Opið bréf til Reykjavíkurborgar: Vandamál vegna hópbifreiða í miðborginni

Jun Þór Morikawa hefur áhyggjur af mjög mikilli umferð hópbifreiða miðborg Reykjavíkur. Og er með tillögur um lausnir.

Auglýsing

Til Reykja­vík­ur­borg­ar,

Ég er að skrifa þetta opna bréf sem auð­mjúkur heim­il­is­fastur íbúi í Reykja­vík sem hefur áhyggjur af mjög mik­illi hóp­bif­reiða­um­ferð í mið­borg­inni. Sér­stak­lega á Hverf­is­götu og Hlemm­torg­inu.

Síð­asta sumar var komið upp hóp­bif­reiða­stöðvum og ég tel að ástandið hafi batnað að nokkru leyti. Samt er það enn langt í frá­ vand­ræða­laust.

Auglýsing

Sum vanda­mál sem auð­velt er að greina í dag eru eft­ir­far­andi:

  • Sumar hóp­bif­reiða­stöðvar eru ekki hent­ugar fyrir stórar rút­ur. (T.d. Stæði 7 við Trað­ar­kot á Hverf­is­götu og stæði 10 Hlemm­ur­torg­in­u). Ég sé mjög oft að helm­ingi Hverf­is­götu er lokað á þessu svæði af rútum (á milli klukkan 8 og 9 að morgni fyrir dags­ferða­brott­för, milli Kl. 16  og 18  fyrir dags­ferða­komurnar og Norð­ur­ljós­af­greiðslu frá kl.20 til 21.) Það gerir erfitt fyrir strætó­bíl­stjóra að fara í gegnum þetta svæð­i. Ég sé mjög oft á háanna­tíma við mikla umferð­ar­truflun á rútu­stöð  nr.10  á Hlemm­torgi sem þrengir götur pakk­aðar af ferða­þjón­ust­u-bíl­um.
  • Þung umferð á sumum svæðum truflar gang­andi veg­far­endur og almenn­ings­sam­göngur – stundum er rútum lagt tíma­bundið upp á gang­stétt­um, sér­stak­lega stæði nr. 7.

  • Það ger­ist oft að venju­legum öku­tækjum er lagt í rútu­stæði  á kvöldin þar sem veit­inga­staðir og barir eru í nágrenn­inu (þ.e. stæði nr. 3 Lækj­ar­gata og nr. 4 Tryggva­gata)

Ef  ­þið vilt sjá með eigin augum hvað ég meina, vin­sam­leg­ast farðu út og sjáðu hvað er að ger­ast á háanna­tíma á ofan­greindum svæð­um.

Til­lögur um lausnir:

•          ­Leyfa aðeins minni öku­tækjum að stoppa eins og á nr. 7 Trað­ar­koti á Hverf­is­götu og nr. 10 Hlemm­ur­torg­inu eða afnema þess­ar stoppu­stöðvar al­gjör­lega sem eru stað­settar þannig að þær hindra umferð.

•          ­Banna stórar rútur inn á Hverf­is­götu og Hlemm­torg - nema fyrir Strætó.

•          Til­greina rútu­stæði sem stórar rútur geta lagt í, svo sem stæði 2 Tjörn­in, 5 Harpa, 12 Höfða­torg, sem hafa breið­ara rými. og stækka stæði nr. 6 við Safna­hús­ið.

•          ­For­gang ætti að veita íbúum borg­ar­inn­ar, fót­gang­andi, reið­hjóla­mönnum og almenn­ings­sam­göngum (þ.e. Strætó)

•          Það ætti að vera hærri sekt við því að leggja í merkt rútu­stæði þar sem það er alvar­legt umferð­ar­brot.

Ferða­þjón­usta er auð­vitað mjög mik­il­vægur iðn­aður og umferð­ar­þæg­indi og aðgengi fyrir ferða­menn ætti að íhuga. Hins vegar tel ég að íbúum hér verði að líða vel í eigin borg og finn­ast öruggt að ganga á gang­stéttum og keyra á milli staða með lág­marks streitu.

Að mínu mati eru frek­ari umbætur og reglur um ­fyr­ir­komu­lag ­stoppi­stöðv­a ­nauð­syn­legar áður en þetta veldur meiri vand­ræðum sem hægt er að koma í veg fyr­ir.

Höf­undur er fag­mennt­að­ur­ öku­leið­sögu­mað­ur.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svindlarar nýta sér óttann
Stundum er sagt að tækifærin séu alls staðar, fólk þurfi bara að koma auga á þau. Evrópulögreglan, Europol, varar við fólki sem nú, á dögum kórónuveirunnar, hefur komið auga á tækifæri til að auðgast á kostnað samborgaranna.
Kjarninn 29. mars 2020
Hugleikur Dagsson.
Lífið á tímum kórónuveirunnar: Blóðug María daglega og rétti tíminn til að þykjast vera álfur
Listamaðurinn fjölhæfi, Hugleikur Dagsson, ráðleggur fólki að gera eitthvað skapandi og hlusta á kvikmyndatónlist á meðan. Þá verði allt epískara. Hugleikur gefur lesendum Kjarnans nokkur góð ráð til að njóta tilverunnar þessa dagana.
Kjarninn 28. mars 2020
Sema Erla Serdar
Erum við nokkuð að gleyma einhverjum?
Kjarninn 28. mars 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
Vonbrigði með brot á samkomubanni síðasta sólarhring
Staðfest smit eru nú orðin 963 hér á landi en 79 nýir einstaklingar greindust með smit í gær. Enn er ekki um veldisvöxt að ræða sem er mjög jákvætt. Aftur á móti varð yfirlögregluþjónn fyrir vonbrigðum með brot á samkomubanni en það er talið bera árangur.
Kjarninn 28. mars 2020
Logi Einarsson
Styðjum fleiri en þá stóru
Kjarninn 28. mars 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna: Nú gefst tækifæri til að leiðrétta „mistökin“
Formaður Eflingar leggur til að allir þeir milljarðar sem greiddir hafa verið í arð til eigenda fyrirtækja á síðustu árum verði gerðir upptækir af ríkinu og notaðir til að fjármagna íslenskt samfélag.
Kjarninn 28. mars 2020
Telja hagsmuni eldri borgara landsins hunsaða
Stjórn Landssambands eldri borgara skorar á sveitarfélög og ríki að gera betur við eldri borgara landsins í COVID-19 faraldri.
Kjarninn 28. mars 2020
Eiríkur Ragnarsson
Það er karlmannlegt að haga sér eins og kona
Kjarninn 28. mars 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar