urnar í líf­inu

Í gegnum árin hef ég skrifað um raun­veru­legt fólk, lif­andi og lát­ið, og ég hef kennt fólki skap­andi skrif og orðið þess áskynja hvernig það að búa til sögur úr kraðaki lífs­ins getur hjálpað fólki við að heila minn­ingar sín­ar, sætt­ast við þær og jafn­vel – geta hlegið að þeim á end­an­um. Og mér finnst að þegar maður getur hlegið að mis­tökum og rugl­inu í sjálfum sér séu launin meiri áræðni í líf­inu.

Það sem ger­ist þegar maður púslar atburðum saman í sögu er að úr verður ein­hvers konar atburða­rás með innri lög­málum og þannig öðl­ast atburð­irnir merk­ingu. Hið sára öðl­ast dýpt og verður ljóð­rænt, fynd­ið, nota­lega fárán­legt eða fag­urt á öfug­snú­inn hátt. Bara það að ljá atburðum merk­ingu forðar manni frá tómi og til­gangs­leysi.

Tvö ævin­týri

Stundum hef ég verið svo lánsöm að verða vitni að mann­eskjum sem lifa til fulls – kannski ekki ótta­lausar en samt stað­ráðnar í því að gefa engan afslátt af hug­myndum og hug­sjónum sín­um, sama hverjar þær eru eða í hvaða átt þær bein­ast.

Bara á einni viku, hér í Reykja­vík City, sá ég í tvígang mann­eskjur lifa hug­sjónir á eigin skinni. Í fyrra skiptið heim­sóttum við Bára Huld Beck, blaða­maður hér á Kjarn­an­um, rit­stjóra Stund­ar­innar vegna bókar um fjöl­miðla sem við erum að gera.

Við hlust­uðum á Ingi­björgu Dögg og Jón Trausta segja okkur frá lög­bann­inu alræmda og ýmsum öðrum mál­sóknum um leið og þau lýstu upp­lifun sinni af allri þess­ari reynslu. Bæði áber­andi ein­læg í trú sinni á það sem þau eru að gera – þó að það hafi reynt svo mikið á þau í gegnum tíð­ina að flestir í sporum þeirra væru búnir að skipta um vinnu.

Örfáum dögum síðar skrapp ég á fund Stjórn­ar­skrár­fé­lags­ins þar sem ýmsum var mikið niðri fyrir af ást á lýð­ræð­inu og fram­gangi þess. Eftir fund­inn hafði vin­kona mín orð á því að það væri áhuga­vert að fylgj­ast með fólk­inu í eldra kant­inum eins og Ómari Ragn­ars­syni, fyrrum frétta­manni, og lög­mann­inum Ragn­ari Aðal­steins­syni sem höfðu báðir talað af vafn­ings­lausri vissu – þó að Ómar hafi verið ólíkt leik­rænni en Ragn­ar.

Þeir hafa engu að tapa – þeir vilja umfram allt sjá nýja stjórn­ar­skrá verða að veru­leika meðan þeir lifa, sagði vin­kona mín.

Sam­göngu­mál fatl­aðra í Reykja­vík

Nú veit ég ekki hvað henni ömmu minni fann­st, hvorki um lög­bannið né nýju stjórn­ar­skrána. Það kæmi mér reyndar ekki á óvart þó að hún hafi stundum kosið Sjálf­stæð­is­flokk­inn – ég veit það ekki, veit þó að hún vildi ekki sjá vinstrið eftir klúður í sam­göngu­málum fatl­aðra hjá Reykja­vík­ur­borg en hún var sjálf löm­uð. Og þar sem hún var ákveðin kona, óhrædd við að lifa hug­myndir sín­ar, býst ég við að hún hafi breytt eftir því. Kannski ekki aðal­málið hverju við trúum eða hversu rétt eða rangt það kann að vera á alheims mæli­kvarð­ann. Heldur að við lifum hug­myndir okkar og hug­sjónir – hrap­andi – og njótum þess, finnst mér eftir þessa við­burða­ríku viku.

Því ann­ars er engin merk­ing, þá er bara ekk­ert. Og ekk­ert-ið er hræði­leg­ast af öllu, hræði­legra en dauð­inn nokkur tím­ann.

Helaumt en ham­ingju­samt nef

En alla­vega, á þessum dögum fór ég líka í jarð­ar­för Þor­steins frá Hamri. Hann sem kunni manna best að segja mikið í fáum orð­um, svo með­vit­aður um þunga ein­stakra orða. Merk­ingu þess sem við hugs­um, segj­um, skrifum – oft án þess að taka eftir því. Jarð­ar­förin var í Dóm­kirkj­unni og þar sem ég sat í leiðslu hnippti ein­hver í öxl­ina á mér: Bragi bók­sali var að bjóða mér tóbak í nefið í miðri jarð­ar­för. Og ég hugs­aði: Af hverju ekki! – og þáði tóbakið en hnerraði bless­un­ar­lega ekki því tón­listin var svo fal­leg heldur naut þess að finna nikó­tínið fylla mig lífs­krafti.

Bragi varð svo glaður að á leið­inni út bauð hann mér aftur í nefið og ein­hvern veg­inn var það í anda manns­ins sem við vorum að kveðja og líka hennar ömmu minn­ar. Að lifa líf­inu eftir eigin nefi – og þá nefi í orðs­ins fyllstu merk­ingu því nefið á mér var helaumt þegar ég steig út úr kirkj­unni.

Viva la Vida!

Krónan sögð í „veikara lagi“
Gengi krónunnar hefur veikst nokkuð að undanförnu, enda áföll komið fram í efnahagslífinu. Engu að síður eru undirstöðurnar sterkar.
Kjarninn 26. júní 2019
Borgir að verða uppiskroppa með vatn
Vatnskortur er til staðar í öllum heimsálfum og gætu 700 milljónir manna þurft að flytja heimili sín árið 2030 vegna skortsins ef ekkert verður að gert.
Kjarninn 26. júní 2019
Póstsendingar frá Kína hafa aukist um 202 prósent frá 2014
Inn- og útflutningur á vörum frá Kína hefur stóraukist frá því fríverslunarsamningur Íslands og Kína tók gildi árið 2014. Aliexpress markaði vatnaskil í netverslun Íslendinga.
Kjarninn 26. júní 2019
Dómsmálaráðuneytið athugar misræmi í tölum um nauðungarsölur
Misvísandi tölur hafa borist í svörum dómsmálaráðherra við fyrirspurnum á Alþingi.
Kjarninn 26. júní 2019
Stuðningsfólk Miðflokks hefur minnstar áhyggjur af hlýnun jarðar
Tæplega 70 prósent Íslendinga hafa áhyggjur af hlýnun jarðar. Áhyggjurnar eru mismunandi miklar eftir kyni, aldri, búsetu og stjórnmálaskoðunum.
Kjarninn 26. júní 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Skoðanakönnun gerð um viðhorf Íslendinga til endurskoðunar á stjórnarskrá
Viðhorf Íslendinga til endurskoðun stjórnarskrár verður kannað af Félagsvísindastofnun. Tilgangurinn er m.a. að „draga fram sameiginleg grunngildi íslensku þjóðarinnar“ og kanna viðhorf til tillagna sem komið hafa fram að breytingum á stjórnarskrá.
Kjarninn 26. júní 2019
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Fáránleikinn og samtryggingin kemur til bjargar fyrir elítuna“
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur að það að vera dæmdur fyrir að segja satt geti ekki verið góð málsmeðferð og vísar hann til þess að sannleiksgildi ummæla Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur hafi ekki verið sannreynt við málsmeðferð forsætisnefndar.
Kjarninn 26. júní 2019
Helmingur leigjenda telur sig búa við húsnæðisöryggi
Einungis 51 prósent leigjenda telja sig búa við húsnæðisöryggi samanborið við 94 prósent húsnæðiseigenda. Helstu ástæður þess eru að fólk hefur ekki efni á leigu, leiguverð er of hátt og tímabundnir leigusamningar.
Kjarninn 26. júní 2019
Meira úr sama flokkiÁlit