Skattfrelsi ökuþóra

Auglýsing

Í  um­ræðu um akst­urs­greiðslur til þing­manna hefur þeim rökum verið beitt að að ekki sé við neinn að sakast því greiðslur þessar séu í sam­ræmi við regl­ur. Á það m.a. við um meint skatt­frelsi þess­ara greiðslna því í lögum um um þing­far­ar­kaup alþing­is­manna og þing­far­ar­kostnað seg­ir: Greiðsla þing­far­ar­kostn­aðar skv. 6. og 7. gr. er fram­tals­skyld, … en ekki skatt­skyld. Þær laga­greinar sem vísað er til fjalla um þann kostnað sem verið hefur tanna á milli í umræð­unni, hús­næð­is- og dval­ar­kostnað og ferða­kostn­að. Þessi regla er frá­vik frá skatta­lög­um.

Meg­in­regla skatta­laga er að fái starfs­maður sér­staka greiðslu fyrir að taka á sig kostnað launa­greið­anda t.d. vegna ferða á vegum hans þá megi hann draga frá þeirri greiðslu þann kostnað sem af ferð­inni hlýst. Sé sá kostn­aður lægri en greiðslan telst mis­mun­ur­inn til skatt­skyldra tekna. Til árs­ins 2013 var mat á kostn­aði við akst­ur, kíló­metra­gjald­ið, ein föst tala. Var talið að hún ætti vel við í flestum til­vikum en ljóst væri að kostn­að­ur­inn væri mis­mik­ill eftir ekinni vega­lengd þar sem liðir eins og verð­rýnun bif­reið­ar, trygg­ing­ar, bif­reiða­gjöld o.fl. eru að mestu eða öllu leyti óháðir ekinni vega­lengd á ári. Til að taka á hugs­an­legum ofgreiðslum og mis­notkun var þeim sem fengu greiðslur fyrir mik­inn akstur á eigin bif­reiðum gert að gera grein fyrir kostn­aði við rekstur bif­reiðar á skatt­fram­tali sínu og fengu ein­ungis að draga raun­veru­legan kostnað frá tekj­un­um. Akst­urs­greiðslur umfram kostnað voru skatt­skyldar tekj­ur.

Á árinu 2014 breytti RSK skatt­fram­kvæmd á þann hátt að í stað kíló­metra­gjalds óháð akst­urs­lengd og grein­ar­gerðar um raun­veru­legan kostnað kom kostn­að­ar­mat sem tekur til­lit til ekinnar vega­lengdar á ári. Þannig er kíló­metra­gjaldið nú 110 kr. á fyrstu þús­und kíló­metrana en fer svo lækk­andi í 65 kr. þegar 15 þús­und km er náð. Með þessu telur RSK að náð sé við­un­andi mati á raun­veru­legum kostn­aði og þessar fjár­hæðir heim­il­aðar til frá­dráttar í stað þess að gerð sé sér­stök grein fyrir kostn­aði. Þessi breyt­ing ein­fald­aði skatt­fram­kvæmd fyrir gjald­endur og skatt­yf­ir­völd.

Auglýsing

Alþingi ákveður starfs­kjör þing­manna og fór í þessu efni aðra leið en þá að fylgja almennum skatta­lög­um. Í lögum um þing­far­ar­kaup alþing­is­manna og þing­far­ar­kostnað var Alþingi falið að ákveða end­ur­greiðslu­fjár­hæðir og því jafn­framt slegið föstu að greiðsla hús­næð­is- og dval­ar­kostn­aðar og ferða­kostn­aðar sé ekki skatt­skyld. Með þessu var því vikið frá þeirri meg­in­reglu skatta­laga sem að framan getur að það sé útlagður kostn­aður sem er frá­drátt­ar­bær en ekki greiðslan sjálf.

For­sætis­nefnd Alþingis ákveður greiðslur sam­kvæmt lög­unum aðrar en þing­fara­kaupið sjálft og setur nán­ari reglur um þær. Það hefur hún gert og m.a. ákveðið kíló­metra­gjald­ið. Í því efni fór hún þó ekki að for­dæmi RSK frá 2014 en fylgir reglum ferða­kostn­að­ar­nefndar sem er ekki opin­bert stjórn­vald eða óháður mats­að­ili heldur eins konar samn­inga­nefnd ríkis og sam­taka opin­berra starfs­manna. Afleið­ingin er að kíló­metra­gjald sem greitt er þingi­mönnum hefur því verið hærra en kostn­að­ar­mat RSK að frá­töldum fyrstu þús­und kíló­metr­unum sem eknir eru á árinu.

Draga má í efa laga­legt rétt­mæti þess­ara reglna. Í lög­unum segir m.a.: “Greiða skal alþing­is­manni ……mán­að­ar­lega hús­næð­is- og dvalarkostnað til þess að hafa dval­ar­stað í Reykja­vík eða grennd ….” og “Al­þing­is­maður fær mán­að­ar­lega fjár­hæð til greiðslu kostn­aðar við ferða­lög innan kjör­dæmis hans” Sam­kvæmt þessu skal end­ur­greiða kostnað og annað ekki. For­sætis­nefnd ber því að ákveða greiðslur m.a. fyrir akstur í sam­ræmi við efn­is­reglu við­kom­andi laga­grein­ar, þ.e að end­ur­greiða ein­ungis kostn­að. Í 17. grein lag­anna er kveðið á um að þessar greiðslur séu skatt­frjáls­ar. Til þess að upp­fylla ákvæði lag­anna þarf því að vera tryggt að skatt­frjálsa greiðslan skv. 17. grein sé hin sama og kostn­aður sem heim­ilt er að end­ur­greiða skv. 7. grein. Aug­ljóst virð­ist af gerð regln­anna og fram­kvæmd þeirra að svo er ekki.

Til þess að ná því marki hefði verið best að þing­menn fengju útlagðan ferða­kostnað end­ur­greiddan sam­kvæmt fram­vís­uðum reikn­ingi. For­sætis­nefnd Alþingis ákvað að fara aðra leið og að greiða fyrir akstur með kóló­metra­gjaldi. Það er ekki ein­falt í fram­kvæmd þegar litið er til þess sam­ræmis sem verður að vera á milli um end­ur­greiðslu á kostn­aði 7. gr. lag­anna og 17. greinar sem tekur úr sam­bandi úrræði skatta­laga til að greina á milli end­ur­greiðslu­hæfa kostn­aðar vegna launa­greið­anda og tekna starfs­manns­ins. Til að ekki fari illa hefði verið nauð­syn­legt að fyrir lægi nákvæmt mat á raun­veru­legum kostn­aði við akstur einka­bíls. Að öðrum kosti er hætta á því að Alþingi ákveði þing­mönnum laun sem það hefur ekki laga­lega heim­ild til að gera og að auki að þessi laun séu skatt­frjáls. Virð­ist það hafa orðið reyndin að ein­hverju marki.

Ekki hefur komið fram að Alþingi hafi lagt sjálf­stætt mat á raun­veru­legan akst­urs­kostnað áður en regl­urnar voru sett­ar. Í þess stað ákvað það að nota mat ferða­kostn­að­ar­nefndar þrátt fyrir að ljóst var að mat hennar var langt umfram raun­veru­legan kostnað þegar akstur er mik­ill. Ekki var litið til ákvæða skatta­laga og fram­kvæmdar á grund­velli þeirra sem er aug­ljós­lega raun­hæf­ara mat á þeim kostn­aði sem end­ur­greiða ber og eru þær reglur sem allur almenn­ingur býr við. Fyr­ir­liggj­andi dæmi úr umræð­unni eru glöggur vottur um ofmat kostn­aðar skv. þessum regl­um. Ákvörðun Alþingis um fyr­ir­komu­lag á end­ur­greiðslu akst­urs­kostn­aðar fól því í sér að þing­menn, sem mikið aka, fá skatt­frjálsar tekj­ur.

Vegna ofmats á kostn­aði skapar reglan, sem valin var, freistni­vanda og er hvati til mis­notk­un­ar. Því er ekki ein­göngu við van­hugsuð lög og lélega fram­kvæmd að sakast. Regl­urnar er settar í til­gangi sem til­greindur er í lög­un­um, þ.e. að end­ur­greiða til­tek­inn kostn­að. Ætla verður að þing­menn þekki lögin og reglur sem settar eru skv. þeim. Þeim hlýtur því að hafa verið ljóst að þær kröfur um end­ur­greiðslur sem þeir beindu að þing­inu voru í mörgum til­vikum umfram þann kostnað sem þeir höfðu orðið fyr­ir. Með því að leggja fram slíkar kröfur brugð­ust þeir í þeim freistni­vanda sem reglu­verkið hafði skapað og létu fjár­hags­lega eig­in­hags­muni vega meira en efn­is­legt rétt­mæti og almanna­hags­muni.

Hér hefur ein­göngu verið fjallað um þær greiðslur sem ákveðnar voru í sam­ræmi við settar reglur eins og þær eru. Annar þáttur er með­ferð á þeim greiðslum sem sam­rým­ast ekki settum reglum eða eru umfram það sem þær heim­ila. Má þar nefna álita­mál um ferða­til­efni og óljós skil á hvað til­heyri störfum þing­manns, hvað teng­ist flokks­starf hans og hvað sé í per­sónu­lega þágu hans t.d. vegna próf­kjara og rækt­unar á per­sónu­fylgi. Auk þess má nefna með­ferð á greiðslum sem eru umfram það sem regl­urnar heim­ila. Þannig er a.m.k. álita­mál hvort regl­urnar heim­ili end­ur­greiðslu á akstri umfram 15.000 km á ári. Greiðslur sem ekki eru byggðar á heim­ildum í regl­unum falla ekki undir skatt­frels­is­á­kvæði 17. greinar lag­anna. Greiðslur umfram regl­urn­ar, hvort sem er vegna til­efn­is­leysis eða að þær eru umfram önnur skil­yrði svo sem eknar vega­lengdir ber skv. skatta­lögum að fara með sem launa­greiðslur og skatt­leggja sem slík­ar.

Það er gott til þess að vita að til stendur að end­ur­skoða reglur um greiðslu þing­far­ar­kostn­að­ar. Þær eru gall­aðar og skyndi­lausnir duga skammt. En það er ekki nóg að end­ur­skoða regl­urn­ar. Þær eru byggðar á lögum um starfs­kjör þing­manna og þau lög hafa a.m.k. að hluta til skapað þann freistni­vanda sem með­vitað eða ómeð­vitað hefur leitt til oftöku fjár. Þessum lögum þarf að breyta. Lág­marks breyt­ingar á þeim væri að skil­greina með ótví­ræðum hætti heim­ildir til end­ur­greiðslu á kostn­aði þing­manna vegna starfa þeirra, að kveða á um að slíkar end­ur­greiðslur skuli vera sam­kvæmt reikn­ingum fyrir kostn­að­inn og end­ur­skoðun á þeim og síð­ast en ekki síst að fella úr lög­unum ákvæði um sér­staka skatta­lega með­ferð á þessum greiðslum þannig að þing­menn sitji að þessu leyti við sama borð og almenn­ingur í land­inu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar