Opið bréf til Reykjavíkurborgar: Vandamál vegna hópbifreiða í miðborginni

Jun Þór Morikawa hefur áhyggjur af mjög mikilli umferð hópbifreiða miðborg Reykjavíkur. Og er með tillögur um lausnir.

Auglýsing

Til Reykjavíkurborgar,

Ég er að skrifa þetta opna bréf sem auðmjúkur heimilisfastur íbúi í Reykjavík sem hefur áhyggjur af mjög mikilli hópbifreiðaumferð í miðborginni. Sérstaklega á Hverfisgötu og Hlemmtorginu.

Síðasta sumar var komið upp hópbifreiðastöðvum og ég tel að ástandið hafi batnað að nokkru leyti. Samt er það enn langt í frá vandræðalaust.

Auglýsing

Sum vandamál sem auðvelt er að greina í dag eru eftirfarandi:

  • Sumar hópbifreiðastöðvar eru ekki hentugar fyrir stórar rútur. (T.d. Stæði 7 við Traðarkot á Hverfisgötu og stæði 10 Hlemmurtorginu). Ég sé mjög oft að helmingi Hverfisgötu er lokað á þessu svæði af rútum (á milli klukkan 8 og 9 að morgni fyrir dagsferðabrottför, milli Kl. 16  og 18  fyrir dagsferðakomurnar og Norðurljósafgreiðslu frá kl.20 til 21.) Það gerir erfitt fyrir strætóbílstjóra að fara í gegnum þetta svæði. Ég sé mjög oft á háannatíma við mikla umferðartruflun á rútustöð  nr.10  á Hlemmtorgi sem þrengir götur pakkaðar af ferðaþjónustu-bílum.
  • Þung umferð á sumum svæðum truflar gangandi vegfarendur og almenningssamgöngur – stundum er rútum lagt tímabundið upp á gangstéttum, sérstaklega stæði nr. 7.

  • Það gerist oft að venjulegum ökutækjum er lagt í rútustæði  á kvöldin þar sem veitingastaðir og barir eru í nágrenninu (þ.e. stæði nr. 3 Lækjargata og nr. 4 Tryggvagata)

Ef  þið vilt sjá með eigin augum hvað ég meina, vinsamlegast farðu út og sjáðu hvað er að gerast á háannatíma á ofangreindum svæðum.

Tillögur um lausnir:

•          Leyfa aðeins minni ökutækjum að stoppa eins og á nr. 7 Traðarkoti á Hverfisgötu og nr. 10 Hlemmurtorginu eða afnema þessar stoppustöðvar algjörlega sem eru staðsettar þannig að þær hindra umferð.

•          Banna stórar rútur inn á Hverfisgötu og Hlemmtorg - nema fyrir Strætó.

•          Tilgreina rútustæði sem stórar rútur geta lagt í, svo sem stæði 2 Tjörnin, 5 Harpa, 12 Höfðatorg, sem hafa breiðara rými. og stækka stæði nr. 6 við Safnahúsið.

•          Forgang ætti að veita íbúum borgarinnar, fótgangandi, reiðhjólamönnum og almenningssamgöngum (þ.e. Strætó)

•          Það ætti að vera hærri sekt við því að leggja í merkt rútustæði þar sem það er alvarlegt umferðarbrot.

Ferðaþjónusta er auðvitað mjög mikilvægur iðnaður og umferðarþægindi og aðgengi fyrir ferðamenn ætti að íhuga. Hins vegar tel ég að íbúum hér verði að líða vel í eigin borg og finnast öruggt að ganga á gangstéttum og keyra á milli staða með lágmarks streitu.

Að mínu mati eru frekari umbætur og reglur um fyrirkomulag stoppistöðva nauðsynlegar áður en þetta veldur meiri vandræðum sem hægt er að koma í veg fyrir.

Höfundur er fagmenntaður ökuleiðsögumaður.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Fátækleg umfjöllun – Stefna Flokks fólksins í umhverfismálum
Kjarninn 20. september 2021
Meiri líkur en minni á því að hægt verði að mynda miðjustjórn sem teygir sig til vinstri
Þrjár gerðir fjögurra flokka stjórna sem innihalda miðju- og vinstriflokka mælast með meiri líkur á að geta orðið til en sitjandi ríkisstjórn hefur á því að sitja áfram.
Kjarninn 20. september 2021
Frá undirritun lífskjarasamningsins í apríl árið 2019.
Forsendur brostnar og örlög lífskjarasamningsins ráðist 30. september
Forsendunefnd ASÍ og SA hefur komist að þeirri niðurstöðu að forsendur lífskjarasamningsins frá 2019 séu brostnar, hvað aðgerðir stjórnvalda varðar. Formaður VR segir að örlög samninganna muni ráðast á fundi samninganefnda ASÍ og SA 30. september.
Kjarninn 20. september 2021
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu er engin töfralausn
Kjarninn 20. september 2021
Þorvarður Bergmann Kjartansson
Þegar sumir hafa vald yfir öðrum
Kjarninn 20. september 2021
Hildur Gunnarsdóttir
Húsnæðispólitík og arkitektúr
Kjarninn 20. september 2021
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins
Gæti kostað 50-60 milljarða að gera 350 þúsund króna laun skatt- og skerðingalaus
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Ingu Sæland um að færsla á persónuafslætti frá „þeim ríku“ til hinna efnaminni geti fjármagnað 350 þúsund króna skattfrjálsa framfærslu.
Kjarninn 20. september 2021
Segja mikilvægt að undirbúa innviði og regluverk fyrir græna orkuframleiðslu
Íslendingar ættu að nýta þau tækifæri sem felast í orkuskiptum hérlendis og undirbúa innviði og regluverk fyrir samkeppnishæfa framleiðslu á kolefnislausum orkugjöfum, að mati tveggja verkfræðinga hjá EFLU.
Kjarninn 20. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar