Eru eiturefni í nærumhverfi okkar heilsufaraldur 21. aldarinnar?

Vilmundur Sigurðsson stofnaði fyrir 5 mánuðum síðan hóp á Facebook, sem heitir “Er rúmið mitt að drepa mig?” Hann telur ýmis efni í þekktum dýnum vera stórskaðleg.

Auglýsing

Slæm áhrif eit­ur­efna í nærum­hverfi á lík­ams­starf­semi okkar er eitt­hvað sem við þekkjum ágæt­lega.

Við vitum að mengun frá bíla­um­ferð, eld­gosum og flug­eldum geta haft slæm áhrif á okk­ur.

Mengun í stór­borgum erlendis er eitt­hvað sem við lesum um og er fjar­lægt okk­ur.

Auglýsing

Rann­sóknir sýna að slæm loft­gæði hafa slæm skamm­tíma og lang­tíma áhrif á okk­ur.

Efnin sem valda þessum slæmu loft­gæðum eru mis­mun­andi.

Þekkt­ast er ryk, frjó­korn, mygla og bíla­meng­un.

Ýmis önnur mengun er þó að valda miklum skaða.

Bíla­mál­ar­ar, Snyrti­fræð­ing­ar, Hár­greiðslu­fólk, fólk sem starfar í efna­laugum og í fyr­ir­tækjum þar sem unnið er með upp­leys­an­leg efni verða á hverjum degi fyrir miklum áhrifum vegna eit­ur­efna sem gufa upp í and­rúms­loft á vinnu­stað.

Þekkt er og vís­inda­lega sannað að þetta fólk verður að lokum fyrir var­an­legum skaða sem veldur m.a. FjölEfna­Næmi, s.s. Eit­ur­efna­ó­þoli.

Það gerir að verkum að við­kom­andi starfs­fólk þolir ekki lengur þau efni sem fyr­ir­finn­ast í and­rúms­lofti vinnu­staðar og þarf að hætta í sinni atvinnu­grein.

Þetta fólk er þá einnig orðið mjög næmt fyrir þessum efnum hvar sem það dvel­ur.

Fólk þarf jafn­vel að nota sér­hæfðan loft­hreinsi­búnað til að geta mögu­lega starfað áfram eða hrein­lega að geta virkað ágæt­lega sem mann­eskjur almennt.

Svipuð efni eru að verða algeng­ari í ýmsum vörum og bygg­ing­ar­efn­um.

Lím í spóna­plötum inni­halda svona efni.

Hús­gögn og gólf­teppi inni­halda þessi efni.

Jafn­vel föt og lyf inni­halda eitt­hvað af þessum efn­um.

En hvaða efni eru þetta?

Þekktasta efnið er Forma­lín (Form­al­d­ehyde).

Við munum eftir því úr kvik­myndum sem fljót­andi vökva í gler­krukkum á til­rauna­stofum og í þeim eru geymdir lík­ams­part­ar.

Það eitt og sér er notað ótrú­lega víða.

Form­al­d­ehyde er efni sem ég vissi ekk­ert um fyrir 6 mán­uðum síð­an, og hefði aldrei getað látið mér detta í hug að það væri notað í neyt­enda­vör­ur.

99,99% fólks veit örugg­lega ekk­ert um þetta held­ur.

Núna veit ég að það er notað til mýk­ing­ar, bind­ingar og eld­varnar í ótrú­legan fjölda af almennum neyt­enda­vörum!

Form­al­d­ehyde er Krabba­meins­vald­ur!

Form­al­d­ehyde getur mynd­ast í bruna spritt­kerta og raf­sí­gar­ettna.

Form­al­d­ehyde er ekki bara Krabba­meins­vald­ur, heldur hefur það þannig lang­tíma­á­hrif á mann að manni er oftar kalt, lík­am­inn er þreytt­ur, sviði í aug­um, þyngsli yfir höfði, tíðir höf­uð­verkir, bólgur í lík­ama og höfði ofl.

Það er ótrú­lega víða á Íslandi yfir heilsu­vernd­ar­mörkum sem Alþjóða Heil­brigð­is­stofn­unin gefur út.

En af hverju er það not­að?

Senni­lega er þetta áhrifa­rík­asta og ódýrasta efn­ið. Gefur meiri pen­ing burt­séð frá skað­legum áhrif­um.

Eft­ir­lits­að­ilar (Um­hverf­is­stofnun og Vinnu­eft­ir­lit­ið) eru hins vegar ekki að vinna vinn­una sína í þessum efn­um! Ég held þeir viti varla hvað Form­al­d­ehyde er og hversu mik­inn skaða það er að valda fólki í dag.

Víða á vinnu­stöðum eru þessi efni marg­falt yfir hættu­mörk­um.

Form­al­d­ehyde og önnur Rok­gjörn efni (VOC) eru gerð úr það litlum ögnum að þau ber­ast beint inn í blóð­rás­ina og geta þar með valdið beinu tjóni á Mið­tauga­kerfi og Ónæm­is­kerfi.

VOC er erlent sam­heiti yfir ýmis Líf­ræn Rok­gjörn Efni.

Það eru mis slæm efni, eit­ur­efni sem gufa stöðugt upp við stofu­hita og gufa meira upp við meiri hita.

Þau geta verið í t.d. Bens­íni, Terpent­ínu, Flugna­eitri, Permanenti, Hár­lit, Nagla­lakki ofl.

Allir eru sam­mála um að við viljum ekki anda þessum efnum að okkur eða snerta þau í lengri eða skemmri tíma.

Fleiri og fleiri þurfa samt að vinna með þessi efni og hljóta margir af þeim var­an­legan skaða.

Við vitum sem­sagt að við þurfum að forð­ast þessi efni eins og heitan eld­inn til að halda heilsu.

En hvað ef ein­hver hefur laumað þessum efnum inn í líf okkar í formi heilsu­vöru?

Hvað ef rán­dýra heilsu­rúm­ið, inni­heldur þessi efni?

Hvað ef Heilsu­dýna og heilsu­koddi inni­haldi þessi efni?

Hvað ef eitt­hvað sem kall­ast “heilsu­vara”, virkar í raun sem “heilsu­spill­andi” vara?

Hvað ef Plús breit­ist í Mínus?

Memor­yFoam svampefnið sem er notað í svo margt, er aðal­efnið í Heilsu­koddum og Heilsu­dýn­um.

Það var þróað af Tempur í sam­vinnu við NASA á sjö­unda og átt­unda ára­tugnum og sett á almennan neyt­enda­markað á þeim níunda.

Þessar vörur eru ekki undir neinu eft­ir­liti hér á landi og engin reglu­gerð til um inn­flutn­ing og sölu á þeim.

Samt eru þetta olíu­af­urð­ir!

Umhverf­is­stofnun á að sjá um þetta eft­ir­lit.

Fram­leið­endur og sölu­að­ilar halda því fram að Memor­yFoam sé heilsu­bæt­andi efni.

Ég hef ekki séð neinar alvöru lækna rann­sóknir sem sanna það!

Uppi­staðan í Memor­yFoam efn­inu er Polyu­rit­han og í það er blandað allt að 61 öðrum efnum til að mynda ein­staka þrýsti­jöfn­un­ar­eig­in­leika.

Þetta eru fljót­andi olíu­efni og fleira.

Fram­leið­endur vilja ekki upp­lýsa um hvaða efni eru í Memor­yFoam.

Þessu er helt í stórt form, svona eins og stórt köku­form og bakað við nokkur hund­ruð gráður í stórum ofni og þá svona poppa út þessar loft­bólur í efn­inu sem gera þessa mýkt­ar­eig­in­leika sem það er frægt fyr­ir.

Til þess að fá þessa eig­in­leika þá er verið að nota mis slæm efni, jafn­vel eitruð efni.

Það eru þessi VOC efni m.a.

Þessi efni eru það eld­fim að eld­varna­eft­ir­lit fer fram á að hægt sé að halda log­andi kveikjara undir efn­inu í meira en 12 sek­úndur áður en kviknar í því.

Þá er ódýr­ast og best gagn­vart eld­varn­ar­staðli að nota Form­al­d­ehyde til að eld tefja efn­ið.

Það er hins vegar hræði­legt fyrir okkur og enn verra fyrir börnin okkar sem eru að taka út þroska.

Þetta efni myndar þar að auki ban­eitr­aðan reyk þegar loks­ins kviknar í því!

Því er blandað í kök­una.

Þannig að í Heilsu­dýn­una og Heilsu­koddan er kom­inn fjöld­inn allur af skað­legum efnum sem við finnum ekki lykt­ina af og viljum aldrei fá inn í lík­ama okk­ar.

Við sofum í þessum efnum að minnsta kosti 8 tíma á sól­ar­hring.

Hitum þau upp í 35 gráður og erum í beinni snert­ingu við þau í gegnum allan lík­aman og önd­un­ar­færi.

Við svitnum meira á svona dýnum og koddum og talið er að svit­inn magni upp áhrifin frá þeim.

Í algeng­ustu teg­und­inni af Memor­yFoam dýnum mynd­ast auð­veld­lega t.d. Svart­mygla sem bæt­ist þá ofan á eit­ur­efnin sem fylgdu með dýn­unni.

Þá getur fólk orðið mjög veikt.

Sumir vilja full­yrða að ætt­ingjar hafi lát­ist eftir notkun Memor­yFoam vara.

Gam­al­menni, sjúk­ling­ar, börn og unga­börn dvelja lengur á sínum svefn­stað.

Fram­leið­endur þess­ara “Heilsu­vara” full­yrða að VOC/Form­al­d­ehyde sé innan við­mið­un­ar­marka í þessum vör­um.

En það er ekki satt, segi ég!

Einu við­mið­un­ar­mörkin erum við sjálf og börnin okk­ar.

Við erum einu mæli­tækin sem segja allan sann­leik­ann.

Þessi skað­legu efni eru í þessum dýn­um!

Ég sjálfur var veikur vegna þess­ara Heilsu­spill­andi kodda og dýna í meira en 11 ár.

Ég gekk á milli lækna með ýmis ein­kenni á hverjum tíma og fékk engar lausn­ir.

Ég upp­götv­aði loks fyrir 7 mán­uðum síðan að þessi eit­ur­efni í þessum vörum höfðu haldið mér veikum í meira en 11 ár!

Bara það að losa mig við mína Memor­yFoam dýnu og kodda, lag­aði heilsu mína!

Ég hef samt hlotið var­an­legan skaða.

Ég finn fyrir ein­kennum í lung­um, ég hef misst lykt­ar­skyn og ég er með Efna­ó­þol. Ég get t.d. ekki verið lengi þar sem Form­al­d­ehyde og önnur VOC efni eru í loft­inu, þó það sé í litlum mæli.

Ég stofn­aði fyrir 5 mán­uðum síðan hóp á Face­book, sem heitir “Er rúmið mitt að drepa mig?”

Nafnið kemur vegna þess að ég sjálfur var orð­inn svo slæmur lík­am­lega að ég var far­inn að hugsa um hvort að ég væri með Krabba­mein eða jafn­vel óupp­götv­aðan sjúk­dóm sem myndi að lokum leiða mig til dauða.

Ég upp­götv­aði í gegnum erlendar síður að mikil umræða er um þessi Memor­yFoam efni þar og ýmsir sögðu að rúmið væri að drepa þá, eða að það hefði drepið ætt­ingja þeirra.

Ætlun mín með þessum Face­book-hóp var að finna ein­hverja sem mögu­lega hefðu lent í því sama og ég hér á Íslandi og að við gætum skipst á skoð­un­um.

Lært af hvert öðru um þennan nýja gervi­efna sjúk­dóm sem orsakast af inn­töku okkar á eitr­uðum loft­teg­undum í svefni sem koma frá þessum gervi­efna dýnum og kodd­um.

Þessi hópur sprakk upp í 3000 manns strax á 2 dög­um.

Núna er hann kom­inn í 5000 manns.

Helstu sölu­að­ilar á þessum vörum höfðu sam­band við mig strax á öðrum degi og spurðu hvað væri í gangi.

Fyr­ir­spurnum væri að rigna yfir þá.

Það var gefið í skyn að ég væri að eyði­leggja við­skipti.

Þeir spurðu mig ekki um hvort ég væri búinn að ná heilsu og hvort þeir gætu gert eitt­hvað fyrir mig.

Jú, þeir vildu reyndar bjóða mér í ferð til að skoða verk­smiðj­urn­ar.....

Helsta áhyggju­efnið var að tapa ekki við­skipt­um.

Þessir aðilar hafa skrá yfir flesta sem hafa keypt þessar vörur hjá þeim og hafa það í hendi sér að vara fólk við mögu­legum skaða sem það er að hljóta akkurat núna!

Mín eina hugsun var og er að fólk sem hefur notað þessar vör­ur, nái heilsu og að vara við afleið­ingum þess­ara eit­ur­efna.

Ég veit núna per­sónu­lega í gegnum Face­book-hóp­inn um nokkur hund­ruð sjúk­dómstil­felli vegna eit­ur­efna í Memor­yFoam dýnum og kodd­um.

Ég hef sjálfur talað við upp undir 100 manns sem hafa fengið væg og slæm sjúk­dóms­ein­kenni frá þessum vör­um.

Algengt er að fólk fái nefstíflur og haus­verki.

Það stafar af bólgum sem mynd­ast í lík­ama og höfði.

Slím­myndun í hálsi og nefi, sviði í nefi og aug­um.

Svo getur bæst við þyngsli yfir höfði og svimi ásamt heila­þoku.

Önd­un­ar­erf­ið­leikar og kæfisvefn.

Astmi og Bronkít­is.

Mikil þreyta í lík­ama, húð vanda­mál og liða­verk­ir.

Fullt af öðrum ein­kennum geta svo kom­ið, en orsökin er að þessi eit­ur­efni veikja Ónæm­is- og Tauga­kerfi, sem aftur veldur ýmsum ein­kenn­um.

Einn var með haus­verk á hverjum degi í 6 ár eftir að hann keypti sér svona heilsu­dýnu og kodda.

Hann var kom­inn með alvar­leg maga­vanda­mál og kom­inn í ýmsar til­raunir hjá maga­lækn­um.

3 mán­uðum eftir að hann los­aði sig við þessa vöru, þá hafði hann ekki fengið haus­verk lengi og fór í maga­speglun hjá lækni. Þar fannst ekk­ert og hann ein­kenna­laus og útskrif­að­ur.

Lækn­ir­inn gat ekki gefið neinar skýr­ingar á þessu.

Ég sjálfur var með krónískar bólgur í lík­ama sem ollu liða­verkjum og miklu ofnæmi.

4 mán­uðum eftir að ég los­aði mig við dýnu og kodda þá hitti ég minn ofnæm­is­lækni og hún sagði mér að ég væri ekki lengur með ofnæmi, og að nokkrir af hennar sjúk­lingum sem not­uðu Memor­yFoam vörur væru útskrif­aðir ofnæm­is­laus­ir.

Hún tók undir mínar útskýr­ingar á þessu en vill ekki tala um það opin­ber­lega af hræðslu við lög­sókn­ir.

Allir liða­verkir eru horfnir hjá mér.

Bækl­un­ar­lækn­ir­inn minn sagði mér að hann hefði verið með svona dýnu, sem hann los­aði sig við eftir nokkur ár og þrjú brjósklos. Hann taldi að dýnan hefði átt þátt í hans bak­vanda­málum og brjósklosi og hann er jú sér­fræð­ingur í þessu.

Málið er það að þessi efni koma svo rólega að manni og gera mann veikan svo hægt, að mann grunar aldrei að flotta rán­dýra heilsu­varan sé skað­vald­ur­inn í manns heilsu.

Þess vegna fer maður að leita að orsökum ann­ars stað­ar.

Raf­seg­ul­svið og Mygla koma þá upp í hug­an.

Mygla hefur verið mikið í umræð­unni.

Mygla getur nokkuð auð­veld­lega mynd­ast í Memor­yFoam dýn­um.

Fólk svitnar mikið á þessum dýnum og þá mynd­ast raki ofan í dýn­unni.

Þetta efni er svo þétt í sér að rak­inn kemst ekki upp úr henni svo auð­veld­lega.

Hit­inn og rak­inn og nær­ing­ar­efni frá húð­inni mynda kjörað­stæður fyrir Myglu.

Nátt­úru­fræði­stofnun hefur stað­fest nokkur til­felli af myglu í dýn­um.

Í minni dýnu fannst Svart­mygla, sem er mjög alvar­legt.

Þannig að síð­ustu árin var ég veikur af eit­ur­efnum og Svart­myglu sem kom frá dýn­unni minni.

Eftir að hafa orðið vitni að sögum fólks í Face­book-hópnum “Er rúmið mitt að drepa mig?” og við­brögðum fólks, þá veit ég núna að mörg hund­ruð manns eru að glíma við alvar­legar afleið­ingar frá eitr­un­um.

Mörg þús­und manns eru með ein­hver ein­kenni sem minnka lífs­gæði.

Kannski eru tugir þús­unda að glíma við ein­hverjar afleið­ingar frá eitr­unum vegna dýnu og kodda en hafa ekki hug­mynd um það þar sem að stærstu fjöl­miðlar lands­ins hafa ekki fjallað um þetta á fræði­legan hátt og við­bragðs­að­ilar hafa ekki tekið við sér.

Þetta fólk á rétt á að vita hvað er að hrjá það.

Eins þarf að hjálpa fólki sem nú þegar er með alvar­legar eit­uraf­leið­ingar frá þessum efn­um.

Land­læknir þar að fara ofan í saumana á þessu!

Sölu­að­ilar búa yfir upp­lýs­ingum um hverjir hafa keypt þessar vör­ur.

Þeim ber að vara við mögu­legri hættu af notkun þeirra.

Þeir eru hin­vegar ekki undir neinum þrýst­ingi frá yfir­völdum né fjöl­miðl­um!

Umhverf­is­stofnun á að hafa eft­ir­lit með skað­legum efnum í vör­um.

Land­læknir á að bregð­ast við þegar heilsuvá er fyrir dyr­um.

Lyfja­stofnun á að hafa eft­ir­lit með þessum vörum inni á heil­brigð­is­stofn­un­um.

Ég hef verið í sam­bandi við alla þessa aðila og fleiri og eng­inn vill bregð­ast við.

Staðan er sú að við vitum um mörg þús­und manns í gegnum Face­book hóp­inn sem hafa veikst.

Lík­legt er að mörg þús­und manns í við­bót séu veik.

Kannski eru tugir þús­unda með ein­hver ein­kenni?

Þetta þarf að rann­saka strax!!!

Eft­ir­lits­að­ilar og fjöl­miðlar á Íslandi geta ekki bara beðið eftir sönn­unum frá Evr­ópu­sam­band­inu um þetta eit­ur­efna­mál.

Það er núna sem fólk er veikt og líður illa og það er núna sem yfir­völd og fjöl­miðlar þurfa að bregð­ast við!!!

Þessi eit­ur­efni hafa laumað sér inn á heim­ili okkar og vinna þar hryðju­verk á hverri nóttu.

Hvaða áhrif hafa þau á heilsu og þroska barn­anna okk­ar?

Mörgum líður hreint hræði­lega vegna þess­ara efna!

Memor­yFoam vörur eru orðnar það mikið not­aðar á Íslandi og eit­urá­hrif á fólk eru orðin það útbreidd að þetta er orð­inn far­ald­ur!

Í verstu til­fellum er fólk komið með eit­ur­efna­ó­þol, orðið mjög næmt fyrir öllum efn­um.

Getur t.d. Ekki lengur notað venju­legt sjampó og sápu.

Þolir ekki vörur sem inni­halda Form­al­d­ehyde.

Þetta fólk er orðið svo næmt að margt getur truflað það.

T.d. Á vinnu­stað þess, eru loft­gæðin farin að skipta öllu máli.

Smá mygla sem áður tald­ist eðli­leg er þá kannski farin að valda þessu fólki miklum óþæg­ind­um.

Mygla gefur frá sér VOC efni og ein­kenni geta verið svipuð og frá eit­ur­efnum í dýnum og kodd­um.

Þá er þetta orðið vanda­mál á vinnu­stað og kannski fleiri en einn finna þessi slæmu loft­gæði af myglu­grói.

Það endar kannski með fjár­frekum aðgerðum á vinnu­stað.

Jafn­vel þarf að loka hús­næði og það rif­ið.

Það sem ég er að segja hér í þess­ari grein, hef ég kom­ist að í gegnum mína eigin sjúk­dóms­reynslu, sam­töl við fólk, sögur fólks í Face­book-hópn­um, lestur greina á erlendum vett­vangi og svo fram­veg­is.

Mér hefur gef­ist ein­stakt tæki­færi til að púsla öllu þessu saman á minn hátt og þar spilar stórt hlut­verk Face­book-hóp­ur­inn sem er ein­stakur á heims­vísu.

Hvergi ann­ars staðar en á Íslandi er hægt að nota svona hóp til að greina ástandið í þjóð­fé­lag­inu.

Það er vegna fámennis okk­ar.

Þannig að hér er um að ræða upp­götvun á stóru heil­brigð­is­vanda­máli sem kannski hefði ekki verið hægt að gera ann­ars staðar en hér á landi?

Við Íslend­ingar þurfum þess vegna að nota þessar upp­lýs­ingar með opnum huga til að bæta okkar heilsu og um leið spara mikið fé í heil­brigð­is­kerf­inu og þjóð­fé­lag­inu öllu.

Við höfum ekki efni á því að bíða eftir því að aðrir upp­götvi þetta í Evr­ópu og heim­inum og lausnin komi til okkar eftir ein­hver ár eða ára­tugi.

Við erum okkar eigin gæfu smiðir og verðum að bregð­ast við núna!

Við erum á undan öllum öðrum í þessu máli.

Við verðum að vera leið­andi og taka af skar­ið!

Ég skora á alla sem hafa völd í þessu máli, þing­menn, ráð­herra og fjöl­miðla að taka þessa umræðu með mér.

Burtu með for­dóma. Hlustum og tölum sam­an!

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar